Eintak

Útgáva

Eintak - 24.03.1994, Síða 10

Eintak - 24.03.1994, Síða 10
€INTAK Gefið út af Nokkrum fslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bonni, Davíð Alexander, Einar Örn Benediktsson, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Hilm- ar Örn Hilmarsson, Hjálmar Sveinsson, Jói Dungal, Jón Óskar Haf- steinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Ei- ríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigurjón Kjartans- son, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Setning og umbrot: Nokkrir íslendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði. Eyðsla og skammsýni í pólitík Sjálfstæðismenn hafa breytt um áherslur í Reykjavík. Fyrir síðustu kosningar taldi Davíð Oddsson að það aflaði sér vinsælda og flokki sínum atkvæða að byggja Ráðhús og Perlu. Markús Örn Antonsson lagði hins vegar fram 800 milljónir í að búa til tímabundna vinnu handa atvinnu- lausum og Árni Sigfússon veðjar á opnun Fæðingarheim- ilisins. Þetta er kallað að færa sig frá hörðum yfir í mýkri mál. Munurinn er hins vegar enginn. Bæði Davíð og Árni eru að kaupa sér atkvæði kjósenda fyrir Qármuni þessa sömu kjósenda. Raunveruleg hætta á að missa borgina hefur kallað fram eyðsluæði hjá sjálfstæðismönnum. Þrátt fyrir að enn séu rúmir tveir mánuðir til kosninga hafa þeir komið færandi höndum til atvinnulausra, strætóbílstjóra og sængur- kvenna. Þegar nær dregur kosningum mun eyðsla þeirra magnast. Sjálfstæðismönnum ætti þó að vera ljósara en flestum að borgarsjóður stendur illa. Nú er tími til að draga saman seglin, greiða niður skuldir og gæta sparnað- ar. Atvinnustjórnmálamennirnir sjá það hins vegar ekki. Þeir sjá aðeins að nú sé tími til að kaupa sér atkvæði því annars gætu þeir misst vinnuna. Hvernig svo sem kosningarnar fara verða þær gleðilegar, þó ekki fyrir annað en þá verður örlítið hlé á eyðslunni. Skattgreiðendur geta þó ekki fagnað lengi. Alþingiskosn- ingar fara fram að ári og miðað við stöðu stjórnarflokk- anna í skoðanakönnunum mun það reynast skattgreið- endum dýrt að greiða fyrir atkvæði til þeirra. Það er því tvöföld ógæfa framundan, sveitarstjórnar- og alþingis- kosningar. Það er flestum orðið ljóst fyrir löngu að taumlausir at- vinnustjórnmálamenn eru vandamál. Fram hafa komið hugmyndir um að setja í lög að þeim sé óheimilt að eyða umfram efni. Ef þeir vilja kaupa sér atkvæði með fé úr borgar- eða ríkissjóði verði þeir að tapa jafn mörgum at- kvæðum með því að leggja á nýja skatta. En vandinn við atvinnustjórnmálamenn er ekki aðeins bundinn við eyðslu þeirra úr almannasjóðum, sjálfum sér til hagsbóta. Jamaní fursti, fyrrum olíumálaráðherra Saudí Arabíu, sagði einhverju sinni að það væri varla hægt að tala um pólitík við vestræna stjórnmálamenn. Þeim væri fyrirmunað að horfa til framtíðar. Þeir sæju aldrei lengra en fjögur ár fram í tímann. í Saudí Arabíu hefur sama konungsættin setið að völd- um megnið af öldinni. Sú ætt er reyndar enginn effirbátur vestrænna stjórnmálamanna í að nota sér fé úr ríkissjóði sjálfum sér til hagsbóta. Það má þó segja konungunum það til bragabótar að þeir fara ekki dult með að þeir telji ríkissjóð til sinnar einkaeignar. En lifnaðarhættir konungsættarinnar í Saudí Arabíu dregur engan brodd úr ummælum Jamaní. Það er engu minni sannleikur á eftir að þau mál sem skipta framtíðina mestu máli eru flest óafgreidd á Vesturlöndum á meðan smærri mál, tískumál og dellumál fá mikinn tíma eða skjóta afgreiðslu vestrænna atvinnustjórnmálamanna. Hér er ekki ætlunin að mæla konungsríkjum bót. Hins vegar er ljóst að fínna þarf raunhæfa leið til að hemja eyðslu stjórnmálamanna sem nýta fé skattborgara til að kaupa sér atkvæði. Og það þarf að finna lausn á því hvern- ig hægt er að fá vestræna atvinnustjórnmálamenn til að leysa úrlausnarefni sín með framtíðarhagsmuni þjóðar- innar í huga í stað tímabundinna eigin hagsmuna. © Ritstjórn og skrifstofur Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. HÚN SEQIR HANN SEQIR Sögulegt tœkifœri Ég er ein þeirra fjölmörgu sem fagna þvi að sameinaður listi minnihlutaflokkanna býður fram við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Tilgangurinn er að mínu mati ekki aðeins sá að fella núverandi meirihluta heldur að koma þeim málum að sem flokkarnir hafa barist sameiginlega fyrir undan- farin ár, en án árangurs. Mér finnst reyndar tími til kominn að Sjálfstæðisflokkurinn fái hvíld frá valdastólunum, tíogu lengi hafa þeir vermt þá ef undan eru skilin þessi fjögur ár frá 1978- 82. Eins og skynsamur maðiir benti á þá minnir Sjálfstæðisflokk- urinn um margt á kínverska kommúnistaflokkinn, hann bend- ir nú allt í kringum sig, ber sér á brjóst og segir: Sjá, þetta eru nu'n verk, þessu hef ég komið í verk, ég er svo góður að fólkið þarf ekkert annað, án mín væri hér ringulreið og fólkið verr sett en nú. Eins og Kínverjar þekkjum við Reykvík- ingar vart annað ástand en það að Sjálfstæðismenn ráði hér öllu sem þeir vilja og geti komið því í verk sem þeir kæra sig um. Og um það snýst meðal annars þessi kosn- ingabarátta, fjöldi borgarbúa er ekki sáttur við forgangsröð Sjálf- stæðisflokksins, vinnubrögð og helstu baráttumál. Núverandi borgarstjóri rembist eins og rjúp- an við staurinn við að telja okkur trú um að undir stjórn hans verði forgangsröðin allt önnur því að hans mati eru fjölskyldumálin hörðu málin. Orð hans á blaða- mannafundi með fýrrverandi borgarstjóra um að nú gæti hann látið drauma sína rætast settu að mér hroll, ekki af því að mér finn- ist draumar hans vera martröð heldur af því að það staðfestir þann grun rninn að borgarstjór- inn ráði öllu, hinir borgarfulltrú- arnir geti gleymt draumum sínum og gildir þá einu í hvaða flokki þeir eru. Það er aðeins rúm fyrir drauma eins manns í einu á þeim bæ og því kannski ekki að undra að það komi þeim spánskt fyrir sjónir þegar fjöldi fólks er tilbúið til að reyna að samræma drauma sína og finna leiðir til að láta sem flesta þeirra rætast. Sjálfstæðismenn hamra á því að hér sé um samsuðu ólíkra flokka að ræða og þrástagast á því sem af- laga fór þetta eina kjörtíma- bil sem vinstri menn „réðu“ borginni. Þeir kjósa að líta fram hjá því að minnihluta- flokkarnir hafa átt mjög gott samstarf und- anfarin ár og efu vel undir- 7búnir fyrir enn nánara sam- starf að lokn- um kosning- um. Sú vinna ' er nú þegar unnin og því hægt að hefjast handa strax. Og það virðist fara óskaplega fyrir brjóstið á þeim hve Ingibjörg Sólrún nýtur mikils trausts þvert á allar flokkslínur, á sama tíma og þeir sjálfir hafa ekkert sameiningar- tákn, hvorki innan flokks né utan. Deilur þessara flokka í landsmál- um snerta lítt málefni borgarinn- ar, enda verður vart séð að deilur þeirra á þingi séu meiri, en inn- byrðis deilur í Sjálfstæðisflokkn- um á sama stað. Reykjavíkurlist- inn býður upp á einstakt tækifæri til að breyta lokuðu og ólýðræðis- legu stjórnarfari í borginni og breyta áherslum og vinnubrögð- um. Vilji menn það er R-listinn eini kosturinn. O Nýju fötin keisarans dulbúna Framboð Reykjavíkurlistans Þá er hann loksins kom- inn! R-listinn, r i s t i 11 i n n , Rauði listinn, Rotþróin, Reykjavíkurl- istinn eða hvað menn vilja kalla hinar pól- itísku flótta- mannabúðir vinstrimanna í Reykjavík. Og hvílík von- brigði! Annan eins 1 söfnuð af af- dönkuðu vinstraliði hefur maður ekki séð í háa herrans tíð. Og þrátt fyrir að ég geti stundum verið afar trúgjarn ungur maður, á ég ómögulegt með að trúa því að við það eitt að þetta fólk sameinist á einn lista gangi það í endurnýjun lífdaga, fari skyndilega að fá snjall- ar hugmyndir, gangi vel að fram- kvæma þæp og nái af sér klúðurs- stimplinuþi, sem það hefur komið sér upp á undanförnum árum. Það er líka athyglisvert að iíta yfir þann jarðveg, sem frambjóð- endur R-listans hafa vaxið úr. Langflestir þeirra (með undan- tekningunni Sigrúnu Magn- Úsdóttur) koma nefnilega úr hinum opinbera geira. Þetta er fólk, sem er vanara því að eyða fé skattborgara, en að vera í hlut- verki skattborgaranna sjálfra. Þetta er fólkið, sem lýsir íjálglega framkvæmdagleði sinni, en hversu margir á listanum hafa staðið í framkvæmdum, þurft að taka áhættu og axlað ábyrgð? Ekki svo að skilja að opinberir starfsmenn séu ónothæfir í kjörnum embætt- um, en maður hefði altént kosið að listinn væri ekki alveg svona einlitur. Þegar lesin er stefnuyfirlýsing Reykjavíkurlistans er ein tilfinning öðrum fremur sem sækir á lesand- ann. Það er syfja. í yfirlýsingunni er aðeins að finna almennt hjal á borð við að listinn vilji „leggja sitt af mörkum til þess að skapa öryggi og góðar ytri aðstæður í daglegu lífi fjölskyldnanna" eða að „félags- leg þjónusta og aðhlynning standi öldruðum til boða þegar þörf er á \ eða að „endurskoða rekstur og stjórnkerfi borgarinnar með það fyrir augum að gera hvort tveggja hagkvæmara en nú er“. Þetta hefði Árni Sigfússon eins getað skrifað ef hann hefði ekki talið það svo sjálfsagt að það þyrfti ekki að orða það fremur en að æskilegt væri að á næsta kjörtímabili yrði betra veður í Reykjavík. En auðvitað fínnst vinstraliðinu á R-listanum nauðsynlegt að taka allt þetta fram. Það verður að tjalda því sem til er, og það var einfaldlega ekki svo margt, sem þetta fólk gat komið sér saman um þó það tæki sér vægast sagt tím- ann til þess. En þó það hafi haít nægan tíma fram að þessu þá er ljóst að sams konar tími er ekki til umráða fyrir meirihluta borgar- stjórnar hver sem hann er. Eða ímyndar sér einhver að þegar nýr vandi blasir við, að þetta fólk komi sér santan um merkilegri hluti en finna má í stefnuyfirlýsingunni? 'R-listinn snýst nefnilega ekki um stjórn borgarinnar, málefna- baráttu eða venjulega pólitík. Hann er samansafn valdagráðugs fólks, sem gerði sér grein fyrir að borgarbúar kysu það aldrei svo lengi sem það kæmi til dyranna eins og það væri klætt. Og þá var gripið til dulbúningsins, sem von- andi reynist jafn vel og nýju fötin keisarans. © 10 FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.