Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 6
Vorið 1992 sendi Landlæknis- embættið í samvinnu við Lands- nefnd um alnæmisvarnir 1500 Is- lendingum könnun á kynhegðun og þekkingu á alnæmi. Tilgangur könnunarinnar er meðal annars að kortleggja kynhegðun íslendinga svo auðveldara sé að meta í hvaða farveg eigi að beina fræðslu um sjúkdóminn og draga þannig úr lík- um á HlV-smiti. Af þeim 1500 sem fengu könnun- ina svöruðu 975 manns og skiptust svörin nokkuð jafnt á milli kynja, er þetta viðamesta könnun sinnar tegundar sem gerð hefúr verið hér á landi. 50 8 ára | 9 ára 10 ára | 11 ára | 12 ára | 13 ára 14 ára 15 ára 16 ára 17 ára 18 ára 19 ára 20 ára 21 ára 22 ára 23 ára | 24 ára ■ 25 ára | 26 ára | 27 ára | Ekki enn i| Hvenær fyrst Meðal spurninga sem var lögð fyrir þátttakendur var: Hvað varstu gamall/gömul þegar þú hafðir fyrst kynmök? Ekki er greint á milli kynja í nið- urstöðum könnunarinnar svo það sem fer hér á eftir á við um konur jafnt sem karla. Könnunin sýnir að lang flestir ís- lendinga hafa fyrst kynmök á aldr- inum fimmtán til sautján ára, eða rúm 58 prósent aðspurðra. Ein- hverjir geta þó ekki beðið svo lengi því tvö prósent þátttakenda í könn- uninni höfðu fyrst kynmök þrettán ára eða yngri. Einn þáttakandi sló það fyrst? 150 200 öðrum hressilega við og prófaði hitt fyrst átta ára gamall. Þótt flestir hafi sofið fyrst hjá í kringum sextán ára aldurinn eru alltaf einhverjir sem eru lengur að koma sér að verki. Níutíu og níu prósent af þeim sem á annað borð hafa sofið hjá, höfðu samt lokið því af fyrir tuttugu og fimm ára aldur- inn. Fjögur prósent þátttakenda í könnun landlæknis hafa hins vegar ekki í eitt einasta skipti lagt stund á kynlíf, að minnsta kosti ekki með öðrum. Fjöldi bólfélaga Þar sem fjöldi rekkjunauta er tal- inn einn af áhættuþáttum í út- breiðslu HlV-smits, því fleiri sem þeir eru því meiri Iíkur eru á að lenda á einhverjum sem er smitað- ur, er mikið lagt upp úr því í könn- uninni að rannsaka hvað fólk sam- rekki mörgum yfir ævina. Sami spurningavagn var lagður fyrir alla þátttakendur, bæði konur og karla svo hægt sé að sjá hve margir hafa einhverja reynslu af báðum kynjum. En þar sem aðeins 3,6 prósent hafa einhvern tímann sofið hjá sama kyni gefum við okk- ur þegar spurt er: Fjöldi kvenna sem þú hefur haft kynmök við á ævinni? að þeir sem svari spurning- unni séu allir karlmenn og reiknum skorið út frá því. Þeir sem höfðu verið við kvenmann kenndir um ævinna voru 385, og skal bent á að þetta eru karlmenn á öllum aldri þannig að sumir eru rétt að byrja sinn feril meðan aðrir eru hættir að sofa hjá. Það kemur óneitanlega nokkuð á óvart að fjórtán prósent karla hafa aðeins verið við eina konu kenndir alla sína tíð. Það er spurning hvort þetta séu karlar sem hafa fundið þá einu réttu snemma á lífsleiðinni eða hvort þetta séu karlar sem hafa prófað þetta einu sinni og ekki fundist það þess virði að reyna það aftur. Fjörtíu prósent karla hafa verið öllu iðnari við kolann um æv- ina og sofið hjá tíu konum eða fleiri. Þeir afkastamestu hafa hins vegar haft mök við níutíu og sex konur eða fleiri og teljast þessir Casanóvar eitt prósent af hópnum. Á það skal bent að frægum kvenna- giljurum á borð við Bill Wyman bassaleikara Rolling Stones fmnst sjálfsagt ekki mikið til um þá sem hafa rofið hundrað konu múrinn, sjálfur segist Wyman hafa flekað yf- ir tvöþúsund konur og er hann enn þá að. Til samanburðar kemst ís- lenskur meðal karlmaður yfir rúm- lega sex konur um ævina. Þegar kemur að spurningunni: Fjöldi karla sem þú hefur haft mök við á ævinni? förum við eins að og hér að ofan og gefum okkur við út- reikningana að svörin séu komin frá konum. Þær sem höfðu verið við karl kenndan voru 498 og um þær gildir það sama og karlana, sumar eru nýbyrjaðar að sofa hjá meðan aðrar eru hættar. Það staðfestist í könnun land- læknis að íslenskar konur eru dyggðugri en karlar, og munar þar nokkru á. Tuttugu og eitt prósent kvenna höfðu sængað hjá einum karli um ævina, hvorki fleiri né færri. Þær sem hafa sofið hjá tíu eða fleirum um sína tíð eru átján prósent af hópnum. Eru þær rétt hálfdrætt- ingar á þann karlafjölda sem söng- konan Janis Joplin á að hafa sofið hjá á einu kvöldi, en til er fræg saga af söngkonunni sem segir að hún hafi einhvern tímann afgreitt tutt- længd súlnanna segir til um fjölda þeirra svarenda, sem kváðust hafa glatað skírleika sínum á viðkomandi aldri. Hvenær gerðirðu Fordómar / garð lesbía og HlV-jákvæðra Þegar þessi könnun er borin saman við könnun sem landlæknir stóð fyrir árið 1987 sést að fólk er al- mennt orðið meðvitaðra um sjúk- dóminn og þekkir betur smitleiðir hans. Vanþekking er þó enn þá nokkur og ekki laust við að örli á fordómum í sumum svaranna. Ein af þeim spurningum sem var lögð fyrir þátttakendur var: Telur þú miklar eða nokkrar líkur á að eftirtaldir aðilar eigi á hættu að smitast af HlV-veirunni? Það sem vakti sérstaka athygli við svörin við þessum lið er að sextán prósent af þeim sem svöruðu, telja miklar líkur á því að konur sem hafi kynmök við konur smitist af HlV-veirunni og 55 prósent telja nokkrar líkur á smiti á þennan hátt. Þessar niðurstöður sýna fram á mikla fordóma gegn samkyn- hneigðum konum því kynlíf lesbía er sérstaklega hættulítið að þessu leyti þar sem litlir möguleikar eru á því að líkamsvessar nái að blandast við ástaratlot þeirra. Þessir fordóm- ar eiga ekki að koma mjög á óvart því hræðsla við lesbíur er ekki ný af nálinni, þær máttu til dæmis ekki gefa blóð þar til fyrir skömmu. Blóðbanki íslands fær reyndar heldur slæma útreið í könnuninni því fimmtán prósent þátttakenda telja miklar líkur á að þeir sem fái blóðgjöf smitist, og 64 prósent telja nokkrar líkur á því. Þetta eru dálít- ið skrýtnar niðurstöður í ljósi þess að mjög fáir einstaklingar hafa smitast við blóðgjöf á íslandi hing- að til. Það má gera ráð fyrir að það sem liti svör fólks hér séu fréttir af blóðbankahneykslum erlendis. Fordómar í garð HlV-smitaðra koma ekki mjög áberandi fram í niðurstöðum könnunarinnar. Ein- hverjir skelfast þó HlV-veiruna svo að þeir vilja helst hvergi koma ná- lægt smituðum einstaklingi. Til dæmis telja sextán prósent miklar eða nokkrar Iíkur á því að þeir smitist sem sækja veitingahús þar sem HlV-jákvæður einstaklingur vinnur, sama prósenta fæst þegar er spurt um áhættuna á að vinna með FlIV-jákvæðum, þrettán prósent telja Iíkur á því að hætta vofi yfir þeim sem nota almenningssalerni, til dæmis á vinnustöðum, og þrjú prósent telja nokkrar eða miklar líkur á því að smitast af veirunni við að heilsa HlV-smituðum ein- staklingi með handabandi. Sjötíu og eitt pró- sent þeirra sem svara könnun landlæknis telur miklar eða nokkrar líkur á því að kona sem hefur mök við konu eigi á hættu að smitast af HIV- veirunni. Hefurðu átt munnmök? ugu manna amer- ískt fótboltalið í einum rykk. Þær konur sem hafa sofið hjá 96 eða fleiri voru í hverfandi minni- hluta, eða 0,2 prósent af þeim sem svöruðu. Skorið hjá ís- lenskri meðal- konu er svo tæp- lega fjórir karlar um ævina. Fólk er mis nýjunga- gjamt Aðferðir við kynmök eru af ýmsu tagi og eru taldar skipta tölu- verðu máli í sam- bandi við smit- hættu. Það þykir til dæmis ekki gæfulegt að fá sæði í munn eða í ■ 1 1 endaþarminn. Af þessum ástæðum var spurt sérstaklega um munnmök og mök í endaþarm í könnuninni. Munnmök þykja greinilega ekki sérstakt tiltökumál og svöruðu sex- tíu og fimm prósent aðspurðra því Hefurðu átt mök við einhvern sem stundar vændi? . Nei Hefurðu átt enda- þarmsmök? játandi að hafa reynt þau. Var þá spurt: Hefur þú fengið sæði í munn? Það höfðu þrjátíu og tvö prósent prófað. Öllu færri þátt- takenda hafa hins vegar einhvern tímann haft endaþarmsmök eða sextán pró- sent, enda er um- rætt líffæri ekki gert til slíks brúks. Þá var reynsla fólks af vændi könnuð og spurt: Hefur þú ein- hvern tímann haft kynmök við einstakling sem stundar vændi? Niðurstöður þessa liðs eru á þá leið að sjö pró- ...... sent aðspurðra hafa keypt sér blíðu. Langflestir hafa orðið sér úti um þessa þjón- ustu á ferðum sínum í útlöndum, en sjö prósent hafa borgað fyrir greiðann innanlands. © 60 Svarendur voru spurðir hversu marga einstaklinga af hvoru kyni þeir höfðu átt mök við um ævina. Til vinstri sést hversu margir svarendur höfðu átt mök við karlmenn, efsta súlan sýnir hversu margir höfðu aðeins átt mök við einn, næsta súla hversu margir höfðu átt mök við tvo karla og svo ffamvegis. Hægra megin við ásinn sést svo hversu margar konur svarendur höfðu átt mök við um ævina. Að því gefnu að þorri svarenda sé gagnkyn- hneigður má þannig sjá að mun færri karlar eða 53 hafa bundið trúss sitt við eina konu heldur en þær konur, sem haldið hafa tryggð við einn karl, en þær reyndust vera 104. 6 FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.