Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 24.03.1994, Qupperneq 35

Eintak - 24.03.1994, Qupperneq 35
Finnst þér að Véstfirðir eigi að fá 300 milljónirnar? Sigbjörn Gunnars- son þingmaðurAI- þýðuflokks í Norður- landskjördæmi eystra: „Mér finnst að allir eigi að sitja við sama borð og það er vissulega nauðsynlegt að grípa til aðgerða iþeim erfiðleikum sem nú er við að etja. “ Rannveig Guð- mundsdóttir þing- maður Alþýðuflokks i Reykjaneskjördæmi: „Já, ég stend með þeirri ákvörðun og er mjög ánægð með að hugað hafi verið að úrbótum fyrir Vestfirði. “ Árni Johnsen þing- maður Sjálfstæðis- flokks i Suðurlands- kjördæmi: „Ég tel eðlilegt að lið- sinna Vestfirðingum en aðrir iandsmenn þurfa að sitja við sama borð og þeir. “ Jón Kristjánsson þingmaður Fram- sóknarflokks i Aust- urlandskjördæmi: „Já, mér finnst að ástandið þar sé þann- ig að þeir eigi að fá þær. Hins vegar er ég ekki alveg sáttur við það hvernig að þessu er staðið. “ Hvað með þitt kjördæmi? Sigbjörn Gunnars- son þingmaðurAI- þýðuflokks í Norður- landskjördæmi eystra: „I mímu kjördæmi er við ámóta erfiðleika að etja og á Vestfjörðum. Eins og ég hef áður sagt eiga allir að fá að sitja við sama borð. “ Rannveig Guð- mundsdóttir þing- maður Alþýðuflokks í Reykjaneskjördæmi: „Mér hefur oft fundist að mitt kjördæmi nyti minni stuðnings Byggðastofnunar en mörg önnur og þá sérstaklega Suðurnesin sem virðast hvorki til- heyra Reykjavik né landsbyggð- inni. Á sfðasta ári var reynt að gera úrbætur í þeirra málum og kom fjármagnið úr sjóðum sveit- arféiaga sem og frá ísienskum aðaiverktökum en ekki úr opin- berum sjóðum eins og margir hafa haldið. Það verðurað sjálf- sögðu að athuga ástand Reykja- ness eins og annarra byggðar- laga. “ Árni Johnsen þing- maður Sjálfstæðis- flokks í Suðurlands- kjördæmis: „Það eru full rök og ekki síðri í sambandi við fyrirtæki og byggðir i mínu kjördæmi að sinna því á nákvæm- lega sama hátt og gert er ráð fyrir með Vestfirðina. Annað er því óá- sættanlegt en að allir landsmenn sitji við saman borð. “ Jón Kristjánsson þingmaður Fram- sóknarflokks í Aust- urlandskjördæmi: „I mínu kjördæmi er ástandið víða svipað og á Vestfjörðum. Þeim sjávarút- vegsfyrirtækjum gengur bærilega sem hafa loðnu en önnur eru ekki betur sett en þau á Vestfjörðum. Mér finnst full þörfá að aðstoða fólk víðar á landinu og meðal annars í mínu kjördæmi. Ef menn ætla hins vegar að snúa fólks- fióttanum við sem hefur verið frá Vestfjörðum er þetta ráðið því hann hefur verið meiri þaðan en frá öðrum landshlutum. “Q QBjörk ú undan Tom Hanks til íslands Q Hverfisgrein lífgar við þjóðemiskennd íbúa Blesugrófar QFimm ára vinir Dóra halda upp á afmœli í Turnhúsinu Eins og kunnugt er af fréttum kemur nýbakaður Óskarsverðlauna- hafi TOM HANKS í Bláa Lónið með stjörnu Ijósmyndar- anum ANNIE LIEBOWITZ til myndatöku fyrir maíhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair. í kvöld kemur hins vegar BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR í sama tilgangi til íslands en með henni í för eru Ijósmyndari og blaðamaður frá Lundúnarblaðinu Sunday Times. Fyrirhugað er að myndatakan fari fram fyrir austan fjall og mun Björk fara beint út úr bænum til að verjast ágangi fréttamanna og rjúka strax aftur til London eftir að erindi hennar er lokið... að gleður alitaf sálir blaða- manna þegar skrif þeirra verða samheldni og menn- ingarstarfsemi í samfélaginu til heilla. Við höfðum áhyggjur af því hjá EINTAKI að greinin um hverfin í borginni yrði til að efla ríg og þrætur á milli þeirra. Þvert á móti hefur greinin orðið hvatning að því að gamlir borgarkjarnar eru nú að húrra sig saman. Til okkar kom El- RÍKUR RAFN MAGNÚSSON, eig- andi Smíðagallerísins, og sagði að í vor væri fyrirhugað mikið gilli í Rafveituheimilinu við Elliðaár fyrir núverandi og fyrrverandi íbúa í Blesugrófinni. Grillað verður í hólmanum og margt annað gert sér til skemmtunar og eru þátt- tökutilkynningar farnar að berast víðs vegar að af jarðarkringlunni. Þeir sem vilja afla sér frekari upp- lýsinga um átthagafögnuðinn er bent á að hafa samband við Eirík í Smíðagalleríinu... Ragnheiður og Bergljót Davíðsdætur aðstoða fólk við að koma hugsun sinni á blað „Minningargreinaskrif eru eins og hvert annað blaðamannaverk- efni þar sem upplýsinga er aflað og síðan skrifað eftir óskum viðskipta- vinarins," segir Ragnheiður Dav- íðsdóttir sem stofnað hefur íyrir- tækið Stílbragð ásamt systur sinni Bergljótu. Þær bjóða fólki upp á aðstoð við að skrifa alls kyns grein- ar og þar á meðal minningargrein- ar. „Oftast eru þeir sem til okkar leita með mótaðar hugmyndir um það hverju þeir vilja koma á fram- færi í greininni. Okkar hlutverk er þá að búa minningargreinina í rétt- an búning til að hún geti birst í blöðunum," segir Ragnheiður. „Við heitum viðskiptavinum okkar að sjálfsögðu algjörum trúnaði. Þeir eru líka oft syrgjendur og þá þarf að sýna þeim tillitsemi og nær- gætni.“ Ragnheiður er ekki á því að minningargreinar séu fátt annað en væmnar mærðargreinar. „Ég lít á minningargreinar sem ákveðna sagnfræði," segir hún. „Ég les sjálf flest allar minningargreinar sem birtast í blöðunum og er orðin Stflbragð í minningar- greinum margs vísari um ættir og uppruna Islendinga af þeim lestri. Svo er það undir greinarhöfundi komið hversu tilfinningarík hún á að vera. Málfar viðkomandi verður að halda sér að ákveðnu marki þó við færum þetta í endanlegan búning. Við er- um að sjálfsögðu ekki hinn eigin- legi greinarhöfúndur." Ragnheiður hefur orðið vör við að hefðin í minningargreinum hafi breyst eilítið á síðustu árum. „Sú tilhneiging er nú komin upp að fólk skrifi minningargreinar um mjög nána ættingja sína. Þær hafa jafnframt styst og þeim fjölgað. Oft les maður tíu greinar urn eina manneskju og þær segja margar hverjar það sama,“ segir Ragnheið- ur. Hún segir fulla þörf vera á fyrir- tæki á við Stílbragð því fólk skorti oft hæfileikann til að koma hugs- unum sínum niður á blað. „Margir hafa leitað til okkar systra gegnum tíðina til að biðja okkur að lesa yfir greinar fyrir þá. Oft hefur komið í ljós að þurft hef- ur að endurskrifa greinarnar. Fólk veit hvað það ætlar að skrifa en vantar þjálfun og reynslu til að koma því frá sér. Við tökum að okkur hvað eina sem fólk þarf að láta skrifa eins og til dæmis bréf til opinberra stofn- ana. Þau þurfa að vera sérstaklega vel orðuð og skilmerkileg. Það er eins með blaðagreinar. Marga lang- ar að skrifa í blöðin, vita hvað þeir ætla að segja en kunna ekki að koma því að í grein. Helsta vanda- málið er að skilja kjarnann frá hisminu. Fólki hættir jafnframt til að endurtaka sig, hafa setningar alltof langar og að nota talmál sem hentar ekki alltaf í skrifuðu máli. Við lesum líka yfir greinar fyrir fólk, leiðréttum þær og lögum mál- far,“ segir Ragnheiður að lokum.0 Vinir Dóra halda fimm ára af- mælistónleika á laugar- dagskvöidið kl. 20:00 í Turn- húsinu sem er nýr skemmtistaður að Tryggvagötu 8. Staðurinn er á tveimur hæðum og á neðri hæð- inni er stefnt að því að hafa sem mest af lifandi tónlist. Kombo El- lenar mun spila þar á föstudags- kvöld en á sunnudag verður skipt um gír og djassað fram eftir kvöldi með Smuröpunum... TÆKI VIKWNNAR Tæki vikunnar Undratæki þessarar viku er hrotubaninn frá banda- risku verslanakeðjunni Sharper Image. Flestir þekkja hvað hroturgeta verið hvimleiður fylgifiskur svefns, en hér er lausnin fundin. Hrotubaninn er spenntur um úlnliðinn, en hann hefur innbyggðan hrotuskynjara. Þegar hann nemur hinar óæskilegu hljóðbylgjur fer hann að titra, en þessi truflun dugir til þess að hrjótandinn hættir hrotunum og finnur sér nýja svefnstellingu. Apparatið kostar tæpar 5.000 krónur og er hægt að panta simleiðis í sima 901-415-445 6100. ÉQ VEIT PAÐ EKKI EFTIR HALLGRÍM HELGASON Fjarstýrður heimur Ég veit það ekki...hvað maður er að pæla. En maður er víst kominn með kapal. Morgun einn á dögun- um vaknar maður við það að svart- ur maður knýr á dyr og vill leggja kapal og næstu daga liggur maður fyrir kapal. Le Cable. Kapall sem aldrei gengur upp. Þrjátíu nýjar stöðvar í sjónvarpstækinu og mað- ur gerir ekki annað en að sappa á milli með fjarstýringunni. Á milli TFi, CNN, RAIUNO, BBC, MTV, og EUROSPORT. Maður er kom- inn í samband. Við umheiminn. Sem snýst á skjánum í kynningarló- gói CNN World Report. Jörðin okkar ástsæl fjarstýrð fósturjörð snýst í bláum geimi sem...handtaki síðar breytist í litla golfkúlu á miðj- um Flórídaskaga sem rúllar um grænan geim og ofan í svarta holu hvar ...Meatloaf sjálfur býr í reyk og myrkri og birtist: Uppvakningur úr rokksögunni, kominn með aukaenni af rokkdvalanum og kyrj- ar „I would do anything for lo- ve“umvafinn bjútíbombum sem springa...á Gaza-svæðunum og valda gastárum í augum palest- inskra unglinga að baki frétta- manns BBC sem beygir sig...fyrir norskum elg sem kemur glæsilega valhoppandi með hornin sín miklu út úr grenirjóðri í fræðslumynd um Þelamörk, valhoppandi um grunna skógartjörn, með plaski, endur- sýndur hægt en tignarlega...í lands- liðsbúningi Mali upp kantinn á íoo.ooo manna velli höfuðborgar- innar og“skoraaar“ Mine o mine!" hrópar malískur kvenþulur á van- þróaðri ensku og allt ætlar um koll að keyra undir hálfskýjuðum afrískum himni í beinni útsend- ingu. Mali-Uganda í-o og her- mennirnir gleyma sér snögglega á verðinum og hlaupa inn á völlinn til að fagna markinu, faðma skorar- ann sem stígur dans...í gömlu víd- eói með Arrested Development, „Revolution“úr myndinni um Malcolm X með Denzel Washing- ton í aðalhlutverki. Hann brosir breitt úr ræðustól í Harlem 1959 yf- ir salinn fullan af...frönskum laga- nemum frá Poitiers með blásið hár á stuttermabolum að reyna að krækja sér í snöggan aukapening með því að svara spurningunni „Hvað hét afi Napóleons?, þið fáið fimmtán sekúndur“ áður en Berl- ínarmúrinn fellur einn ganginn enn fyrir þó fremur kurteislegum orðum Warrens Christophers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem situr fyrir svörum með nefið örlítið bjagað vegna þess að það er sent út í gegnum gervihnött, frá Moskvu, hann ræskir sig fyr- ir...klæðskeranum kunna Karli Lagerfeld sem sveiflar blævæng fyrir sólgleraugum baksviðs á tíku- sýningu í Louvre á tali við Robert Altman í miðjum tökum nýrrar kvikmyndar og Sophia Loren í baksýn að...auglýsa „the phona- menal Easy- phone“ sem er nýjung á alþjóðlegum markaði og límist „...ther is a lot ofhippókrisy go- ing on in Æceland, lott ofsnobb- erry in the arts, pípul think they are very...serios sjálf krafa eyra manns þannig að hendur geta áfram valsað um tölvuborð á meðan talað er við...þjálfara franska kvennalandsliðsins í badm- inton, hann minnir á Alfreð Þor- steinsson með barta og hann...leiðist hönd í hönd með Glen Close út úr Húsi andanna og...upp á hótelherbergi á Beni- dorm þar sem Engina Morales og John Love eiga í fremur kæruleysis- legum aftanfrá-samförum og John heldur á vélinni, super VHS, og beinir henni í spegilinn þar til hann réttir hana...Paul Cook, fyrrver- andi meðlim bresku pönkrokk- hljómsveitarinnar Six Pistols sem nú er orðinn biturt gamalmenni á dúnúlpu í kaldri og þröngri vetrar- götu í Soho. Hann blæs kuldareyk úr nösum og út úr mekkinum stíg- ur...þýska síbrosandi súoermódelið Claudia Schiffer í kjól eftir þyb- binn Christian Lacroix á catwalk- inu í Louvre þar sem fimmhundr- uð hungraðir ljósmyndarar láta ljósdæluna ganga í...fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni þar sem meðal a n n a r s var...hægt að borga fyrir dvölina bæði með Visa og American Express, númer- ið fyrir Pólland er 02 565 43567, fyr- ir Slóvakíu...yfir Tyrklandi er hæð sem hreyfist hægt norður yfir Svartahaf og má búast við smáskúr- um við suðurströndina þegar líða fer á daginn, við skulum þá líta á Asíukortið. Veðurhorfur næsta sól- arhring...í andliti Davids Cop- perfields, amerísks töframanns og milljónamærings, (og tilvonandi eiginmanns Claudiu Schiffer) eru i stuttu máli þær að „Við erum ekki enn búin að ákveða brúðkaupsdag- inn, ég geri ráð fyrir að foreldrar okkar fái að vita það áður en...Serb- ar gangi að kröfum Evrópubanda- Iagsins og hörfi með lið sitt...af heimili söngvarans Holly John- sons í Lundúnum þar sem hann talar undir hatti um „living with 1 1 D Z >- 5 3 aids“ og nýútkomna ævi- sögu sína. Á veggjunum gefúr meðal annars að líta málverk eftir hann, sem gæti helst verið eftir Sigurð Þóri, þ.e.a.s. ef hann hefði verið í...kaþólskum drengjaskóla á Bret- agne fýrir stríð ásamt...Derrick...og Judy Blame sem kann best við að vinna með „strong beautiful wo- men like Björk“ sem...situr svart- hvít á stól í parísku stúdíói umvafin franskri kven-döbb-rödd eins og þokuslæðu en inn í henni er hún að tala ensku með íslenskum hreimi „...ther is a lot of hippókrisy going on in Æceland, lott of snobberry in the arts, pípul think they are very...seríos! Seríos! hrópa belgísk börn á...Hilton-hótelinu í Quatar. Quatar. Einhvern veginn endar allt í Quatar. Og víst er að heimurinn snýst einnig þar, inn á Hilton-hót- elherbergjunum líkt og í 9. holunni á sólskeindum golfvelli á miðjum Flóridaskaga þar sem Meatloaf er enn að kyrja „I would do anything for...Off. 0 FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994 35

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.