24 stundir - 06.09.2008, Síða 25

24 stundir - 06.09.2008, Síða 25
24stundir LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 25 Í júlí og ágúst verða fjölmargir blaðberar verðlaunaðir fyrir að vera kvartanalausir og stundvísir. Vinningar í hverri viku. Sumarkap phlaup BT og 24-stunda Upplýsingar um laus hverfi til afleysinga eða til framtíðar í síma blaðadreifingar, 569-1440 eða í bladberi@mbl.is Aðalvinning ágústmánaðar Playstation 3 hlýtur Kolbeinn Ari Hauksson, Smárarima 10, 112 Reykjavík Eftirtaldir blaðberar fá DVD mynd af topplista BT Katrín Ósk Einarsdóttir, Hamrabergi 19, 111 Reykjavík Kolbeinn Ari Hauksson, Smárarima 10, 112 Reykjavík Freyr Arnarsson, Þrastarlundi 9, 210 Garðabær Kristinn Ingi Guðmundsson, Melási 10, 210 Garðabær Anna María Bjarnadóttir, Grundargarði 4, 640 Húsavík Sigrún Elsa Smáradóttir, sem sit- ur í stjórn Reykjavik Energy Invest (REI) og Orkuveitu Reykjavíkur (OR), heimsótti Djíbútí nú í lok ágúst ásamt Hjörleifi Kvaran, for- stjóra OR, og Gunnari Hjartarsyni, nýjum verkefnisstjóra REI í landinu. Hún segir að ráðamönnum hafi verið mjög létt að sjá fulltrúa REI, þar sem þeir fylgjast vel með öllum óróanum í kringum fyrirtækið á Ís- landi. „Þetta verkefni skiptir miklu máli fyrir Djíbútí og er mjög þýð- ingarmikið fyrir fólkið sem þar býr. Það voru enda allir mjög viljugir að hitta okkur þarna og sumir komu meira að segja úr fríum til þess. Mér þótti það mjög merkileg lífsreynsla að sjá landið og fá tilfinningu fyrir stjórnvöldunum.“ Samfélagslegur metnaður Sigrún Elsa segir REI ætla að hegða sér með samfélagslega ábyrg- um hætti í verkefnum sínum í Djí- bútí, sem og öðrum sem fyrirtækið mun ráðast í á erlendri grund. Þar verði sömu gildi höfð í hávegum og í starfsemi OR á Íslandi. „Það er mjög eftirsóknarvert að vera með Orkuveitunni í svona verkefni því hún býr bæði yfir trúverðugleika og einstakri þekkingu. Enda eru starfs- menn OR óumdeilanlega í fremstu röð á þessu sviði í heiminum. Svo er eðli þessara samninga þannig að við semjum við ríkisstjórnir. Það er ákveðið öryggi fyrir þær að semja við fyrirtæki sem hefur samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi, ekki bara hagnaðarsjónarmið. Við munum starfa eftir sömu reglum og gildum og við störfum eftir á Íslandi varð- andi öryggi á vinnustað, umhverf- ismál og jafnréttismál. Við ætlum að gera sömu kröfur.“ Kjörnir fulltrúar ábyrgir Hún segist halda að þessi sam- félagslegi metnaður skipti þjóðir á borð við Djíbútí miklu máli þar sem margar Afríkuþjóðir hafi brennt sig á því að fyrirtæki hafi komið þangað til að arðæna þær. „Það skiptir mig líka máli sem Íslending að við kynn- um okkur með ábyrgum hætti á er- lendri grund. Fyrirtæki eru auðvitað mjög mismunandi og sum einkafyr- irtæki haga sér með ábyrgum hætti. En við sem kjörnir fulltrúar verðum alltaf gerðir ábyrgir fyrir því ef farið er illa með fólk. Við verðum því að fylgja þessu vel eftir og sjá til þess að þarna sé rétt og vel haldið á mál- um.“ Þurfum að líta út Hún bendir á að nauðsynlegt sé fyrir OR, og þá í gegnum REI, að líta út fyrir landsteinana til að nýta þá þekkingu og orðspor sem fyrirtækið hefur aflað sér til frambúðar. „Við munum að mestu leyti fullvirkja þau jarðvarmasvæði sem eru virkj- anleg hér heima á næstu árum. Orkuveitan er með starfsfólk sem er einstakt og fyrirtækið hefur tengsl mjög víða. Við verðum því að nýta þessa þekkingu áfram. Þess utan er þetta hnattrænt mjög mikilvægt og miklir möguleikar í þessum geira.“ Þýðingarmikið fyrir fólkið  Sigrún Elsa Smáradóttir segir REI ætla að hegða sér með sam- félagslega ábyrgum hætti  Verkefnin hnattrænt mjög mikilvæg Í Djíbútí Hjörleifur Kvarna og Sigrún Eva með ráðamönnum. Sú raforka sem er framleidd í Djí- bútí í dag er framleidd með inn- fluttri dísilolíu. Hún er því bæði mjög dýr og mengandi. Sigrún Elsa segir þetta hamla öllum vexti í land- inu.„Á meðan raforkuverðið þarna er eins og það er verður Djíbútí ekki samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Þeir eru með ríkisrekna raf- orkuframleiðslu upp á 55 megavött en allt rafmagnið er framleitt með því að brenna olíu. Þetta er dýrasta raforkuframleiðsla sem er hægt að stunda enda eru þeir í miklum vandræðum vegna hækkandi olíu- verðs. Þetta er því óstöðug orka, mjög dýr og það er ekki framleitt nógu mikið. Það er til dæmis slökkt kerfisbundið á orkunni í ákveðnum hverfum til að spara hana. Það gerir það eðlilega að verkum að mjög erfitt er að vera með iðnað þarna eða byggja upp einhvern rekstur. Höfnin þeirra, sem þjónar líka Eþíópíu, er með eigin raforkuframleiðslu upp á fimmtán megavött til að geta verið í fullum rekstri. Hún er framleidd með sama hætti og því eru þeir sem reka hana líka mjög spenntir fyrir virkjun jarð- varmans. Ef jarðvarmavirkjunin verður að veruleika myndum við dreifa orkunni inn á grunnnetið þeirra, enda hefur ríkisstjórnin skuldbundið sig til að kaupa orkuna. Það sem er líka mjög spenn- andi við þetta verkefni er að víða í heiminum er verið að leita að fyrirmyndum að uppbyggingu hreinnar orku. Ef okkur Íslend- ingum tekst að sýna fram á það í þessu litla fátæka ríki hvernig það er hægt finnst mér það mikið framlag sem ég veit að verður tekið eftir víða.“ Raforkan sem framleidd er í Djíbútí nú er mjög dýr Brenna olíu til að búa til rafmagn Sigrún Elsa segir arðsemiskröfuna á eigið fé sem REI gerir til þeirra virkjana sem félagið vinnur að á erlendri grund vera meiri en þá sem er gerð til þeirra virkjana sem byggðar eru innanlands. „Ef við ætlum að fara í fleiri verkefni í framtíðinni þá þurfum við að byggja fyrirtækið upp fjárhagslega. Það var staðfest í borgarstjórn síðast- liðinn þriðjudag að þeir peningar sem eru nú þegar inni í REI, 3,3 milljarðar, verða ekki teknir út úr félaginu. Þar af eru um 2,2 millj- arðar bundnir í hlutabréfum og rétt um milljarður í sjóði. Fjár- hagsleg áhætta OR takmarkast því við þá fjármuni sem lagðir hafa verið í REI. Á Hengilssvæðinu hefur OR staðið í miklum fjárfest- ingum, að miklu leyti er sú raforkuframleiðsla fyrir erlenda stór- iðju. Það er því ekkert nýtt að OR nýti þekkingu sína til raf- orkuframleiðslu fyrir erlenda aðila. Munurinn er kannski helst sá að hér heima er fjármögnun virkjana og þar með áhættan innan efnahagsreiknings OR, meðan fjármögnun verkefna REI verður dreifðari og utan efnahagsreiknings OR. Því er fjárhagsleg áhætta OR minni í erlendu verkefnunum. Mér finnst þess utan mjög spennandi að leyfa REI og almenningi, sem fær arðgreiðslur frá Orkuveitunni, að njóta þessa uppgangs.“ Fleiri verkefni nauðsynleg til að byggja upp REI Arðsemiskrafan meiri en hér Virkjun Svæðið sem REI stefnir að því að virkja minnir um margt á íslenskt landslag.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.