Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 14
Mér fannst Spörri vera sérstakt gælu- nafn. Ég heyrði það fyrst árið 1988 í New York og Spörri ætlaði að hitta okkur í litlu Italíu. Mér var líka sagt að hann vissi allt um næturlíf New York enda hafði hann unnið sem bar- þjónn á ekki ómerkari stöðum en Studio 54 og Milk Bar. Þess fyrir ut- an hafði ævi hans verið ævintýri líkust! Þegar minnst var á Spörra var ekki laust við að einhver virðingar- tónn heyrðist. Spörri heitir Þröst- ur Óskarsson og hefur búið í New York í næstum því 17 ár. Eins og með svo marga aðra þá ætlaði hann ekkert til New York heldur til Ástr- alíu en það datt uppfyrir. Þess í stað byrjaði Ameríkudvöl hans í Boston þegar hann var 19 ára gamall. Fór út sem forvitinn, ekki hommi „Þar vann ég fyrst sem húshjálp fyrir ríka gyðingafjölskyldu við að taka til og passa þrjá krakka. Ég byrjaði smám saman að fíla að vera í Boston og vann ýmsa vinnu eins og í þvottahúsi og að steikja ham- borgara á búllu sem var máluð eins og klippt út úr teiknimyndinni Gula kafbátnum þeirra Bítlanna. Snéri við hamborgurum daginn út og inn. Og ég komst líka inn í leik- listarskóla þó ég væri næstum mál- laus á enskri tungu. Ég vann síðan við skógarhögg og bjó einn úti í skógi í tjaldi. Einn dag kom ég að tjaldinu og þá var þar allt á floti í 50 sentimetra vatni vegna flóða. Ég var með nokkra dollara í vasanum og ég ákvað að fara burt. Skilja bara allt eftir. Greyhound rútan stoppaði síðan á Central Station á 42nd Street og þá var ég allslaus nema með 14 dollara enn eftir í vasanum og eins og kaninn segir: „and I couldn’t care less“. Það eru sex ár síðan við hittumst fyrst. En það er ekkifyrr en nú sem ég hef færi á því að pumpa Spörra um ævi hans í New York, ævi sem er svo ævintýraleg að þeir sem til þekkja setur hljóða. „Ég hef alltaf haft þessa útþrá, verið forvitinn, en það er ekki vegna þess að ég er hommi í leit að öðrum lífskilyrðum erlendis." Ég er nú ekki bara að tala við þig, Spörri, vegna kynhneigðar þinnar. „Það voru alltaf einhver vand- ræði í kringum mig á Islandi. Ég man eftir því að ég og vinur minn Trixie Delíght, blessuð sé minning hans, var kastað reglulega út af skemmtistöðum borgarinnar því við vorum að dansa saman. Dans- gólfið tæmdist alltaf þegar við tveir strákarnir byrjuðum að bömpa eins og þá var í tísku. Við Trixie stofnuðum síðan Ice- landic Hospitality sem voru fyrstu gay-samtök hér á landi." Frá Buxnakiaufinni til Manhattan Ein vinkona þín sagði mér, að meðan þú varst að vinna í Buxna- klaufmni hefðu hún og fleiri komið til að horfa á þig af því að þú varst svo sœtur? „Ég tók nú ekki eftir því en það var vinnan mín allan daginn að renna upp rennilásnum hjá stelp- um því þessar níðþröngu gallabux- ur voru í tísku. Stelpurnar þurftu að leggjast á gólfið til að smokra sér í þær og halda saman með báðum meðan ég renndi upp. Annars var þetta nú ekki eina djobbið mitt á Islandi. Ég hætti í skóla og fór á síldarvertíð. Mér fannst æðislegt að sjá alla þessa nýju staði, jafnvel þó það væri bara Leirvík. Standa frammi í stefni og horfa á strendur Noregs á leið okk- ar á miðin. Ég rótaði líka fyrir Stuðmenn á þeirra fýrsta túr um landið." En hvað gerðir þú með 14 dollara, allslaus, á Manhattan? „Ég hitti strax svona fína „escort“ hóru og hún bauð mér að búa hjá sér úti í Queens. Það var síðan hún sem reddaði mér djobbi á veitinga- stað, sem var yfirfullur af gargandi drottningum." Og þar með var barþjónaferillinn haftnn? „Ekki alveg, því ég fékk atvinnu- tilboð í gegnum vin minn í Boston að gerast garðyrkjumaður á óðals- setri Luis Marx upp í Scarsdale. Hann var stærsti leikfangaframleið- andi Bandaríkjanna. Hann var moldríkur en bjó eins og einsetu- maður í sjálfskipaðri einangrun. Hann var eins og Howard Hughes með langar neglur, sítt hár og skegg. Þarna þurftum við tveir garð- yrkjumennirnir að snyrta grasflöt- ina og limgerðin og runna á þessari stóru lóð. Hann var erfiður í um- gengni. Og var alltaf að reka staffið sitt. Hjúkkurnar og íæknarnir fuku hraðar til hægri og vinstri en grasið óx sem við áttum að slá.“ Á VIP- barnum á Studio 54 Fékkst þú starfsfrið? „Einn daginn var ég að snyrta til einhverja runna beint fyrir framan óðalið, þá byrjaði ég að klippa af ein- hverjum ástæð- um sem ég veit ekki, brosandi andlit, „smile" merkið í runn- ana og var næst- um því búinn með alla runn- ana þegar karl- inn sjálfúr birtist úti fyrir ffaman. Ég bjóst við hinu versta nema að gamli karlinn byrjar bara að skelli- hlæja. Eftir þetta urðum við ágæt- ir kunningjar. Við töluðum oft saman. En ég var bara þetta sumar hjá honum. Síð- an þegar ég kom aftur til Man- hattan hélt ég áffam að vinna á börum og rest- auröntum. Þegar Studio 54 var opnað aff- ur sótti ég um starf. Þá þurfti ég að fara í viðtal við Rebelle og Calvin Klein. Calvin sat fyrir aftan speglagler svo hann gæti virt umsækjend- ur fyrir sér án þess að við gæt- um séð hann. Ég fékk djobbið.“ Hittir þú ein- hverja fræga, Spörri? „Ert þú ein- hver asni, Einar? Ég vann efst uppi á VIP barn- um. Þetta voru efstu svalirnar í húsinu. Það komu allir þang- að upp, það er að segja ef þeir voru frægir. Þeir komu upp brunastigann svo þeir þyrftu ekki að fara í gegnum hóp venjulegra gesta. Þarna voru allir sem voru eitthvað og vildu láta vita af sér í New York. En ég var ekkert að reyna að um- gangast þetta fræga fólk. Ég var bara þjónn, bötler, sem var að þjóna þeim.“ Var eitthvað upp úrþessu að hafa? „Ekki vann ég kauplaust. Það var vinsælt að gefa kókaín í þjórfé. Þá var það lagt fyrir aftan öskubakk- ann á barnum fyrir framan mig. Ég held að ég hafi farið frekar illa út úr þessu sniffi.“ Þú hlýtur þá að hafa verið á fínu kaupi eða að þú varst svona góður. „Það var settur skammtur af dópi inn í fatageymsluskáp starfs- manna sem var ætlast til að starfs- menn neyttu svo þeir væru temmi- lega hátt uppi þegar þeir afgreiddu kúnnann. Eg hætti þarna þegar eig- endurnir heimtuðu að ég væri ber að ofan og væri smurður í einhverri olíu. Ég hef aldrei verið í þessum „kissing-ass“ bransa. Eftir þetta vann ég á Milk Bar sem var að verða heitasti barinn í New York. Hann var öðruvisi. Þar komu kúnnamir og sátu við barinn og kjöftuðu við mann. Ég man sér- staklega eftir Joe Strummer úr Clash. Hann sat þarna, rúllaði sínar jónur og ræddi málin.“ Þessi litla mynd fyllti út í heila opnu og farið fögrum orðum um barinn.“ Spörra telst til að hann hafi unnið á um rúmlega 40 stöðum á Man- hattan. Nœturvinnan tók sinn toll. Og hann varð leiður á þessu klúbba- og næturlífi. Eg held að Spörri geti sagt óteljandi sögur af geggjuðum nóttum og villtu fólki í New York. Vinir hansgefa það að minnsta kosti Þröstur Oskarsson - Spörri - hefur lifað í New York í sautján ár, unnið þar á heitustu skemmtistöðum borgar innar og lifað hátt. Hann er með HlV-veiruna og hefur veikst af eyðni. Einar Örn Benediktsson ræddi við Spörra um lífið, ástina, kynlífið og dauðann. Endaði á einhverju flippi Toppurinn í glamúr og næturlífi New York borgar og Spörri var beint í miðjunni. Sama miðja og við lesum um í Fólk í Fréttum. Sagan segir að Spörri hafi verið kosinn einn af tíu bestu barþjónum borgarinnar. Þeir sem hafa séð hann í aksjón eru ekki í neinum vafa. En erþetta satt? „Málið hjá mér er að það var þetta innræti mitt frá Islandi að vinna og vinna vel. Hafa vinnuna skipulagða og það er bara það sem ég gerði. Ég var ekki að pósa eins og svo margir og...“ En varstu kosinn einn af þeim bestu? „Ég var að vinna á The Milk Bar og það var tekin mynd. Ég hélt að þetta ætti að vera einhver smá- mynd. Það hringir síðan í mig vin- ur seinna og spyr hvort ég hafi séð the Village Voice blaðið. Og mynd- ina. Ég sagði nei. Síðan sá ég blaðið. í skyn. Enda stærir þessi borg sig af því aðfara aldrei að sofa. Aldrei nein leiðindi. Mér heyrist líka á Spörra að honum hafi ekki leiðst. „Ég var og er forvitinn. Ég vildi alltaf breytingar og var óhræddur við þær. Ég var með mína eigin hljómsveit sem æfði reglulega. Síð- an var ég í leiklistarskóla. Ég þurfti pening til að halda þessu við. Þess vegna var ég Iíká óhræddur við að reyna ný störf svo ég gæti sinnt til dæmis hljómsveitinni. Ég þurfti líka að svala forvitninni og kynnast mannlífinu og því kynntist ég vel sem barþjónn. Ég var kærulaus um daglega hluti en mér leið samt vel þó ég ætti kannski hvergi heima eða það væri kannski nýbúið að kasta mér út. En síðan endaði ég á einhverju flippi. Kærulaus um allt. Ég bjó í Brooklyn og gat horft á Manhattan í fyrsta skipti úr fjarlægð. Þá fékk ég veiruna í mig. Mig grunaði eitthvað, fannst eitthvað vera á sálinni.“ Grátur partur af hreinsuninni Þegar við hittumst fyrst 1988, var hann nýgreindur sem HlV-jákvæður heima á Islandi. „Ég fór í háskólann því ég var með bólgur í tannholdinu. Og ég vildi athuga hvað þetta var. Það er síðan hringt í mig og mér sagt að blóðið mitt sé óhreint. Ég hreinsaði þetta fýrsta áfall með því að ganga um bæ- inn og auðvitað grét ég líka. Partur af hreinsuninni. Ég hringdi upp á Keldur til að reyna að fræð- ast aðeins meir. Prófessorinn þar fullvissaði mig um að ég hefði í það minnsta tvö góð ár í viðbót. Og síðan sagði hann að einu sinni hafi hann sprautað 10 kindur með mæðuveiki, níu hefði dáið en ein hefði orðið ellidauð!“ Átti hún við að við deyjum öll á endanum? „Ég var alltaf að leita að ást- inni. Það rak mig áffam. Og ég hélt að ég gæti nálgast hana í gegnum kynlíf.“ Þetta var fint kvöld á þessum mafíósa veit- ingastað í miðri litlu Ítalíu árið 1988. Ég heyri af Spörra nœstu ár, etin í New York. Við hittumst næst í reykher- berginu á 10. hæð á Borgar- spítalanum. Fagnaðarfundir eins og bestgetur orðið hjá sjúk- lingum. Spörri er að jafna sig eftir að hafa flogið heim nær dauða en lífi af vóldum berkla. Hvað gerðist? „Það fór allt í köku, allt í einu. Og það byrjaði með þessum berklum. Ég hugsaði ekki beint um þessa berkla þá, byrj- aði ekki strax að reyna að ná mér eftir þau veik- indi. En núna hef ég breyst. Ég er byrjaður markvisst að því að ná heilsu aftur. Ég reyni að skipuleggja mig betur. Samt er mitt gamla kæruleysi enn til staðar. Það hefur hjálpað mér í þessum veikindum. En ég hef líka uppgötvað nýja hluti. Áður setti ég bara mína vængi út og flögraði um. Svaf hvar sem var ef ég var húsnæðislaus, á subbuhóruhótelum með skotgöt- um í veggjum ef því var að skipta. En mér leið vel. Það var ekki minn metnaður að eiga potta og pönn- ur.“ Búinn að finna ástina En hver er breytingin? Keyptirðu þér pott? „Eg er búinn að finna ástina. En það er búið að taka langan, langan tíma. Ég fann hana loks með Don. Ég bý núna með honum og ég á jafnvel tvo hunda. Fyrir mér er þetta nýtt, því ég vildi aldrei eiga neitt. Nú á ég þetta með einhverj- um öðrum. Don veit að ég er með alnæmi. Við vorum rétt búnir að kynnast þegar ég var greindur jákvæður. En þegar við horfúmst í augu og hann segir „við erum fjölskylda og við verðum alltaf saman,“ þá veit ég að ég er ekki einn. „Þetta er ekki endirinn. Þetta er auðvitað barátta, en hún þarf ekki að vera eitthvert blóðugt stríð. Ég er ekki hættur að lifa. Eg er stopp núna því ég þarf að díla við þetta, eitthvað sem ég gerði ekki fýrir þremur árum. Eg er byrjaður að teikna því ég vil skilja eitthvað eftir mig. Ekki bara pina colada. Önæmiskerfið er orðið veikt og ég verð að vinna með því á jákvæð- an hátt. Fjölskylda mín hefúr staðið eins og klettur með mér, læknarnir hérna eru frábærir svo og allir mín- ir vinir. Enginn hefur enn stokkið frá mér og yfirgefið vegna þess að ég er með alnæmi.“ Ég sagði Spönafrá því um daginn að hann væri sennilega fyrsti maður- inn sem ég hitti sem væri HlV-já- kvæður. Ég er ekki alveg viss hvemig á að bregðast við. „Auðvitað er þetta nýtt ástand. En ég vil ekki samúð eða vorkunn- semi, það er það versta fýrir mig. Það er algjör orkusuga. Of mikil vorkunnsemi gerir mér ekkert gott. En á sama tíma eru líka til margir aðrir sjúkdómar í heiminum sem enn er verið að díla við. Ég reyni ekki að finna einhvern sökudólg fyrir þessari veiru eða mínum veikindum. Auðvitað kem- ur það fýrir að ég reyni að finna svar, þegar ég fæ reiðiskast eða þeg- ar ég reyni að kafa djúpt í ástæð- urnar fýrir þessu ástandi. En eins og ég hef sagt áður þá hjálpar það mér í baráttunni, mitt gamla kæru- leysi og það að ég er búinn að finna þessa ást sem ég leitaði svo lengi að. Ég held líka að þetta séu örlög mín.“ Ævintýrí og varkárni Spörri er að jafna sig eftir þriggja vikna erfiða sjúkrahúslegu. Énn og aftur neitar hann að afskrifa sjálfan sig. Hvort sem það er kæruleysinu að þakka, baráttuviljanum, lækn- unum eða bara þessari forvitni hans til að sjá hvað morgundagur- inn hefúr upp á að bjóða. Ég er sannfærðari en áður að ævi Spörra hafi verið ævintýralegri en hann vill vera láta. En þegar frá- sögnin kemur ffá Spörra sjálfum hljómar þetta allt mjög venjulegt. Eins og hjá hvaða hversdagshetju sem er. Ég hefði ekkert á móti því að þessi forvitni barþjónn viður- kenndi að hann hefði nú lent í einu, bara einu ævintýri. Segðu mér frá Winston-mannin- um!? „Þegar ég var 24ra ára gamall var alltaf verið að reyna að troða mér í módelbransann. Eitthvað sem ég hef engan áhuga á. Elskhugi minn þá var fyrrverandi Winston-maður. Imynd karlmennskunnar reykjandi rettu. Ég fór í prufu. Þar sem ég sit og bíð byrjar biðstofan að fýllast af þessum amerísku steraköllum sem vildu verða þessi frægi Winston- maður. Flestir um og yfir tveir metrar á hæð. Og því fleiri sem þeir urðu, minnkaði ég alltaf í saman- burði. Sumir komu jafnvel með sínar eigin hnakktöskur yfir öxl- inni.“ Og? „Eg fékk djobbið. Ég var Win- ston-maðurinn. Ég átti að fara til Vancouver og um borð í flugvéla- móðurskip og reykja Winston í eina viku. Fyrir þetta ætluðu þeir að borga 250.000 dollara.“ Og? „Þegar allir lögfræðingarnir voru samþykkir og átti bara eftir að skrifa undir kom það upp úr dúrn- um að samkvæmt bandarískri tób- akslöggjöf þurfti ég að vera 25 ára gamall til að mega auglýsa tóbak. Eg var 24 ára.“ Og? „Ég missti af þessu tækifæri, að reykja Winston í heila viku. Mér var alveg sama. Þetta hafði verið ævintýri." I dag reykir Spörri Kent Lights. Loksins viðurkennt œvintýri í lífi Spöna! Fyrir þá sem langar í einhver æv- intýri, hvaða vegarnesti gefur þú? „Verið varkár!" © 14 FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.