Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 12
i Þær skriðu dálitla stund um lyngið í mónum. Loks stanzaði köngullóin, og þegar Lísa leit í kringum sig sá hún, að hún var stödd í laut, þar sem lyngið hékk niður, þungt af berjum. Hún varð glöð og þakkaði köngullónni innilega fyrir. Það tók hana ekki nema svolitla stund að fylla ílátið sitt. Þá gekk hún brosandi út að eyrum til Lalla og sýndi honum berin. i Hann var ekki eins glaður. Hann hafði engin ber fundið síðan þau borðuðu nestið, og heimtaði nú, að Lísa sýndi sér, hvar hún hefði tínt sín ber. Lísa sagði honum allt um köngullóna og Lalli fór að leita að henni fyrir sig. Hann kom auga á eina sem sat í miðjum vefi og spann af kappi. Hann sleit niður vefinn, g^eip dýrið og lét það í nestiskassann sinn. Köngullóin varð ofsa-hrædd en Lalli potaði henni alltaf aftur niður í kassann. „Farðu ekki svona illa með hana“, hrópaði Lísa. Lalli hlustaði ekki á hana. Loks slapp köngullóin frá honum og hvarf. Hann snar-snerist

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.