24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Smæð og skortur á stöðugleika stendur íslenska hagkerfinu helst fyrir þrifum þegar horft er til sam- keppnishæfni, sagði Xavier Sala-i- Martin í fyrirlestri í Háskóla Ís- lands í gær. Xavier er prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York og situr í ritstjórn Global Competi- tiveness Report, samkeppnishæfn- isskýrslu World Economic Forum. Ísland er í 23. sæti af 131 þjóð sem myndar samkeppnishæfnis- lista World Economic Forum, með einkunnina 5,02 af 7. Staða þjóðar í samanburði við aðrar er þó ekki það mikilvægasta við slíka lista, sagði viðskiptaráðherra sem hélt inngangserindi, heldur það sem hægt er að læra með því að skoða á hvað sviðum hægt er að gera betur. Ekki á „topp 100“ Enda kemur í ljós að Ísland er í 115. sæti með einkunnina 2,30 af 7 þegar stærð hagkerfisins er metin, en í 102. sæti með einkunnina 4,35 þegar horft er til stöðugleika. Eins og Xavier benti á eru ýmsar náttúrlegar takmarkanir fyrir því hversu mikið hagkerfið íslenska getur vaxið með góðu móti. Hins vegar sé sérstaklega mikilvægt að lítið hagkerfi eins og hið íslenska sé opið og móttækilegt fyrir fjármagni og vörum erlendis frá, en á því sviði getum við Íslendingar bætt okkur, sagði Xavier. „Skortur á þjóðhagfræðilegum stöðugleika er hins vegar stærsta vandamál ykkar,“ sagði Xavier, enda er stöðugleiki meðal þess sem World Economic Forum metur sem „grundvallarskilyrði“ fyrir samkeppnishæfni þjóðar. Þegar stöðugleikinn er metinn eru skoðaðar skuldir hins opin- bera, halli eða afgangur á rekstri ríkissjóðs, verðbólga, vaxtastig og sparnaður þjóðar. „Íslendingar standa illa á öllum þessum svið- um,“ sagði Xavier. Upptaka evru lausnin? Aðspurður hvort upptaka evru væri lausnin á skorti á stöðugleika, sagði Xavier að vissulega myndi hætta á árásum spákaupmanna á gengið minnka, vextir líklega lækka og almennur stöðugleiki aukast ef skipt yrði um gjaldmiðil. Á móti kæmi að Íslendingar myndu þann- ig missa valdið yfir stjórn peninga- mála, sem gæti leitt til aukins at- vinnuleysis. Benti hann í þeim efnum á reynslu Spánverja. Þar í landi hafi atvinnurekendur þurft að bregðast við sveiflum í hagkerfinu með upp- sögnum, sökum þess að ríkisstjórn- in hefur ekki getað brugðist nægi- lega við sveiflunum með breyttri hagstjórn eða stjórn peningamála. Hins vegar nyti íslenskur vinnu- markaður góðs af því hversu sveigj- anlegur hann væri öfugt við hinn spænska, en í þeim efnum skiptir viðhorf vinnuafls til breytinga ekki síður máli en lagaumhverfið, sagði Xavier. Skotur á nýsköpun Þriðju lægstu einkunnina fær Ís- land fyrir liðinn „nýsköpun“, en þar fær hagkerfið 4,52 af 7 í ein- kunn og er í 20. sæti þjóða á sam- keppnishæfnislista World Econo- mic Forum. Xavier benti á að öfugt við það sem leiðtogar margra Evrópuríkja virðast halda, sé ekki nóg að setja fé í rannsóknar- og þróunarsjóði til að efla nýsköpun. Rannsóknir benda til að nýsköpun sé í lang- flestum tilfellum drifin áfram af einstaklingsfrumkvæði og eftir- spurn fyrirtækja eftir nýjungum, sagði Xavier, og því sé mikilvægt að búa til umhverfi sem eykur líkurn- ar á að fólkið fái nýstárlegar hug- myndir. Því skipti sköpum að skólakerfið hvetji til spurninga og nýbreytni, frekar en að leggja áherslu á utanbókarlærdóm. Óstöðugleiki mesti vandinn  Hagkerfið íslenska er of lítið, óstöðugt og skortur er á nýsköpun Vinsæll Spánverjinn Xavier er virtur hagfræðingur og var m.a. valinn besti kennarinn við Col- umbia-háskóla árið 2006. ➤ Xavier Sala-i-Martin er pró-fessor í þjóðhagfræði við Col- umbia-háskóla og ráðgjafi World Economic Forum. ➤ Meðal annarra starfa semXavier hefur gegnt er staða forseta knattspyrnuliðs Barcelona sumarið 2006. FYRIRLESARINN MARKAÐURINN Í GÆR ● Mestu viðskiptin í Kauphöll Nasdaq OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi fyrir 645 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Century Aluminum eða um 3,97%. Bréf í FL Group stóðu í stað eins og bréf í Eimskipafélagi Íslands. ● Mesta lækkunin var á bréfum í SPRON, 3,4%. Bréf í Marel lækk- uðu um 2,15% og bréf í Össuri um 1,67%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,71% og stóð í 4.665,18 stigum í lok dags. Íslenska krónan veiktist um 0,13% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,72%. Breska FTSE- vísitalan lækkaði um 1,5% og þýska DAX-vísitalan um 2%.                ! "##$                        !"   # $   %   &"  '()*+ '  , -. /0.  "1  2        345  "!  ! 61 ! (""  (7/  /%   /   /81  !"!   +9 "0  '   1- -  :  -          ;" 1        -0   !  "                                                       :-  - <  = # ' >35?@@@@ >4?ABB45A >@C@CCAA5 3D45?5CD@ D>@3@4@ ??5C@@A 4DDA@?A4@ 3>?C?A3?4 C?A@@@@@ 3D4DCC?@ CDAA554? A3AD5@ 5BD@?@@@ , @ @ 34?BC> 3A?>@5 44A , 543D@B , , , , , >BCA45@@@ , , 4EA5 33ED@ BE4D >AE@@ ?@E@@ >CEA@ A4AE@@ ?DE55 B>E@@ DEDA >@E44 3E@> BDE@@ >E?3 4EB@ ?>DE@@ >5@5E@@ 3>@E@@ , , >5DE@@ , , , , , 55C@E@@ , , 4EA4 33E5@ BE45 >AE@5 ??EB5 >BE@@ AA@E@@ ?DEA5 B>ED@ DE5> >@E4C 3E@5 BDE>@ >E?5 4EB? ?>5E@@ >53@E@@ 3>4E@@ 4E4@ @EB@ >4@E5@ >E@@ ??E@@ AE@@ , CEDB 544@E@@ , 5E5@ /0  - 3 >3 ?3 35 5 3 D4 3D >D >@ >B > C , , , > ? > , ? , , , , , >? , , F" - "- 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C 54?@@C 54?@@C D4?@@C 44?@@C 44?@@C 44?@@C ?@5?@@C 44?@@C >@3?@@C D4?@@C >45?@@C 4>??@@A 34?@@C 44?@@C D4?@@C A3?@@C Hlutabréf í mörgum evrópskum flugfélögum lækkuðu umtalsvert í verði í dag eftir að verð á hráolíu fór yfir 130 dali tunnan á ný. Hlutabréf breska lággjaldaflug- félagsins Easy Jet lækkuðu um 7%, British Airways og Ryanair lækk- uðu um 6,5%, Air France um 5,7% og Aer Lingus lækkaði um 2,5%. Icelandair lækkaði um 1,32%. Alþjóðleg samtök flugfélaga, IATA, birtu fyrr í vikunni svarta spá um afkomu flugfélaga en yfir 240 flugfélög tilheyra samtökun- um. Samkvæmt spánni mun flug- iðnaðurinn tapa 2,3 milljörðum Bandaríkjadala í ár vegna hækkun- ar á eldsneytisverði. Er þetta í ann- að skiptið í ár sem IATA lækkar spá sína fyrir árið í heild en í mars var gert ráð fyrir því að samanlagður hagnaður flugfélaganna myndi nema 4,5 milljörðum Bandaríkja- dala í ár. mbl.is Olíuverð bitnar á evrópskum flugfélögum Evrópsk flugfélög taka góða dýfu Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, leggur til opinbera birtingu nafna verslana sem sinna ekki skyldu um verðmerkingar. Birtingin yrði viðbót við viðurlög við því að sinna ekki reglum um verðmerkingar. Talsmaður telur birtingu nafna þeirra sem ekki sinna verðmerk- ingarskyldu auka líkurnar á að far- ið sé að umræddum reglum og stuðla að auknu aðhaldi. Í umsögn um drög Neytenda- stofu að nýjum reglum um verð- merkingar og aðrar verðupplýsing- ar, fagnar hann tímabærri endurskoðun á reglunum. Leggur talsmaður þó einnig til takmörkun á tíðni verðbreytinga á afgreiðslu- tíma verslunar. hlynur@24stundir.is Reglur um verðmerkingar Vill nafnbirtingu FÉ OG FRAMI vidskipti@24stundir.is a Því skiptir sköpum að skólakerfið hvetji til spurninga og sköpunar, frekar en að leggja áherslu á utanbókarlærdóm. Gallabuxnadagar tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 20% afsláttur fimmtudag til sunnudags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.