24 stundir - 02.07.2008, Page 16

24 stundir - 02.07.2008, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@24stundir.is Alfreð á glæsilegan feril að baki sem leikmaður og hefur einnig gert frá- bæra hluti sem þjálfari. Hann á nú væntanlega eftir að vinna fjölmörg afrek til viðbótar. Sjálfsagt þekkir enginn Íslend- ingur betur til hjá Kiel en sálfræð- ingurinn og fyrrum landsliðsþjálf- arinn Jóhann Ingi Gunnarsson. Hann þjálfaði liðið á árunum 1982- 86 og á marga vini sem tengjast fé- laginu. Meðal annars er Uwe Schwenken, framkvæmdastjóri Kiel góður vinur Jóhanns Inga. „Mér líst rosalega vel á að Alfreð sé tekinn við Kiel. Þarna á hann heima. Þetta er fornfrægt félag og í borginni snýst allt um handbolta. Ef við berum þetta saman við knattspyrnuna þá er Kiel jafnstórt í handboltanum og Bayern Münc- hen er í fótboltanum. Það hefur verið uppselt á hvern einasta leik hjá liðinu í meira en 20 ár og árs- kort ganga bara í erfðir. Það vill enginn láta þau frá sér. Kiel er há- borg handboltans.“ Aðeins þeir bestu eru hjá Kiel „Það er ekki pláss fyrir neina meðalmenn hjá Kiel. Félagið er rek- ið sem hlutafélag og reksturinn gríðarlega góður og gengur vel. Það hefur verið stefna hjá félaginu að fá aðeins til sín tilbúna leikmenn sem eru í heimsklassa. Eins er það með þjálfara. Uwe Schwenken hefur ekki viljað bjóða leikmönnum og stuðningsmönnum Kiel upp á neitt annað en það frábæran þjálfara og því leitað til Alfreðs. Að greiða 100 milljónir fyrir þjálfara er algjört einsdæmi og það er mikið fé. Það sýnir kannski best bæði hvað Alfreð er stórt nafn en líka hvað metnaðurinn hjá Kiel er mikill. Þeir ná sér í þá bestu og pen- ingar eru ekki nein fyrirstaða.“ Jóhanni Inga finnst líklegt að Al- freð hafi verið valinn í þjálfarastarf- ið frekar en gamlar sænskar kemp- ur af einfaldri ástæðu. „Það voru fleiri nöfn en Alfreðs sem komu upp á borðið sem eftirmaður Noka Serdarusic þegar hann hætti í síð- ustu viku. Ég giska hins vegar á það að minn góði vinur Uwe Schwen- ken hafi ekki viljað ráða sænskan þjálfara þar sem þónokkrir Svíar leika með liðinu. Félagið hefði því geta fengið á sig einhvern stimpil sem sænsk mafía eða eitthvað slíkt. Hjá Kiel vilja menn hafa allt faglegt. Það er heldur ekki hægt að bjóða leikmönnum upp á hvað sem er og þess vegna varð Alfreð fyrir valinu.“ Ekki tjaldað til einnar nætur Vinnuumhverfið er mjög gott hjá Kiel. Þó alltaf sé krafa á titla og fallegan handknattleik virðist þó vera ákveðin þolinmæði hjá félag- inu. „Serdarusic var mjög lengi hjá félaginu. Hann stýrir liðinu í 15 ár sem er enginn venjulegur tími þeg- ar kemur að þjálfun. Honum voru skapaðar mjög góðar vinnuaðstæð- ur og fékk allt sem hann vildi hjá félaginu. Noka var samt ekki eins vinsæll síðustu árin hjá félaginu. Hann hafði ekki mætt á morgunæf- ingu hjá Kiel í nokkur ár. Svo var það líka ansi sérstakt að hann fagn- aði aldrei þegar liðið vann titla. Hann fór alltaf bara inn í klefa. Í þessu fjölmiðlaumhverfi í dag þá gengur ekkert að draga sig inn í einhverja skel. Alfreð er þannig týpa að hann á eftir að passa vel inn í þetta starf og vinna hug og hjörtu allra mjög fljótt. Þó vissulega sé krafa á titla þá held ég að hann fái góðan tíma með liðið. Það kæmi mér eiginlega á óvart ef hann yrði ekki hjá Kiel í að minnsta kosti tíu ár.“ Margir af bestu handbolta- mönnum heims leika með félaginu og heimavöllur liðsins er með þeim allra sterkustu í heimi. Þess til stuðnings má geta þess að Kiel tap- ar ekki heimaleik nema á nokkurra ára fresti. Heimavöllurinn er því mikil gryfja en jafnframt eru áhorf- endur orðnir góðu vanir. „Áhorf- endur eru orðnir eins og leikhús- gestir. Þeir vilja fá sýningu þegar þeir koma að sjá Kiel spila. En þeir verða nú líka sjaldnast fyrir von- brigðum. Þeir ættu ekkert að verða fyrir neinum vonbrigðum með Al- freð heldur. Alfreð á eftir að vinna hug og hjörtu Kielar-búa. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, sagði Jó- hann Ingi Gunnarsson.“ Í djúpu lauginni Alfreð Gíslason mun stjórna einu sterkasta hand- knattleiksliði heims næstu árin. „Þarna á hann heima“  Kiel er fornfrægt félag þar sem allt snýst um handbolta  Uppselt á alla heimaleiki  „Bayern München“ handboltans í Þýskalandi ➤ Kiel greiðir Gummersbach um100 milljónir kr. til þess að fá Alfreð. Sem er einsdæmi. ➤ Jóhann Ingi Gunnarssonþjálfaði Kiel í fjögur tímabil á árunum 1982-1986. VAGGA HANDBOLTANS Meðmæli Jóhann Ingi Gunn- arsson þjálfaði Kiel í fjögur ár. Alfreð Gíslason var í gær ráðinn þjálfari þýska handboltarisans Kiel. Staðfestir þessi ráðning enn frekar hversu fær þjálfari Alfreð er. Hann er fæddur 7. september 1959 og verður því 49 ára síðar á þessu ári. Leikmaður 1976-79 KA. 1979-83 KR, bikarmeistari. 1983-88 Essen (Þýskalandi), meistaratitill tvívegis, bik- armeistari. 1988-89 KR. 1989-91 Bidasoa (Spáni), bik- armeistari. 1991-95 KA, bikarmeistari. Þjálfari 1991-97 KA, Íslandsmeist- aratitill, og tveir bikarmeist- aratitlar. 1997-99 Hameln (Þýskalandi). 1999-2006 Magdeburg (Þýska- landi), Þýskalandsmeistaratit- ill, og Evrópumeistaratitill. 2006-2008 Gummersbach (Þýskalandi). 2006-2008 Íslenska landsliðið. 2008-? Kiel (Þýskaland). Ferill Alfreðs Markverðir: Andreas Palicka, Svíþjóð. Thierry Omeyer, Frakkland. Útileikmenn: Nikola Karabatic, Frakkland. Filip Jicha, Tékkland. Daniel Wessig, Þýskaland. Stefan Lövgren, Svíþjóð. Moritz Weltgen, Þýskaland. Börge Lund, Noregur. Kim Andersson, Svíþjóð. Christian Zeitz, Þýskaland. Hornamenn: Dominik Klein, Þýskaland. Henrik Lundström, Svíþjóð. Vid Kavticnik, Slóvenía. Línumenn: Marcus Ahlm, Svíþjóð. Igor Anic, Frakkland. Leikmanna- hópur Kiel Þegar Noka Serdarusic tók við liði Kiel árið 1993 voru akkúrat 30 ár síðan félagið hafði síðast orðið Þýskalandsmeistari. Meistaratitlar félagsins voru þá þrír. Undir stjórn Serdarusic varð Kiel 11 sinnum þýskur meistari, 5 sinnum bikarmeist- ari, vann meistaradeild Evrópu einu sinni auk fjölda annarra titla. Serdarusic hafði áður þjálfað Flensburg og Bad Schwartau auk félaga í Júgóslavíu áður en hann hóf störf hjá Kiel. Noka Serdarusic er í dag 58 ára gamall og hefur verið orðaður við þýska liðið Rhein-Neckar Löwen síðan leiðir hans skildu við Kiel í síðustu viku. Hjá Rhein-Neckar liðinu leikur ís- lenski landsliðmaðurinn Guð- jón Valur Sigurðsson. Valinn fram yfir Gunnar Þegar Serdarusic var ráðinn sem þjálfari Kiel árið 1993 stóð valið milli hans og Gunnars Einarssonar sem nú er bæj- arstjóri í Garðabæ. „Þegar Serdarusic var ráð- inn var Uwe Schwenken, fram- kvæmdastjóri mikið að velta Gunnari fyrir sér. Hann var í reglulegu sambandi við mig út af Gunnari og spurði mikið um hann. Það varð hins vegar úr að ráða Serdarusic enda hann kannski meiri goðsögn og stærra nafn,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson. Serdarusic sá sigursælasti Stofnað: 4. febrúar 1904. Gælunafn: Sebrarnir. Heimavöllur: Sparkassen- Arena, 10.250 áhorfendur. Framkvæmdastjóri: Uwe Schwenken. Þjálfari: Alfreð Gíslason. Þýskalandsmeistari: 14 sinnum. Bikarmeistari: 5 sinnum. Meistaradeild Evrópu: 1 sinni. Evrópukeppni bikarhafa: 3 sinnum. THW Kiel ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Vinnuumhverfið er mjög gott hjá Kiel. Þó alltaf sé krafa um titla og fallegan handknattleik virðist þó vera ákveðin þolinmæði hjá félaginu.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.