Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 33

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 33
”Það var mikið ógæfuspor þegar fólk fékk að því er virðist kollektívt á tilfinninguna að Ijóð ættu að vera fyndin, skondin og vera með hnyttna slaufu í endann eins og eitthvað skapað á staðinn fyrir að ijera andagift, innsæi og miðlun tilfinninga. “ Bækur Hilmar örn hilmarsson Maríutásur í bandaskóm Unnur Sólrún Bragadóttir Konsert ★ Gigg sf. Ýmsir höfundar. ® Það var mikið ógæfuspor þcgar fólk fékk að því er virðist kollektívt á tilfinninguna að ljóð ættu að vera fyndin, skondin og vera með hnyttna slaufu í endann eins og eitthvað skapað á ræðunámskeiði í staðinn fyrir að vera andagift, inn- sæi og miðlun tilfinninga. Ég er enn að jafna mig eftir Brautigan-æðið sem varð til þess að tvær kynslóðir ljóðskálda breytt- ust í skemmtikrafta og hugsa með hryllingi til þeirra ömurlegu óskil- getnu afurða Richards sem voru alltumkring, óíyndnari en brandar- arnir í Æskutmi, angandi af gelgju og sjálfbyrgingshætti þeirra sem hafa séð í gegnum allt á átjanda ald- ursári. Þessar tvær ljóðabækur vöktu ýmsar óþægilegar minningar. Bók Unnar Sólrúnar, vegna þess að hún er skrifúð af manneskju sem er augljóslega ritfær og kann að bregða upp myndum en fellur takt- fast í skondnu gryfjuna þegar hún ætti bara að láta textann anda. Bók ungskáldanna í Gigg sf. gargar á mann að hún sé afurð sniðugra stráka sem eiga líklega eft- ir að enda í stjórnmálum og mun örugglega gagnast þeim vel þegar þeir þurfa að sanna fyrir barna- börnunum að þeir hafi verið ungir einu sinni. Popp DTTARR PROPPÉ l ÓTTARR Ekki Egner en... Þorvaldur Þorsteinsson & JOHANN G. JÓHANNSSON SKILABOÖASKJóðAN •kk íslenska leikarastéttin hefur ekki legið á tónlistarlegu liði sínu síð- ustu vikurnar. Skilaboðaskjóðan er þriðja platan á innan við tveimur mánuðum sem inniheldur ffum- samda tónlist úr nýjum leikritum. Nýjasti gripurinn sker sig nokkuð ffá hinum tveimur (Evu Lunu og Gauragangi), ekki bara fýrir það að hér er barnaleikrit á ferðinni heldur og að tónlistin virðist ekki í jafh stóru hlutverki hér. Hún er krydd en ekki aðalatriði. Skilaboðaskjóð- an er nokkuð skondið barnaleikrit eftir Þorvald Þorsteinsson. Leik- urinn gerist í ævintýraskógi, eins konar samnefhara fyrir „skóginn" í öllum gömlu ævintýrunum. Aðal- persónur eins og Maddamamma og skógardvergarnir eru nýjar af nálinni en síðan skjóta upp kollin- um gömul uppáhöld eins og rauð- hetta, nornin og náttúrlega úlfur- inn. Á plötunni er sagan skemmti- lega sögð með innleggi sögumanns á milli hvers lags. Þetta gerir plöt- una að sjálfstæðri ævintýraplötu, alveg sjálfstæðri frá sýningunni sjálfri. Tónlist Jóhanns G. Jó- „Annað hvort eru bara geldingar og tifínningalausar kerlingar í kvik- myndaeftirlitinu eða að eftirlitið hefur hreinlega sofnað yfir þessari lang- dregnu mynd því aðsókn að henni er heimil öllum aldurshópum.“ Oj bara! Svart ofan í svart hannssonar er vel unnin barna- leikritamúsík. Höfundurinn er enginn Thorbjöm Egner en hann er augljóslega undir miklum áhrif- um frá meistaranum, sérstaklega þegar kemur að útsetningum. 1 sumum Iögunum skjóta þó upp kollinum hálfdjassaðir kaflar eins og skrattinn úr sauðaleggnum og slá mann dálítið út af laginu. Fyrir vikið virka lögin ekki alltaf sem jafn heilsteyptir leikhússlagarar og efni stóðu til. Lítill galli sem stingur óneitanlega aðeins í eyrun. Hljóð- færaleikur er auðvitað allur á heimsmælikvarða. Hljómsveitin nær að særa upp talsverðan Hálsa- skóg þegar best tekst til. Söngvar- arnir eru auðvitað figúrur á sviði með öllum tilheyrandi ýkjum og skríkjum. Auðheyrilega valinn maður í hverju rúmi. Það sannast hér að Felix Bergsson er fæddur til að leika nom. Textar Þorvalds em oft hnyttnir og byggja mikið á rími. Þetta gerir þá auðlærða mjög og verða þeir án efa óspart sungnir, ugglaust farandi að fara í taugarnar á foreldrum þegar líða tekur á árið. Þetta gætu orðið fyrstu nostalgíu- lög aldamótakynslóðarinnar. Þó barnaleikrit séu ekki daglegur gest- ur í tækjum undirritaðs var gaman að þessari plötu. Skilabjóðaskjóðan verður kannski ekki talin ldassík eftir tuttugu ár en hún stendur ágætlega fyrir sínu. Þessi plata er örugglega fyrsta flokks barnapía. Með kaffinu Underworld: Dubnobasswithmyheadman ★ „Acid jazz“ er nýjasta tískufýrir- brigðið í bresku tónlistarlífi. Hér er um að ræða afslappaða tónlist þar sem ljúfir fönkryþmar halda löng- um tilbreytingarlitlum lögum uppi. Yfir þeim svífa áreynslulitlir hljómagangar gjarnan kryddaðir með djössuðum sömplum úr smiðjum gömlu meistaranna. Það lá kannski beinast við þegar búið var að sampla allt heillegt frá Jam- es Brown og George Clinton að ráðast á John Coltrane og félaga í kúldjassinum. Underworld þykir ein heitasta sveitin í sýrudjassgeir- anum þessa dagana. Sveitin er létt og leikandi mjög eins og vera ber. Samsuðan er vel unnin og værðar- leg. Á köflum herðir sveitin aðeins á ferðinni, skýtur jafnvel inn heil- steyptum lögum annað slagið. Það er þó einhvern veginn frekar til að skemma fýrir stemmningunni en hitt, þó lögin séu off ágæt ein og sér. Þessi tónlist er í eðli sínu djöss- uð biðstofumúsík fýrir þá sem kjósa að taka út sína bið á kaffihús- inu. Hún krefst almennt lítils af hlustandanum, er til að mynda til- valin bakgrunnur undir menning- arlegar umræður. Helsti ljóðurinn á þessari plötu er sá að hún læðist inn í undirmeðvitundina en fer svo allt í einu að heimta athygli. Þetta getur beinlínis virkað truflandi. Underworld kallar alla jafha fram góða víbra enda hafa þeir alveg tek- ið við af Les Negresses Vertes í fastaglaumi kaffiheimsins. En það virkar ekki alveg að hlusta á þessa tónlist með ásetningi. Maður fer ósjálfrátt að telja sömplin ef maður fer ekki bara að spá í eitthvað allt annað. staðnað í stílnum. Þar af leiðandi eru hallærislegheitin ekki jafn slá- andi og maður hefði ætlað, sérstak- lega þegar litið er á það að Jón Gústafsson, stjórnandi þáttanna, er alveg jafn hallærislegur nú og hann var þá. Það sem slær mig fýrst og fremst er músíkin og fólkið sem flutti hana. Að hugsa sér að menn eins og Richard Scobie og Riks- haw hafi átt hug og hjörtu ung- meyja, málaðir eins og kynvillingar, syngjandi og spilandi þessa líka ógeðslegu tónlist! Ja, sveiattan! Það er sama hvar gripið er niður, allt voru þetta hræðilegar hljómsveitir, skipaðar forljótu fólki sem að nú er flest hætt í bransanum og á von- andi ekki afiturkvæmt. Þó má að vísu sjá þarna fáeina fugla eins og Helga Bjöms sem hefur ekki enn tekist að fá sína rokka til að þagna og einn og einn hljómborðs- eða bassaleikara sem enn þá eru að. Má kannski búast við því að farið verði að endursýna Rokkveitu ríkisins ffá 1976 og ‘77? Guð hjálpi okkur öll- Germinal Regnboganum ★ ★ Rokkamirgátu ekki þagnað RIkissjónvarpinu Nú hefur Ríkissjónvarpið tekið upp á því að endursýna allan þann hrylling sem viðgekkst í íslenskri dægurtónlist á árunum 1985 til 1986. Ég hélt að það mætti hafa gaman af þessu og kannski hlæja af því hversu hallærislegir allir voru á þessum tíma en á um það bil fimm mínútum breyttist gleðin í trega. Þetta hlýtur að hafa verið eitt mesta niðurlægingartímabil íslenskrar popptónlistar fýrr og síðar. Þættir þessir hófu göngu sína þegar Hrafn Gunnlaugsson varð dagskrárstjóri og var þá allt stokkað upp og áhersla lögð á að gera hlut- ina í takt við tímann, meðal annars með neonljósum, axlapúðum og þess háttar. Þegar horft er á þá þætti sem nú eru á dagskrá, til dæmis Á tali hjá Hemma Gunn eða Dagsljós, þá mætti ætla að dag- skrárgerðarmenn Sjónvarpsins væru enn þá að ná sér eftir þessa uppstokkun Hrafns og hafi bara Ekki mynd heldur vara ÉEIFTURSýN LaugarásbIói ★ Annað hvort er ég búinn að sjá of margar bíómyndir eða alltof marg- ar myndir eru nákvæmlega eins og BLINK. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þessa mynd mynd, orðið vara ætti betur við. Varan er vel unnin og gæðin eru óaðfinnanleg. Hugsunin á bak við vöruna, plottið, er veikasti hlekkur- inn. Það gæti verið eftir tólf ára grísling... Varan er ekki ósvipuð ítölsku gæða heimilistækjunum sem aug- lýstar voru í hléi. Madeleine Sto- we og Aidan Quinn bjarga því sem bjargað verður og er Madeleine sér- staklega eftirtektarverð. Vonandi er að hún eigi enn framtíð fýrir sér þó hún sé farin að eldast. Einhverja aðra kosti hefur varan, vegna þess að allir sem voru í bíó með mér skemmtu sér miklu betur en ég. „I’m too old for this shit.“ „Við höfúm það svo gott á fs- landi“ er vinsælt viðkvæði ungs fólks í kreppunni. Þessir krakkar hljóta að hafa fengið einhver við- líka skilaboð með brjóstamjólkinni og ffam koma í myndinni Germin- al sem sýnd er í Regnboganum. Rómantísk melankólía og melank- ólísk malankóh'a er tvennt ólíkt en hið síðarnefnda er yfirbragð og inntakið í Germinal. Myndin segir ffá baráttu kola- námumanna á tímum Marx og Engels fýrir bættum kjörum en helsti hvatamaðurinn fýrir því er aðkomumaður sem fær vinnu í námunum. Allt fer í steik eftir að auðmjúkur lýðurinn fer að ráðum hans á svipaðan hátt og þegar Karl Schultz kom hingað til lands og pakkaði inn Geirfinnsmálinu. Far- andverkamaðurinn fær húsaskjól hjá námuverkamanni í túlkun Ger- ards Depardieu, en öll fjölskylda hans og forfeður hafa eytt lífinu of- an í jörðinni. Námumennirnir þræla myrkranna á milli og hafa vart til hnífs og skeiðar á meðan borgarastéttin lifir í vellystingum. Kaupmaðurinn á horninu er einnig hið mesta fól og vill ekki veita sár- sveltum almúganum endalaust kredit. Hann fær að vísu „makleg“ málalok að lokum þegar ein þorps- kerlinga bregður fyrir sveðju að hætti hinnar bandarísku Lorennu Bobbitt í einu grófasta atriði sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Annað hvort eru bara geldingar og tifinn- ingalausar kerlingar í kvikmynda- eftirlitinu eða að eftirlitið hefur hreinlega sofnað yfir þessari lang- dregnu mynd því aðsókn að henni er heimil öllum aldurshópum. Myndin er byggð á skáldsögu Emils Zola og í Ieikstjórn Claude Berri en logið er í auglýsingu frá bíóinu að hann hafi leikstýrt Elsk- huganum og í nafni rósarinnar. Leikur og tæknileg úrvinnsla er óaðfinnanleg í þessari dýrustu mynd sem gerð hefúr verið í Evr- ópu, ef marka má orð Regnboga- manna, en kvikmyndaáhugamönn- um er ráðlagt að spara peningana sína nema þeir þurfi að sannfærast enn frekar um hvað „við höfúm það gott á Islandi". „Underworld kallar alla jafna fram góða víbra enda hafa þeir alveg tekið við af Les Negress- es Vertes í fastaglaumi kaffiheimsins. “ „Þó má að vísu sjá þarna fáeina fugla eins og Helga Björns sem hefur ekki enn tekist að fá sína rokka til að þagna.“ „Varan er vel unnin og gæðin eru óaðfinnan- leg. Hugsunin á bak við vöruna, plottið, er veik- asti hlekkurinn. Það gæti verið eftir tólf ára grísling...“ „Það sannast héi að Felix Bergs- son er fæddur til að leika norn.“

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.