Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 24.03.1994, Qupperneq 24

Eintak - 24.03.1994, Qupperneq 24
Það eru ekki allir óskabörn. Sumir áttu aldrei að fæðast en gerðu það samt. Sumir brutust meira að segja fram hjá hinni hræðilegu hettu á leið sinni til lífsins. Þannig var það með Gunnar Smára Egilsson sem lengi var stoltur af afreki sínu og taldi sér trú um að margir aðrir hefðu strandað í hettunni. Þar til hann fylltist ofsóknarkenndri hræðslu yfir að sér hefði ef til vill verið eytt ef hann hefði komið undir eftir að ný fóstureyðingalöggjöf var sett árið 1974. Wfarðiwn) a§ ftnwi <asa wi® toíiÉam. œaii íMateare, W@i mméi átt að a« wa, pri/iii anr,. jr Eg man ekki til þess að ég hafí orðið sleginn við að heyra mömmu segja mér þetta áð- ur vel geymda leyndarmál. Hún hafði ekki látið það bitna á mér að ég hefði komið sem boðflenna inn í mitt líf og hennar. Þvert á móti fann ég dálítið til mín. Þegar ég var innan um aðra menn átti ég það til að líta yfir hópinn og efast með sjálfum mér að margir þeirra hefðu komist fram hjá hettunni. Þeir hefðu ekki það sem þurfti til. Það var síðan löngu seinna að ég skildi lífsháskann í þessari sögu móður minnar. Þannig er að ég er fæddur í janúar 1961. Ég hef því kom- ið undir einhvern tímann upp úr páskum 1960. Ef ég hefði híns vegar komið undir eftir 1974, eftir að fóstureyðingar voru gefnar frjálsar, er aldrei að vita nema móð- ir mín hefði kosið að skilja við pabba, byrja nýtt líf með eldri bræðrum mínum og láta eyða mér. Nú kann vel að vera að mamma hefði ekki farið í fóstureyðingu þótt ég hefði komið undir einhvern tím- ann eftir 1974. Ég man ekki eftir að hún hafi talað við mig um álit sitt á fóstureyðingum. Hún hefur hins vegar sagt mér margt um álit sitt á o k k u r bræðrunum og það er ekki alltaf vont. Alla vega eldci eftir að við fór- um að drasla út herbergi í annarra íbúðum en hennar. Ég hef aldrei spurt hana hvort hún hefði látið eyða mér ef hún hefði haft tækifæri til. Enda skiptir það ekki máli. Það sem ég vaknaði upp við þarna um árið var að ég fæddist inn í félags- legar aðstæður sem þykja ákjósan- legar til fóstureyðingar í dag. For- eldrar mínir voru að skilja, þau áttu þrjá syni fyrir og fjölskyldan bjó ansi nálægt fátæktarmörkum. Óg það skánaði lítið þegar mamma var orðin ein með okkur fjóra bræð- urna. Og ef maður notar þau rök sem beitt er fyrir fóstureyðingum hefðu þau öll verið betur sett án mín. Það er dálítið fúll biti að kyngja. Og það sem er fúlast, er að það er dálítið erfitt að skilja að það geti legið félagsleg rök fyrir því að maður ætti ekki að vera til. Ég kannst við það úr skáldsögum að fólk getur fengið svo mikið sam- viskubit og að það hefur skömm á því að halda áfram að lifa. Það horfir til allra ijúfmennanna í kringum sig, finnst því sjálft vera illt og þykir það hafa fyrirgert rétti sínum til lífsins. Samkvæmt sögun- um hefur þetta fólk gert einhvern andskotann af sér. Myrt eða nauðg- að öðru fóiki, svikið eða logið að sjálfum sér eða öðrum. Þótt þetta fólk eigi vissulega í fé- lagslegum vandræðum eru aðstæð- aomium. ur þeirra í engu líkar félagslegum aðstæðum mínum þegar ég var í móður- kviði. Ég hef líka lesið um fólk sem vill deyja úr ást. Ýmist vegna þess að það fær of lítið eða of mikið af elskhugum. Og í bókum má líka finna fólk sem vill deyja fyrir föðurland, málstað, hug- sjónir og guð. En ekkert af þessu rímar við aðstæður mínar upp úr páskum 1960. Ég átti mér engan málstað, ekkert föðurland og þekkti hvorki guð né ástina. Fólk deyr ekki af félagslegum aðstæðum í bókum, í það minnsta ekki líkum þeim sem biðu mín upp úr páskum 1960. I lífinu sjálfú hef ég kynnst fáum sem deyja og fæstir þeirra hafa haft einhverja sérstaka ástæðu til þess aðra en elli. Hins vegar þekki ég marga sem eru að deyja úr lejðind- um. En það er yfirleitt fólk sem er komið nokkuð til ára sinna. Fólk virðist fæðast nokkuð glatt og ánægt en temja sér leiðindin síðar á ævinni. Leiðindadauðinn getur því ekki heldur átt við mig eins ungur og ég var áður en ég fæddist. Af þessu má sjá að það er erfitt að skilja hvers vegna ég hefði næstum getað dáið úr félagslegum aðstæð- En ef til vill misskil ég þetta allt. Rökin fyrir að eyða mér snúast ekki um félagsfégar aðstæður mínar heldur annarra. Ef mér hefði verið eytt hefði það ekki verið vegna einhvers sem ég gerði eða gerði ekki, heldur til þess að aðrir mættu hafa það betra. Að mér hefði aldrei verið eytt vegna þess að þær félagslegu aðstæður sem biðu mín hafi ekki verið mér samboðnar heldur að ef ég fæddist myndi ég laska félagslegar aðstæður þeirra sem sætu uppi með mig. Og ef til vill eru ástæðurnar sambland af þessu tvennu; annars vegar líknar- morð og hins vegar landhreinsun. Hvort sem er þá finnst mér þessi rök léttvæg. Mér hefur liðið ágæt- lega og kæri mig ekki um neitt líkn- armorð. Og ef ég hef gert eitthvað á hlut annarra þá hafa þeir yfirleitt sætt sig við einhverjar fébætur en aldrei krafist lífláts. Mér hefur reyndar verið óskað ferðar til hel- vítis eins og flestum en ég hef alltaf tekið því svo að sú ferð mætti hefj- ast þegar mér hentaði sjálfum að deyja. Ég á því erfitt með að finna ástæðu fyrir því í lífi mínu að ég var aðeins fjórtán ár frá hugsanlegum dauða — eða alla vega lífleysi. En þannig er það sjálfsagt um miklu fleiri. Það hafa ekki öll börn verið óskabörn. Sum hafa verið slysa- börn. Eins og Erró. Hann segir frá því í ævisögu sinni að hann hafi komið undir þegar faðir hans villtist frá tjaldi eigin- konu sinnar og inn í eitthvað allt annað tjald með einhverri allt ann- arri konu. Þar átti faðirnn stutt kynni við konu sem síðar varð móðir Errós og hafði aldrei meira að sælda við þann mann sem gat henni soninn. Ég hugsa að þessi kona yrði spurð að því í dag hvort hún ætlaði að eiga barnið. Ekki veit ég hverju hún myndi svara. En ef Erró er sama sinnis og ég segði hann já. Ef hann yrði spurður. g þannig er það sjálfsagt um miklu fleiri af þeirn sem i Ji" fæddust fyrir 1974 og reynd- ar marga sem fæddust eftir þann tíma. Félagslegar aðstæður þeirra fyrir fæðingu voru slíkar að líkast til hefði verið best að eyða þeim, sjálfum þeim og öðrum til blessun- ar. Einhver sagði mér um daginn að það væru gerðar um 600 fóstureyð- ingar á ári á íslandi í dag. Og þar sem félagslegar aðstæður Islend- inga hafa ekki hríðversnað frá 1974 geri ég ráð fyrir að svipaður fjöldi fólks af eldri árgöngum hafi lifað við álíka bágar félagslegar aðstæður og þessum fóstrum hefði verið búnar ef þau hefðu einhvern tím- ann fæðst. Ef til vill er ég einn af þessu fólki og kannski líka Erró, sem ég minntist á áðan. Ég treysti mér ekki til að segja til um það. Ekki frekar en ég treysti mér til að benda á einhvern úr þessum hópi innan um fólk sem fæðst hefði við æskilegar aðstæður. Þegar fram í sækir verður fólk með ýmsum hætti og alltaf með þeim sem til var stofnað. Ekki veit ég hvort það er fóstur- eyðingalöggjöfinni frá 1974 að kenna en ég hef það á tilfinning- unni að þol fólks gagnvart félags- legum aðstæðum hafi minnkað. Það megi minna út af bera. Ég stend í þeirri trú að fýrr á árum hafi fólk reynt að bregðast við lífinu frekar en að telja sér trú um að það gæti haft fulla stjórn á því. Stund- um trúi ég að það skipti ekki meg- inmáli hvur andskotinn hendi mann á lífsleiðinni heldur hvernig maður tekur þessum höppum og óhöppum. Það er kannski þess vegna sem mér finnast félagslegar aðstæður ekki merkilegar að deyja fyrir. Eins og mér fannst mamma gera vel úr litlu efni á ég það til að saka þá um að vera lélegir kokkar eigin lífs sem finnst þeir búa við óbærilegar aðstæður. Mér finnst að það fólk eigi annað hvort að herða sig upp eða finna sér eðli- legri viðmiðanir um hvað eru góð- ar aðstæður. Og einhvern veginn finnst mér fóstureyðingar snúast um viðmið- anir. Hvað séu hentugar og góðar aðstæður og hvað óæskilegar og vondar. Alveg á sama hátt og lík- amsrækt sem snýst um kjörþyngd og hvar á skrokkinn sú þyngd á að leggjast. Ög sama má segja um nánast alla mögulega og ómögulega þætti mannlegs lífs. Það er til dæmis til fólk sem horfir á mig með sam- blandi af vorkunn og fyrirlitningu þegar það heyrir að ég hafi ekki far- ið í sumarfrí og sé ekki á leiðinni heldur. Samt held ég að enginn for- feðra minna, frá Adam og niður úr, hafi farið í sumarfrí. Ég veit ekki betur en þetta sé einhver seinni tíma uppfinning og fæ ekki séð að hún hafi reynst vel. Fólk leitar líka norma í alvarlegri þáttum lífsins. Enginn treystir á eigin reynslu og skynsemi lengur við uppeldi á börnum heldur leggst fólk í fundi og bókalestur í leit að því hvernig foreldri eigi að vera. Það trúir að fýrir því sé til einhver skotheld fyrirmynd. Það er því ekki að fúrða þótt fólk byrji að efast um að það geti orðið foreldri fljótlega eftir getnað. Nú er ég búinn að tala mig upp í að vera andstæðingur fóstureyðinga. Sem er nokk- urn veginn það púkalegasta sem getur komið fyrir nokkurn mann. Eg er kominn í flokk með Hvatar- kerlingum og nýfrelsuðum bók- stafstrúarmönnum. Til að bera fram einhverjar varn- ir vO ég benda á að ég hef ekkert á móti fóstureyðingum af trúar- ástæðum og óttast ekki um sálir fóstranna frekar en ég óttast um sálir uppkomins fólks. Ef þessar sál- ir fara eitthvert eftir dauða skrokks- ins þá fara þær örugglega hver til síns heima. Ég er á móti fóstureyðingum vegna þess að ég vil ekki láta eyða mér. Og mér er alveg sama þótt ég myndi ekki vita til þess í dag ef mér hefði verið eytt 1960. Ef ég gengi fýrir strætó á eftir myndi ég ekkert vita af því á morgun. Ég er svo ást- fanginn af lífi mínu að ég má ekki til þess hugsa að það hefði ekki orð- ið tO, jafnvel þótt það hefði aðeins verið hugmyndinni um það sem hefði verið eytt. Fyrir mér er það álíka og að krefjast afturvirkrar fóstureyðingar á mér, þrjátíu og þriggja ára göml- um manninum. Fyrst myndi ég reyna að verja mig. Síðan byði ég fébætur ef það yrði til þess að mennirnir skiptu um skoðun. © 24 FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.