24 stundir - 06.09.2008, Síða 10

24 stundir - 06.09.2008, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Töðugjöld í Viðey Sunnudaginn 7.september 11:30 Aðalfundur Viðeyingafélagsins í Viðeyjarstofu. 12:30 Örlygur Hálfdánarson Viðeyingur tekur á móti gestum við Viðeyar- stofu og leiðir göngu að þorpinu. 13:00 Viðeyingafélagið hefur kaffisölu í félagsheimili Viðeyingafélagsins 14:00 Afþreying fyrir börnin 14:30 Helgistund í skólanum www.videy.com s: 533-5055 Allir ad tina kartöflur og rabbabara Viðeyarstofa verður með spennandi veitingar frá 11:30 til 17:00. KRINGLAN – AUÐVELD KAUP Lítil verslun í Kringlunni til sölu. Eigin innflutningur og fínn hagnaður. Má greiða stóran hluta af kaupverði með yfirtöku á láni. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst með nafni og símanúmeri á thora@aktif.is Bann við kaupum á vændi í Sví- þjóð hefur fjölgað erlendum vændiskonum í Danmörku, segir Dorit Otzen, tals- kona kvennaskýl- is í Kaupmanna- höfn. Hún óttast að enn muni bætast í hópinn þegar bann tekur gildi í Noregi 1. október næstkomandi. „Menn líta í kringum sig eftir auðveldari og aðgengilegri mark- aði. Þannig gæti Danmörk orðið ruslakista skandinavísks kynlífs- iðnaðar,“ segir Otzen. aij Vændi bannað í Svíþjóð Sækja vændi til Danmerkur Ríkisstjórn Ítalíu segir Evrópu- sambandið hafa veitt sér upp- reisn æru, eftir að framkvæmda- stjórn ESB úrskurðaði að áform um að skrá fingraför sígauna stönguðust ekki á við mannrétt- indasjónarmið. Talsmaður ESB segir að þar sem skráningin mið- ist við fólk sem annars sé ekki á skrá, en ekki við kynþátt þess, sé ekki um mismunun að ræða. aij ESB gefur grænt ljós Má skrá fingur John McCain hefur formlega tek- ið sæti forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins í Banda- ríkjunum. Munu hann og Sarah Palin því etja kappi við demó- kratana Barack Obama og Joe Bi- den. Í ræðu á flokksþingi repú- blikana hét McCain því að berjast gegn spillingu, kæmist hann í embætti. „Mig langar að vara gamla liðið í Washington við. Fólkið sem sólundar stórfé en gerir fátt og setur sjálft sig í fyrsta sæti en þjóðina í annað sæti: Breytingar eru á leiðinni.“ aij McCain frambjóðandi Hét breytingum Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Rannsókn stendur yfir í Póllandi á því hvort bandaríska leyniþjónust- an CIA hafi rekið leynifangelsi í landinu. Pólskir fjölmiðlar komust í gær yfir minnisblað pólsku leyni- þjónustunnar, þar sem tilvist slíkra fangelsa er staðfest. Þykir minnis- blaðið jafnframt benda til þess að pólskir stjórnmálamenn hafi haft vitneskju um leynifangelsin, nokk- uð sem ráðamenn keppast við að sverja af sér. Legið fyrir í tvö ár Í júní síðastliðnum birti New York Times skýrslu þar sem stað- hæft var að fangaflugvélar CIA hefðu millilent á herflugvelli í Pól- landi. Því var jafnframt haldið fram að menn hefðu verið fangelsaðir þar og beittir ýmiss konar pynting- um. Þessi skýrsla varð til þess að Do- nald Tusk forsætisráðherra fyrir- skipaði rannsókn á málinu. Í gær greindi blaðið Gazeta Wy- borcza frá því það hefði komist yfir minnisblað frá árinu 2006, sem staðfesti að pólskir stjórnmálamenn hefðu haft vitneskju um athafnir bandarísku leyniþjónustunnar. Segir Gazeta að aðstöðunni hafi verið komið upp árið 2002 eftir að Bandaríkin og Pólland tóku saman höndum í baráttunni gegn hryðju- verkum. „Ég kannast ekki við slíkt minn- isblað og held að Donald Tusk for- sætisráðherra geri það ekki heldur,“ segir Slawomir Nowak, aðstoðar- maður Tusks. „Forsætisráðherrann fól dómsmálaráðherra að grennsl- ast fyrir um þetta. Embætti ríkis- saksóknara er að kanna mögulega tilvist fangelsisins.“ Stjórnmálamenn neita Radoslaw Sikorski, utanríkisráð- herra Póllands, er meðal þeirra stjórnmálamanna sem neita því að leynifangelsi hafi verið á pólskri grund. „Ég lýsti því yfir þegar ég var varnarmálaráðherra að eftir því sem ég best vissi – miðað við þann tíma sem ég var yfirmaður hern- aðarmannvirkja – væru engin leyni- leg fangelsi í Póllandi á vegum CIA, þar sem hryðjuverkamenn væru yf- irheyrðir,“ sagði Sikorski. Leynifangelsi CIA í Póllandi  Bandaríska leyniþjónustan pyntaði meinta hryðjuverkamenn í pólsku leynifangelsi, segir í minnisblaði sem fjölmiðlar komust yfir ➤ Blaðið Washington Post flettiofan af leynifangelsum CIA í nóvember 2005. ➤ Þar var meintum liðsmönnumal-Qaeda haldið föngnum og pyntingum beitt við yf- irheyrslur. LEYNIFANGELSIN NordicPhotos/AFP Skákað í skjóli Á herstöð í Rúmeníu rak CIA fangelsi, líkt og grunað er í Póllandi. Sjálfsvíg meðal bandarískra her- manna stefna í að verða fleiri í ár en á síðasta ári – þegar met var sett. Jafnframt stefnir í að tíðni sjálfs- víga verði hærri en hjá óbreyttum Bandaríkjamönnum í fyrsta sinn síðan í Víetnamstríðinu. Það sem af er árinu hafa 93 her- menn fallið fyrir eigin hendi, en rannsókn réttarlæknis stendur enn yfir á þriðjungi atvikanna. Sjálfsvíg hermanna voru 115 allt síðasta ár. Vandræði í ástarsamböndum, lagaflækjur og fjármálaáhyggjur eru meðal helstu áhrifavalda hjá hermönnunum, að því er heimild- armenn Washington Post herma. Þá er talið að það mikla álag sem fylgi aðgerðum hersins í Írak og Afganistan leggi lóð sín á vogar- skálarnar. Sjálfsvígstíðni hermanna hefur vaxið ár frá ári undanfarið og vinnur stjórn hersins markvisst að því að draga úr henni. aij Bandarískir hermenn Stefnir í metár í sjálfsvígum STUTT ● Ekki tvíhliða Alþjóðaorku- málastofnunin hvetur aðild- arríki ESB til að snúa bökum saman í samningum við orku- framleiðendur, frekar en að ganga til tvíhliða samninga við þá. Samstaðan sé líklegri til að vera ríkjunum til hagsbóta til lengri tíma litið, segir Nobuo Tanaka, framkvæmdastjóri Al- þjóðaorkumálastofnunarinnar. ● Vetur sumri betri Ástralskir veðurfræðingar hafa komist að því að nýafstaðinn vetur þar syðra hafi einkennst af meiri blíðu en breska sumarið hinum megin á hnettinum. Benda þeir á að sól hafi skinið í 146 stundir í Melbourne í ágústmánuði, en aðeins 105,5 stundir á Bretlandi. Þá rigndi þrisvar sinnum meira á Breta en andfætlinga.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.