24 stundir - 06.09.2008, Side 22

24 stundir - 06.09.2008, Side 22
22 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Þegar við vorum yngri þá fannst okkur alltaf ömurlegt að vera í svona búðum einar með fullt af strákum. Okkur lang- aði til þess að gefa stelpum á Íslandi tækifæri til þess að koma saman og njóta sín í körfuboltanum. Eftir Þorkel G. Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Helena er ekki nema tvítug að aldri, fædd árið 1988. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið best íslenskra körfuboltakvenna á Ís- landi í nokkur ár. Hún leikur nú í Bandaríkjunum í TCU-háskóla- boltanum. 24 stundir settust niður með Helenu eftir leik Íslands gegn Slóveníu í vikunni, sem fór 69:94 fyrir Slóveníu. Hver skyldi lykillinn vera að því að vera með flest stig og stoðsend- ingar að meðaltali í Evrópukeppn- inni? „Ég er alltaf dugleg að æfa og legg mig vel fram. Það er auðvitað það sem þarf til að ná árangri í körfubolta og í raun í hverju sem er. Það hefur síðan auðvitað mótað mig mjög mikið að spila í háskóla- körfunni í Bandaríkjunum. Það voru mjög mikil viðbrigði þegar ég byrjaði að spila úti. Ég hafði verið valin best í deildinni á Íslandi árin þrjú á undan og það var mjög skrýtið að fara allt í einu að spila við stelpur sem voru allar miklu sterkari og betri, með fullri virð- ingu fyrir öllum þeim sem leika á Íslandi. Ég hef lært heilmikið strax í Bandaríkjunum og held ég taki stöðugum framförum.“ Vel heppnaðar stelpubúðir Að loknu tímabilinu var Helena valin nýliði ársins, þannig að hún virðist vera að gera góða hluti ytra. Í sumar stóð hún svo fyrir sérstök- um stelpubúðum í körfuknattleik fyrir ungar stúlkur hér á Íslandi ásamt Maríu Ben Erlingsdóttur sem er samherji Helenu í landslið- inu og vinkona hennar. „Þegar við vorum yngri fannst okkur alltaf ömurlegt að vera í svona búðum einar með fullt af strákum, þannig að okkur langaði til þess gefa stelpum á Íslandi tæki- færi til þess að koma saman og njóta sín í körfuboltanum. Þær njóta sín miklu betur þegar það eru bara stelpur, því strákarnir gefa boltanum frekar lítið. Okkur fannst þetta sniðug hugmynd sem gekk síðan rosalega vel. Þetta gekk þannig fyrir sig að það var spilaður og æfður körfu- bolti á daginn. Svo var farið í sund og við höfðum kvöldvökur og gist- um síðan í húsi rétt við Ásvelli í Hafnarfirði. Vonandi verður þetta haldið næstu ár. Það voru 60 stelp- ur í þessu hjá okkur núna, þannig að á næsta ári stefnum við á að stækka þetta ennþá frekar og fá þá fleiri í lið með okkur til að sjá um þetta.“ Körfubolti eina áhugamálið Maður myndi nú ætla að Hel- ena ætti sér einhver áhugmál utan körfuboltans, en hún þvertekur hins vegar fyrir það. „Ég er algjört „körfuboltanörd“ og líf mitt hefur snúist um körfuboltann alla tíð og hann er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér og þannig vil ég bara hafa það. Ég reyni að æfa eins oft og ég get og taka aukaæfingar. Síðan skoða ég eitthvað körfuboltatengt iðu- lega þegar ég fer á netið eða ef kveikt er á sjónvarpinu. Núna er ég í háskólanámi á námsstyrk við að spila körfubolta og það er alveg stórkostlegt, enda eru æfingarnar flottar og utanum- haldið gott. Ég stefni á að ná mér í einhverja fína háskólagráðu og bæta mig sem mest sem körfu- boltakona á þessum fjórum árum sem ég verð í heildina úti í Banda- ríkjunum.“ Í skólanum er hún ennþá á almennri námsbraut en mun þó fljótlega þurfa að ákveða hvað hún vill læra. „Eins og staðan er í dag þá vil ég fyrst og fremst spila körfubolta, þannig að ég mun skoða hvað sé best og þægilegast að læra með því.“ Helena lét þó undan og gaf upp eitt áhugamál utan körfuboltans. Það væri að sjálfsögðu að verja tímanum með vinum sínum. „Auðvitað saknar maður vina sinna á Íslandi og fjölskyldunnar þarna úti. En það var bara svo ótrúlega gaman síðasta vetur og allt gekk svo vel, stelpurnar í liðinu alveg frábærar og góðar vinkonur, að tíminn leið svo hratt að ég hafði engan tíma til að sakna Íslands.“ Helena býr í Fort Worth sem er skammt frá Dallas í Bandaríkjun- um. Það er ekki slæmt að vera ná- lægt einu af stóru NBA-liðunum. „Nei, það er mjög gaman og ég hef séð nokkra leiki með Dallas Ma- vericks. Í vetur ætla nokkrar vin- konur mínar að koma til mín og við ætlum að sjá leik Dallas og La- kers. Ég er eiginlega farin að hlakka strax til,“ sagði körfubol- tagúrúinn Helena Sverrisdóttir sem gjörsamlega lifir fyrir íþrótt- ina. Hún verður sem fyrr segir með íslenska landsliðinu í Írlandi í dag sem leikur gegn heimakonum og sagði Helena að þangað ætlaði íslenska liðið að sækja sigur og ekkert annað. „Körfuboltinn er það eina sem kemst að“  Helena Sverrisdóttir stendur öðrum framar hvað varðar stig og stoðsendingar  Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Írum í dag Helena Sverrisdóttir verður í eldlínunni í dag þegar íslenska kvenna- landsliðið í körfuknatt- leik leikur gegn Írum ytra. Leikurinn er fjórði leikur Íslands í B-deild Evrópukeppninnar en fyrir leikinn hefur Ísland unnið einn leik og tapað tveimur. Hingað til hefur Helena gert flest stig og átt flestar stoðsendingar að meðaltali í leik í B- deildinni. Hún á að með- altali 24 stig og sex stoð- sendingar í leik. ➤ Helena Sverrisdóttir lék meðHaukum í Hafnarfirði áður en hún fór til náms vestur um haf. ➤ Hún er stigahæst í B-deildEvrópumótsins með 24 stig að meðaltali í leik og að auki gefur hún flestar stoðsend- ingar, sex að meðaltali. Á TOPPNUM Fjölhæf Helena Sverr- isdóttir getur leikið allar 5 stöðurnar í íslenska lands- liðinu. 24Stundir/Ómar Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik leikur gegn Írum á útivelli í B-deild Evrópumótsins á útivelli í dag. Ísland mætir Svart- fjallalandi á útivelli á mið- vikudag en síðan verður gert hlé á keppninni þar til næsta haust. Ísland sigraði Sviss í fyrsta leiknum en tapaði gegn Hollandi og Slóvakíu. Írland í dag og Svartfjallaland í næstu viku

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.