24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 06.09.2008, Blaðsíða 15
borðið. En það er heldur ekki hægt annað en að segja að ábyrgð stjórnenda sé mikil og þá ekki síst rík- isstjórnar sem hefur lofað að grípa til kröftugra að- gerða, en sýnir ekki lit. Þegar vanefndir við Breiðavík- urdrengi og öryrkja, þar sem öllu fögru var lofað, bætast við ljósmæðramálið í sömu vikunni, vaxa efa- semdir og vantrú á að nokkuð gerist, nokkurn tím- ann. Samtímis rifjast upp að ár eftir ár hefur ekki verið hægt að manna leikskóla og frístundaheimili vegna launa. Einnig hitt, að ómögulegt er að leiðrétta eft- irlaunalög æðstu embættismanna, sem með órétti hafa öðlast rétt sem alls ekki er hægt að svipta þá. Meðan kvennastétt sem hefur verið beitt órétti alla tíð fær ekki rétt sinn núna heldur, því svigrúmið vantar í kreppunni. Ríkisstjórn ákveði sérstakt framlag Samningamenn ríkisins hafa oftast nær ekki úr miklu að spila þegar þeir mæta stórum kvennastéttum í umönnunarstörfum hjá ríkissáttasemjara. Nefndin sækir umboð sitt til stjórnvalda. „Ríkisstjórnin á að sjálfsögðu að samþykkja sérstaka peninga til að leið- rétta kjör ljósmæðra,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir. „Þetta er svo augljóst óréttlæti. Grunnskólakennarar fengu töluverða hækkun í vetur og allir sáu að það var nauðsynlegt. Nú er rætt um eina af elstu starfs- greinum kvenna, hér er tækifæri til að leiðrétta, ann- ars er von að fólk spyrji til hvers yfirlýsingar séu ef ekki á að standa við þær,“ segir Kristín. Hún veit ekki hverju á að spá, en segir að ýmsar leiðir séu til fyrir ríkið til að ganga á undan með góðu fordæmi. „Ríkið verður að brjótast út úr þessu.“ Frá Árna Mathiesen fjármálaráðherra bárust í gær boð um að hann tjái sig ekki um málið. Ljósmæður hafa leitað liðsinnis Jó- hönnu Sigurðardóttur en ekki fengið svör. Ráðherra er erlendis á Ólympíuleikum fatlaðra í Kína. aBjörg Eva Erlendsdóttir Ómögulegt er að leiðrétta eftirlaunalög æðstu emb- ættismanna sem hafa með órétti öðlast rétt. Kvenna- stétt sem hefur alla tíð ver- ið beitt órétti fær ekki rétt sinn nú heldur. 24stundir LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 15 Í öllum þeim aragrúa af skilgrein- ingum hagfræðinnar á hugtakinu „kreppa“ er aðeins ein sem stenst tímans tönn. Hún er svona orðuð á Vísindavef HÍ: „… að viðmiðið eigi að vera að þegar atvinnuleysi eykst, þá teljist það samdráttur nema þú verðir sjálfur atvinnulaus, þá sé það kreppa“. Þetta kom glöggt fram í umræðum Alþingis um stöðu efna- hagsmála þar sem loksins gerðust þau undur að talsmenn Samfylking- ar tjáðu sig um efnahagsmál án þess að fara einvörðungu með trúarjátn- ingar um Evrópusambandsaðild. Kannski hefði þetta samt betur ver- ið ógert en Samfylkingin situr jú í ríkisstjórn þessa dagana og í þessum flokki er boðskapurinn skýr: Það er engin kreppa á Íslandi. Aðalatriðið er að varast ofþenslu! Nýjar hagfræðikenningar! Nokkrir af talsmönnum krata- flokksins eyddu líka tíma sínum í að lýsa yfir hollustu við stýrivaxta- stefnu Seðlabanka Íslands. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sló óborg- anlegar keilur í ræðu sinni þegar hún færði sönnur á að það gæti ekki verið kreppa á Íslandi: Jú, þar sem það er verðbólga á Íslandi og háir stýrivextir þá getur ekki verið kreppa! Nokkrir af minni spá- mönnum sama flokks með Árna af Stóra-Hrauni í broddi fylkingar tóku síðan upp merkið og skömm- uðu Framsóknarflokkinn fyrir að vilja lækka hér stýrivexti, skipta þannig um hest í miðri á og losa um ofurþenslu og ofurhagvöxt í sam- félaginu. Að efna til framkvæmda- fyllirís nú væri ekki sjálfbær at- vinnustefna. Nú yrði að efla stöðugleikann og standa fast á 15 prósenta stýrivöxtum. Arfur aftan frá allaböllum! Samfylkingin er vissulega skrýt- inn flokkur, samsuða úr Kvennalist- anum sem mér fannst nú alltaf mjög falleg hreyfing, Alþýðuflokkn- um þar sem saman komu í gamla daga alltof margir kaldlyndir gáfu- menn og svo hreyfingu sósíalista sem bjó yfir mikilli réttlætiskennd en flestir áttu það líka sammerkt þar að skilja ekki baun í hagfræði. Þetta síðastnefnda held ég stundum að sé hið eina sem Samfylkingin tók í arf úr gamla Alþýðubandalaginu. Það hefði allt mátt vera okkur meina- laust nema nú situr hópur þessa fólks að landsstjórninni og skilur ekki að Ísland er að detta inn í alvar- legt kreppuástand. Vita ekki að háir stýrivextir eru við slíkar aðstæður hrein og bein skemmdarverkastarf- semi. Að verðbólga samtímans er ekki vegna þenslu heldur gengisfalls og þess vegna verður þessi verð- bólga aldrei barin niður með stýri- vöxtum eða öðrum baráttuaðferð- um gegn þenslu. Og að engir, ekki einu sinni við framsóknarmenn, gætu galdrað fram ofþenslu við nú- verandi aðstæður. Það að hafa hátt stýrivaxtastig til sanninda um að það sé ekki kreppa er eins og að sanna það á mánu- dagsmorgni að enn sé helgi með því að vakna drukkinn. Já, – og það að trúa því að Ísland geti við núverandi aðstæður lent á framkvæmdafylliríi bendir til einhvers sem ég treysti mér ekki um að tala. Asnakreppa íhaldsins Við þessar aðstæður er íhaldið gamalgróna í reglulega asnalegri kreppu og veit vel af því. Það duldist reyndar ekkert í umræðum í þinginu þar sem fleiri en einn af þingmönnum þess tók algerlega undir að auðvitað þyrfti að hefja hér vaxtalækkunarferli. Og jú, – helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum, Illugi Gunnarsson taldi líkt og sá sem hér skrifar að há- vaxtastefna við þessar aðstæður stæðist afar illa en sagði að samt sem áður væri ekki hægt að hrófla við Seðlabankanum. Það yrði hrein- lega of áberandi út um veröld alla. Ég varð eiginlega hrærður við þessa hreinskilni. En þetta er svo sann- arlega asnaleg staða sem hagstjórnin hjá íhaldinu er lent í. Og með alla Samfylkinguna sér til ráðuneytis! (Enn fremur á www.althingi.is). Höfundur er alþingismaður og bóksali Engin kreppa hjá okkur þingmönnunum! VIÐHORF aBjarni Harðarson Við þessar aðstæður er íhaldið gam- algróna í reglulega asnalegri kreppu og veit vel af því. NÝ HEIMASÍÐA www.kemi.is Tunguháls 10 • 110 Reykjavík • Sími 544 5466 Olíu og smurvörur Öryggisvörur Hreinsiefni og ensím Lím og límbönd Frábært vöruúrval á nýrri heimasíðu - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða Mecca Spa Leiðbeinendur: Lovísa Árnadóttir, Margrét Skúladóttir, Sóley Jóhanns- dóttir & Fjóla Þorsteinsdóttir hatha - kriplau - kundalini jóga er notaleg og persónuleg stöð þar sem boðið er upp á fjölbreytta hóptíma, einkaþjálfun, jóga, vaxtamótun, dans, teygjutíma, gönguferðir og margt fleira. leikfimisalir tækjasalur sundlaug spa meðferðir nudd snyrtistofa Nýbýlavegi 24, Kópavogi | 511 2111 | www.meccaspa.is Lífsstíll níutíu kíló plús Lífsstíll níutíu kíló plús er opið námskeið sem er sérstaklega ætlað konum sem vilja ná niður líkams- þyngd, létta sál og fá ötulan stuðning, aðhald og ráðgjöf í þyngdarstjórnun. námskeiðið hefst 8. september 12 mánuðir Er ekki orðið nokkuð ljóst að ef ná skal varanlegum árangri duga vart 6 - 8 vikna kraftaverkanámskeiðin. Leiðbeinandi: Fjóla Þorsteinsdóttir OPIÐ HÚS laugardagi nn 6. septembe r frá kl. 9 til 12 Léttar veitin gar Allir velkom nir HEILSURÆKT 1 vika frítt Vikan 8. - 14. september verður öllum opin. Komdu og finndu tímana sem henta þér. Vaxtamótun eru tímar við allra hæfi sem hafa það markmið að efla bæði styrk og þol. Lifandi tímar með dansandi ívafi og góðum teygjum. Jóga með Maggý Fjölbreyttir síðdegistímar þar sem auðvelt er fyrir hvern og einn að finna sinn takt. einnig er boðið upp á sérlega rólegt og mjúkt jóga þar sem áherslan er lögð á öndun og slökun. Morguntímar kl. 10 Síðdegistímar kl. 17.15 anda - finna - sleppa - slaka og njóta Vaxtamótun Leiðbeinendur: Sóley, Lovísa og Elín Edda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.