24 stundir - 04.07.2008, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir
Múffur eru alltaf góðar og auð-
velt að búa þær til. Tilvalið er að
skella í nokkur lítil form fyrir af-
mælisveislu eða þegar von er á
gestum. Í þessari uppskrift þarf
150 g af sykri, eina teskeið af van-
illuþykkni, eitt egg, 125 g af
bræddu smjöri, 175 ml af grískri
jógúrt eða venjulegri, hreinni jóg-
úrt, 200 g af hveiti, eina teskeið af
lyftidufti, 100 g malaðar möndlur
og loks 250 g af steinalausum
kirsuberjum sem skorin eru í
tvennt.
Aðferð
Byrjið á því að hita ofninn í 180
gráður og takið fram 12 papp-
írsmúffumót eða notið silíkonmót.
Blandið saman í hrærivél sykr-
inum, vanillunni, egginu, smjör-
inu og jógúrtinni. Sigtið hveiti í
skál og setjið út í lyftiduftið og
möndlurnar og skellið síðan sam-
an við blönduna og hrærið rösk-
lega saman setið loks kirsuberin út
í, hrærið saman við með sleif.
Skiptið deiginu á milli mótanna
og dreifið dálitlum sykri á topp-
inn áður en kökurnar eru settar í
ofninn og bakaðar í 20 mínútur,
eða þar til þær eru fallega gull-
brúnar.
maria@24stundir.is
Kirsuberja- og möndlumúffur
Gott og einfalt
Hafrasmákökur eru alltaf góðar
sama hvort er með mjólk, te, kaffi
eða köldum kaffidrykkjum á sumr-
in.
Púðursykur og hafrar
Í uppskriftina þarf tvo bolla af
haframjöli, hálfan bolla af púð-
ursykri, eitt egg, fjórar matskeiðar
af ólífuolíu og þrjár matskeiðar af
hlynsírópi. Blandið saman höfr-
unum og sykrinum í skál þar til
engir kekkir eru í sykrinum lengur.
Bætið út í egginu, olíunni og sír-
ópinu og látið blönduna draga í sig
í korter. Setjið síðan blönduna með
skeið á bökunarpappír en gott get-
ur verið að smyrja hann með
þunnu lagi af smjöri fyrst. Bakið
kökurnar síðan í 10 til 12 mínútur
eða þar til þær eru orðnar fallega
gullbrúnar. Setjið síðan á fallegan
og sumarlegan disk og njótið!
maria@24stundir.is
Fljótlegt og einfalt með kaffinu
Volgar hafrasmákökur
Nefúðinn frá Weleda er með
náttúrulegu Aloa vera sem hef-
ur róandi og sótthreinsandi
áhrif.
Nefúðinn inniheldur saltupp-
lausn sem losar stífluð nef svo
öndunin verður eðlileg, hann er
góður við kvefi Reynist mjög
góður við frjókornaofnæmi.
Nefúðinn inniheldur ekki auka-
og rotvarnarefni.
Weleda er lyfjafyrirtæki sem
gerir klíniskar rannsóknir á öll-
um sýnum vörum og starfar í
samstarfi við lækna of Lyfja-
fræðinga.
Fæst í apótekum og
heilsubúðum um allt land.
www.weleda.is
nefúði með
Aloa vera, góður við
frjókornaofnæmi
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Kaffiunnendur gera sjaldnast rót-
tækar breytingar á neysluvenjum
sínum á sumrin þegar heitt er í
veðri. En kaffi þarf ekki alltaf að
vera rjúkandi heitt heldur er hægt
að útbúa dísæta og svalandi kaffi-
drykki til þess að svala sér í sum-
arhita. Harpa Hrund Pálsdóttir,
kaffibarþjónn í Kaffitári við
Höfðatorg, segir kalda kaffidrykki
vera vinsæla á sumrin. „Heitir,
rammir kaffidrykkir eru sjaldnast
mjög bragðgóðir þegar þeir hafa
kólnað enda þarf að bragðbæta
kalt kaffi með sætri sósu eða sírópi.
Nýjasti drykkurinn hjá okkur heit-
ir Svala senjórítan og er mjög vin-
sæll. Hann er einmitt dísætur og
algjört gúmmelaði, með súkku-
laði- eða karamellusírópi og þeytt-
um rjóma,“ segir hún og bætir því
við að köldu drykkirnir verði að
vera ískaldir. „Hvað kaffi varðar er
enginn millivegur. Ískaldir kaffi-
drykkir verða heldur ekki góðir
þegar þeir volgna. Þess vegna not-
um við vel af klaka.“
Fæ ekki leið á kaffi
Harpa Hrund hefur starfað sem
kaffibarþjónn í fullu starfi und-
anfarin tvö og hálft ár og líkar
starfið vel.
Hún tók þátt í Íslandsmeist-
aramóti kaffibarþjóna í lok apríl og
lenti í öðru sæti ásamt því sem hún
fékk viðurkenningu fyrir besta
cappuccino-drykkinn, besta
espresso-drykkinn og besta drykk-
inn með frjálsri aðferð. Og hún
segist aldrei fá nóg af kaffi.
„Maður er alltaf að prófa nýjar
tegundir enda er kaffiheimurinn
afar stór. Það er endalaust hægt að
læra meira inn á kaffi, ekki síst
þegar maður starfar í þessum geira
og tekur þátt í keppnum,“ segir
hún.
En þó svo að kalt kaffi sé ef til
vill framandi í augum margra
gegnir öðru máli um te. „Við erum
líka með tedrykki, bæði heita og
kalda, og þeir köldu eru sívinsælir
á sumrin. Líkt og með kaffið eru
þeir gjarnan bragðbættir með sír-
ópi og sætum sósum og kældir
með klökum.“
Álagstoppar
Aðspurð segir hún starfið líflegt
og annasamt. „Það eru náttúrulega
alltaf álagspunktar og mikill
straumur af fólki á morgnana, í
hádeginu og svo eftir vinnu og
margir eru hér fastakúnnar.
Reyndar breytist mynstrið svolítið
á sumrin þegar heitt er í veðri, þá
koma fleiri og taka drykkina með
sér út. En nú er verið að smíða sól-
pall hérna á Höfðatorginu og hann
verður að öllum líkindum tekinn í
notkun strax í sumar. Þá er hægt
að sitja úti í góða veðrinu með
drykkina,“ segir Harpa Hrund.
Tvær uppskriftir
Einn vinsælasti drykkurinn á
Kaffitári heitir Svala senjórítan og
er dísætur kaffidrykkur.
Svala senjórítan
Góð kreista af Torani-sírópi
með súkkulaði eða karamellu-
bragði.
Tvöfaldur espressó eða eitthvað
annað gott, sterkt uppáhellt kaffi.
Hrist með klökum og svo hellt,
með klökunum, í bolla.
Að lokum er þeyttum rjóma
bætt ofan á og svo karamellu- eða
súkkulaðisírópi hellt yfir, með
sama bragði og notað er í drykkn-
um sjálfum.
Kalt ávaxtate
Ávaxtate bragðast yfirleitt mjög
vel ískalt og ekki er verra að bæta
smá sírópi út í það.
Jarðarberja- og kívíte eða annað
ávaxtate að eigin vali, kælt með
klökum í um 3 til 4 mínútur.
Súkkulaðisírópi hellt út í. Magn-
ið af því fer eftir því hversu sætur
drykkurinn á að vera.
Teið og sírópið er hrist vel með
klökum og svo hellt í glært glas eða
bolla.
Lime- eða sítrónusneiðar til að
bragðbæta og skreyta og svo er teið
drukkið með röri.
Svalandi sumardrykkir á sólríkum dögum
Kaffið ekki síðra kalt
og dísætt með rjóma
Kaldir kaffidrykkir geta
verið mikið gúmmelaði
og svalandi á heitum
sumardögum. Harpa
Hrund Pálsdóttir, kaffi-
barþjónn á Kaffitári, gef-
ur uppskriftir að tveimur
dísætum og bragðgóðum
sumardrykkjum, einum
með kaffi og hinum með
te.
Fæ aldrei leið á kaffi
Harpa Hrund Pálsdóttir
kaffibarþjónn.
Ískalt ávaxtateSvala senjórítan