24 stundir - 03.05.2008, Page 60
60 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir
Mikki Mús
Dýragarðurinn
ÞAÐ ER OF HÆTTULEGT
AÐ KEYRA Í ÞESSARI ÞOKU. ÉG ÆTLA AÐ
LEGGJA BÍLNUM HÉRNA OG FÁ MÉR BLUND
ORGUNN... ÞETTA VAR
ÁGÆTT...
ÞOKAN ER FARIN OG ÉG GET
LAGT AFTUR AF STAÐ
ÞAÐ HEFUR ALDEILIS VERIÐ MIKIL
ÞOKA Í GÆR
Þetta er boltaleikur. Þátttakend-
ur stilla sér upp framan við glugga-
lausan vegg (boltavegg). Einn byrj-
ar og hendir boltanum í vegginn og
segir: „Upp fyrir Fífu“ (nefnir nafn
þess sem á að grípa boltann).
Þá á Fífa að grípa boltann og ef
hún gerir það kastar hún aftur í
vegginn og segir: „Upp fyrir Andr-
ési“ (eða eins og áður segir). En ef
Fífa grípur ekki boltann hlaupa all-
ir frá veggnum á meðan hún nær í
boltann.
Þegar hún hefur náð honum
kallar hún: „Stopp“ og þá eiga allir
að stoppa. Nú á Fífa að reyna að
hitta einhvern krakkann og ef
henni tekst til dæmis að hitta í
hann Andrés fær hann „strik“ en
annars fær Fífa strikið. Þegar ein-
hver hefur fengið þrjú strik er hann
úr leik. Hitti Fífa Andrés á hann að
kasta í vegginn næst en annars ger-
ir Fífa það.
Allir út að kríta
Að skreyta stéttina við heimilið
getur reynst ótrúlega skemmtilegt.
Síðasta sumar voru nokkrir krakk-
ar í Reykjavík svo hugvitssamir að
gera gott úr tyggjóklessunum sem
þóttu ekki mikil prýði á stéttum
miðborgarinnar. Þeir tengdu þær
saman með krítarstrikum og gerðu
úr þeim skemmtilegt listaverk. Þá
er líka gaman að láta einn vin leggj-
ast á stéttina og draga útlínur hans
og teikna svo inn í þær. Þegar lista-
verkið er tilbúið er tilvalið að kalla í
mömmu eða pabba og biðja um
ljósmynd af árangrinum.
Skemmtilegir útileikir
Upp fyrir Andrési!
Leikjagaman Það er
alltaf gaman að leika sér.
SKEMMTILEGT
KRAKKAKROSSGÁTA
Mondex heitir þessi sportlegi
hundur sem greinilega hefur það
gott í heimalandi sínu Ítalíu, að
minnsta kosti ef hann hefur gam-
an af því að kafa.
Mondex vann til verðlauna á
tískusýningu í Manila nýverið.
Hans harðasti keppinautur var
kjölturakkinn Tucker sem hafði
verið klæddur eins og kúreki.
Það er margt skrýtið og skemmti-
legt í dýraríkinu.
Dýrin eru skrýtin
Froskhundurinn
Mondex
12 ára golfari hefur fengið við-
urnefnið Lilli Woods eftir að hafa
leikið holu í höggi tvisvar sinnum á
einni viku.
Stoltur pabbi
Ben Robinson er 12 ára og með-
limur í golfklúbbi með pabba sín-
um sem er afar stoltur og undrandi
yfir árangrinum. Meira að segja
þjálfari Bens, Stuart, segist aðeins
einu sinni á öllum ferli sínum hafa
farið holu í höggi.
Því er vert að fylgjast með þess-
um upprennandi golfleikmanni
sem hefur leikið golf síðan hann
var tveggja ára.
Golfklúbbar á Íslandi bjóða upp
á námskeið fyrir börn og því geta
allir krakkar prófað íþróttina og
reynt að fá holu í höggi.
Undrabarn í golfíþróttinni
Lilli Woods
1
2
5
3 4
KRAKKAGAMAN
lifsstill@24stundir.is a
Af hverju fór tyggjóklessan
yfir götuna?
Af því hún var föst við fót kjúklingsins.
Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200
www.babysam.is
Hjá okkur fáið þið mikið
úrval af barnabílstólum