24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Lögreglan í Ósló kveðst hafa kært hjón fyrir að hafa limlest fimm dætur sínar á aldrinum 5 til 14 ára með því að skera hluta kynfæra þeirra í burtu, að því er norskir fjölmiðlar greina frá. Hjónin sem eru frá Gambíu eru nú norskir rík- isborgarar. Eiginmaðurinn á tvær aðrar eiginkonur í Gam- bíu og fjórar dætranna búa nú hjá þeim. Með eiginkonunni í Ósló á maðurinn samtals sex dætur og gengur konan með sjöunda barnið. Gambísk hjón í Ósló Kærð fyrir að limlesta dætur STUTT ● Sjálfsmorðsbylgja Í Tasiilaq á Grænlandi hafa sjö ungmenni reynt að svipta sig lífi eða hótað því á fimm dögum, að því er greint er frá á vefsíðunni jp.dk. ● Hóta Íran árás Árás á Íran virðist óumflýjanleg sagði flutningamálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, í gær í viðtali við blaðið Yedioth Ahronoth. Hann sagði árás síðasta kostinn bæru refsiaðgerðir ekki árang- ur. „Og það gera þær ekki,“ bætti hann við. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Evrópuþingið óttast að úrslita- keppni Evrópumótsins í knatt- spyrnu, sem fram fer í Austurríki og Sviss, verði aðdráttarafl fyrir þá sem stunda mansal og bjóða fót- boltaáhugamönnum þjónustu vændiskvenna. Á hverju ári fjölgar fórnarlömb- um mansals og nú í vikunni fóru fram viðræður á vegum Evrópu- þingsins um aðgerðir Evrópusam- bandsins gegn mansali. Nefnd á vegum sambandsins sem hóf her- ferð gegn mansali í tengslum við heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi 2006 lagði áherslu á nauðsyn stuðnings framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins við herferð gegn mansali á Evrópu- mótinu. Útbreitt vandamál „Viðskipti með konur er útbreitt vandamál í allri Evrópu og óvenju- lega grimm mynd nútímaþræla- halds,“ sagði austurríski þingmað- urinn Christa Pets sem árið 2006 samdi ályktun um baráttuna gegn mansali. Baráttan gegn þvinguðu vændi fyrir tveimur árum er sögð hafa átt mikinn þátt í að það varð ekki í jafnmiklum mæli og búist var við. Þýskt dagblað greindi þá frá því að það væru ekki bara hótel, veitinga- staðir og minjagripasalar sem von- uðust eftir auknum tekjum, heldur allir sem þénuðu á viðskiptum með kynlíf; allt frá hóruhúsaeigendum til hórmangara og þeirra sem stunda smygl á fólki. Þrælamarkaður í hjarta Evrópu Ségolène Royal, frambjóðandi í forsetakosningunum í Frakklandi í fyrra, beindi orðum sínum í blaðinu Nouvel Observateur beint til Angelu Merkel Þýskalandskansl- ara þegar hún sagði að það væri óá- sættanlegt að heimsmeistaramót í hjarta Evrópu væri skipulagður þrælamarkaður. Þýska knattspyrnusambandið neitaði fyrst að taka þátt í herferð- inni gegn mansali, sem fjöldi kven- félaga stóð einnig að, en skipti síð- an um skoðun og viðurkenndi þá að það hefði verið of seint. Þýska lögreglan sagði erfitt að berjast gegn þvinguðu vændi. Fórnarlömbin væru hrædd vegna hótana auk þess sem þau treystu hvorki lögreglu né öðrum yfirvöld- um. Streyma til Danmerkur Í danska blaðinu Politiken var greint frá því nú í vikunni að þrátt fyrir viðamiklar áætlanir danskra stjórnvalda um herferð gegn man- sali, væri raunveruleikinn allt ann- ar. Það sem af er árinu hefur ein- ungis einu lögregluembætti tekist að höfða mál vegna mansals, að því er haft er eftir fulltrúa ríkislög- reglustjóraembættisins í B.T., að því er Politiken greinir frá. Vænd- iskonur frá Búlgaríu og Rúmeníu eru sagðar streyma til Danmerkur sem jafnframt er sögð endastöð fórnarlamba mansals frá Nígeríu. Óttast mansal á Evrópumótinu  Yfir 2 milljónir fórnarlömb mansals í heiminum  Flest fórnarlömbin konur og börn Vændi Beðið eftir við- skiptavini. ➤ Samkvæmt Alþjóðavinnu-málastofnuninni eru 2,4 millj- ónir manna fórnarlömb man- sals, flest konur og börn. ➤ Yfir 40 prósent fórnarlamb-anna eru í kynlífsiðnaðinum samkvæmt heimasíðu Evr- ópuþingsins. MANSAL Umfangsmikil leit fór fram í gær að fimm köfurum frá Bret- landi, Frakklandi og Svíþjóð und- an ströndum Indónesíu sem saknað hefur verið frá því í fyrra- dag. Talið er að ferðamennirnir hafi borist með sterkum straum- um á haf út. Fimmmenningarnir sneru ekki til baka úr köfunarleiðangri í grennd við Komodo-þjóðgarðinn við Nusa Tenggara-eyjarnar fyrir austan Balí sem er vinsælt svæði meðal kafara. Svæðið þar sem ferðamennirnir sáust síðast er þekkt fyrir sérstök kóralrif og fjöl- breytt sjávardýr en einnig fyrir hættulega neðansjávarstrauma. Á nokkrum klukkustundum geta þeir borið kafara marga tugi kíló- metra á brott. Lögregla og sjóher stýrðu leitinni sem hófst þegar á fimmtudag. ibs Umfangsmikil leit austan Balí Fimm ferðamanna saknað eftir köfun Til þess að komast hjá hlerunum skipta danskir afbrotamenn um símanúmer næstum jafnoft og aðrir skipta um nærföt, að því er greint er frá á vefsíðunni bus- iness.dk. Þetta vill danski Þjóð- arflokkurinn stöðva. Svokallað frelsi gerir þessi tíðu númeraskipti möguleg. Vegna þessa leiks afbrota- mannanna vilja þingmenn Þjóðarflokksins laga- breytingu þannig að heimild til hlerunar beinist að einstaklingn- um en ekki símanúmeri hans. Haft er eftir lögreglumanni á Fjóni að ekki sé um að ræða venjulega þjófa, heldur fíkniefna- sala og félaga í glæpaklíkum sem viti hvað þeir eru að gera. ibs Danskir glæpamenn Fá allt að 70 símanúmer á ári Flugfélagið Air India hefur rétt til að reka feitar flugfreyjur. Þetta er úrskurður æðsta dómstólsins í Delí á Indlandi sem fjallaði um kæru fimm flugfreyja. Talsmenn félagsins bera við heilsu- og ör- yggissjónarmiðum. En þeir eru einnig sagðir hafa lýst því yfir að útlit skipti máli í harðnandi sam- keppni. Áður munu þeir hafa lýst því yfir að þeir hefðu ekki áhuga á umsækjendum með húðvanda- mál og slæmar tennur. ibs Indverskt flugfélag Vill ekki feitar flugfreyjur Umsóknarfrestur er til 10. júní Kynntu þér námið á www.hr.is FRUMGREINAR VIÐ HR • Frumgreinasvið er kjörin leið fyrir fólk með starfsmenntun og aðra úr atvinnulífinu sem þurfa frekari undirbúning til áframhaldandi náms á háskólastigi einkum í tæknifræði og verkfræði. • Frumgreinasviðið er vettvangur fyrir stúdenta sem þurfa að bæta við sig stærðfræði og raungreinum. • Námið tekur eina til fjórar annir. Við mat er litið til starfsreynslu og fyrri skólagöngu. • Námið er hagnýtt og krefjandi og hentar vel metnaðarfullum einstaklingum. • Hægt er að stunda nám í frumgreinum bæði í dagskóla og í fjarnámi. FYRSTA SKREF AÐ HÁSKÓLAMENNTUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.