24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 26
en rannsóknir hans á yfirheyrslu- aðferðum og játningum afbrota- manna hafa breytt verklagi við yf- irheyrsluaðferðir víða um heim. „Ég hef unnið reglulega að ýmsum málum hér heima [á Íslandi] en nú er ég farinn að kenna við lagadeild- ina í Háskólanum í Reykjavík, ásamt félaga mínum Jóni Friðriki Sigurðssyni. Mesta vinnan lendir nú á honum. Innan Háskólans í Reykjavík er metnaðarfullt rann- sóknarstarf í gangi og umfangs- mikil gagnasöfnun sem nýtist sál- fræðinni eins og öðrum fræðigreinum. Það er ánægjulegt að taka þátt í því.“ Nýjar áskoranir Gísli segir nýjar áskoranir blasa við í réttarsálfræðinni, á tímum þegar yfirvöld víða um heim efla varnir gegn hryðjuverkaógn. „Ég kenni breskum lögreglumönnum ýmislegt um hvernig eigi að yfir- heyra hryðjuverkamenn og veit því hvað er við að eiga. Stærsta vanda- málið sem menn standa frammi fyrir er að yfirleitt hefur fólkið sem verið er að yfirheyra, vegna gruns um tengsl við hryðjuverkastarf- semi, ekki framið afbrotið sem yf- irheyrt er vegna. Þetta eykur að mörgu leyti vægi starfsins sem sál- fræðingar geta sinnt þegar þeir veita lögreglu ráðgjöf við yfir- heyrslur.“ Gísli segir breytta heimsmynd, meðal annars vegna aukinnar vit- undar ríkisstjórna um hryðju- verkaógnir, skapa flókin vandamál til úrlausnar fyrir fræðimenn á sviði réttarsálfræði og fleiri fræði- greina. „Meðal þess sem erfitt verður að meta í framtíðinni er hversu mikil hætta stafar af hryðjuverkamönnum sem setið hafa inni, eftir að þeir losna út. Eðli brotaflokksins er þannig að sérfræðiþekking á honum nægir hugsanlega ekki til þess að ná utan um hann að fullu og í því felast hættur.“ Dyr opnastt Hinn 5. október 1974 sprengdu meðlimir írska lýðveldishersins (IRA) tvo bari við Guildford-götu í Surrey-hverfinu í London og urðu fimm manns að bana. Barirnir, Sjö stjörnur (Seven Stars) og Hestur og hestasveinn (Horse and Gro- Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is „Það hefur alltaf verið mitt mark- mið að koma heim til Íslands með mína þekkingu og miðla henni,“ segir Gísli H. Guðjónsson, prófess- or í réttarsálfræði, en hann hefur kennt við lagadeild Háskólans í Reykjavík undanfarin þrjú ár. Hann hefur verið prófessor við Háskólann í London (University of London) frá 1981. Gísli er einn áhrifamesti fræði- maður heims á sviði réttarsálfræði om), voru vinsælir meðal breskra hermanna og lögregluþjóna. Tæp- lega ári eftir sprenginguna voru fjórir ungir Bretar, Paul Hill, Gerry Conlon, Patrick Armstrong og Ca- role Richardson, fundnir sekir og dæmdir í ævilangt fangelsi. Málið var endurupptekið á grundvelli rannsókna Gísla og geð- læknisins Jim MacKeith en þær bentu til þess að játningar fjór- menningana gætu verið falskar. Lyktir málsins voru þær að játn- ingar fjórmenningana voru ógiltar þar sem sannað þótti að þær hefðu verið falskar og þvingaðar fram með ólöglegum aðgerðum lög- reglu. Þetta var 9. október 1989. Gísli hitti Gerry Conlon nýlega á ráðstefnu réttarsálfræðinga og geðlækna. „Hann faðmaði mig í bak og fyrir og þakkaði mér fyrir aðstoðina. Hann bar sig vel en vit- anlega tók það gríðarlega mikið frá honum að hafa setið saklaus í fangelsi í á sextánda ár,“ segir Gísli. Saga Conlons var kvikmynduð eftir bók hans en óskarsverðlauna- Lætur morð- hótanir ekki stoppa sig Einn áhrifamesti fræðimaður Íslendinga ánægður með að byrja miðla þekkingu sinni á Íslandi, eins og hann stefndi alltaf að 26 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir www.tækni.is Nútíma nám Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, er nýr framsækinn framhaldsskóli, sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Tækniskólinn býður upp á öflugt nám til stúdentsprófs þar sem fjölbreytt úrval tækni- og iðnmenntunar er einnig í boði. Innan skólans eru ellefu skólar, hver með sitt sérsvið, sem mynda saman einn öflugasta framhaldsskóla landsins. Umsóknarfrestur er til 11. júní Gísli H. Guðjónsson, pró- fessor í réttarsálfræði, kennir nú meistaranem- um í lögfræði við Laga- deild Háskólans í Reykja- vík. Nemendur hans hafa setið agndofa yfir sögum Gísla í tímum en hann hefur á tæplega 40 ára ferli komið að ýmsum þekktustu dómsmálum breskrar réttarsögu. Miðlar þekkingu „Annars er það verst að ég get ekki sagt frá þeim málum sem í raun eru athygl- isverðust en það segir kannski eitthvað líka,“ segir Gísli. Myndin af Gísla er tekin í gegnum stöpla- lagað stólbak heima hjá honum. ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is FRÉTTAVIÐTAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.