24 stundir - 06.09.2008, Side 49

24 stundir - 06.09.2008, Side 49
24stundir LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 49 www.nesbyggd.is REYKJANESBÆR SÖLUSÝNING Eigum nokkrar íbúðir til afhendingar á þessu ári í Beykidal Beykidalur 6 10 íbúðir seldar, 2 íbúðir óseldar. Afhending í ágúst 2008 Beykidalur 8 7 íbúðir seldar, 5 íbúðir óseldar. Afhending í nóv 2008 Beykidalur 10 6 íbúðir seldar, 6 íbúðir óseldar. Afhending í jan 2009 Opið hús í Beykidal 4 íbúð 201 milli 11 og 16 á laugardag og sunnudag. ATH við getum boðið kaupendum okkar viðbótarlán á hagstæðum vöxtum. Beykidalur 2 Uppselt Beykidalur 4 Uppselt Á ljósanótt í fyrra (2007) skruppum við til Keflavíkur til að fylgjast með hátíðarhöldum. Þegar við keyrðum inn í bæinn sáum við auglýsta sýningu á íbúðum hjá hjá Nesbyggð ehf og ákváðum að líta við. Það innlit endaði þannig að nú ári seinna búim við í Reykjanesbæ í íbúð frá Nesbyggð og eru virkilega ánægð bæði með Íbúðina og bæjarfélagið. Við erum sérstaklega ánægð með allan frágang á íbúðinni og öll viðskipti við Nesbyggð hafa verið 100%. Okkur finnst það skipta miklu máli að geta treyst á að afhending standist ásamt því að öll vinna sé fagmannlega af hendi leyst. Þá eru afar gott að öll tæki fylgi með í kaupunum. Við mælum því af heilum hug með íbúðunum hjá Nesbyggð ehf. Bernhard og Bryndís. LJÓSANÓTT Eigum nokkrar íbúðir til afhendingar á þessu ári í Beykidal Opið hús í Beykidal 4 íbúð 201 milli kl. 11 og 17 á laugardag og sunnudag. ATH. Við getum boðið kaupendum okkar viðbótarlán á hagstæðum vöxtum. Forsöngvari Keane, Tom Chaplin, segir sér líða betur eftir að hafa losað sig við dóp- og drykkju- djöfla sína, en hið dimma og drykklanga tímabil sé nú úr sög- unni en Chaplin fór í meðferð ár- ið 2006. Söngvarinn vildi þó hvorki játa því né neita að hann hefði gefið Bakkus algerlega upp á bátinn. Aðspurður hver ástæð- an væri fyrir ásókn hans í vímu- efni, svaraði hann: „Hlustið bara á plötuna okkar Under The Iron Sea.“ Tom Chaplin mælir undir rós Maður að nafni Jarrod Beiner- man hefur verið dæmdur í fjög- urra og hálfs árs fangelsisvist fyr- ir að brjótast inn á hótelherbergi leikkonunnar Kirsten Dunst í New York og stela veski hennar. Ýmsum þykir dómurinn býsna harður og velta margir því fyrir sér hvort frægð fórnarlambsins spili eitthvað inn í. vij Fjögur ár fyrir veskisþjófnað Sönkonunni Beyonce Knowles þykir ekki lengur nóg að vera ein vinsælasta söngkona veraldar. Hún vill segja skilið við popp- stjörnuímyndina og komast á sama stall og hin síunga Ma- donna. „Ég er algjörlega komin yfir það að vilja vera poppstjarna. Ég vil ekki vera sjóðheita gellan. Ég vil vera nokkurs konar helgi- mynd,“ segir söngkonan. vij Leið á að vera poppstjarna Tónlistarmaðurinn Sting mun eignast stafrænan tvífara á næst- unni en hann hefur samþykkt að ímynd hans verði notuð í hinum væntanlega tölvuleik Guitar Hero: World Tour. Tónlistarmað- urinn játar það þó að hann sé ekki manna færastur þegar kem- ur að tölvuleikjaspilun. „Ég próf- aði að spila Guitar Hero en ég var ekki mjög góður.“ vij Tölvugerður Sting rokkar „Þetta er 45 ára afmælið mitt. Ég er orðinn forngripur,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker en hann fagnar fæðingardegi sínum í dag. „Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakk- aðir,“ bætir Sverrir við. Í tilefni afmælisdagsins hefur Ásgeir Davíðsson, oft kenndur við stripp- staðinn Goldfinger, ákveðið að halda veislu til heiðurs Sverri á Steak & Play, hinum nýja fjöl- skylduvæna sportbar Ásgeirs. Sverrir segist lítið vita hvað Ásgeir hyggst bjóða honum upp á í tilefni dagsins. „Það hljóta að vera þarna steikur og leikir ef staðurinn ber nafn með rentu.“ Aðspurður hvort Ásgeir sé bú- inn að bjóða fjölda fólks í veisluna án hans vitn- eskju segist Sverrir reikna með að hafa úrslita- valdið varðandi það hverjir fái að heiðra hann með nærveru sinni á afmælisdeginum. „Ætli ég sjái ekki um að bjóða þar sem þetta er afmælið mitt. En hann má alveg bjóða því fólki sem hann lystir líka. Kannski aðallega strippurum, ég yrði mjög þakklátur fyrir það.“ Verður ekkert vitrari með árunum Sverrir segist vera afar þakklátur Ásgeiri fyrir veisluhöldin en glöggt má heyra að hann hefði frekar kosið að fagnaðurinn færi fram á öðrum stað í eigu Ásgeirs, hinum víðfræga strippstað Goldfinger. „Það verður ekki á allt kosið. Maður fær ekki alltaf það besta.“ Eftir því sem árin færast yfir mannfólkið öðl- ast það visku og reynslu sem veitir þeim ákveðið forskot á þá sem yngri eru. Sverrir segist lítið hafa orðið var við það að hann verði vitrari með árunum. „Ég hef nú ekki orðið var við það og ekki heldur fólkið í kringum mig,“ segir síunga afmælisbarnið Sverrir Stormsker. Sverrir Stormsker fagnar afmælisdegi sínum Stripparar velkomnir í veisluna 24 stundir/Árni Sæberg Þakklátur Geira Sverrir vonar að Ásgeir bjóði nokkrum strippurum í afmælið.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.