24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Sjö félagar úr tryggingageiranum sem eru saman í veiðifélaginu OFF prísa sig nú sæla af því að ísbjörn- inn í Skagafirði varð þeirra ekki var. „Við hefðum getað verið étnir og orðið heimsfrægir, en sem betur fer voru aðstæður heppilegar og við vissum ekki einu sinni af ísbirnin- um fyrr en hann lá dauður,“ segir Örn Þórhallsson, einn félaganna. OFF á sér leynilegan veiðistað upp af bænum Ketu í Skagafirði á þeim slóðum sem ísbjörninn gæti hafa haldið sig á um helgina. Engan óraði fyrir því að fólk væri á ferð á Skagaheiði, í óbyggðunum fyrir ofan Ketu, þegar ísbjörninn stefndi upp í þokuna. Félagarnir í OFF eru fegnir því að lögreglan tók af skarið og skaut björninn. Björninn vissi ekki um grillið Enginn veit hvort ísbjörninn var í námunda við félagana, sem voru með veiðistangir eina að vopni. Þeir sváfu í litlum tjöldum og gömlum tréskúr sem hvorki heldur vindi né vatni. Á kvöldin grilluðu þeir úti og héldu upp á vorið á góða veðrið grunlausir um að þeir gætu verið í lífshættu. „Vindur var sem betur fer ekki að norðan, eins og oft er, því þá hefði ísbjörninn trúlega runnið á lyktina af grillinu,“ segir Örn, og bætir því við að nýlega sé komið gsm-sam- band á Skaga. Enginn hafi samt hringt í þá, enda hefði lítið þýtt að segja þeim að ísbjörn væri að snigl- ast kringum tjaldið. „Við hefðum nú bara hlegið að svoleiðis ábend- ingu og ekki trúað orði,“ segir Örn. Eplabóndi óttaðist jarðskjálfta Einn af þeim sem voru með í för er sænskur eplabóndi á áttræðis- aldri, Lennart Wångå ( á innfelldu myndinni). Hann er tengdafaðir eins úr hópnum og var á landinu vegna útskriftar. Lennart var hugs- andi yfir því að vera á ferðinni á Ís- landi vegna jarðskjálftanna á Suð- urlandi. Hættu á að vera étinn lifandi hafði hann ekki hugleitt. Örn svaf einn í tjaldi, það gerði sænski eplabóndinn líka en sumir sváfu í skúrnum. „Við vorum með þrjá hunda með okkur. Eina nóttina heyrðust ein- kennileg hljóð, við grunuðum hundana, en það verður líklega aldrei upplýst hvort ísbjörninn kom að tjöldunum.“ Hvað átti til bragðs að taka? „Við höfum rætt heilmikið um hvað við hefðum gert ef ísbjörn hefði þruskað fyrir utan tjaldið. Sjálfsagt hefði maður bara rennt niður lásnum og rétt út höndina,“ segir Örn. Félagarnir ræddu líka sín á milli hvernig þeir hefðu getað hrætt björninn burt vopnlausir. „Við hefðum getað gefið honum bjór og bleikju, kastað í hann stein- um eða grillinu. En þetta kennir okkur að minnsta kosti að maður verður að vera við öllu búinn. Við vorum að veiða í nokkrum vötnum sem eru á Skaga. Fáir vissu um ferð- ir okkar og oft voru menn úr hópn- um einir á ferð,“ segir Örn, sem tel- ur þá félagana stálheppna og hann tekur undir með Bjarka Friis, sem segir að mæti maður ísbirni í þoku um nótt, þá verði ekki báðir til frá- sagnar um þann fund. „Eina nóttina fór félagi okkar einn í gönguferð og var í burtu til klukkan þrjú um nóttina. Á daginn vorum við dreifðir um fjalllendið að veiða við vötnin. Þótt enginn hafi orðið var við ísbjörninn verður að teljast líklegt að hann hafi ein- mitt verið á þessum slóðum. Af fjöl- miðlaumræðu að dæma datt hins vegar engum í hug að það væri fólk á fjöllum, þar sem stefndi í að ís- björninn hyrfi inn í þokuna. Við getum þakkað fyrir að björninn fékk ekki að fara upp í fjallið óá- reittur. Og við höfum líka rætt um að taka með byssu í næstu ferð.“ Fyrir utan Örn og Lennart voru í ferðinni Gunnar Gunnarsson, Sig- urður V. Sveinsson, Agnar Þór Áka- son, Þórður Þórðarson og Jens A. Jónsson. Ævintýri í Fljótavík Fleira fólk hefur orðið hugsi vegna heimsóknar ísbjarnarins. Herborg Vernharðsdóttir, ættuð úr Fljótavík, rifjar upp komu ísbjarnar þangað 18. maí 1975. „Tveir menn, Ingólfur Eggertsson og Helgi Geir- mundsson, voru í fjörunni að gera við gamlan jeppa, þegar ísbjörninn kom aftan að þeim ofan úr landi. Langt var til manna og ekkert síma- samband, þeir náðu að komast inn í skýli, en Helgi sem reyndar var með byssu í skúrnum fleygði frá sér jakk- anum, með skotum í vasanum. Hann komst svo út úr skúrnum náði að hlaða byssuna og skjóta hvítabjörninn,“ segir Herborg. Öll byggð er fyrir löngu aflögð í Fljótavík eins og alls staðar í Sléttu- hreppi. En á sumrin fyllist Fljótavík af lífi og vopnlausu fólki. Herborg segir reynsluna sýna að líklega sé best að hafa þar byssu sem fólk geti beitt ef ísbjörn gengur á land. Fara aldrei oftar byssu- lausir á ísbjarnaslóðir  Sjömenningar prísa sig sæla  Ísbjörninn át þá ekki  Vindáttin var hagstæð þar sem þeir gistu í tjaldi Félagar grilla Örn og Agnar Jón slaka á➤ Enginn bjóst við mannaferð-um á Skagaheiði upp af staðnum þar sem ísbjörninn var skotinn. ➤ Áhyggjurnar snerust frekarum að ísbjörninn myndi leita til byggða og gera usla þar. MEÐ ÍSBIRNI Á FJÖLLUM Ódáðahraun og Herðubreiðar- lindir teljast þjóðlendur samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar. Þeista- reykir teljast hins vegar til eignar- lands. Óbyggðanefnd kvað í gær upp úrskurð sinn í ágreiningsmálum um eignarrétt lands á austanverðu Norðurlandi. Fjármálaráðherra gerði fyrir hönd ríkisins kröfu um þjóðlendur á svæðinu 7. nóvember 2006. Í úrskurði óbyggðanefndar kemur fram að deilt var um 119 landsvæði á svæðinu. Þrettán svæðanna voru úrskurðuð þjóð- lendur að öllu leyti og þrjú að hluta. Friðbjörn Garðarsson lögmaður sem rak mál eigenda Þeistareykja gegn ríkinu kveðst ánægður með úrskurðinn. „Hefði það svæði verið úrskurðað þjóðlenda hefði það get- að sett virkjunarframkvæmdir í uppnám á svæðinu. Vissulega er hluti virkjunarréttarins á hendi ríkisins í gegnum Landsvirkjun en engu að síður hefði þjóðlenduúr- skurður haft víðtæk áhrif. “ fr Herðubreiðarlindir dæmdar þjóðlenda Þeistareykir verða ekki þjóðlenda Strætó hefur hafið sölu á sér- stökum sumarkortum Strætó bs. sem gilda frá 5. júní til 31. ágúst. Sumarkortið er sérstaklega sniðið að þörfum námsmanna og á að brúa bilið fram að nýjum gild- istíma námsmannakorta. Allir viðskiptavinir Strætó geta nýtt sér þessi kort og kosta þau 9.000 kr. Þá hefur Strætó hafið sölu á sér- stökum ferðamannakortum sem ætluð eru erlendum ferðamönn- um. Ferðamannakortin gilda í einn eða þrjá daga og kosta 600 krónur fyrir einn dag en 1.500 krónur fyrir þrjá daga. fifa@24stundir.is Strætó bs. Ný kort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.