24 stundir


24 stundir - 04.07.2008, Qupperneq 28

24 stundir - 04.07.2008, Qupperneq 28
Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Það eru orðin ansi mörg ár síðan við kepptum í Stykkishólmi en þar eru einhverjar bestu rallleiðir á landinu. Leiðirnar eru því nýjar fyrir öllum og ríkir mikil eftirvænt- ing,“ segir Borgar Ólafsson rallök- umaður sem verður í eldlínunni á morgun ásamt 14 öðrum áhöfn- um. Í miklum vexti Borgar segir um helming þeirra sem taka þátt í Íslandsmótinu gera það af fullri alvöru, en aðra vera í þessu meira til þess að leika sér. Hann segir áhugann fyrir greininni sífellt vera að aukast. „Þetta hefur ekki verið mjög áberandi undan- farin ár vegna þess að það eru fáir menn í stjórninni sem hafa kannski ekki haft tök á því að kynna þetta mikið. En það er alltaf að aukast og eins hafa fleiri menn verið að koma inn í þetta. Þeir sem eru að keppa hafa líka verið dug- legir að koma sér á framfæri, bæði á vefnum og með öðrum hætti.“ Borgar ekur ásamt Jóni Bjarna Hrólfssyni og segir hann að mikið traust verði að ríkja á milli öku- manna og samstarfið gott eigi góð- ur árangur að nást. „Þetta byggist á gríðarlegu trausti. Eftir því sem traust milli manna er meira því lík- legri eru þeir til að ná betri tíma. Menn geta verið að koma á 180 kílómetra hraða af blindhæð og þá verða þeir að geta treyst því sem aðstoðarökumaðurinn segir,“ segir Borgar. Öryggið í öndvegi Þvert á það sem einhverjir halda líklega segir Borgar að rallið sé alls ekki hættuleg íþrótt en ströng skil- yrði eru sett varðandi öryggisbún- að. „Það er veltibúr í öllum bílum, menn eru með hjálma, flestir keyra með hálskraga eða hálsbúnað og þá eru menn í sérstökum eldvarnar- göllum. Stólarnir eru líka sérút- búnir, eru í raun eins og stórir barnabílstólar og öryggisbeltin sex punkta. Auk þess er bíllinn allur styrktur þannig að slys eru afar fá- tíð,“ segir Borgar og kveðst aðeins vita til þess að eitt alvarlegt slys hafi átt sér stað í rallakstri á Íslandi. Í Reykjanesrallinu Borgar og Jón Bjarni þeysa áfram. Bíll þeirra er af gerðinni Mitsubishi EVO VII. Íslandsmótið í rallakstri heldur áfram í Stykkishólmi á morgun Einhverjar bestu rallleiðir landsins Þriðja keppnin af sex á Íslandsmótinu í ralli fer fram í Stykkishólmi á morgun. Rallið hefur ver- ið í góðri sókn á Íslandi undanfarin ár og laðar að sér sífellt fleiri áhorf- endur. 1. BÍKR 16.-17. maí 2. Reykjanes 7. júní 3. Stykkishólmur 5. júlí 4. Skagafjörður 26. júlí 5. Rallý Reykjavík 21.-23. ágúst 6. BÍKR 27. september KEPPNISDAGATAL 2008 Aksturskappar Borgar ásamt Jóni Bjarna Hrólfssyni. Mynd/jak 28 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Þeir sem vilja eiga hávaðasaman bíl ættu að velja sér ökutæki í rauðum lit, ef marka má rann- sókn sem nýverið var gerð í Frakklandi. Hópi fólks var falið það verkefni að hlusta á hljóðið í vélum bifreiða á meðan sýndar voru myndir af bifreiðum í ólík- um litum; rauðum, bláum, ljós- grænum og dökkgrænum. Hljóð- in voru síðan leikin á mismunandi hljóðstyrk í gegnum rannsóknina. Niðurstöðurnar sýndu að fólki þótti að jafnaði mesti hávaðinn koma úr rauða bílnum, jafnvel þótt það hafi alls ekki verið raunin. Viðlíka nið- urstöður fengust úr annarri rannsókn þar sem kannað var hvers kyns lestar fólki þætti há- vaðasamastar. Þar urðu rauðu lestarnar einnig efstar á blaði. Rauðir hávaðasamastir Tvítugur piltur var stöðvaður af lögreglu í Newcastle á Englandi fyrir að aka á 170 kíló- metra hraða, þar sem hámarkshraðinn er 50. Á meðal þeirra sem urðu á vegi ökuníðings- ins voru verkamenn sem unnu að brúargerð og sögðu þeir að sáralitlu hefði munað að kauði hefði ekið inn í hóp þeirra. Ökumað- urinn náðist og var skikkaður til að sinna 120 klukkustunda samfélagsþjónustu, auk þess sem hann missir bílprófið í tvo mánuði. 120 km yfir hámarkshraða LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Menn geta verið að koma á 180 kílómetra hraða af blindhæð og þá verða þeir að geta treyst því sem að- stoðarökumaðurinn segir. bílar

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.