24 stundir - 04.07.2008, Page 16

24 stundir - 04.07.2008, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Auðvitað er drengurinn númer eitt, tvö og þrjú og verður það alltaf. En á meðan það gengur svona vel með hann þá ætla ég að spila golf. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@24stundir.is Veikindi drengsins urðu til þess að Ólöf María snerti varla golfkylfur í langan tíma en er nú komin á fullt á nýjan leik, sigraði á móti í Kaupþingsmótaröðinni hér heima á dögunum og verður með á næstu tveimur mótum á Evrópu- mótaröðinni, á Írlandi í næstu viku og Ítalíu vikunni þar á eftir. „Það kom strax í ljós fyrstu nóttina að það væri ekki allt í lagi með hann. Barnalæknarnir fundu samt ekki hvað það var en daginn eftir kom í ljós að það var eitthvað alvarlegra en þeir höfðu talið og hann var fluttur á gjörgæsludeild. Þar fannst heldur ekki neitt og það endaði með að hann var sett- ur í aðgerð og þá kom í ljós hvað var að,“ segir Ólöf María þegar hún rifjar upp þessa erfiðu lífs- reynslu. „Þetta var gríðarleg lífsreynsla. Fyrir það fyrsta þá er það lífs- reynsla að eignast barn og ég held það sé ekkert hræðilegra en að horfa upp á veikt barn. Ég þekki fólk sem átti veik börn og missti barnið sitt og maður kenndi í brjóst um það, en það veit held ég enginn hvernig þetta er nema lenda í því sjálfur og þá finnst manni þetta hræðilegra en allt hræðilegt. Hvernig fæðast heilbrigð börn? Ég held að fólk sé ekki nógu duglegt að þakka fyrir að eiga heilbrigð börn. Svo þegar maður lendir í þessu og sér öll hin veiku börnin á sjúkrahúsinu þá hugsar maður með sér: „Hvernig fæðast heilbrigð börn. Miðað við allt sem getur komið fyrir þegar barn fæð- ist, alla þá sjúkdóma og annað sem getur herjað á fólk þá er það í raun kraftaverk að stærstur hluti barna skuli fæðast heilbrigð. Það sem var að drengnum var að það var snúið upp á smáþarm- ana þannig að blóðflæðið stöðv- aðist og það kom drep í þá og nið- urstaðan var að það þurfti að taka 90% af smáþörmunum. Það er mjög sjaldgæft að það þurfi að taka svona mikið. Þetta var rosalega erfitt enda var hann á sjúkrahúsinu í mánuð og síðan var hann með næringu í æð við hjartað og með slöngu beint í maga, svokallaða sondu, í 24 tíma á sólarhring. Núna er hann laus við næringuna sem lifr- in braut niður en hann er enn þá með sonduna, en þarf bara að fá næringu þannig í tíu tíma á sólar- hring og það er gert á nóttunni,“ segir Ólöf María sem er stödd hér á landi þessa dagana en heldur á mánudaginn til Írlands til að taka þátt í móti á evrópsku mótaröð- inni. Gústaf Andri dafnar vel og er Ólöf María bjartsýn. „Hann verð- ur aldrei fullkomlega heilbrigður, en læknarnir telja að hann eigi ekki að þurfa að fara í neinar að- gerðir, enga líffæraflutninga eða neitt. Við þurfum samt að fara varlega og reyna að koma í veg fyrir að hann fái umgangspestir. Það þarf að vanda fæðuvalið því hann má ekki fá of mikinn sykur, sama hvort það er ávaxtasykur eða strásykur. Svo verður tíminn að leiða í ljós hvernig þetta þróast allt saman,“ segir Ólöf María. Hún segir að fyrstu vikurnar eftir fæðinguna hafi verið erfiðar enda þurfti að vaka yfir drengnum allan sólarhringinn. „Við ákváðum að leyfa engum að koma nærri honum þarna fyrst og ég sagði meira að segja upp heima- hjúkruninni og lærði að gera þetta allt sjálf. Maðurinn minn er í læknisnámi og vinnur mikið þannig að þetta lenti mikið á mér og mér fannst því bara rétt að gera þetta. Við vildum alls ekki að hann fengi sýkingu og mér fannst því best að gera þetta sjálf – mað- ur er að hugsa um sitt eigið barn og ég lærði þetta bara, en það varð að sótthreinsa allt sem kom nærri honum,“ segir Ólöf María. Hún hugsaði ekki mikið um golf á þessum tíma. „Nei, ég gerði það ekki, en ég fór samt tvisvar eða þrisvar út á æfingasvæði, bara til að halda geðheilsunni. Annars voru engar æfingar. Gubbaði megnið af meðgöngunni Meðgangan var líka nokkuð skrautleg hjá mér því ég kastaði upp í 35 vikur. Ég var bara í sóf- anum fyrst og ég varð að hætta í golfi þegar ég var komin átta vikur á leið. En svo lagaðist þetta, þá kastaði ég bara upp tvisvar til þrisvar í viku. Ég reyndi að halda mér við eins og ég gat,“ segir Ólöf María og þvertekur fyrir að hún hafi verið ælandi úti á golfvelli. „Reyndar lá við að ég ældi þegar ég var að spila hérna í sveita- keppninni, en þá var ég komin einhverjar sex til átta vikur á leið. Ég veit ekki hvernig ég komst í gegnum þá keppni,“ segir hún og skellihlær við tilhugsunina. „Með- gangan gekk samt mjög vel þrátt fyrir að ég væri alltaf gubbandi. Þannig að þegar maður fór á sjúkrahúsið til að eiga barnið þá hugsaði maður með sér að það versta sem gæti komið fyrir væri að fara í keisaraskurð. Svo eftir á þá skilur maður ekki hvernig í ósköpunum maður gat hugsað þannig að það væri það hræðileg- asta sem gæti gerst,“ segir Ólöf María. Í vinnuna heimshorna á milli Það þykir sjálfsagt ekkert til- tökumál að íþróttamenn ferðist heimsálfanna á milli til að keppa, en það hlýtur að teljast nokkuð óvenjulegt að taka með sér korna- barn í slíkar ferðir og mömmu eða tengdamömmu eins og í til- felli Ólafar Maríu. Hún hafði um tíma gefið upp alla von um að leika aftur á evr- ópsku mótaröðinni, en hún varð fyrst Íslendinga til að tryggja sér óskorðaðan rétt til að leika á evr- ópsku mótaröðinni. Það gerði hún árið 2004 og lék þá á móta- röðinni. Hún er enn með réttinn til að leika þar og ætlar sér að halda honum, en hin miklu veik- indi sonarins og mikill kostnaður við ferðalög og keppni gera henni erfitt fyrir. „Auðvitað er drengurinn núm- er eitt, tvö og þrjú og verður það alltaf. En á meðan það gengur svona vel með hann þá ætla ég að spila golf og ég ætla að halda kort- inu á mótaröðinni, er alveg ákveð- in í því. Tengdó er hætt að vinna og getur passað fyrir mig á meðan ég er að spila og svo er mamma í sumarfríi þannig að hún getur líka komið með mér á mótinu núna. Þetta er því alls ekkert púsluspil að koma þessu saman,“ segir Ólöf María. Gríðarleg lífsreynsla  Fyrsta barn Ólafar Maríu var mikið veikt og hún snerti varla golfkylfu í heilt ár  Sagði heimahjúkruninni upp og annaðist son sinn sjálf  Er nú komin á fullt á nýjan leik á Evrópumótaröð kvenna í golfi Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það hefur Ólöf María Jónsdóttir, at- vinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, fengið að reyna. Hún og Randal Aschenbeck eiginmaður hennar, eignuðust sitt fyrsta barn í mars í fyrra, Gústaf Andra, sem vart var hugað líf fyrstu vik- urnar, en er nú allur að braggast. ➤ Fjórfaldur Íslandsmeistari íhöggleik er staðráðin í að halda keppnisrétti sínum á Evrópumótaröðinni ➤ Verður að komast í eitt af 80efstu sætum peningalistans til að halda kortinu AFREKSKYLFINGUR Hún býr í Texas í Bandaríkjunum og segir það hafa bæði kosti og galla. „Það er ódýrara að búa þar en hér og eins er aðstaðan þar frábær. Ég þarf að labba einn kílómetra til að komast á æf- ingasvæðið og það er hægt að æfa allt árið. Æfingaaðstaðan er mjög góð og ég fer oft með Gústaf Andra í kerrunni og spila níu holur. Ef menn ætla að ná árangri í golfi verða menn að búa erlendis – það þýðir ekki fyrir neinn að reyna að segja mér eitthvað annað. Ég kann ekki við mig við Miðjarð- arhafið og ég myndi aldrei geta búið þar. Maðurinn minn er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum þannig að það er ekkert á dag- skrá að flytja þaðan á næstunni,“ segir Ólöf María. Hægt að æfa allt árið Ólöf María á eftir að velja þau mót sem hún ætlar á síðari hluta sumars. „Eins og staðan er núna hef ég ekki pening til að klára árið, en ég er að vinna í því. Hvert mót kostar mig um 300 þúsund með öllu og komist maður í gegn um niðurskurðinn fær maður að lágmarki um 80 þúsund krónur og Hvert mót kostar 300.000 kr. það dekkar varla hótelið. Til að halda kortinu á mótaröðinni þarf ég að vera á meðal 80 efstu á peningalistanum og þar fyrir aftan fær mað- ur takmarkaðan þátttökurétt, en ég ætla að ná fullum réttindum,“ segir Ólöf María og von- ast til að mæta velvilja fyrirtækja hér heima.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.