24 stundir


24 stundir - 02.07.2008, Qupperneq 27

24 stundir - 02.07.2008, Qupperneq 27
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 27 Neytendasamtökin hafa að undanförnu kannað verð á tjaldsvæðum víða um land og birt niðurstöðurnar á Neytendavaktinni í 24 stundum. Nú hafa niðurstöðurnar verið teknar saman í heild sinni og birtar á heima- síðu samtakanna www.ns.is. Mismunandi afsláttarmöguleikar Gerðar voru tvær kannanir, annars vegar fyrir fellihýsi og hins vegar fyrir tjald. „Það er svo mikið af afsláttarmöguleikum í boði. Stundum er veittur afsláttur aðra nóttina eða þriðja nóttin er ókeypis. Þess vegna var svo vont að bera þetta saman öðruvísi en að gefa sér ákveðnar forsendur,“ segir Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna. Í fellihýsakönnuninni er miðað við hjón með tvö börn sem gista í fellihýsi í tvær nætur á hverjum stað (á stæði með raf- magni) en í tjaldkönnuninni er miðað við tvær manneskjur sem tjalda í eina nótt. Ekki er tekið tillit til gæða eða þjónustu svæðanna í könnuninni. Þá er stjörnugjöf ekki heldur tekin inn í dæmið en tjaldsvæði geta fengið stjörnur eftir þjónustustigi (frá einni upp í fimm stjörnur). „Við vildum ekki birta stjörnurnar af því að það eru líka mörg svæði sem hafa ekki látið gefa sér stjörnur en það þýðir ekki endilega að það sé engin þjón- usta þar,“ segir Þuríður. Með í ferðalagið Könnunin er skipt eftir landshlutum og er einfalt að prenta út upplýsingarnar og taka með í ferðalagið. Jafnframt fylgja símanúmer á tjaldsvæðunum ef fólk vill hringja á undan sér. Þeir sem vilja kynna sér stjörnugjöf ís- lenskra tjaldsvæða er bent á vef Ferðamála- stofu www.visiticeland.com. Einnig má nálg- ast upplýsingar um tjaldsvæði á síðunni www.tjaldsvaedi.is. Viðamikil verðkönnun á tjaldsvæðum á landinu Verð á tjaldsvæðum á einum stað Allt á einum stað Nú geta tilvonandi ferðalangar kynnt sér verð á ólíkum tjaldsvæðum á einum stað. Ekki fara allir innbrotsþjófar hljóðlega um í skjóli nætur. Þvert á móti þekkjast dæmi þess að þeir reyni að villa um fyrir nágrönnum, til dæmis með því að látast vera iðn- aðarmenn. Það er því full ástæða til að athuga hvað sé á seyði ef vart verður við mannaferðir í næsta garði. Þjófar sem villa á sér heimildir Nágrannar sem eru vel á verði geta komið í veg fyrir innbrot eða veitt upplýsingar sem leiða til þess að þau upplýsist. Fjöl- mörg dæmi eru um innbrot sem upplýstust vegna slíkra upplýsinga. Það geta þeir til dæmis gert með því að hafa vakandi auga með grun- samlegum ferðum manna og bíla, tekið niður bílnúmer og haft samband við lögreglu ef minnsti grunur um eitthvað misjafnt vaknar. Góðir grannar vel á verði Margir kjósa að setja upp þjófavarnarkerfi til að koma í veg fyrir heimsóknir óboðinna gesta á heimilið. Fyrirtækin Sec- uritas og Öryggismiðstöðin bjóða bæði upp á slík kerfi fyrir heimili. Þorsteinn G. Hilm- arsson, markaðsstjóri Securitas, segir að viðskiptin dreifist nokk- uð jafnt yfir árið. „Við finnum samt alltaf fyrir því að fólk er að hugsa um þetta áður en það fer í frí hvort sem það er jólafrí, páskafrí eða sumarfrí,“ segir Þor- steinn. Bæði fyrirtækin bjóða upp á viðvörunarkerfi sem fela meðal annars í sér innbrotaviðvörun og brunaviðvörun. Fólk greiðir að- eins mánaðargjald af kerfinu en engan stofnkostnað og fer verðið eftir stærð heimilis og fjölda skynjara. Meiri áhugi fyrir frí

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.