24 stundir - 06.09.2008, Side 48

24 stundir - 06.09.2008, Side 48
48 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 24stundir tónlistarmenn að það þarf ekkert að vera að þetta fari neitt lengra.“ Hingað til hefur Sena, sem á og rekur Cod Music, nær eingöngu einbeitt sér að íslenskum mörk- uðum. En Jón Þór Eyþórsson, um- sjónarmaður og útgáfustjóri Cod Music, segir að á næsta ári ætli hliðarútgáfufélagið í útrás með sína listamenn. „Þetta er frábær fyrsta plata og ég tel að með næstu plötu verði settur góður peningur í að fara með hana út,“ segir Jón Þór. biggi@24stundir.is „Hún kemur fram á tvennum tónleikum á London Airwaves í næstu viku,“ segir Jón Þór Eyþórs- son, útgáfustjóri Cod Music, um Dísu er lýkur tónleikaferð sinni um Danmörku í Árósum í kvöld. „Það er búið að hafa svolítið sam- band við okkur að utan vegna Dísu. Það er áhugi og mönnum virðist líka vel við þessa plötu og hún virðist henta vel fyrir ýmsa markaði erlendis. Það eru margir að sýna áhuga en svo er það eins með hana og marga aðra íslenska Dísa lýkur tónleikaferð um Danmörku, fer næst til Bretlands Dísa Frumraun hennar virðist fara jafn vel í fólk erlendis og hér. Spilar á London Airwaves Leikkonan Keira Knightley titraði og skalf eftir að vegfarandi hreytti í hana svívirðingum. Til þessa hefur leikkonan að mestu verið látin í friði en núna segir hún það vera að færast í aukana að fólk veitist að sér á götu. „Um daginn var ég að labba úti á götu og var með hugann gjörsamlega við bók er mér hafði verið send,“ sagði leikkonan í viðtali við breska blaðið Ok. „Ég var algjörlega út úr heiminum þegar einhver stökk fram og hrópaði nafn mitt. Mér brá svo að ég gat ekki sagt neitt, enda hafði ég verið algjörlega með hugann ann- ars staðar. Þá byrjaði hann að hrópa ótrúlegustu sví- virðingar að mér. Hann sagði: Hver í andskotanum heldurðu að þú sért? Þú ert svo mikil tík! Ég var alein, þannig að ég varð mjög skelkuð.“ Leikkonan hefur fram til þessa ekki leitað til líf- varða er hún gengur út í búð heiman frá sér en íhugar það núna. bös Keira verður fyrir aðkasti FÓLK 24@24stundir.is a Hann sagði: Hver í andskot- anum heldurðu að þú sért? Þú ert svo mikil tík! fólk HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU „Fær hugann til að fljúga og kemur tilfinningum á rót“ M.K MBL „Falleg, fyndin,sönn og kvenleg“ V.G Bylgjunni „Ég hvet fólk til að drífa sig á leikinn og njóta“ Jón Viðar DV FÆRRI KOMUST AÐ EN VILDU Í VOR EN NÚ GEFST TÆKFIFÆRI Á NÝ TIL AÐ SJÁ ÞESSA EINSTÖKU OG SKEMMTILEGU SÝNINGU ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIR SUN 7. SEPTEMBER FIM 11.SEPTEMBER SUN 14. SEPTEMBER mammamamma.netwww.midi.is TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf fyrir listkennslu Listaháskólinn undirbýr stofnun listkennsludeildar á grundvelli náms fyrir listkennara sem skólinn hefur rekið undanfarin ár. Umsækjandi um starf deildarforseta skal vera listkennari og hafa meistaragráðu á sínu sviði eða jafngilda þekkingu og reynslu. Umsóknum skal skila ásamt með fylgigögnum til Listaháskóla Íslands, aðalskrifstofu Skipholti 1, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 22. september n.k. Sjá nánari upplýsingar um starfið og skil á umsóknum á heimasíðu skólans www.lhi.is deildarforseta Sony Pictures hefur ráðið þá Lee Eisenberg og Gene Stupnitsky til að skrifa handrit fyrir þriðju Ghostbusters myndina. Ekki kemur annað til greina af hálfu kvikmyndaversins og handrits- höfunda en að fá stjörnur fyrri mynda, þá Harold Ramis, Bill Murray, Dan Aykroyd og Ernie Hudson til að leika aðal- hlutverkin. Síðasta Ghostbusters mynd kom út árið 1989. vij Í hverja muntu hringja?

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.