24 stundir - 03.05.2008, Síða 61
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 61
2.-4. maí
í Fífunni
Kópavogi
Öflugustu
götubílarnir, mest breyttu
jepparnir, öflugustu spíttbátarnir,
öflugasta jet ski-ið, Formula 3 bíll,
böggý bílar, fjórhjól, þyrlur, Kristján
Einar formúlukappi, Bensinn hans
Gillzeneggers, frumsýning á 911
Turbo Capri, Íslandsmót
fjarstýrðra bíla,
o. fl.
Stærsta
bíla- og mótorsportsýning
Íslandssögunnar
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
8
0
9
3
8
Föstudag: 16:00 - 21:00
Laugardag: 11:00 - 21:00
Sunnudag: 11:00 - 19:00
Opnunartími:
1500 kr. fyrir 14 ára og eldri
500 kr. fyrir 8-13 ára
Frítt fyrir 7 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum.
Miðaverð:
Það borgar sig að vanda orðbragðið ná-
lægt gæludýrum eins og páfagaukum. Að
minnsta kosti á það við um páfagaukinn Bar-
ney í Bandaríkjunum. Sómakært fólk á það
til að roðna í návist Barneys sem hefur meira
að segja sagt presti með dónalegum orðum
að hypja sig á brott. Þá hefur Barney kennt
öðrum fuglum í búrinu, þeim Sam og Char-
lie að segja dónaleg orð.
Páfagaukurinn orðljóti hefur þurft að
gangast undir meðferð við dónaskapnum hjá
sérfræðingi.
Eigandi Barneys, Geoff Grewcock, segir
páfagaukana orðna afar óheflaða í fram-
komu og svívirðingar þeira séu með ólík-
indum. Hann segist kvíða framtíðinni, Bar-
ney og félagar séu rétt um 7 ára en
páfagaukar geta lifað í allt að 70 ár og á þeim
tíma geti nú orðasafnið aldeilis vaxið.
Að ala upp páfagauk er greinilega eins og
að ala upp barn þar sem foreldrar þurfa alltaf
að gæta að því hvað þeir segja svo barnið læri
ekki að blóta og rífast.
Ekki er mikið um svona páfagauka á Ís-
landi en þó eru þeir nokkrir og flestir skipta
þeir um heimili nokkrum sinnum á ævinni
enda lifa þeir svo lengi að erfitt getur verið
fyrir eina manneskju að ala páfagaukinn upp
og annast hann í ellinni. Það væri þá helst ef
barn fengi páfagaukinn í vöggugjöf þegar
það fæddist en þá myndi páfagaukurinn alast
upp með barninu og viðkomandi væri þá
kominn með félaga fyrir lífstíð. Það gæti ver-
ið mjög gaman að eiga þannig gæludýr.
Páfagaukar geta lifað í 70 ár og lært fjölmörg orð
Dónalegur páfagaukur veldur vandræðum
Dónagaukur Páfa-
gaukar segja það
sem þeim sýnist.
Í Borgarbókasafninu, Grófarhúsi,
er alltaf eitthvað um að vera á
sunnudögum fyrir börn. Sunnu-
dagar eru barnadagar. Þá eru
lesnar sögur í sögustund og oft
lítur einhver skemmtilegur í
heimsókn á safnið og kennir
söng, leiki eða föndur. Það allra
skemmtilegasta er að alla daga
geta krakkar klætt sig í búninga
og trallað og skemmt sér í barna-
horninu sem er vel útbúið af leik-
föngum og mjúkum púðum að
hossast í. Þá má minna foreldra á
að dvd-myndir fást til útláns
þeim að kostnaðarlausu, lánstími
er tveir dagar.
Búningar og
brall á safni
Allar huðnur Fjölskyldu- og hús-
dýragarðsins eru bornar en sú
síðasta, Dís, bar síðastliðna nótt
hvítum kiðlingi. Alls eru því 9
kiðlingar komnir í heiminn und-
an huðnum garðsins og hafrinum
Brúsa. Öllum kiðlingunum vegn-
ar vel og eru sprækir.
Sauðburður á að hefjast 10. maí
og eru það ærnar Hviða, Gjóska,
Eygló og Röskva sem munu bera
en faðirinn er hrúturinn Mjölnir.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
er alltaf jafn spennandi enda fátt
skemmtilegra en að eyða deg-
inum með dýrunum. Þau eru allt-
af tilbúin til þess að fá smá klapp
og gaman er að fylgjast með ný-
fæddum dýrum sem hnoðast ut-
an í mæðrum sínum.
Á sumrin er svo að sjálfsögðu líka
hægt að fara í leiktækin á milli
þess sem þið heimsækið dýrin.
Skoppandi
kiðlingar