Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 20
Leikfimiskennsla átti undir högg að sækja í menntaskólum á sjöunda áratugnum. Hugsuðir, kommar og kúristar höfnuðu gamaldags kroppa- temjurum og gáfu skít í íþróttir með því að skrópa eða skila inn vottorði í leikfimi. LOFTUR ATLI EIRÍKSSON tók púlsinn á nokkrum kempum sem erfitt er að sjá fyrir sér í Tarzanleik í köðlunum. íþróttirfyriralla ergamatt slagorð ungmennahreyf- ingarinnar sem hefur gengið afturí samnefnd- um félagsskap á siðustu og verstu tímum. Það hefurlengi verið illurbifur á iþróttum meðal gáfu- manna og þeir hörðustu í afstöðu sinni gegn þeim skiluðu inn læknisvott- orði í leikfimi í skóla. Hér skýra níu einstaklingar frá afstöðu sinni til íþrótta, en þeir eru þekktir fyrir flest annað en að stunda sprikl út umallartrissur. Ég er óheillakráka „Það er ekkert átakanlega mikið um skróp í leikfimistímum lengur og þeim sérvitringum hefur fækkað sem telja leikfimi voðalega slæmt mál fyrir gáfaða menn,“ segir Guðní Guðmundsson rektor við MR. „Þetta var áberandi þegar menn voru hvað gáfaðastir, '68 kynslóðin og árgangarnir þar í kring. Þeir töldu það ekki gáfaðra manna hátt að vera að þvælast í leikfimi og kvörtuðu yfir því að þeim fyndist vond lyktin af gólfinu í leikfimissalnum. Gáfumenn voru svo gáfaðir að þeir reyndu ekki að bera þetta á borð fyrir mig sjálfan en ég frétti oft af alls konar tilfær- ingum sem þeir beittu til að fá að vera stikkfrí. Á þessu var af sjálf- sögðu tekið með röggsemi og menn komust ekki upp með þetta hátt- erni svo mér væri kunnugt um. Ég var mikill íþróttamaður sjálfur sem ungur maður, en ef þú sæir vaxtar- lag mitt núna þá myndir þú sann- færast um að ég mætti við meiri hreyfingu. Eina líkamsrækt- in sem ég stunda eru hæg- indastóls íþróttir og ég fylg- ist vel með íþróttaefni í sjónvarpi. Ég var blessunarlega ekki of greindur til að mæta í leikfimi þegar ég var í barna- og gagnfræðaskóla og hafði bara gaman af henni. Hins vegar fór ég á mis við leikfimiskennslu við Menntaskólann á Akureyri því íþróttahúsið var dæmt heilsuspillandi og ónýtt þann tíma sem ég var þar. Þannig að þetta er orðinn ansi langur tími sem ég hef ekki stundað leikfimi, rúm- lega fimmtíu ár. Ég skal ekki meta það hvort það efli anda unga fólksins að íþróttir eru meira í tísku í dag en hins vegar er ég þess fullviss að þær gera gáfú- mönnum ekkert illt. Ég hef ekki orðið var við að íþróttaiðkun bitni á námi menntaskólanema. Einn af meiri íþróttamönnum skólans í fyrra, Sigfús Gissurarson körfúknatt- leiksmaður í Haukum, var í hópi þeirra sem dúxuðu. Ég er þessi dæmigerði áhugamaður um íþróttir sem stunda þær ekki en fylgist vel með bæði innan skólans og utan. Ég þori hins vegar aldrei á völlinn þegar mínir menn eru að keppa því ég er óheilla- kráka. Ég styð Víking í gegnum þykkt og þunnt en minnist þess ekki að ég hafi nokkurn tímann séð þá vinna. Þeir vinna aftur á móti oft ef ég passa mig á að vera fjarstaddur.“ Heiðar Jónsson snyrtir Neitaðiað „Mér finnst dálítið furðulegt að allir smástrákar byrja á að sparka boltum og það end- 9*mga l takt ar með því að þeir reyna að finna sér stóran völl og eyðileggja hann með því að Að sögn Péturs Tyrf- sparka bolta á milli tveggja spýtna þar sem að maður stendur og reynir að koma í veg ingssonar deildarstjóra fyrir að boltinn komist inn fyrir. “ 20 FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.