24 stundir - 06.09.2008, Page 33

24 stundir - 06.09.2008, Page 33
hugarfari. „Í liðsheild ber hver og einn maður ábyrgð á sínu hug- arfari. Slíkt er ekki mál þjálfarans. Stundum er talað um töfraþjálfara sem eiga að öskra í gang leikmenn sem ekki standa sig. Vera má að slíkt virki í einstaka tilvikum en oftast er slíkt ofmetið. Þetta er al- veg eins og á vinnustað; ef þú kemur illa stemmdur til vinnu þá getur yfirmaðurinn ekki breytt því.“ Hann segir að gundvallar- munur sé á því að þola ekki eða hata að tapa. „Öllum finnst góð sú tilfinning að vera í sigurliðinu. Það er hins vegar óþolandi að sjá flinka fót- boltaþjálfara kenna alltaf öðrum um ósigur sinn. Þetta hefur ítrek- að gerst í sumar og mér finnst í rauninni ótrúlegt að heyra þetta á árinu 2008. Íslensk knattspyrna hefur verið með algjörum ólíkindum að þessu leyti í sumar. Margir þjálfarar höndla ekki verkefni sitt hvað þetta varðar – og þar með álagið sem þeir eru undir. Þessir menn ættu að hafa sem fyrirmynd sterka einstaklinga eins og til dæmis Ólaf Stefánsson sem byrjar alltaf á því að líta í eigin barm ef leikur tapast. Við Óli ræddum saman í marga klukkutíma fyrir Ólympíuleikana og erum á mjög svipaðri bylgju- lengd og sammála um að jákvætt hugarfar skipti öllu. Að því leyti var Óli landsliðinu mjög mikil- vægur sem andlegur leiðtogi. Hans jákvæða hugarfar var smitandi.“ Gullkynslóðin Rétt eins og við eigum öll okkar misjöfnu daga gildir hið sama um handboltalandsliðið sem Jóhann Ingi þjálfaði á árunum 1979 til 1981. Hann fór 1975, þá strax eftir stúdentspróf, suður til gömlu Júgóslavíu og nam þar handbolta- þjálfun hjá bestu þjálfurum heimsins. Eftir sneypuför íslenska landsliðsins á heimsmeistaramót í Danmörku árið 1978, þar sem mikils hafði verið vænst af því, var hins vegar ljóst að stokka þyrfti upp spilin og var þá leitað til Jó- hanns Inga sem hafði getið sér gott orð við þjálfun, meðal annars með unglingalandsliðið. „Þegar ég tók við landsliðinu voru þarna fyrir kempur eins og Ólafur H. Jónsson, Geir Hall- steinsson og Axel Axelsson. Eftir árið ákvað ég hins vegar að skipta öllum þessum mönnum út og taka inn nýja kynslóð. Fyrir þetta fékk ég miklar skammir fjölmiðla- manna, sem ætluðu nánast að taka mig af lífi. En ákvörðun mín sann- aði sig í fyllingu tímans, eins og strákarnir sem ég tók inn og urðu gullkynslóð íslensks handbolta. Þetta voru strákar eins og til dæm- is Alfreð Gíslason, Kristján Ara- son, Sigurður Sveinsson og Atli Hilmarsson. Ég æfði með þá eins og við værum atvinnulið og á heimsmeistamóti 21 árs og yngri náðum við að sigra Vestur-Þjóð- verja og komast í átta liða úrslit. Náðum einnig í A-landsliðinu að sigra Dani í fyrsta sinn á þeirra heimavelli. Fyrir þeim höfðum við steinlegið árið áður,“ segir Jóhann Ingi sem þjálfaði landsliðið í um það bil tvö ár. „Ég var aðeins 23 ára þegar ég tók við landsliðinu. Mér finnst af- ar ósennilegt að svo ungum manni yrði í dag falið svo ábyrgðarmikið hlutverk,“ segir Jóhann Ingi sem í dag segist ekki geta annað en bros- að þegar hann hugsar til þess hve frumstæðar vinnuaðstæður hans voru við þjálfunina á þessum tíma. Ekki sé fráleitt að bregða upp því líkingamáli að grafa hafi þurft skurðinn með berum höndum. Uppsögn er áfall Jóhann Ingi nam á sínum tíma sálfræði hér heima og stundaði síðan framhaldsnám í Þýskalandi. Hann hefur í fjölda ára starfrækt eigin sálfræðistofu í Garðabæ, jafnframt því sem hann hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Í öllum nú- tímavæddum rekstri þykir sjálfsagt að leita til sálfræðinga um ráð þeg- ar upp koma erfiðar aðstæður eða þegar þarf að efla liðsandann svo árangur náist. Þetta hefur ekki síst gerst að undanförnu, þegar fyr- irtæki eru að draga saman seglin til að mæta aðstæðum í efnahags- lífinu. „Ég er kallaður til meðal annars þegar breytingar hjá fyrirtækjum ganga í gegn, enda geta þær verið fólki mjög erfiðar. Sama gildir um uppsagnir; þær reyna bæði á fólkið sem missir vinnuna en ekki síður þá sem eftir standa.“ Þá sé afar mikilvægt að liðsandinn lifi. „Uppsögn getur verið áfall, rétt eins og hjónaskilnaður. Jafnvel leiðir þetta til ákveðins sorgarferl- is. Sumir ná sér hugsanlega aldrei á strik eftir að hafa verið sagt upp a Móðir hans hef- ur verið hetjan í þessu máli. Við tókum snemma þá ákvörðun að hún væri heima við og sinnti drengnum en ég ynni tvöfalda vinnu. 24stundir/Kristinn 24stundir LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 33

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.