24 stundir


24 stundir - 06.09.2008, Qupperneq 38

24 stundir - 06.09.2008, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir S K R Á N I N G S T E N D U R Y F I R www.myndlistaskolinn.is leir málun fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna vatnslitun sími 551-1990 litaskynjun fiskinn en það er aldrei sama bragð af honum,“ segir Kristján Þórir Kristjánsson matreiðslu- meistari sem á staðinn ásamt starfsbróður sínum, Einari Geirs- syni. Þessi samsetning matseðils gefur staðnum sérstöðu meðal veitingastaða hér á landi og þó víðar væri leitað. „Ég held að það sé enginn svona staður er- lendis heldur, að minnsta kosti ekki með þessum hætti. Við leit- uðum að því,“ segir Kristján. Gæti gengið víðar Kristján og Einar opnuðu Rub23 í júní á þessu ári og segir Kristján að reksturinn hafi geng- ið ótrúlega vel. „Þetta hefur mælst vel fyrir, sérstaklega hjá útlendingunum sem spyrja mikið út í þetta. Am- eríkanarnir sem koma hingað segja að svona staður myndi virka í Ameríku,“ segir Kristján sem útilokar ekki að þeir félagar færi út kvíarnar síðar meir. Kristján og Einar bjóða les- endum 24 stunda upp á þrjá rétti sem eru dæmigerðir fyrir stað- inn. „Við teygjum okkur aðeins til austurs. Þetta er svolítið asískt en með íslensku hráefni“ segir Kristján að lokum. Sérstakur matseðill Kristján Þórir Krist- jánsson og Einar Geirs- son á Rub23 eru með matseðil sem á sér vart hliðstæðu. Á Rub23 para gestir sjálfir kryddblöndur og hráefni Matseðillinn á ekki sinn líka Matseðill veitingastað- arins Rub23 á Akureyri hefur sérstöðu hér á landi og þó víðar væri leitað. Gestir para sjálfir saman hráefni og kryddblöndur. ➤ Rub23 Umi Restaurant er íKaupvangsstræti á Akureyri og er byggður á grunni veit- ingastaðarins Karólínu. ➤ Einar og Kristján eru báðirmeð áralanga reynslu úr veit- ingageiranum. RUB23 UMI RESTAURANT Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Á veitingastaðnum Rub23 Umi Restaurant á Akureyri geta gestir parað saman hráefni og krydd- blöndur (rub) að eigin vali. Fyrst velja þeir hráefnið (til dæmis ákveðna fisktegund) og því næst velja þeir þá kryddblöndu sem þeim líst best á. Blöndunum er síðan nuddað í fiskinn eða kjöt- ið. „Þú getur þess vegna komið tíu daga í röð og borðað sama 24stundir/Hjálmar Forréttur fyrir 4. Hráefni: 300 g bleikja tempura mix (Hagkaup) Aðferð: Skerið bleikjuna í strimla og dýfið í tempura-deigið og djúpsteikið. Unagi-sósa (hráefni): 100 ml sojasósa 100 ml mirin 100 g sykur Aðferð: Soðið saman í 5 mínútur. Asískt salat (hráefni): agúrka radísur wakame-þari piklað engifer vorlaukur sesamfræ klettasalat Aðferð: Skorið í fallega bita og dressað með sojasósu, sesamolíu og sojaolíu. FORRÉTTUR Bleikja tempura með salati og unagi-sósu Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þú getur þess vegna komið tíu daga í röð og borðað sama fiskinn en það er aldrei sama bragð af honum. matur Það vill vefjast fyrir mörgum að velja rétta vínið með ostinum. Vínbúðirnar efna til ostaveislu í þessum mánuði. Þar er hægt að nálgast uppskriftir þar sem ostur kemur við sögu og upplýsingar um hvaða vín henta með. Þá hef- ur verið gefinn út bæklingur um osta og vín. Einnig er hægt að nálgast bækl- inginn og uppskriftirnar á heimasíðu Vínbúðanna www.vin- budin.is. Að velja vín með ostinum Það styttist í keppnina um mat- reiðslu- mann ársins 2008. For- keppni verður hald- in í Hótel- og matvæla- skólanum í Kópavogi þann 23. september og úr- slitakeppnin í Vetrargarðinum í Smáralind 27. september. Til mikils er að vinna en sig- urvegarinn verður fulltrúi lands- ins í Global Chef Challenge- keppninni sem haldin er í Dublin í lok febrúar 2009. Einnig hlýtur meistarinn að launum námsferð til Englands þar sem hann vinnur á veitingastöðum í fremstu röð. EJ Bestu kokkar landsins keppa

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.