Eintak

Útgáva

Eintak - 24.03.1994, Síða 2

Eintak - 24.03.1994, Síða 2
QÁrni vildi svo ekki mœta Ingibjörgu á slaginu QAlberti þykir ekki mikið til um milda stefnu Sjálfstœðisflokksins © Fœðingarlœknar Landspítalans ekki tilbúnir að hlaupa yfir götuna að Fœðingarheimilinu Ertu ekki rffandi lukkuleg núna, Hulda? ^%tjórnendur ^^kþáttarins Á ^^slaginu á Stöö 2 voru búnir að fá þau INGIBJÖRGU SÓLRÚNU og ÁRNA SIGFÚSSON til að mæta til kappræðna síðasta sunnudag. Stöðin hefur hlakkað yfir því að hafa getað birt yfirlýsingu Ingibjarg- ar um að hún byði sig fram sem borgarstjóri á undan keppinautun- um svo þetta virtist vera toppurinn á tilverunni. En viti menn, skömmu fyrir kappræðurnar brunar Árni heldur en ekkert upp í sveit að hitta listavini sína þrátt fyrir að hafa sam- þykkt að vera með í atinu. Sumir segja að hann hafi bara orðið hræddur við heilögu Ingibjörgu... ALBERT GUÐMUNDSSON er enn í skotgröfunum að búa sig undir hugsanlegt fram- boð sitt til borgarstjórnarkosning- anna í vor. Hann sagði í spjalli við EINTAK að sér þætti stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins fyrir kosning- arnar bera vott um uppgjöf og hug- myndaleysi. Flokkurinn hefði haft nægan tíma og meirihluta til að koma „fjölskyldumálum" þeim sem hann skreytir sig nú með í fram- kvæmd ef raunverulegur áhugi fyrir þeim væri fyrir hendi innan núver- andi borgarstjórnarmeirihluta. „Mér þykir það aumt af flokknum að þurfa að leita í smiðju minnihlutans að vinsælum málum því það eru margar úrbætur innan borgarinnar sem brýnt er að koma á sem eru látin sitja á hakanum," sagði mál- svari litla mannsins... Eins og komið hefur fram í fréttum á að opna Fæðingar- heimili Reykjavíkur á nýjan leik. Aftur á móti hefur enn ekki ver- ið ákveðið hvernig eigi að reka það. í upphafi voru sérlæknar í vinnu þar en svo voru læknar af kvennadeild Landspítalans fengnir. Mikil tog- streita myndaðist milli læknanna og stjórnar Fæðingarheimilisins enda höfðu þeir lítinn tíma til að sinna því vegna anna á kvennadeildinni. Þeir bíða því nú í ofvæni eftir því hvort leitað verði til þeirra og ætlast til að þeir hlaupi yfir götuna í öllum veðr- um þegar líf liggur við... „Jú og nei. Ef þetta stenst er ég að sjálfsögðu afar hamingjusöm og samgleðst íslenskum konum innilega. Hins vegar hefði þetta verið mun stórkostlegra efheimil- ið hefði verið rekið sem sjálfstæð stofnun í góðum og sjáifsögðum tengslum við Landspítalann, en undir annarri stjórn. Þegar maður getur ekki fengið það allra besta, þakkar maður fyrir það næstbesta og vonar það besta. “ Afhverju varð Fæðingarheimil- ið að svona miklu hitamáti? „Islenskar konur börðust fyrir til- urð Fæðingarheimilisins sem varð síðan bæði vinsæl og farsæi stofnun, og þvíilla vegið að kon- um að taka heimilið afþeim. Um 1980, stuttu eftirað ný fæðingar- deild var byggð á Landspitalan- um, hófst mikill áróður gegn heimilinu af vissum aðilum í skjóli öryggistals. Nú var ekki lengur ör- uggt að fæða nema á tækni- væddri fæðingardeild. Aðsóknin, sem hafði verið afar mikil dvínaði við þetta af eðlilegum ástæðum. Stjórnmál og peningasjónarmið komu inn í myndina og heimilinu var lokað. Konurnar vildu aftur á móti hafa heimilið og hafa barist fyrir því að fá það aftur. “ Hvað hefur Fæðingarheimilið fram yfir fæðingardeild Land- spítalans? „Það hefur allt það sem Landspít- alinn hafði upp á að bjóða, nema skurðstofu, sem nú er í húsinu. Fyrir utan það var þjónustan við mæður og börn af öðrum toga. Þau búa við meiri nánd. Konurnar voru eins og heima hjá sér en þó með fagfólk í kringum sig án þess að því fylgi spítalablær sem sum- um fellurekki vei.“ Er Fæðingarheimilið nógu ör- uggt ef eitthvað kemur upp á i fæðingu? „Já, öll tæki og það sem þarf er í húsinu, en efeitthvað kemurupp á að mati sérfræðinga er örstutt yfirgötuna í Landspítalann. Fjar- lægðin er styttri en á milli deilda á stórum spítölum erlendis. Nú er að vona að hræðsluáróður- inn gegn heimilinu sé úr sögunni en hann hefur verið grimmur, eins og verst gerist í óskemmtilegum viðskiptaheimi. “ Hulda Jensdóttir var forstöðukona Fæðingarheimilisins í Reykjavík í 30 ár. Ríkisspítalar hafa nú tekið heimilið á leigu frá borginni og opnar það von bráðar. ÓQEÐSLEQ- ASTA FRÉTT VIKUNNAR Lykt og varan- leiki draum- anna Ógeðfelldasta frétt vikunnar er af konukvöldi á Hótel fslandi og birt- ist í laugardagsblaði DV. Þar segir af skemmtun American Male- dansflokksins. Grípum niður í fréttina: „Einstaka var orðin svo „heit“ að hún fylgdi hinum dansandi draumaprinsi hvert fótmál í þeirri von að hann veitti henni athygli, dansaði fyrir hana og gæfi henni koss. Sumum varð að ósk sinni. Ein var svo heppin að hún hafnaði í faðmi „Lover-boy“ og gat strokið bak hans og lendar dágóða stund. Á eftir þefaði hún í sæluvímu af lófa sér eins og til þess að láta drauminn vara sem lengst." Það er erfitt að segja hvað er ógeðfelldast við þessa frétt. Ef til vill að konan í fréttinni skuli þurfa að sætta sig við draumaheima í stað þess að lifa með nefið ofan í lend- um „Lover- boy“. Pétur Guðfinnsson sest aftur í stól framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eftir páskana Allt að komast í rö seair hann eftir allar deilumar í kringum Hrafn Gunnlaugsson Leyfi Péturs Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, frá störfum lýkur i. apríl næstkom- andi. Þriðjudaginn eftir páska tekur hann aftur til starfa og þá yfirgefur Hrafn Gunnlaugsson stofnunina. Þetta ár sem Hrafn hefur ráðið ríkj- um hefur verið vægast sagt storma- samt og gengið á ýmsu í samskipt- um hans við fólk innan stofnunar sem utan. Deilurnar hófust þegar Ólafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, setti Hrafn í starf framkvæmdastjóra Sjónvarpsins til eins árs eftir að Heimir Steinsson, útvarpsstjóri, vék honum úr starfi deildarstjóra innlendrar dagskrár- deildar fyrir að fara háðulegum orðum um stofnunina og starfs- menn hennar í umræðuþætti í Sjónvarpinu. Pétur fór þá í frí, sumir segja tilneyddur. Þessar deil- ur hafa ekki hljóðnað síðan, eins og allir þekkja. Nú síðast var Hrafn vændur um að ofsækja Svölu Arn- ardóttur, þulu og sambýliskonu Arthúrs Björgvins Bollasonar, og hafa af henni vinnu eftir að Heimir vék Arthúri úr starfi. Allar þessar uppákomur minna á sápu- óperu sem sérhver sjónvarpsstöð gæti stolt haft á dagskrá sinni. Nú eru allar líkur á að syrpunni sé lok- ið. EINTAK sló á þráðinn til Péturs til að heyra í honum hljóðið. Ertu búinn að rækta garðinn þinn, eins og þú lýstir yfir að þú hygðist gera í leyfinu? „Já, ég gerði það síðasta sumar.“ Er garðurinn fallegur? „Það vona ég en hann er undir snjó núna.“ Hvað hafðirðu annað fyrir stafni? „Ég hef sinnt ýmsum áhugamál- um, bóklestri og ferðast talsvert innanlands og utan.“ Hvernig hefur þér fundist að fylgjast með deilunum innan Sjónvarpsins á meðan þú varst í fríi? „Ég veit ekki hvernig ég á að kommentera á þetta. En mér sýnist að það sé allt að komast í ró.“ Hafa þessar deilur haft slæm áhrif fyrir Sjónvarpið að þínu mati? „Já, ég geri ráð fyrir að svona deilur komi sér elcki vel.“ Ertu sáttur við að Hrafn hafi verið ráðinn til Sjónvarpsins, eftir á að hyggja? „Jájá, það er ágætt að leyfa nýjum mönnum að spreyta sig á svona verkefnum. Þeim fylgja nýjar hug- myndir. Ég var búinn að vera í þessu starfi samfleytt ffá ársbyrjun 1965 og var fyrsti starfsmaðurinn sem ráðinn var til Sjónvarpsins. Það var því ágætt að breyta til.“ Tekurðu við góðu búi af hon- um? „Það ætla ég að vona. Mér skilst að reksturinn gangi ágætlega og auglýsingatekjur skili sér vel.“ Hvernig líst þér á að mæta aftur til starfa? „Ágætlega.“ Hvað hyggstu sitja lengi í starfi framkvæmdastjóra Sjónvarpsins? „Samkvæmt lögunum má ég sitja þar til ég verð sjötugur sem verður síðla sumars 1999. En ég veit ekki hvort mér endist líf og heilsa til þess.“ O LOF ...fær Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður fyr- ir þrákelknina. Eftirað menn hafa hlegið að hon- um í mörg ár fyrir kröfur hans um íslensk yfirráð yfir Hutton Rockall-svæðinu er hálf-islenskur togari tekinn innan meintrar breskrar landhelgi kringum grjót- klettinn. Og þjóðin snýr við á punktinum. Eykon er ekki fífl lengur. Hann er spá- maður og hetja. LAST ...fær Magnús Jónsson Veðurstofustjóri fyrir að segja upp öllum deildar- stjórum Veðurstofunnar og ráða þá aftur á sömu laun sem forstöðumenn veður- sviða og kalla það skipu- lagsbreytingar. Fyrst hann stendur í þessu fyrir nöfnin tóm ætti hann að búa til al- mennileg nöfn; forstöðu- maður rigningar, umsjón- armaður hægviðris, deild- arstjóri vinda. STELLINQ VIKUNNAR Þú-ferð-ekki-langt-með-mig- stellingin. Allt í kross. Hend- ur og fætur. Jafnvel auga- brúnirnar líka. Fullkomin vörn. Eða það heldur sá sem fer í þessa stellingu. í sjálfu sér er rétt hjá honum að það fer enginn langt með hann í þessari stellingu. En með þennan fótaburð og þessa stellingu handanna þarf maður ekki að fara neitt með hann. Maður hrindir honum bara. PAÐ VÆRI TILQANQSLAUST... 2 FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994 O JÓN ÓSKAR

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.