24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 9
24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 9 Viltu fjórhjóladrifinn bíl til að komast á toppinn og njóta lífsins? Þá skaltu kynna þér jeppana frá Mitsubishi sem hafa staðist prófið og sigrað í hinum erfiða Dakar kappakstri ár eftir ár. Mitsubishi reynist alltaf vel, hvort sem það er öruggi pallbíllinn L200, skemmtilegi sportjeppinn Outlander eða konungur jeppanna, Mitsubishi Pajero. Við bjóðum hagstæða fjármögnun í erlendri mynt og eigum bíla til afgreiðslu strax. Komdu og prófaðu fjórhjóladrifna bíla á frábæru verði. Finndu kraftinn í fjórhjóladrifnum jeppa frá Mitsubishi! NÚ KOSTAR MINNA AÐ VERA Í VINNINGSLIÐINU „Við, undirrituð, teljum okkur ekki vera að fá þá þjónustu hjá Emax sem við erum að borga fyrir. Þetta ástand hefur varað nánast frá upphafi og fer bara versnandi.“ Á þessum orðum hefst undir- skriftalisti sem nú gengur í Mý- vatnssveit. Er skorað á fyrirtækið að gera endurbætur á nettengingu sinni á svæðinu og veita áskrifend- um afslátt af mánaðargjaldi þar til endurbótum er lokið. Ekkert net eða stopult „Við höfum verið með netteng- ingu í tvö ár og var hún fín fyrra árið, alla vega hjá sumum. Síðan hefur hún dalað og núna kemst maður annað hvort ekkert á netið eða er alltaf að detta út. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir hefur fyrirtæk- ið ekkert gert í þessu og þess vegna fór ég af stað með þennan lista,“ segir Kolbrún Ívarsdóttir, íbúi í dreifbýli Skútustaðahrepps. Föst í þjónustu við Emax „Ég athugaði um daginn hvort einhver annar gæti tekið við netinu hjá okkur en fékk þau svör, t.d. hjá Símanum, að ekki væri grundvöll- ur fyrir að þjónusta okkur í dreif- býlinu. Við virðumst því vera föst hjá Emax og þannig háð því að þeir geri við þetta,“ segir Kolbrún. Magnús Þór Sandholt, fram- kvæmdastjóri hjá Emax, segir upp- lýsingar um mikla óánægju Mý- vetninga hafa borist til Akureyrar í gær og strax hafi verið brugðist við. „Við ætlum að koma til móts við þessa netlausu viðskiptavini okkar. Við sendum mann norður eftir helgi til þess að finna út ástæðuna fyrir slæmri þjónustu og síðan verður þetta lagað,“ segir hann. thorakristin@24stundir.is Undirskriftasöfnun er hafin í Mývatnssveit þar sem skorað er á Emax að bæta þjónustuna Vilja endurbætta nettengingu og afslátt af gjaldi ➤ Emax sér um nettengingarvíða í dreifbýli landsins. ➤ Fjarskiptasjóður hefur aug-lýst eftir tilboðum í uppbygg- inu háhraðatenginga um landið en það á aðeins við um netlaus svæði landsins. NETTENGINGAR Mývatnssveit Er að hluta netlaus. Töluverður munur er á því hvaða peningaspil karlar spila og konur samkvæmt nýrri könnun um spila- hegðun og spilavanda fullorðinna á Íslandi. Karlar spila frekar peningaspil þar sem spilarar þurfa að þekkja reglur vel svo sem póker og billiard eða giska á úrslit í fótbolta eða öðr- um íþróttagreinum. Konur spila frekar peningaspil þar sem niður- staðan er tilviljunarkennd eins og bingó, lottó og flokkahappdrætti. Undantekning frá þessu eru spilakassar því karlar spila mun frekar í þeim en niðurstöður benda til þess að peningaspil með miklum spilahraða og tíðari vinningum séu frekar ánetjandi en önnur peninga- spil. Samkvæmt könnuninni spila 67% Íslendinga peningaspil minnst einu sinni á ári. 1,6% þjóðarinnar töldust eiga við spilavanda að stríða og var hann þrisvar sinnum algeng- ari meðal karla en kvenna. aak Munur á kynjunum við val á peningaspilum Bingó eða póker? Þrátt fyrir að lífið á Suðurlandi sé smám saman að færast í eðlilegt horf eru eftirköst Suðurlands- skjálftans sem reið yfir 29. maí síð- astliðinn enn vel greinanleg. Fjöldi fólks treystir sér enn ekki til að dvelja í húsum sínum þrátt fyrir að þau séu vel íbúðarhæf. Um 22 hús eru óíbúðarhæf í sveitarfélögunum Ölfusi, Árborg og Hveragerði. Eignatjón er gríðarlegt og engin leið að meta það að fullu. Á blaðamannafundi sem for- svarsmenn sveitarfélaganna og fulltrúar viðbragðasaðila héldu í Hveragerði í gær kom fram að allt verði gert til að veita íbúum á svæðinu alla þá aðstoð og þjónustu sem þörf er á, eins lengi og þörf er á. Ólafur Örn Haraldsson sem fyrir skemmstu var skipaður verkefna- stjóri þjónustmiðstöðvar vegna jarðskjálftans sagði á fundinum að allt starf sem unnið hefði verið í kjölfar skjálftans hefði tekist aðdá- unarlega vel. „Einhver einangruð tilvik vitum við um þar sem fólk taldi að sér hefði ekki verið sinnt eða að það hefði ekki fengið þá þjónustu sem það átti von á. Á þessum tilvikum höfum við tekið nú þegar og munum gera áfram.“ Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæj- arstjóri í Árborg, lagði áherslu á að horfa til framtíðar. „Mikilvægast er að fólk fái tíma og stuðning til að sópa sér saman í sálinni.“ freyr@24stundir.is Íbúar á Suðurlandi eru enn að vinna úr skjálftanum Fái tíma til að taka til í sálinni Stöðufundur Fulltrúar við- bragðsaðila á Suðurlandi bú- ast við að langur tími líði þar til allt tjón sem varð í skjálft- anum verður ljóst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.