24 stundir - 07.06.2008, Page 42

24 stundir - 07.06.2008, Page 42
42 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir heiddis @24stundir.is HELGARVIÐTAL R igningin bókstaflega fossar af himnum ofan þegar Anna Mjöll kem- ur hlaupandi eftir gang- stéttinni í gallabuxum, íþróttatreyju og bandaskóm og opnar dyrnar að gítarskóla föður síns í Síðumúlanum. Hún er með hárið tekið upp í tagl og á kolli hennar eru sólgleraugu, sem eru álíka viðeigandi í rigningunni og kuldabomsur á baðströnd. Sólskin- ið fyrr um daginn búið að víkja fyr- ir þungbúnum himingráma. Ís- lenskt veðurfar í hnotskurn. Dyntótt og óútreiknanlegt. Eitthvað annað en sólskinsblíð- an í Los Angeles þar sem Anna Mjöll er búsett. Hún hefur búið þar í 16 ár en er komin hingað til lands til að koma fram á djasstón- leikum með föður sínum, Ólafi Gauki, á veitingastaðnum Sólon í kvöld. Einhvern veginn tekst Önnu Mjöll að stimpla inn vitlaust núm- er á þjófavarnarkerfinu og ærandi sírenuhljóð tekur að hljóma um allt hús. „Ó, nei! Þetta gerist alltaf,“ segir hún, ögn vandræðaleg. „Svo man ég aldrei leyniorðið þegar ég þarf að hringja í Securitas til að fá þá til að slökkva á þjófavörninni. Ég er farin að segja bara „Hæ, þetta er Anna Mjöll“,“ segir hún brosandi. Sem betur fer birtist pabbi hennar von bráðar með rétta lykilorðið á reiðum höndum og bjargar okkur frá því að missa heyrn fyrir aldur fram. Anna Mjöll er jafnlítil og fíngerð og ég hafði ímyndað mér. Hlátur- mildur söngfugl sem hefur m.a. ferðast um allan heim með tónlist- armanninum Julio Iglesias en lifir nú rólegheitalífi og nýtur þess að rækta sambandið við manninn sinn og sinna eigin tónlist. Ólafur á að baki farsælan feril sem einn helsti gítaristi, upptökustjóri og tónskáld landsins. „Við hlökkum mikið til tón- leikanna en þeir eru upphitun fyrir djasshátíð sem verður haldin í Reykjavík í lok ágúst. Það eru mörg ár síðan við komum fram saman síðast,“ segja þau kát. Með þeim í kvöld spila úrvals- djassleikararnir Guðmundur Steingrímsson á trommur, Þorleif- ur Gíslason á tenórsaxófón og Þor- grímur Jónsson á bassa. Anna Mjöll segist vera komin aftur á heimaslóðir í djassinum en hún er nú að leggja lokahönd á nýjan geisladisk sem kemur út með haustinu. „Ég byrjaði í djassinum og von- andi verð ég þar áfram. Það er svo góður staður,“ segir hún. „Maður verður að finna sína réttu hillu.“ „Eruð þér að detta í sundur?“ Ólafur Gaukur tók burtfararpróf í tónsmíðum og útsetningum frá Grove School of Music í Bandaríkj- unum árið 1984 og lauk sérnámi í tónsmíðum frá sama skóla 1988. Djassinn átti alltaf hug hans og hjarta og hljómaði löngum stund- um í Kvistalandinu, æskuheimili Önnu Mjallar. Að sjálfsögðu var það pabbi sem kynnti henni djass- standardana. Það var þó ekki það eina. „Ég kynnti hana fyrir Bandaríkj- unum líka. Það er eiginlega mér að kenna að bæði börnin mín, Andri og Anna Mjöll, eru búsett þar,“ segir hann en Andri býr á austur- ströndinni ásamt konu og tveimur börnum og starfar sem skurðlækn- Sorg, sigrar og sjúbídú Þau eru vinir, samstarfs- félagar og feðgin. Eins og tvær hliðar á sama ten- ingnum. Fíla dillandi djass, vita fátt verra en rólegheit en finna ham- ingjuna hríslast um sig þegar það er brjálað að gera. Anna Mjöll Ólafs- dóttir og Ólafur Gaukur ræða um latínósjarmöra, rússneska rudda og lífs- ins ólíku leiðarstef.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.