Eintak

Issue

Eintak - 24.03.1994, Page 29

Eintak - 24.03.1994, Page 29
Páll Stefánsson ljósmyndari Vélhjólafjelag gamlingja Vélhjólafjelag gamlingja er félagsskapur þeirra sem eiga gömul mótorhjól en félagið var stofnað á síðusta ári. Að sögn Þrastar Víðissonar, formanns félagsins, er stjórnarform þess einræði en skilyrði íyrir inngöngu er að eiga gamalt hjól og vera annað hvort kominn til vits eða ára. „Áhugi á gömlum hjólum fer sífellt vaxandi," segir Þröstur, „og innflutningur á þeirn er stöðugt að aukast. Þessi félagsskapur varð til í kringum fámenna klíku sem hefur þeyst um landið á gömlum mótorhjólum í gegnum árin án þess að láta mikið á sér bera en síð- an fórum við að hitta fleiri og fleiri sem höfðu áhuga á þessu. Heiðursfélagi okkar er járnkarlinn Matthías Bjarnason þingmaður, en hann átti hjól lengi og kynntist konunni sinni á því. Hann tekur ekki beinan þátt í starfi félagsins en er okkur mjög velviljaður. Guðmundur Ingi Sigurðsson, yfirmaður mótorhjóladeildar lögreglunnar í Reykjavík, ber einnig heiðursnafnbót innan félagsins en hann er búinn að hjóla í meira en þrjátíu ár. Á góðum dögum fær hann enn þá tginn og tekur þá hring um bæinn.“ Um páskana gefst almenningi kostur á að berja gripi félagsmanna augum en þá verður tíu ára afmælissýning Sniglanna haldin í Laugardalshöll. Á sýningunni verða um fimmtíu hjól á vegum Vélhjólafjelags gamlingja, bæði uppgerð og í því ástandi sem þau hafa borist í hendur félagsmanna. Elsta hjólið er frá árinu 1918 en er að vísu í pörtum enn þá. Á sýningunni verða einnig sýndar mótorhjólamyndir á myndböndum ásamt því að þeir amlingjar" munu rabba við gesti um hina fornu mótorfáka.© I Á miðvikudagskvöldið kl. 20:00 mun Listdansflokkur æskunnar sýna listir sínar á sviði íslensku óperunnar í Gamla bíói við undir- leik Sinfóníuhljómsveitar æskunn- ar. 1 flokknum eru eilefu stúlkur og tveir piltar á aldrinum 14 til 23ja ára sem æft hafa ballett um árabil hjá Islenska listdansskólanum. David Greenall, dansari hjá Islenska dansflokknum, hefur veg og vanda af framtakinu en hann segir að það hafi verið tími til kominn að gefa þessum ungu dönsurum tækifæri til að sýna meira opinberlega. „Ef möguleikarnir eru ekki til staðar þá verður maður að skapa þá sjálfur," segir hann. „Það er ekki allt bundið því að eiga næga peninga því það er fyrst og fremst mikill áhugi og hörkuvinna sem er undirstaða þessarar sýningar. Efnisvalið er fjöl- breytt og krakkarnir dansa Bolero sem þau dönsuðu með Sinfóníu- hljómsveit Islands og vakti það rnikla hrifningu á tónleikum sveit- arinnar fyrr í vetur. Það eru tveir ballettar eftir mig í sýningunni, Ferðin og Outcast sem er samið við samnefnt verk Ríkharðs Þór- hallssonar sem stjórnar hljóm- sveitinni. Hápunktur kvöldsins verður svo ballett eftir Ingibjörgu Björnsdóttur, skólastjóra List- dansskólans, sem heitir Waltz Trist en hún er einn af frumkvöðlum listdans á íslandi. Búningarnir sem dansararnir klæðast í því verki eru meiriháttar en þeir eru gerðir af tveimur ungum búningahönnuð- um sem kalla sig Kókó og Jóa. Það er skemmtilegt hvernig þeir yngri og eldri standa saman að því að þessi sýning verði sem áhrifa- mest og tveir dansarar úr Islenska dansflokknum, sem ég vil ekki nafngreina að svo stöddu, munu koma frarn í einu stykkjanna á sýn- ingunni.11 David hefur dansað víða um Ofnæmið mitt... eru besservisserar heim meðal annars með Vínar- ballettnum en hyggst dvelja hér- lendis áfram þó hér séu „engir pen- ingar og ískalf ‘ eins og hann orðaði það. © DAVID GREENALL er helsti hvatamaðurinn að stofnun Listdansflokks æskunnar og hann telur ekki vera nóg af tækifærum fyrir unga og efnilega dansara til að sýna hvað í þeim býr. „Þetta eru hörkuduglegir krakkar sem eru búnir að leggja á sig mikla vinnu og erfiði til að sýningin á fjölum óperunnar verði sem áhrifaríkust,11 segir hann. skemmtilegur leikur hjá Júhönnu Jónas og mik- iö lagt í sýninguna hjá þeim fámenna hópi sem aö henni stendur. Eva Luna kl. 20:00 á Stóra sviöi Borgarleik- hússins. Uppselt á sýninguna og biðlisti eftir sætum. Allir synir mínir á Stóra sviöi Þjóðleikhússins kl. 20:00. Þetta leikrit er búið að ganga fjarska- lega lengi. Kristbjörg Keld, Róbert Arnfinnsson og Hjálmar Hjálmarsson eru í aðalhlutverkum. Blóð og drulla sýnt I hátíöarsal MH kl. 20:00 af leikfélagi skólans. Þetta er í súrrealískari kantinum enda eru Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson leikstjórar hópsins. Þeir hafa einmitt starfað með LAB-hópnum sem setti upp leiksýningu I tengslum við Medúsu-sýn- inguna I Gerðubergi sl. vetur. Fyndið fyrir hlé en ekkert sérstaklega eltir hlé. Það er nefnilega hellingur af góöum bröndurum f leikritinu en þeir eru alltaf nolaðir aftur og aftur og aftur. F U N P I R Rekstur og viðhald vatnsveitu og fráveitukerfa heitir námskeið sem hefst kl. 9:00 og er á vegum Endurmenntunarstofnunar. Leiðbeinandi er Sveinn Torfi Þórólfsson pró- fessor við NTHI Þrándheimi. Hitaþolin f jölsykrukljúfandi ensím úr Rhodothermus marinus er efni fyrlrlestrar Sólveigar Halldórsdóttur sem hefst kl. 12:151 Stofu G6að Grensásvegi 12. í Þ R Ó T T I R Körfubolti Urslitakeppnin í úrvalsdeildinni heldur áfram. í kvöld leika Grindavík og ÍA sinn fyrsta leik og fer leikurinn fram á heimavelli þeirra fyrrnelndu. Liðin hala bæði á að skipa mjög sterkum útlendingum og geta Skagamenn til dæmis þakkað Steve Greyer, sem kom til liðsins um áramótin, að þeir eru komnir I úr- slitakeppnina. Greyer leikur stöðu miðvarðar og er feikilega úlsjónarsamur leikmaður, ekki er það verra að hann er lika mikill baráttujaxl. Út- lendingurinn I liði Grindavíkur heitir Wayne Casey og er ekki síður skemmtilegur körfu- boltamaður en Greyer. Casey kom til liðs við Grindvíkinga fyrir þetta keppnistímabil. Eitthvað voru Grindvíkingar óánægöir meö hann til að byrja meö og íhuguðu aö fá annan útlending í hans stað. Það létu þeir sem betur fer ógert þvi Casey náði sér fljótlega mjög vel á strik og hef- ur veriö einn sterkasti leikmaður deildarinnar í vetur. Casey leikur stöðu bakvarðar og getur bæði skotið utan af velli sem og brotist inn að körfunni. Lið Grindavíkur, sem í eru leikmenn eins og Guðmundur Bragason og Nökkvi Már Jónsson, er mun sterkara á pappírunum en lið ÍA og ætti að fara frekar létt með að sigra þessa viöureign. Þaö er þó varasamt að van- meta Skagamenn sem hafa unniö góða sigra á sterkum liðum undanfarið og búa að auki yfir sterkum heimavelli. Leikurinn hefst kl. 20.00. Blak KA og HK mætasf i karlaflokki í Digranesi klukkan 20.00. Kvennalið sömu liða leika líka, hefstsá leikur klukkan 21.15. Sindri og Vfkingur mætast í kvennaflokki klukk- an 20.00 á Höfn. Badminton Opna Pro-Kennex mótið hefst i íþróttahöllinni á Akureyri klukan 16.00. Þetta er eitt af sterkustu mótum vetrarins og er keppt í öllum greinunum þremur: einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í meistaraflokki Aog B sem og öðlingaflokki sem er flokkur fjörtíu ára og eldri. SJÓNVARP RIKISSJONVARPID 17.30 Þingsjá Endurtek- inn þáttur. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Gull- eyjan Sígilt ævintýri 18.25 Úr ríki náttúrunnar Dýrsem lifa i klettum í Kólorado.W.55 Frétta- skeyti 19.00 Poppheimurinn Dóra Takefusa með hendur fyrir aftan bak og smellir í góm milli öndunarlola19.20 Vistaskipti Dwayne Wayne er nú alltaf dálítið fyndinn 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Gettu befur Nú ráðastúr- slitin, næst keppa frystihúsin á landinu. 21.50 Samherjar Ótrútega leiðinlegurpáttur um ein- hvern sem hótar öðrum lífláti og sá drepst og hinn er pá grunaður um morðið. Eða er pað Matlocksem erþannig?22.25 Handalausa lík- iö Bresk sakamálamynd um löggu sem rann- sakarmorð á þekktum rithöfundi.00.30__________ Dr. John og Michele White á tónleikum I New Orleans. STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Sesam opnast þú 18.00 Listaspegill18.30 NBA Tilþrif Þaö er fagnaðarefni að stjórnmála- menn skuli vera farnir að átta sig á að þjóðfélaginu verður ekki breytt til neins gagns nema með þvi aö breyta sjálfum grunnþættinum; manninum sjálfum, fjölskyldunni. Hvað þýðir það til langframa að vera sffellt að búa fólki réttlátt umhverfi ef það hegðar sér síðan eins og því sýnist? Til að búa til gott og fallegt þjóðfélag þarf að beita öllum tiltækum ráðum rikisvaldsins, sköttum, refsingum, verðlaunum, til að fá fólk til að standa undir þeim kröfum sem gott þjóðfélag gerir til þess. Tónlist Gauks FIMMTUDAGUR 24. mars FÖSTUDAGUR 25. mars LAUGARDAGUR 26. mars Sol de luxe Dos pilas Dos pilas h FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994 ins næstu v i k u SUNNUDAGUR 27. mars MÁNUDAGUR 28. mars ÞRIÐJUDAGUR 29. mars MIÐVIKUDAGUR 30. mars Combo Combo Jet Dorothy Scott Ellenar Ellenar Black Joe Jet Black Joe Kristjánsdóttur Kristjánsdóttur 29

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.