24 stundir - 02.07.2008, Side 38
Eftir Birgi Örn Steinarsson
biggi@24stundir.is
„Þetta er svokallað „spurious“-
kvæði sem þýðir að það sé ekki
hægt að tengja það beint til skálds-
ins þó að allt bendi til þess að það
sé eftir hann,“ segir Megas um
Leppalúðakvæði er hann ætlar að
skoða í ferð sinni til Vest-
mannaeyja en spekingar telja að
það sé eftir sjálfan Hallgrím Pét-
ursson. „Ég fæ eflaust einhverja til-
finningu fyrir því hvort það sé eftir
hann, en það eru engin vísindi á
bakvið slíkt. Þeir sem gefa út Hall-
grím eru nokkuð tregir til þess að
prenta meira en akkúrat það sem
er talið öruggt að hann hafi samið,
þeir hafa verið svolítið stífir á
sönnunarbyrðinni.“
Grínistinn Hallgrímur?
Kári Bjarnason, forstöðumaður
bókasafns Vestmannaeyja, er hon-
um sammála. Enda átti hann hug-
myndina að koma þessu „týnda“
kvæði Hallgríms Megasi fyrir sjón-
ir.
„Þetta er svona grínkvæði sem
sýnir skaplyndi Hallgríms,“ segir
Kári. „Þarna lætur hann Leppa-
lúða, eiginmann Grýlu, koma og
heimta börn Guðríðar. Þetta er lip-
urlega ort eins og allt eftir Hall-
grím en um leið kastar hann svolít-
ið frá sér að vera þetta trúarskáld
og er bara grínisti. Það sýnir okkur
ákveðna lund hans, sem sést ekki í
Passíusálmunum.“
Kvæðið var upphaflega skrifað
upp úr gömlum handritum af Jóni
Samsonarsyni. Það vakti áhuga
Kára þar sem Guðríður Sím-
onardóttir, eiginkona séra Hall-
gríms, er einn þekktasti íbúi Vest-
mannaeyja í gegnum söguna.
Það er mikill áhugi fyrir komu
Megasar í Eyjum, en hann hefur
ekki látið sjá sig þar svo lengi sem
elstu menn muna... eða a.m.k.
hann sjálfur.
„Ég hef engin ártöl á hreinu. Ég
veit að ég var þarna 8́5 og síðan hef
ég farið nokkrum sinnum með
Súkkat en man ekki hvenær.“
Hann segist þó vera spenntur
fyrir ferðinni, enda sé alltaf gaman
að koma til „útlanda“.
„Upphaflega var þetta írsk ný-
lenda, skilurðu? Þrælarnir sem
flúðu þangað voru Írar.“
Tónleikar Megasar og Senuþjóf-
anna í Eyjum fara fram í Höllinni á
morgun en þeir marka upphaf gos-
lokahátíðar þar.
Megas yfirgefur meginlandið og ferðast alla leið til Vestmannaeyja
Ætlar að lesa týnt
ljóð Hallgríms
Megas er á leið til Vest-
mannaeyja í fyrsta skipti í
fleiri ár en hann getur
munað. Þar fær hann dul-
arfullt ljóð í hendur, er
talið að sé eftir sjálfan
Hallgrím Pétursson.
Hallgrímur Grínast með fjölskylduna.
Megas Spenntur að
sjá hið „týnda“ kvæði
Hallgríms.
38 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir
Nýr lífrænn barnamatur frá Nestlé
www.barnamatur.is
Gott veganesti fyrir lífið
Ósalta
ð
og
ósykra
ð
„… þar sem ég gæddi mér á ham-
borgara í sjoppunni við Selfoss-
brúna sá ég hnakka hverfa á
braut á svörtum Bens. Hann gaf
óþarflega mikið í, eins og hann
væri að flýja eitthvað. Sennilega
fann hann að hans tími var liðinn
og hann var að reyna að flýja,
sjálfan sig eða tískulögguna.“
Jakob Smári Magnússon
jakobsmagg.blog.is
„Það er níðingslegt að veita ein-
ungis einum meðlimi fjögurra
manna hljómsveitar Fálkaorð-
una.
Nú fer hann örugglega að mæta
með hana í barminum á æfingar.
Þá er stutt í rifrildi og upplausn.
Synd.“
Pétur Jónsson
donpedro.medialux.com
„Mér sýnist neikvætt og þungt tal
Guðjóns vera farið að ná til liðs-
ins. Gleðin víðs fjarri enda hafa
leikmennirnir fína fjarvist-
arsönnun fyrir genginu slaka.
Þetta er ekki eingöngu þeim að
kenna. Þeir eru í stríði við allt og
alla.“
Rögnvaldur Hreiðarsson
roggi.eyjan.is
BLOGGARINN
HEYRST HEFUR …
Leikur FH og Fram í Landsbankadeild karla fór fram
á sunnudaginn og var í beinni útsendingu á Stöð 2
Sport. Hörður Magnússon lýsti leiknum, sem væri
ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann
lék sjálfur með liðinu um árabil og er mikill FH-
ingur. Fór það fyrir brjóstið á einhverjum, sem lýstu
eftir hlutlausum lýsendum. Hörður þótti þó standa
sig með ágætum í lýsingunni. bba
Það hefur ekki gengið alveg slysalaust hjá sveitinni
Á móti Sól í Danmörku en þeir eru nú staddir í
hljóðveri rétt fyrir utan Kolding að vinna nýja
plötu. Harður diskur Heimis hljómborðsleikara gaf
sig eftir mikið álag og neyddust því liðsmenn að
fara í innkaupaleiðangur til að bjarga málunum.
Ekki virðist þetta þó hafa haft áhrif á upptökuferlið
og vinnsla plötunnar heldur áfram. bös
Paul Simon rauk beint niður í Laugardalshöll eftir
að hafa lent einkaþotu sinni á Reykjavíkurflugvelli í
fyrrakvöld. Þar æfði hann svo með hljómsveit sinni
til klukkan tvö um nóttina. Þetta þýddi að hann átti
gærdaginn alveg lausan og var því ákveðið að bruna
út úr bænum til þess að skoða Gullfoss, Geysi og
Bláa lónið. Ekki er vitað hvort hann fór ofan í.
Kappinn var spenntur að kynnast landi og þjóð. bös
Einkaspæjarinn Harry Rögn-
valds og hundtryggur aðstoð-
armaður hans Heimir Snitzel
(voff! voff!) eru á leið í leikhúsið.
Félagarnir Örn Árnason, Karl
Ágúst Úlfsson og Sigurður Sig-
urjónsson eru nú að forvinna leik-
gerð eftir útvarpsþáttunum vin-
sælu, Með öðrum Morðum, er
slógu í gegn á Bylgjunni fyrir akk-
úrat tuttugu árum síðan. Einnig er
nýútkomið fjögurra diska box er
inniheldur fyrstu ellefu leikritin.
„Okkur langar að koma þeim á
svið,“ segir Örn, er var sögumaður
þáttanna. Þeir félagar eru þegar
byrjaðir að vinna að handriti fyrir
væntanleg leikrit sem færi á svið á
næsta ári. „Þetta er klikkaður
húmor og það er klikkað ástand í
þjóðfélaginu núna. Það er því góð-
ur grunnur fyrir þetta núna.“
Spornað gegn netþjófnaði
Örn segir að upptökurnar hafi
fundist þegar Bylgjan fluttist yfir í
Skaftahlíðina. Það hafi verið upp-
hafið að endurlífgun persónanna
ógleymanlegu.
„Þetta hefur gengið manna á
milli á netinu lengi. Við ákváðum
að segja því stríð á hendur og gefa
þetta út í góðum gæðum. Þannig
að þetta sé frá okkur komið en ekki
einhverjum netþjófum.“
En netþjófarnir hafa þó ennþá
eitthvað til að moða úr, því boxið
inniheldur ekki öll ævintýri Harry
og Heimirs.
„Það voru líka gerðir fjörutíu
fimm mínútna þættir árið 9́3, en
þeir bíða bara betri tíma,“ segir
Örn að lokum.
biggi@24stundir.is
Varstu að kalla á mig Harry? Þegiðu Heimir!
Harry og Heimir
snúa aftur
Örn Árnason beinir spjótum sínum aftur
að Harry og Heimi.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
6 5 3 2 9 8 1 7 4
9 1 4 5 7 3 2 8 6
2 7 8 4 1 6 3 5 9
1 8 6 3 2 4 5 9 7
3 9 2 7 6 5 4 1 8
5 4 7 9 8 1 6 2 3
4 6 9 1 5 7 8 3 2
7 3 1 8 4 2 9 6 5
8 2 5 6 3 9 7 4 1
Er lúðrasveitin enn fyrir framan mig ?
Friðrik, varstu nokkuð með lús?
Söngvarinn Friðrik Ómar í Eurobandinu brá á það
ráð að krúnuraka sig um daginn, en Friðrik hefur þótt
sérlega vel greiddur og snyrtilegur til höfuðsins. FÓLK
24@24stundir.is a
Ég hef aldrei verið með lús, en var
orðinn þreyttur á því að greiða mér
og þetta er liður í sparnaði.
fréttir