24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir heiddis @24stundir.is HELGARVIÐTAL R igningin bókstaflega fossar af himnum ofan þegar Anna Mjöll kem- ur hlaupandi eftir gang- stéttinni í gallabuxum, íþróttatreyju og bandaskóm og opnar dyrnar að gítarskóla föður síns í Síðumúlanum. Hún er með hárið tekið upp í tagl og á kolli hennar eru sólgleraugu, sem eru álíka viðeigandi í rigningunni og kuldabomsur á baðströnd. Sólskin- ið fyrr um daginn búið að víkja fyr- ir þungbúnum himingráma. Ís- lenskt veðurfar í hnotskurn. Dyntótt og óútreiknanlegt. Eitthvað annað en sólskinsblíð- an í Los Angeles þar sem Anna Mjöll er búsett. Hún hefur búið þar í 16 ár en er komin hingað til lands til að koma fram á djasstón- leikum með föður sínum, Ólafi Gauki, á veitingastaðnum Sólon í kvöld. Einhvern veginn tekst Önnu Mjöll að stimpla inn vitlaust núm- er á þjófavarnarkerfinu og ærandi sírenuhljóð tekur að hljóma um allt hús. „Ó, nei! Þetta gerist alltaf,“ segir hún, ögn vandræðaleg. „Svo man ég aldrei leyniorðið þegar ég þarf að hringja í Securitas til að fá þá til að slökkva á þjófavörninni. Ég er farin að segja bara „Hæ, þetta er Anna Mjöll“,“ segir hún brosandi. Sem betur fer birtist pabbi hennar von bráðar með rétta lykilorðið á reiðum höndum og bjargar okkur frá því að missa heyrn fyrir aldur fram. Anna Mjöll er jafnlítil og fíngerð og ég hafði ímyndað mér. Hlátur- mildur söngfugl sem hefur m.a. ferðast um allan heim með tónlist- armanninum Julio Iglesias en lifir nú rólegheitalífi og nýtur þess að rækta sambandið við manninn sinn og sinna eigin tónlist. Ólafur á að baki farsælan feril sem einn helsti gítaristi, upptökustjóri og tónskáld landsins. „Við hlökkum mikið til tón- leikanna en þeir eru upphitun fyrir djasshátíð sem verður haldin í Reykjavík í lok ágúst. Það eru mörg ár síðan við komum fram saman síðast,“ segja þau kát. Með þeim í kvöld spila úrvals- djassleikararnir Guðmundur Steingrímsson á trommur, Þorleif- ur Gíslason á tenórsaxófón og Þor- grímur Jónsson á bassa. Anna Mjöll segist vera komin aftur á heimaslóðir í djassinum en hún er nú að leggja lokahönd á nýjan geisladisk sem kemur út með haustinu. „Ég byrjaði í djassinum og von- andi verð ég þar áfram. Það er svo góður staður,“ segir hún. „Maður verður að finna sína réttu hillu.“ „Eruð þér að detta í sundur?“ Ólafur Gaukur tók burtfararpróf í tónsmíðum og útsetningum frá Grove School of Music í Bandaríkj- unum árið 1984 og lauk sérnámi í tónsmíðum frá sama skóla 1988. Djassinn átti alltaf hug hans og hjarta og hljómaði löngum stund- um í Kvistalandinu, æskuheimili Önnu Mjallar. Að sjálfsögðu var það pabbi sem kynnti henni djass- standardana. Það var þó ekki það eina. „Ég kynnti hana fyrir Bandaríkj- unum líka. Það er eiginlega mér að kenna að bæði börnin mín, Andri og Anna Mjöll, eru búsett þar,“ segir hann en Andri býr á austur- ströndinni ásamt konu og tveimur börnum og starfar sem skurðlækn- Sorg, sigrar og sjúbídú Þau eru vinir, samstarfs- félagar og feðgin. Eins og tvær hliðar á sama ten- ingnum. Fíla dillandi djass, vita fátt verra en rólegheit en finna ham- ingjuna hríslast um sig þegar það er brjálað að gera. Anna Mjöll Ólafs- dóttir og Ólafur Gaukur ræða um latínósjarmöra, rússneska rudda og lífs- ins ólíku leiðarstef.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.