24 stundir - 06.09.2008, Page 34

24 stundir - 06.09.2008, Page 34
Jóhann Ingi Hann veltir því fyrir sér á kvöldin hvað hann hafi gefið af sér þann daginn. störfum. Ég bendi hins vegar á að í kínverskri tungu þýðir orðið krísa annars vegar áfall en hins vegar möguleiki. Í öllum erfiðleikum fel- ast tækifæri. Það er til dæmis ein af eftirlætissetningum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að í erfiðleikum þurfum við að sjá tækifærin svo við festumst ekki í kreppunni. Á þessa staðreynd bendi ég gjarnan og flestir vita að lífið heldur áfram þótt maður missi vinnuna tíma- bundið. Stundum segir fólk, sem kemur í viðtöl til mín, að það hefði frekar viljað sjá á eftir maka sínum í gröfina en að kæmi til skilnaðar vegna þess að annar aðili væri í spilinu. Eftir eitt ár er hug- arfarið oft gjörbreytt. Þá segir fólk að skilnaður sé það besta sem fyrir gat komið. Konurnar til dæmis eru eftir ár hugsanlega farnar í nám, búnar að ná af sér kannski tuttugu kílóum og hafa jafnvel kynnst bráðmyndarlegum manni. Mögu- leikar lífsins eru svo margir.“ Fagleg samkennd Jóhann Ingi segir fólkið sem til hans leitar sem sálfræðings eiga sér jafnólíka sögu og það er margt. Og margir glíma við mikinn vanda. „Oft þegar ég hlusta á sögur þess fólks sem til mín kemur gæti ég hugsað mér að gráta með því. Þannig myndi ég þó lítið gagnast. Því reyni ég að halda ákveðinni fjarlægð milli mín og skjólstæð- inga minna og sýna faglega sam- kennd. Þetta geri ég meðal annars til að geta lesið í stöðuna og komið með einhverjar leiðbeiningar svo viðkomandi rati út úr öngstræt- inu,“ segir Jóhann Ingi sem finnst gagnast sér mikið í starfi sálfræð- ingsins að eiga að baki feril sem handboltaþjálfari. Í því starfi hafi hann verið undir sífelldri pressu og átt á hættu að missa starfið næðist ekki viðhlítandi árangur. „Í slíkum aðstæðum temur maður sér að leggja sig allan fram. Sama geri ég sem sálfræðingur þar sem ég reyni alltaf að leggja eitt- hvað jákvætt af mörkum til skjól- stæðinganna. Ég hef engan áhuga á því að vita hvort fólk hefur hitt eða þetta afbrigðið af kvíðaröskun. Slíkt breytir litlu þegar við höfum sjúkdómavætt allt samfélagið. Þeg- ar til mín kemur fólk sem er á ein- hvern hátt brotið reyni ég að finna styrkleika þess og byggja það þannig upp. Þannig ná margir sér á strik.“ Sjö árum lengur Í samfélagi nútímans hefur hver einstaklingur margvíslegum hlut- verkum og skyldum að gegna. Að því leyti er lífið stundum flókið, þótt í slíku felist líka skemmtilegar áskoranir. „Mér finnst tilbreyting og hvíld í því að sinna mörgum verkefnum. Er í ágætu líkamlegu formi og finn ekki fyrir því að vinna tíu til tólf tíma á dag,“ segir Jóhann Ingi sem er heildsali á morgnana en sál- fræðingur síðdegis. Rekur með systkinunum sínum, þeim Stein- dóri og Aðalheiði, heildverslunina J.S. Gunnarsson, en þau flytja inn skó, íþróttavörur og fleira. Hann hefur sömuleiðis skrifað allmargar bækur og segist áfram um að koma ráðum sálfræðinnar til al- mennings á auðskildu máli. Þann- ig skrifuðu Jóhann Ingi og félagi hans Sæmundur Hafsteinsson, sem einnig er sálfræðingur, bókina „Með lífið að láni – njóttu þess“ sem kom út fyrir þremur árum. Hagkaup gaf út bókina sem seldist í meira en 10 þúsund eintökum. Og nú er önnur bók í svipuðum dúr væntanleg. Marteinn Steinar Jónsson er meðhöfundur að bók- inni nýju þar sem sálfræðingarnir þrír fjalla um hvernig leysa megi ágreiningsmál og komast í gegnum lífið á seiglunni. Þá er fjallað um leiða lesti frestunar- og fullkomn- unaráráttu. „Mér hefur tekist að koma miklu í verk. Kannski vegna þess að ég virkja fólk og er með gott lið í kringum mig. Ég óttast alls ekki að vinna með fólki sem er á ein- hvern hátt mér fremra. Sumir eru hræddir við að starfa með öðrum; óttast að þá verði leyndarmálum stolið frá sér. Sjálfum þykir mér þetta fráleitt. Það er ekkert skemmtilegra en að starfa í góðum hóp. Mér finnst líka skipta miklu að taka bara einn dag fyrir í einu. Vera þakklátur fyrir hvern þeirra og allt það sem mér hefur hlotnast, svo sem að eiga fjölskyldu, hafa góða heilsu og sinna áhugaverðum verkefnum. Á kvöldin velti ég fyrir mér hvað ég hafi gefið af mér þann daginn og hvort ég hafi valdið ein- hverjum óþægindum. Þetta virkar. Að vera þakklátur skiptir miklu. Þeir sem þannig hugsa, lifa að jafnaði sjö árum lengur en aðrir.“ Fjögurra barna faðir Jóhann Ingi Gunnarsson er fjögurra barna faðir. Af fyrra sam- bandi á hann dótturina Kristínu Erlu sem er viðskiptafræðingur og starfar hjá Kaupþingi. Með eigin- konu sinni, Nönnu Gunnardóttur, á hann svo þrjú börn; þau Gunnar Inga tannlæknanema, Steindór Björn og Indíönu sem er sextán ára verslunarskólanemi. Jóhann segir það hafa verið mikla lífreynslu að eignast fatlað barn en sonurinn Steindór er ein- hverfur „Reyndar er búið að skil- greina hann með flestar fatlanir sem til eru. Hann fæddist með svokallað „mohr syndrom“ og tal- ar ekki þótt hann skilji margt. Hann á erfitt með samhæfingu hreyfinga jafnframt því sem hann hefur þurft að glíma við ýmsar geðraskanir, svo sem depurð og þunglyndi. Löngum stundum hef- ur Steindór jafnframt átt mjög erf- itt vegna sjálfsskaðandi hegðunar og hefur þurft að vera með spelkur því lyf hafa engin áhrif,“ útskýrir Jóhann Ingi. Hann segir að þótt sonurinn hafi dvalið á heimili fyrir einhverfa frá átta ára aldri fylgi því eigi að síður mikið umstang fyrir þau for- eldrana. „Móðir hans hefur verið hetjan í þessu máli. Við tókum snemma þá ákvörðun að hún væri heima við og sinnti drengnum en ég ynni tvöfalda vinnu. Þetta hefur haldist, jafnvel þótt Steindór Björn sé kominn á heimili fyrir einhverfa. Foreldrar í okkar stöðu þurfa að berjast fyrir hagsmunum barnanna, meðal annars vegna mikillar starfsmannaveltu í umönnunarstörfum og eins þess hve stofnanir sem sinna fötluðum hafa úr litlu að spila. Hins vegar er mjög vel um drenginn hugsað og fyrir það erum við foreldrar hans þakklát.“ Höfðum ekkert val Fram að þeim tíma að Steindór Björn fæddist segir Jóhann Ingi að allt sitt líf hafi snúist um hand- bolta. Hann þjálfaði Thw Kile og Essem sem varð Þýskalandsmeist- ari 1987 og hann var valinn þjálf- a Vissulega vildi maður hafa hlutina öðruvísi þegar maður hugsar til lífsgæða hans og þess sem hann fær aldrei að upplifa og njóta; svo sem að eignast fjölskyldu og börn. ari ársins. Var fyrirlesari á öllum helstu þjálfararáðstefnum heims- ins og víða nefndur, sakir góðs ár- angurs. „Viðhorf mín gjörbreyttust hins vegar við þetta, ég dró mig út úr mestu hringiðunni og sá að lífið gæti verið gott þótt handboltinn væri ekki lengur til staðar,“ segir Jóhann Ingi og bætir því við að í fyrstu hafi þau hjónin spurt sig hvers vegna það henti þau að eign- ast fatlað barn. Þau hafi hins vegar fljótlega farið að spyrja sig hvers vegna ekki. „Við höfðum ekkert val. Tók- umst því á við verkefnið. Höfum reynt að leysa það jafn vel og við getum. Steindór Björn er líka af- skaplega heppinn hafa komið inn í okkar fjölskyldu. En oft hefur reynt á og vissulega vildi maður hafa hlutina öðruvísi þegar maður hugsar til lífsgæða hans og þess sem hann fær aldrei að upplifa og njóta; svo sem að eignast fjöl- skyldu og börn. En það er líka ánægjulegt að sjá hjá honum, eins og mörgum þeim einstaklingum sem hafa takmarkanir, að gleðin og hamingjan er yfir og allt um kring. Eru alltaf brosandi. Að kynnast þessu hefur gert mig að betri sálfræðingi,“ segir Jóhann Ingi sem hvetur foreldra fatlaðra barna til að ætla sér ekki um of. Lífið megi aldrei snúast um einn einstakling þótt mikilvægur sé. Fólk verði líka að hugsa um sjálft sig og sækja sér stuðning eins og við á hverju sinni. Gaman að lifa Finnst þér lífið hafa verið gott við þig? „Lífið er kraftaverk. Ég vakna glaður og held glaður til þeirra starfa sem bíða mín á hverjum degi. Í gegnum starf mitt hef átt þess kost að hitta þúsundir manna víða um heim og margir leita til mín sem sálfræðings. Ég spyr mig stundum að því hvort störf mín á þeim vettvangi skili einhverju. Ég held að svo sé. Árangur sést ekki alltaf í núinu. Kemur þó í ljós á endanum og því er til nokkurs unnið. Mér finnst gaman að lifa.“ a Oft þegar ég hlusta á sögur þess fólks sem til mín kemur gæti ég hugsað mér að gráta með því. Þannig myndi ég þó lítið gagnast. 24stundir/Kristinn 34 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Montreal - Kanada 26. september frá kr. 16.990 * Allra síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 16.990 *) Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum (Keflavík - Montreal), 26. september. Verð kr. 32.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 26.-29. september. Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal í 3 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 12.000. Fjögurra nátta ferð 9.-13. okt. kr. 54.990. Aukagjald fyrir einbýli kr. 16.000. Verð kr. 54.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Best Western Ville Marie **** í 3 nætur. Aukagjald fyrir einbýli kr. 16.000. Fjögurra nátta ferð 9.-13. okt. kr. 59.990. Aukagjald fyrir ein- býli kr. 21.000. Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 26. september. Bjóðum frábært sértilboð flugsætum, og á helgarferðum með gistingu á Travelodge Montreal eða Best Western Ville Marie, sem er gott og vel staðsett fjögurra stjörnu hótel. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg. Í borginni mætast gamli og nýi tím- inn, rík sagan og iðandi nýbreytni. Það er frábært að versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.