24 stundir


24 stundir - 04.07.2008, Qupperneq 13

24 stundir - 04.07.2008, Qupperneq 13
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 13 Kalt stríð ríkir á milli borg-arstjórans í Reykjavík ogJórunnar Frímannsdóttur, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Jór- unn ku vera mjög ósátt við borg- arstjórann fyrir að hafa trekk í trekk staðið í vegi fyr- ir áformum hennar um að einka- væða hluta velferðarþjónustunnar í Reykjavík eins og rekstur Drop- laugastaða. Sagt er frá því að borgarstjórinn hafi hringt í Jór- unni frá Færeyjum til þess að stöðva áform hennar. Mun Ólaf- ur F. Magnússon meðal annars hafa spurt Jórunni hvort hún átt- aði sig ekki á því hver væri borg- arstjóri í Reykjavík, segja vitni sem fylgdust með. Dómsmálaráðherra svararEvrópuskoti við-skiptaráðherra með föstu umhverfisskoti á heimasíðu sinni. „Í kvöldfréttum hljóðvarps ríkisins var vitnað í Björg- vin G. Sigurðsson um nauðsyn þess, að sjálfstæðismenn tækju innan flokks síns afstöðu til Evrópusambands- ins, sem væri Björgvini að skapi.“ segir Björn Bjarnason, og bætir við að Björgvin starfi í ríkisstjórn með skýra stefnu í Evrópumálum, sem gildi meðan samstarfið sé við lýði. Svo segir Björn: „Engum sjálfstæðismanni dettur í hug að krefjast þess, að Björgvin ræði um umhverfismál og stóriðju við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þótt allir sjái, að þess kunni að vera þörf.“ Logi Bergmann Eiðsson,Ragnhildur Sigurð-ardóttir, Þorsteinn Hall- grímsson og Eyjólfur Krist- jánsson eiga hrós skilið fyrir að ferðast hringinn í kringum landið og spila gólf til styrktar MND félaginu. Vonandi safnast sem allra mest fé til félagsins. Það var örlítið vandræðalegt, og sjálfhverft, þegar Svanhildur Hólm Valsdóttir, eiginkona Loga Bergmanns, tók við hann viðtal í þættinum sem hún ritstýrir; Ís- landi í dag. Svanhildur Hólm og Logi Bergmann töluðu saman eins og ókunnug í nokkurn tíma. Síðan birtist á skjánum borði þar sem Logi Bergmann var titlaður sjónvarpsstjarna. elias/magnush@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Hvað erum við að gera í um- hverfismálum? Hvernig erum við að standa okkur í samanburði við önnur lönd heimsins? Það er svo magnað að þegar kemur að umræðu um álver og aðra stóriðju hér á landi þá erum við að bjarga heiminum. Við eig- um samkvæmt stóriðjusinnum, að hugsa um alheiminn og bjarga heiminum frá þessum verksmiðj- um sem annars væru reknar áfram á orku úr kolum eða olíu. Þetta er líklega í eina sinn sem við eigum að hugsa út fyrir Ís- land og bjarga heiminum. Með því að hleypa hingað til okkar öllum þeim sem vilja nýta okkar hreinu orku til álversreksturs og annarrar stóriðju. Í ellefta sæti Í nýjasta tölublaði Newsweek er fjallað um hin grænu lönd. Hvernig þjóðir heimsins eru að standa sig í umhverfismálum og við lendum þar í ellefta sæti. Ég held við ættum að taka þetta al- varlega, því við höfum hingað til viljað kynna okkur sem hið hreina land. Hér á að vera hrein- asta náttúran og hreinasta vatnið og ósnortin fjöll og dalir. Í þess- ari úttekt Newsweek er ekkert verið að tala um hvar við skemmum landið okkar heldur er verið að tala um raunverulegar aðgerðir í umhverfismálum. Hvar við erum á heimsvísu að skemma út frá okkur með hugs- analeysi. Og við lendum í ellefta sæti, á eftir Norðurlöndunum, á eftir Sviss, Kosta Ríka og Kólumbíu, á eftir Frakklandi og Lettlandi svo eitthvað sé nefnt. Vissulega eig- um við að fagna því að við lend- um ofarlega á listanum, en þetta er engu að síður aumt fyrir okk- ur sem erum í kjöraðstæðum. Við höfum ekki verið með kol eða olíu sem orkugjafa í tugi ára. Við höfum hreina orku til að sækja og ættum auðveldlega að geta verið í efsta sæti ef því er að skipta. Við erum einnig svo fá að það er auðvelt, vilji stjórnvöld snúast á sveif með umhverfinu, að koma hér á umhverfisstefnu sem tekið væri eftir því aðgengi að fólkinu er mikið. Hvernig stendur til dæmis á því að dísil- olían er miklu dýrari hér á landi en bensínið? Hvers vegna eru al- menningssamgöngur ekki öflugri en raun ber vitni. Þarna gætu stjórnvöld til dæmis gripið inn í til að stuðla að því að við neyt- endur yrðum umhverfisvænni. Rík þjóð Kínverjar hafa löngum haldið því fram að þjóðin sé of fátæk til að geta hugsað um náttúruvæna hluti. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið slík rök. Hér höfum við allt til alls og meira en það. Við búum eins og áður sagði við kjöraðstæður en svo virðist sem að á meðan umheimurinn snýst á sveif með náttúrunni þá förum við í öfuga átt. Við kjósum að loka augunum á meðan öll heimsbyggðin verður umhverfis- meðvitaðri. Við erum ekkert að tala um að fara aftur inn í mold- arkofana heldur hugsa alltaf um náttúruna þegar við höfum tæki- færi á. Að þegar við getum valið sparneytin farartæki eða um- hverfisvænan lifnaðarhátt þá ger- um við það. Setjum okkur mark Nútíminn krefst þess að við séum tengd rafmagni og kom- umst á milli staða en það er ekki þar með sagt að baráttan sé glöt- uð og við getum ekki reynt að spyrna við fótum. Stjórnvöld eiga að fara þar fremst í flokki og þá er víst að við hin fylgjum þeim fast á eftir. Þetta er ekki glatað tækifæri, við getum náð for- skotinu að nýju ef við bara vilj- um. Setjum okkur það markmið að komast í efsta sæti á næstu tíu árum. En til þess þurfum við að koma í veg fyrir olíuhreinsunar- stöð á fallegasta stað á landinu og álver á öðrum stöðum. Höfundur þráir ábyrga umhverfisstefnu hjá stjórnvöldum. Mýtan um hið græna land VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Við erum ekkert að tala um að fara aftur inn í moldarkof- ana heldur hugsa alltaf um náttúruna þegar við höfum tækifæri á. Að þegar við getum valið sparneytin farartæki eða umhverfisvænan lifn- aðarhátt þá gerum við það. Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Föstudagur 4. júlí 2008  Húsið hennar Gerðar undan hrauni eftir 35 ár » Meira í Morgunblaðinu Viðkvæm stund  Þeir minna á Ferguson en koma samt frá S-Kóreu » Meira í Morgunblaðinu Dráttarvélaþrá  Veiðimaður sem kann líka vel á saumavélina » Meira í Morgunblaðinu Ótrúlega naskur  Getur verið að General Motors verði gjaldþrota? » Meira í Morgunblaðinu Risi á brauðfótum  Sálgæsla presta snýst oft um fjárhagsvanda fólks » Meira í Morgunblaðinu Krepputímar Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.