24 stundir


24 stundir - 06.09.2008, Qupperneq 4

24 stundir - 06.09.2008, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur hafið rannsókn á starfsemi veit- ingahússins Café Margrét á Breið- dalsvík. Sýslumannsembættinu á Seyðisfirði hefur jafnframt borist kæra á hendur Horst Müller þar sem farið er fram á að rannsakað verði húsbrot á skrifstofu AFLs starfsgreinafélags á Egilsstöðum og líkamsárás á framkvæmdastjóra fé- lagsins. Enginn skráður starfsmaður Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs, segir að verkalýðs- félagið hafi gert athugasemdir við starfsemi veitingahússins síðustu fjögur eða fimm sumur. „Ég hef haft samband við skattayfirvöld og sýslumann oftar en einu sinni og vakið athygli á að starfsemin á Café Margréti sé með óeðlilegum hætti. Ég hef nú eftir síðustu atburði sent inn formlegt erindi til sýslumanns- ins á Eskifirði þar sem ég fer fram á að rannsakað verði hvort farið sé að lögum sem almennt gilda um starfsemi sem þessa. Ég vænti þess að eitthvað verði gert. Ég hef fengið staðfest hjá lífeyrissjóðnum Stapa að þetta fyrirtæki hefur aldrei skil- að iðgjöldum þangað inn. Ég hef sömuleiðis fengið staðfestingu frá Vinnumálastofnun á að enginn starfsmaður hefur verið skráður hjá fyrirtækinu í sumar þrátt fyrir að við vitum mætavel að þar hafa verið starfandi þýskar stúlkur. Mér finnst það segja allt sem segja þarf um þessa starfsemi.“ Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur hafið lögreglurannsókn á starfsemi veitingahússins Café Margrét á Breiðdalsvík Hafa aldrei skilað iðgjöldum til lífeyrissjóðs ➤ AFL hefur áður sent erindi tilyfirvalda vegna starfsemi á Café Margréti. ➤ Lítið hefur þó verið aðhafst ímálefnum veitingahússins og gagnrýnir Hjördís seinagang- inn. AÐGERÐALEYSI Formaðurinn Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfs- greinafélags, vill að- gerðir af hálfu yfirvalda vegna Café Margrétar. Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Útlendingastofnun hefur úrskurð- að að Mark Cumara, 23 ára Þor- lákshafnarbúi, þurfi að vera farinn af landi brott um miðjan septem- ber. Móðir hans og uppeldisfaðir eru bæði íslenskir ríkisborgarar og hafa búið á Íslandi síðasta áratug. Systir hans, amma hans og afi á Ís- landi eru líka íslenskir ríkisborg- arar. Skiljum þetta ekki Mark er flakari hjá Frostfiski, og þar vinnur öll fjölskyldan. „Hann er duglegur, vinnur vel, mætir alltaf á réttum tíma og borgar sína skatta og sín lán. Nú á bara að senda hann út,“ segir Alexander Aksel Andr- ésson, pabbi Marks. „Við þekktum ekki reglurnar og vorum ekki vöruð við því að allt í einu yrði hann ólöglegur heima hjá sér.“ Alexander skilur ekki hvers- vegna vegna fjölskyldan fær ekki frest. „Útlendingastofnun segir nei.“ Hann trúir því ekki að vísa eigi syninum úr landi, frá foreldr- um sínum, heimili og vinnustað, þar sem allt hefur verið í góðu lagi árum saman. „Hann á bara eina gamla ömmu á Filippseyjum, hvernig á hann að lifa þar? Mamma hans fékk ríkisborgararétt 2006 en hann ekki, en okkur datt samt ekki í hug að hann ætti bara að fara frá landinu. Ofan á önnur vandræði er nú verið að útvega Mark nýtt vega- bréf með mikilli fyrirhöfn. Sú vinna fer í gegnum Noreg, því Fil- ippseyjar eru ekki með sendiráð hér á landi. Við höfum hvorki flug- miða né vegabréf ennþá og vildum helst fá frest og hjálp við að gera Mark löglegan í landinu, því hann er ekkert minni Íslendingur en við,“ segir Alexander. Útlendinga- stofnun segir foreldra bera ábyrgð á því að börn hafi dvalarleyfi þar til þau eru lögráða og eftir það beri þau ábyrgðina sjálf. Stofnunin geti ekki tekið það að sér. Lög kveði á um að útlendingur í ólögmætri dvöl fari úr landi. Mál Marks er ekki í brottvísunarferli, en engu að síður er honum gert að hverfa úr landi fyrir 16. sept. Hann bað um lengri frest en fékk ekki. Sækja þarf skriflega um frest og tilgreina ástæður. Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára  Vísað úr landi því leyfi vantar  Íslendingar þurfa að senda soninn til gamallar ömmu á Filippseyjum  Hann hefur búið hjá foreldrum sínum í Þorlákshöfn í 5 ár Mark Með foreldrum sínum og systursyni í Þorlákshöfn ➤ Fjölskylda piltsins er meðíslenskan ríkisborgararétt. ➤ Sjálfur hefur hann búið íÞorlákshöfn hjá foreldrum sínum í fimm ár. ➤ Hann á að hverfa úr landifyrir 16. september. ÍSLENDINGAR Í MÖRG ÁR Enn er unnið að rannsókn fíkniefnamálsins sem kom upp á Seyðisfirði síðasta þriðjudag. Þýskur karlmaður á sjötugs- aldri situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins en aðrir hafa ekki verið handteknir. Gæslu- varðhaldið stendur til 16. sept- ember. Efnin sem smyglað var voru samkvæmt upplýsingum lögreglu tæp tuttugu kíló af hassi og tæp tvö kíló af amfeta- míni. Lögreglan vill ekki stað- festa að leitað sé að vit- orðsmanni Þjóðverjans en leiða má líkur að því. fr Smyglmál á Seyðisfirði Lögregla verst allra frétta Vaxandi verðbólga og hækk- andi verðlag er farið að bitna á vaxandi hópi öryrkja sem ekki nær endum saman. Aðalstjórn Öryrkjabandalagsins lýsir eft- ir framfærsluviðmiði öryrkja sem félagsmálaráðherra ætl- aði að ljúka fyrir 1. júlí og er ekki komið. Öryrkjar minna á að í stjórnarsáttmála er lofað að hlúa sérstaklega að tekju- lægstu einstaklingum. bee Áhyggjur öryrkja Tekjur öryrkja hafa ekki við Afsagnar fjármálaráðherra, Árna Mathiesen, er krafist í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Ungra vinstri grænna í fyrrakvöld. Í ályktuninni er „mælt með því að manneskja með betri skilning á þörfum þjóðarinnar taki við.“ Bent er á að ríkisstjórnin verji 200 milljónum króna á ári í loft- rýmiseftirlit á sama tíma og fjár- málaráðherra segist ekki hafa svig- rúm til að hækka laun ljósmæðra. Ung vinstri græn skora á ríkis- stjórnina að efna gefin loforð um að leiðrétt verði kjör umönnunar- stétta og að byrjað verði á ljós- mæðrum. Í ályktuninni er bent á að bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæð- ingar hafi síðustu daga viðurkennt í pontu á Alþingi að laun ljós- mæðra væru óásættanleg miðað við ábyrgð og menntun. Allt hafi komið fyrir ekki og nú bitni verk- föll ljósmæðra á barnshafandi kon- um, nýbökuðum mæðrum og börnum þeirra á mikilvægustu augnablikum lífs þeirra. ingibjorg@24stundir.is Ályktun stjórnarfundar Ungra vinstri grænna Krefjast afsagnar ráðherrans Þarfir þjóðarinnar Ung vinstri græn telja skilning fjár- málaráðherra á þörf- um þjóðarinnar ekki nægan. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.