24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 20
Hlynur ORRI Stefánsson heitir ungur blaðamaður hjá 24 stundum sem samfellt hefur haldið uppi ógeðfelldum og svertandi mál- flutningi gegn borgarstjóranum í Reykjavík frá því að hann tók við embætti. Samstarfsmenn borgar- stjórans hafa heldur ekki farið var- hluta af slíkum skrifum. Um þverbak keyrði í fyrri viku þegar blað var brotið í íslenskri blaðamennsku og skattaskuld ný- ráðins miðborgarstjóra gerð að forsíðufrétt. Slík fréttamennska hefur til þessa ekki viðgengist á Íslandi enda hafa hróp verið gerð að á netinu og víðar. Meira að segja DV hneyksl- ast á slíkum vinnubrögðum og kallar þau aðför. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós hvað raunverulega býr að baki þessari rætnu ORRA-hríð: Blaða- maðurinn Hlynur ORRI Stefáns- son er sonur varamanns Dags Egg- ertssonar í borgarstjórn, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, nefndar- manns og varaborgarfulltrúa Sam- fylkingarinnar í Reykjavík! Hér er þó síst um einsdæmi að ræða í fjarstýringu Dags Eggerts- sonar og félaga á börnum sínum eða vandamönnum í þágu „mál- staðarins“. Skemmst er að minnast smölunar þeirra á barnungu vandafólki á palla Ráðhússins í jan- úar sl. í þeirri viðleitni að kæfa með hávaða embættistöku Ólafs F. Magnússonar, en þessi misnotkun á pólitískt ómeðvituðum börnum og unglingum varð Samfylking- unni til ævarandi skammar. Um síðustu helgi var Hallgrími Helgasyni, manni Oddnýjar Sturludóttur borgarfulltrúa, att á foraðið með áður óþekktum reik- nikúnstum í þágu „málstaðarins“. Illkvittnastur hefur þó Illugi Jök- ulsson verið í níði sínu gegn borg- arstjóra. Í ljósi ofangreindra fjar- stýringa og ORRA-hríða þyrfti að kanna hvort blóðbönd Illuga við Samfylkinguna séu virkilega ekki nánari en að tilheyra bara frænd- garði Össurar Skarphéðinssonar. Augljós fingraför Dags Eggerts- sonar og illkvittinna vopnabræðra hans í brölti þessu öllu eru Sam- fylkingunni eingöngu til háðungar og minnkunar. Höfundur er 1. varaþingmaður Frjáls- lynda flokksins í Reykjavík suður Athugasemd ritstjóra Ritstjóri vísar því alfarið á bug að 24 stundum sé beitt í áróðursskyni gegn ákveðnum mönnum eða flokkum. Rit- stjórnin starfar af heilindum. Varðandi frétt um skattaskuld embættismanns borgarstjóra telur ritstjóri sér bera skylda til að upplýsa slíkt, þar sem stjórnmála- og embættismenn taka ákvörðun um hvernig eyða á skattpeningum almennings. ORRA-hríð Samfylk- ingar-fjölskyldunnar UMRÆÐAN aKjartan Eggertsson Augljós fingraför Dags Egg- ertssonar og illkvittinna vopnabræðra hans í brölti þessu öllu eru Samfylk- ingunni eingöngu til háð- ungar og minnkunar. 20 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir          Betra gengi - miklu betra verð! Verðlækkun á takmörkuðu magni af ferðavögnum. Tryggðu þér topp-græju núna. Höfum náð að lækka verð verulega á hjólhýsum og húsbílum frá Dethleffs og bjóðum einnig mjög góð tilboð á Camp-let tjaldvögnum og Starcraft fellihýsum. Settu þig í samband við sveigjanlega sölumenn okkar núna! - lífið er leikur Mótormax - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400www.motormax.is VER ULE G verðl ækku n! Starcraft fellihýsi frá 1.299.000. Hjólhýsi frá 2.150.000. Camp-let tjaldvagn frá 699.000 og frá 7.990.000 fyrir lúxus Dethleffs-húsbíl! Opið á lauga rdag 12–16 VERÐDÆMI Fljóthuga fólki veitist létt að sjá fjölmenningarsamfélag nútímans sem einhverskonar andstæðu þjóð- rækins þjóðríkis. Í slíkum þanka- gangi er fólginn mikill misskilnin- ur. Misskilningur svipaður þeim að aldrei megi tala um sérkenni mis- munandi menningarheima af ótta við að hafa þá lagt minnihlutahópa í einelti. Land okkar á vitaskuld að vera sem opnast fyrir innflutningi útlendinga en til þess að slík opnun sé farsæl verðum við að þora að tala um og við þá sem hingað koma. Naívistar hvers konar og allskonar öfgaskoðanir sem rang- lega kenna sig við trúleysi og um- burðarlyndi þvælast hér fyrir. Líkt og þögnin elur af sér úlfúð og tortryggni mun afneitun á tilvist þjóðríkisins og hefðum þess aldrei færa okkur annað en bælingu, reiði og átök. Gott dæmi um þessa af- neitun eru nýlegar árásir á íslensku kirkjuna. Nú er sá sem hér skrifar ekki meðlimur í því félagi og full- kominn efahyggjumaður í trúmál- um. Farsæl ríkiskirkja En hin íslenska þjóðkirkja hefur ekki staðið að árásum á fólk af öðr- um trúarbrögðum. Hún hefur ver- ið afar umburðarlynd og hófsöm hreyfing sem vinnur gott starf fyrir bæði trúaða og okkur hin. Búdd- istar, múslímar og kaþólikkar sem hingað flytjast vita að þeir eru að setjast að í landi þar sem er rík- iskirkja og þess verður reyndar ekki vart að þeir telji sig þjakaða af til- vist hennar. Við höfum til þessa leyft kirkjunnar þjónum að heim- sækja skóla, sjúkrahús og fangelsi. Nú bregður svo við að hópur manna sem kennir sig við trúleysi stendur upp og mótmælir því að prestar komi inn í skólahús. Í blaðagreinum má jafnvel lesa þá firru að prestar landsins hafi í gegnum söguna verið andsnúnir menntun og uppbyggingu hennar. Ofstæki af þessu tagi kallar aðeins á það sama. Það er ekki til liðs hin- um hófsömu, skynsömu ríkisprest- um okkar. Það er til liðs hinum, þeim örfáu prestum og fjölmörgu trúboðum heittrúarsafnaða sem lifa á því að eiga sér andstæðinga. Kenna þá svo við púka vítis. Bæling leiðir af sér öfgar Staðreyndin er að þjóðkirkjur og trúfrelsi hafa þrifist mjög vel sam- hliða. Það sem einkennir samfélög með ríkiskirkjum eins og Ísland, Norðurlöndin, Bretland og fleiri lönd er ákveðin farsæld í trúmál- um. Til samanburðar höfum við lönd hins meinta trúfrelsis eins og Bandaríki Norður-Ameríku þar sem kirkjur starfa á markaðs- grundvelli sem leiðir til mun meiri öfga í trúarlífi. Talsmenn hins meinta umburð- arlyndis hafa alla jafna horn í síðu þjóðræknislegra viðhorfa. Sér í lagi þeirra sem tilheyra frumbyggjum svæðisins, Íslendinga á Íslandi, Norðmanna í Noregi o.s.frv. Slíkar firrur hafa lengi gagntekið þann hugsjónaskóla sem sækir magt sína í Evrópusambandið. Bæling þjóð- rækninnar leiðir aðeins eitt af sér. Upprisu hennar í öfgafullri mynd. Við höfum dæmið fyrir okkur í Júgóslavíu þar sem þjóðir risu hver upp á móti annarri í lok Tító-kúg- unar og sambærilegri hlutir, þó meinlausari séu, eiga sér í stað í höfuðborg Evrópusambandsins, Brussel millum Flæmingja og Val- lóna. Prestar allra guða Með viðurkenningu og gagn- kvæmri virðingu þjóðlegra ein- kenna einstakra hópa má forðast átök af þessu tagi. En það verður ekki gert nema allir leggi eitthvað af mörkum. Við hinir trúlausu verðum að hafa umburðarlyndi gagnvart því að prestar komi í skólana og börn sem ekki vilja hlusta á þeirra boðskap eru ekki verr sett en þau sem til dæmis hafa ekki áhuga á keppnisíþróttum sem samt eru fyrirferðarmiklar í skóla- starfi. Vitaskuld fá búddamunkur eða múslímaprestur líka að koma inn í skóla í landi okkar svo lengi sem heilbrigt umburðarlyndi ræð- ur hér ríkjum. Eitt einkenni hins óheilbrigða og meinta umburðarlyndis er krafan um að allt megi alls staðar og ekk- ert skuli heilagt. Aldrei megi virð- ing skerða frelsi. Vissulega eiga skáld og listamenn að hafa slíkt frelsi að ákveðnu marki, – svokall- að skáldaleyfi. En okkur er öllum hollt að hafa aðgát í nærveru sálar og þess sem sálum samborgara okkar er heilagt. Við kirkjustaðinn Stóra-Núp í Hreppum gerðist það eitt sinn að ráðsmaðurinn á bænum reið úr hlaði um sama bil og hringt var inn til messu. Brá þá svo við að jörð opnaðist undir þeim báðum, manni og hesti og hefur ekki til þeirra spurst síðan. Spottakorn frá kirkju má enn greina holu þá ljóta í flagi sem heitir af atburði þessum Ráðsmannshola. Nútímamönnum er hollt að skoða hana og draga af sögunni lærdóm svo sem þeir hafa vit til. Höfundur er alþingismaður Fasismi hinna „umburðar- lyndu“, þjóðin og kirkjan UMRÆÐAN aBjarni Harðarson Við hinir trú- lausu verðum að hafa um- burðarlyndi gagnvart því að prestar komi í skólana og börn sem ekki vilja hlusta á þeirra boð- skap eru ekki verr sett en þau sem til dæmis hafa ekki áhuga á keppn- isíþróttum sem samt eru fyrirferðarmiklar í skóla- starfi. Umburðarlyndi En okk- ur er öllum hollt að hafa aðgát í nærveru sálar og þess sem sálum sam- borgara okkar er heilagt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.