24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 23
24stundir FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 23 Þeim sem sæi börn sitja í heitum potti frá fyrirtækinu Dutchtub gæti vel dottið í hug atriði úr bíó- mynd þar sem mannætur hafa fangað óboðna gesti og hugsa sér gott til glóðarinnar. Hugmyndin á bak við pottinn er þó örlítið huggulegri og kemur frá Floris Schoonderbeek en hann vill með hönnun sinni hvetja fólk til að njóta náttúrunnar á almennings- svæðum. Dutchtub er framleiddur úr ryð- fríu stáli og svipar til báts að efna- samsetningu svo ekkert er því til fyrirstöðu að skilja pott eftir úti, því þeir eiga að geta enst allt að 50 árum. Vatnið í pottinum er hitað upp með eldiviði sem hlaðið er í þar til gerða grind og er bakki und- ir henni fyrir öskuna. Hægt er að fá einangraða yfirbreiðslu á pottinn til að halda hitanum betur á meðan vatnið hitnar eða ef láta á vatnið standa í pottinum yfir nótt. maria@24stundir.is Eldstæðið Líka til að grilla. Börnin verða ekki höfð í kvöldmatinn Bara notalegur heitur pottur Þessi skemmtilega taska kallast BOXinBAG eða belja í brók er sænsk hönnun. Hún er ætluð und- ir rauðvíns- eða hvítvínsbeljur til að vínið haldist í réttu hitastigi. Töskurnar eru einangraðar með einangrandi efni þannig að rauð- vínsbeljur haldast við stofuhita og hvítvínsbeljur haldast kaldar en hægt er að setja frystikubb í töskuna. Einnig er hægt að loka gatinu sem stúturinn fer í gegnum og þá er taskan orðin flott undir vatnið, gosið eða bjórinn. Taskan getur þannig nýst á ótal vegu og er tilvalin í garðinn á heitum degi eða í útileguna. Hún er til í nokkrum litum og meðfylgjandi er axl- arband sem auðveldar flutning í næsta garð eða á brennuna. Tösk- urnar fást hjá Yd bolighus. maria@24stundir.is Heldur drykkjunum í réttu hitastigi Belja í brók fyrir sumarið KYNNING Soladey jónatannburstinn vinnur á byltingarkenndan hátt en ljósvirk titan málmstöng er innan í skafti og haus burstans. Þegar ljós fellur á stöngina verða neikvæðar jónir virkar en þær gera munninn bas- ískan og bakteríulausan auk þess að tennurnar verða hvítari. Tann- krem þarf ekki að nota á burstann þar sem vatn (munnvatn) gerir jónaferlið virkt. Soladey er japönsk uppfinning og seljast um tvær milljónir bursta á ári í Japan. Tannburstann fann upp og þróaði Dr. Yoshinori Nakagawa en miklar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni jóna til þess að eyða bakteríum og örver- um. Jónir eru taldar mjög áhrifa- miklar til þess að eyða bakteríum sem valda óæskilegri munnsýru og bæta þannig tannheilsu fólks. Stöðva bakteríumyndun Klínískar rannsóknir bæði í Jap- an og Kanada hafa sýnt mjög mikla virkni títan málms gegn Strepto- coccus mutans bakteríum sem finnast í munni og valda tannskemmdum.Vísindalegar rannsóknir sýna að Soladey getur stöðvað bakteríumyndun í munni og að blæðingar frá gómi hafa stórlega minnkað eða horfið. Ný kynslóð tannbursta Patrick Holford, virtur breskur náttúrulæknir, telur að Soladey tannburstarnir séu bylting- arkennd nýjung í tannhirðu og af nýrri kynslóð tannbursta sem séu líklegir til að leysa aðra tannbursta af hólmi. Hann bendir á að ýmsar rannsóknir bendi til þess að tengsl séu á milli slæmrar tannhirðu og hjarta- og æðasjúkdóma. Aðeins er skipt um haus á burstanum á nokkra mánaða fresti en skaft tannburstans á að endast svo árum skiptir. Hann fæst hér á landi í öll- um heilsubúðum. Byltingarkennd nýjung í tannhirðu Notadrjúgur Aðeins þarf að skipta um haus á nokkra mánaða fresti en skaftið á að endast svo ár- um skiptir. Þarf ekki tannkrem KYNNING Upphaf bresku verslunarinnar Laura Ashley má rekja til þess þegar Laura og Bernard Ashley hófu að prenta mynstur á efni heima á eldhúsborðinu sínu í London árið 1953. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en Laura Ashley-verslanir eru nú reknar um allan heim og hefur slík verslun verið starfrækt á Íslandi um áratugaskeið. Breið vörulína Ný og stærri verslun var opnuð í Faxafeni 14 í vor en þar er nú seldur fatnaður, húsgögn og heim- ilisvörur. Hjá Lauru Ashley fást meðal annars skemmtilegar vörur fyrir barnaherbergi, t.d. fallegt veggfóður, rúmteppi, rúmföt, dótakassar og hús- gögn í barnaherbergið. „Nú í sumar hafa kyndlar í lokuðum kerjum til að hafa úti verið afar vinsælir. Ljóskerið á kyndlinum er lokað og því logar í því þó það sé hvasst en kyndlunum má stinga niður í blómabeð eða blómaker,“ segir Guðrún Helga Theodórsdóttir hjá Lauru Ashley. Léttur fatnaður úr góðu efni Nýjung í sumar er sundfatalína með bikiníum, sundbolum og tankiníum sem Guðrún Helga segir að hafi hlotið góð viðbrögð. Þá eru léttar, hvítar buxur úr hör sem og stuttermabolir og sumarkjólar áberandi í sumarlínunni. „Fatnaðurinn er úr vönd- uðum efnum, silki, bómull og kasmír og í góðum stærðum frá 8 til 18, hann er þægilegur og vel hannaður og hentar konum á öllum aldri. Rúmföt- in eru líka mjög vinsæl en það kemur alltaf sum- arlína í þeim og þau eru þá frekar í hvítu og stíluð upp á sumarið en hafa þó ætíð þetta rómantíska útlit sem einkennir rúmfötin frá Lauru Ashley,“ segir Guðrún Helga. Úrval sumarvara hjá Lauru Ashley Kyndlar, rúmföt og léttur fatnaður Það gerir kraftaverk fyrir heildar- útlit garðsins að hafa grasið á blett- inum nýslegið. Sláðu grasið í garð- inum að minnsta kosti á tveggja vikna fresti eða sex sinnum yfir sumarið. Ef þú hefur ekki tíma eða einfaldlega nennir ekki sjálfur að slá grasið er fjöldinn allur af fyr- irtækjum úti í bæ sem bjóða upp á slíka þjónustu. Fyrir utan að lífga upp á garðinn jafnast ekkert á við lyktina af nýslegnu grasi. Sláðu garðinn reglulega Það hefur verið einstaklega veð- ursælt í höfuðborginni það sem af er sumri. Við þær aðstæður mynd- ast oft mjög skemmtileg stemning á Austurvelli og er engin breyting á því í ár. Algengt er að vinahópar hittist þar að vinnudegi loknum og nái síðustu sólargeislunum áður en sólin hverfur á bak við húsin í kring. Það er tilvalið fyrir þá sem vinna inni að koma við á Aust- urvelli eftir vinnu. Skemmtileg stemning Lífsstíll nútímamannsins verður sí- fellt hraðari með hverjum deg- inum. Það hefur gert það að verk- um að reynist erfiðara fyrir marga að njóta lesturs góðrar bókar en áður fyrr. Það er tilvalið að nota sumarfríið í að lesa allar bækurnar sem þig hefur langað til að lesa en ekki haft tíma til. Það finnst mörg- um leiðinlegt að flatmaga í sólbaði en góð bók gæti breytt því svo um munar. Nýttu sólbaðið í lestur bóka

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.