24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 55

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 55
um búnir að spila rosalega mikið saman og þekkjum alveg hver inn á annan. Við erum orðnir svo samhæfðir og samæfðir og okkur hefur gengið rosalega vel. Ég held að það hafi oft verið af afspurn sem fólk hefur ráðið okkur og svo hefur fólk sem betur fer verið ánægt með okkur. Við höfum aldrei lent í neinu veseni, það eru alltaf allir voða glaðir og ánægðir með okkur. Við spilum alls kyns tónlist á böllum en hún er kannski ekki sú allra nýjasta. Við hlustum allir á svo rosalega ólíka tónlist og komum úr svo ólíkri tónlistarátt en það er eitt sem sameinar okkur alla og það eru Bítlarnir,“ segir Pétur sem fær aldrei leið á að spila með strákun- um. „Auðvitað koma tímar þar sem ég spila mikið og fæ þá smá leiða en ég skila alltaf vinnunni. Ég væri ekki fagmaður ef ég léti fólk gjalda fyrir það þótt ég væri ekki alveg sá hressasti. Hins vegar er nær alltaf gaman að spila með strákunum.“ Sumarið er ekki tíminn Auk þess að syngja í Buffi og Dúndurfréttum má oft sjá Pétur syngja bakraddir við ýmis tæki- færi auk þess að syngja og tala inn á teiknimyndir. Hann segist sem betur fer geta lifað á tónlistinni í dag. „Þetta er vitanlega mjög sveiflukenndur bransi en mér hef- ur, með góðu móti, tekist að lifa mestmegnis á tónlistinni undan- farin fjögur ár. Þann tíma hef ég komist upp með að hafa minni áhyggjur af peningum. Það er æð- islegt að geta sinnt einungis áhugamálinu sínu en framundan er rólegri tími. Sumarið er ekkert endilega tíminn, þar sem við spil- um mikið á skólaböllum og vinnustaðaskemmtunum. Ég er því svolítið eins og kennari og fer í frí á sumrin.“ Pétur gerir töluvert af því að semja eigin lög og segist hafa mjög gaman af því. „Ég á nú flest lögin af síðustu tveimur plötum Buffs, ég veit nú ekki hversu vin- sæl þau hafa orðið en ég hef gam- an af þessu. Ég sem oft tónlist heima hjá mér og tek hana kannski upp á tölvuna en ég spila ekki mikið af henni enda kannski ekki beint með vettvang fyrir það. Ég er alltaf að semja lög en veit ekkert alltaf hvað ég ætla að gera við þau.“ Vildi hlaupa burt grátandi Pétur hefur farið þrisvar sinn- um sem bakraddasöngvari í Euro- vision fyrir Íslands hönd og segir þá lífsreynslu alltaf vera ótrúlega skemmtilega. „Ég fór út árið 2000 með Einari Ágústi og Telmu, árið 2006 með Silvíu Nótt og í ár með Regínu og Friðriki Ómari. Ég hef verið spurður að því hvort ég vilji ekki fara í Eurovision sem að- alsöngvari en mér finnst mjög þægilegt að vera í bakröddunum. Ég hef engan metnað til að vera aðalsöngvari í keppninni, þótt það væri eflaust mjög gaman, því ég veit hvað getur verið mikið álag á aðalsöngvarana. Mér finnst mjög þægilegt að vera með hin- um bak-röddunum, að vera á góðum veitingastað, borða góðan mat og hlæja sig máttlausan enda er ekki lítið hlegið í þessum ferð- um,“ segir Pétur sem þarf ekki að hugsa sig lengi um, inntur eftir því hver hafi verið eftirminnileg- asta ferðin. „Ferðin til Grikklands með Silvíu Nótt var mjög um- deild enda föttuðu fáir að þetta væri leikin persóna. Eins og Ágústa Eva Erlendsdóttir er ynd- isleg þá er hún eins ólík Silvíu Nótt og hægt er að hugsa sér. Hún var í karakter allan tímann og fær áttatíu þúsund rokkprik fyrir það. Í þeirri ferð var allt svo umdeilt að það jaðraði við að maður segðist vera frá Danmörku til að fá ekki á kjaftinn. Þeim sem föttuðu grínið fannst þetta fyndið og þetta var mjög skemmtilegt. Ég átti reyndar frekar erfitt með mig því ég get varla horft á falda myndavél án þess að vorkenna viðkomandi. Mig langaði því allt- af til að hlaupa burt grátandi þeg- ar Silvía Nótt úthúðaði einhverj- um. En þetta gekk alveg upp hjá þeim og þau gerðu það sem þau ætluðu að gera. Svo er það spurn- ing hvort fólki fannst það skemmtilegt eða ekki, það er allt annað mál. Þetta var því hiklaust eftirminnilegasta ferðin þótt þær séu allar eftirminnilegar á sinn hátt.“ Sólóplata á næstu árum Pétur segist staðráðinn í því að halda áfram að spila næstu árin þó hann viti ekki hve lengi hann spilar á böllum. „Það gæti nú orðið mun lengra en maður held- ur og það er í góðu lagi. Ég skammast mín ekkert fyrir það. Ég hugsa alltaf á þann veg að á meðan ég get þetta, hef röddina og heilsuna, þá geri ég það. Ég held ég geti líka óhræddur sagt að á næstu fimm til tíu árum muni ég gefa út sólóplötu, ég held að það yrði skemmtilegt verkefni. Ég myndi semja öll lög og texta sjálf- ur en ég veit hins vegar ekki hvort ég myndi spila á öll hljóðfærin. Ég er ekki mjög góður trommu- leikari og saxófónninn hefur aldr- ei verið mér hugleikinn. Aftur á móti er sólóplata eitthvað sem ég myndi vilja gera fyrir sjálfan mig og gefa út. Ef fólk hefði gaman af því þá væri það bara bónus fyrir mig, ef fólk myndi kaupa diskinn þá yrði það ennþá meiri bónus og ennþá skemmtilegra.“ Hef föðurhlutverkið í mér Pétur er kannski ekki þessi týp- íski rokkari enda segist hann oft- ast vera rólegur og glaður. „Mér finnst voða gott að vera heima og lesa, ég er alltaf með bók á nátt- borðinu. Ég lyfti mér vitanlega upp af og til og fæ mér bjór með strákunum sem er mjög gaman en ég er náttúrlega kominn á ald- ur,“ segir Pétur og glottir góðlát- lega en hann verður 37 ára í ár. Pétur er í sambúð og á eina dótt- ur úr fyrra sambandi. Hann segist vera ástfanginn upp fyrir haus af kærustu sinni. „Við eigum mikið og margt sameiginlegt en við höf- um verið saman í fjögur ár. Ég hef alltaf viljað taka öllu mjög rólega enda rólyndismaður. Mér finnst nóg þegar fólk elskar hvað annað og sambandið er gott og þá þarf ekkert endilega staðfestingu á því. Ég er heppinn maður og dóttir mín er ekki síður yndisleg. Það var mjög skrýtið að verða faðir, þetta var ekki fyrirfram skipulagt og segja má að ég hafi farið á smá bömmer því ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að gera. Þegar litla krílið kom svo í heiminn þá var ekkert hægt að gera nema bráðna. Ég get ekki sagt að föð- urhlutverkið hafi breytt mér á nokkurn hátt. Systur mínar eiga börn og ég hef alltaf verið fyndni frændinn. Mér hefur alltaf fundist gaman að fíflast í frænkum mín- um og mér þykir ótrúlega vænt um þær. Þegar svo bættist eitt barn í hópinn sem vildi svo til að var dóttir mín þá fann ég að ég hafði þetta alveg í mér. Ég hafði greinilega fengið næga æfingu.“ Pétur Örn Guðmundsson: „Ég held að við getum gert skemmtilegt popprokk, ekkert merkilegra en það en samt eitthvað skemmtilegt.“ Sólóplata Ég held ég geti líka óhræddur sagt að á næstu fimm til tíu ár- um muni ég gefa út sóló- plötu, ég held að það yrði skemmtilegt verkefni. a Það var mjög skrýt- ið að verða faðir, þetta var ekki fyrirfram skipulagt og segja má að ég hafi farið á smá bömmer því ég vissi eig- inlega ekki hvað ég átti að gera. 24stundir LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 55 24stundir/Frikki Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Laugardagur 7. júní 2008  Bubbi í toppformi á nýju plötunni sinni » Meira í Morgunblaðinu Frábær naglasúpa  Öll mannlífsflóran í bíó- myndum um fótboltann » Meira í Morgunblaðinu List og fótbolti  Guðmundur Þóroddsson gerir upp REI-málið » Meira í Morgunblaðinu Okkur gekk of vel  Mismunandi kostnaður við nám í ýmsum háskólum »Meira í Morgunblaðinu Hvað kostar það?  Unnum Svía en hvernig fer gegn Makedóníu? » Meira í Morgunblaðinu Hlutverkaskipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.