24 stundir - 04.07.2008, Síða 2

24 stundir - 04.07.2008, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Grill og ostur – ljúffengur kostur! VÍÐA UM HEIM Algarve 18 Amsterdam 9 Alicante 2 Barcelona 17 Berlín 10 Las Palmas 21 Dublin 12 Frankfurt 12 Glasgow 10 Brussel 9 Hamborg 9 Helsinki 1 Kaupmannahöfn 6 London 9 Madrid 18 Mílanó 12 Montreal -21 Lúxemborg 9 New York -7 Nuuk -11 Orlando 7 Osló 5 Genf 12 París 12 Mallorca 17 Stokkhólmur 6 Þórshöfn 7 Dálítil rigning eða súld með köflum á Norð- austur- og Austurlandi í dag. Hiti 10 til 22 stig, svalast með austurströndinni en hlýjast inn til landsins. VEÐRIÐ Í DAG 11 15 11 10 14 Hlýjast inn til landsins Hæg austlæg eða breytileg átt. Súld suðaust- anlands fram eftir degi, annars bjartviðri að mestu. Hiti 12 til 19 stig, en 19 til 23 stig norðanlands. VEÐRIÐ Á MORGUN Að 23 stigum norðanlands 10 15 15 10 16 „Þetta ætti ekki að koma á óvart og er ein birtingarmynd vandamálsins sem er að leika markaði grátt,“ segir Jón Steinsson, lektor í hag- fræði við Columbia-háskólann í New York, um spá Seðlabanka Íslands um þriðjungs raun- verðslækkun á húsnæði fram til loka árs 2010. Spá Seðlabanka Íslands jafngildir um 19 pró- senta lækkun nafnverðs. Jón segir spána hóflega sé tekið mið af mikilli þenslu í hagkerfinu undanfarin ár. „Raunverðið á húsnæði hefur rúmlega tvöfaldast á þremur árum og þess vegna ætti það ekki að koma nein- um á óvart ef verðið lækki vegna lausafjárþurrð- arinnar. Spá Seðlabankans gerir ráð fyrir því að yfir tveggja til þriggja ára tímabil þá gangi verð- hækkunin til baka að tiltölulega litlu leyti og það held ég að sé hóflega áætlað,“ segir Jón. Jón segir aðgerðir ríkisstjórnar, meðal annars niðurfellingu stimpilgjalda við kaup á fyrstu íbúð og víkkun á lánsheimildum Íbúðalána- sjóðs, ekki líklegar til þess að hafa afgerandi áhrif á þróun á fasteignamarkaði. „Þetta frestar einkennum vandans en eyðir þeim ekki. Ég er ekki talsmaður þess að reyna með stjórnvalds- aðgerðum að glæða fasteignamarkað lífi. Of miklar aðgerðir geta skapað meira vandamál seinna meir. Vandinn mun taka sinn tíma í að vinda ofan af sér og frestun á því að hann nái botni þarf ekki endilega að vera til góðs. Það er tvíeggjað að ríkið sé að blása út hlutverk sitt í svona árferði, sérstaklega þegar horfur eru óljós- ar eins og nú,“ segir Jón. Í Peningamálum kemur fram að „nokkrar lík- ur séu á meiri samdrætti“ í efnahagslífinu al- mennt en spá bankans segir til um. Er þar vitn- að til þess að fyrirtæki finni í vaxandi mæli fyrir lausafjárþurrð og eigi í erfiðleikum með að greiða af skuldum. Segir meðal annars að fyr- irtæki gætu þurft að grípa til frekari sölu á eign- um sem líklega verði til þess að lækka verðmæti eigna enn meira en nú hefur gerst. magnush@24stundir.is Seðlabanki Íslands spáir verðhruni á húsnæðismarkaði þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar Segir fasteignaspá Seðlabanka hóflega Aðeins 2% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum landsins telja að- stæður í efnahagslífinu vera góðar. Um 76% stjórnendanna telja að- stæður hins vegar vera frekar eða mjög slæmar og 22% telja þær hvorki góðar né slæmar. Þetta kemur fram í ársfjórðungs- legri könnun Capacent Gallup um stöðu og horfur í atvinnulífinu sem fyrirtækið gerði fyrir Samtök at- vinnulífsins, Seðlabankann og fjár- málaráðuneytið, en sagt er frá niðurstöðunum á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins. „Þegar litið er hálft ár fram í tímann eru efnahagshorfur á hinn bóg- inn skárri“, segir þar janframt. Stjórnendur 32% þessara fyrirtækja telji að aðstæður verði þá betri, um 26% telja að ástandið verði svipað en 42% búast við verri aðstæðum. hos Slæmar efnahagshorfur Landspítali og Lýðheilsustöð hafa gengið til samstarfs um að vinna gegn tóbaksnotkun sjúklinga með skipulagðri fræðslu, viðeig- andi meðferð og með fræðslu starfsfólks á spítalanum. Mark- miðið er að þeir sem leita til Landspítala verði reyklausir á meðan þeir liggja á spítalanum. Kennt að hætta að reykja Stjórn Seðlabankans tók í gær ákvörðun um að halda stýrivöxt- um óbreyttum í 15,5%. Fram kom er ákvörðunin var kynnt að verðbólguhorfur hafi versnað frá spá bankans í apríl, og því þurfi að halda stýrivöxtum háum leng- ur en þá var spáð. „Stýrivextir verða að meðaltali 15,5% fram að fyrsta fjórðungi 2009 er þeir taka smám saman að lækka. Vaxtalækkunarferlið hefst því um hálfu ári síðar en gert var ráð fyrir í apríl. Samkvæmt spánni nú haldast stýrivextir háir fram á árið 2010,“ segir í Pen- ingamálum bankans. hos Stýrivaxtalækkun síðar en spáð var Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Fyrrverandi og núverandi starfs- menn Reykjavík Energy Invest (REI) segja það hafa verið óviðun- andi ástand að vita ekki hvert stefna ætti, samkvæmt heimildum 24 stunda. Þeir benda á misvísandi skilaboð frá borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins og nefna sem dæmi nýleg ummæli tveggja borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, þeirra Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Gísla Marteins Baldurssonar, þess efnis að REI eigi ekki að sinna verk- efnum á erlendri grundu á sama tíma og fulltrúi flokksins í stjórn REI hafi unnið að slíkum verkefn- um. Skýr stefna meirihlutans Hanna Birna segir stefnu meiri- hlutans í borgarstjórn vera skýra og að nú standi yfir sameiginleg vinna meirihluta og minnihluta að því að móta stefnu REI til frambúðar. „Við viljum lágmarka áhættuna af verkefnum á erlendri grund. Við viljum að það sé meginverkefni Orkuveitunnar að skila Reykvík- ingum góðri þjónustu á góðu verði og að standa vörð um þá þjónustu sem Orkuveitan veitir hér á landi.“ Hún segir það nauðsynlegt að unn- ið sé að þeim verkefnum sem nú eru í gangi þar til stefnumótun liggi fyrir síðar í sumar. „Það er skylda fyrirtækisins að halda þeim gang- andi þannig að fjárfesting í þeim glatist ekki.“ Hún segir nauðsyn- legt að ljúka þessari stefnumótun í sem bestri sátt og í anda þeirrar niðurstöðu sem borgarstjórn komst sameiginlega að. „Stundum er það þannig að lýðræðið tekur aðeins lengri tíma en hlutir hjá hefðbundnum markaðsfyrirtækj- um. Þannig verður það að vera.“ Búinn að eyðileggja fyrirtækið Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segist óttast að með uppsögnum starfsmann- anna fjögurra sé REI orðið að engu. „Það er mikil óvissa sem er þarna í gangi og mér finnst Sjálf- stæðisflokkurinn vera búinn að rústa fyrirtækinu. Á sama tíma og Sjálfstæðismenn eru í bullandi orkuútrás annars staðar.“ Orkuveitan í rúst eða í útrás  Hanna Birna Kristjánsdóttir segir stefnu meirihlutans vera skýra  Óskar Bergsson segir Sjálfstæðisflokkinn hafa eyðilagt REI Óljós stefna Starfs- menn REI segjast flýja óljósa stefnu. ➤ Fimm af sex starfsmönnumsögðu upp störfum í upphafi vikunnar. ➤ Samkvæmt heimildum 24stunda hafa þeir allir fengið að minnsta kosti eitt atvinnu- tilboð. ➤ Eina núverandi verkefni REIer í Djíbútí. STAÐAN Í REI 24stundir/Ómar STUTT ● Hönnun á Húsavík Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir opn- aði í gær gallerí og vinnustofu við Garðarsbraut á Húsavík. Þar framleiðir hún og selur eigin hönnun, flíkur og fylgi- hluti undir nafninu Elsa Gugga, Local Design. Hún hefur hannað leðurfatnað fyr- ir vélhjólamenn á Norður- landi og fengið góð viðbrögð. ● Mótmæla takmörkun SUS, Samband ungra Sjálfstæð- ismanna, sendi í gær frá sér ályktun þar sem 23 ára ald- urstakmarki fyrir gesti á tjaldstæðinu á Akranesi á írskum dögum er mótmælt. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Kínverjinn Fan Jinchuan hlaut í vikunni viðurkenn- ingu fyrir að taka að sér svín, sem hafði fundist á lífi eftir að hafa þurft að þrauka í rúst- um húss á skjálftasvæðunum í Sichuan-héraði í 36 daga. Fan varð svo snortinn af raunasögu svínsins að hann ákvað að kaupa það og lofaði að hlúa að því allt til æviloka. aí Jarðskjálftinn í Kína Þrautseigt svín SKONDIÐ

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.