Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 28

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUfí p o p p Quick Sand Jesus stendur fyrír miklu rokk- kvöldi á Hressó á kvöld. Hljómsveitin leikur hreinræktað rokk og blandar saman eigin efni og lögum útlendra sveita á borð við Red Hot Chili Peppers, Led Zeppelin og White Zombie. Meðlimir Quick Sand lofa miklum látum og hamagangi en áður en þeir stíga á svið munu hljómsveitirnar Viridian Green og Bone China hita upp í gestum. Dead Sea flpple er á Hressó meö sína fyrstu opinberu tónleika en sveitin leikur Irumsamiö rokk undir grunge áhrifum. Fleiri bönd eru á Tveimur vinum því Tjalz Gizur og Less is more láta einnig heyra í sér. Tvennir tímar kynda upp með rokki & róli fyr- ir helgina. Þeir sem mættu fyrir þremur vikum koma örugglega aftur enda stemmingin rífandi hjá bandinu. Einhvern veginn slær að manni óhug þegar stjórnmálamenn eru farnir að tala hver í kapp viö annan um fjölskyldu- málin. Án þess að ég vilji vera að sverta þessa ágætu menn þá hafa þeir ekki staðið sig sér- staklega vel i þeim málaflokkum sem þeim hefur verið treyst fyrir hingað til. Ríkissjóður er til dæmis rekinn af svo míklu glóruleysi að ég held að stjórnmála- mennirnir hafi ekki mik- ið að segja um heimilis- bókhaldið. Menntakerfið sem þeir byggðu upp bendir ekki til að þeir ættu mikið að sletta sér upp á menntun barn- anna okkar. Virðing þeirra fyrir borgaraleg- um réttindum bendir ekki til að þeir séu færir um að skilja rétt ein- staklingsins til að búa lífi sínu þann búning sem hann kýs. Enda snúast fjölskyldumál stjórnmálamannanna ekki um það. Þau bein- ast að því að troða upp á fólk þeirri fölsku fjöl- skylduímynd sem stjórn- málamennirnir hafa les- ið út úr myndum af sjálf- um sér í kosningabæk- lingum. Þótt mér finnist margar þessara fjöl- skyldna nokkuð snotrar á myndunum þá kæri ég mig ekki um að reyna að lifa í anda þessara glansmynda. BAKGRUNNSTÓNUST Olafur B. Olafsson spilar gamalt og gott á nikku og þíanó á Kringlukránni. Leikhúsgestir geta rætt málin yfir krús. Haraldur Reynisson trúbador fer I gegnum tjölbreytt lagasafn sitt á Fógetanum í kvöld. Uppi á lofti seiðir djassband fram Ijúta lóna. L E I K H Ú S Gauragangur á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 20:00. Sýning sem höfðar til allra aldurshópa. Eva Luna á Stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20:00. Engin iát á aðsókn og örfá sæti laus. Þess má geta að milli þess sem Sólveig Arnar- dóttir leikur Evuna passar hún börnin á hinu foreldrarekna dagheimili háskólanema. Vörulyftan eftir Harold Pinter kl. 17:00 í Hinu húsinu sem áður hét Þórscafé. íslenska leikhús- ið hefur fengið ágætisdóma fyrir sýninguna. Gunnar Þorsteinsson er þýöandi verksins. O P N A N I R Listsýning verður opnuð að Strandgötu 39 í Hafnarfirði sem sagt er eina sérhæföa Ijós- myndagalleríið á íslandi. Þar verða til sýnis Ijósmyndir eftir Lárus Karl Ingason Leif Þorsteínsson Ragnar flxelsson og Sigur- geir Sigurjónsson Jafntramt eru þar leirmun- ir eftir Sigríði Erlu, skúlptúrar ettir Sverri Ól- afsson og pyrot-hálsmen eftir son hins síðast- nefnda, Ólaf Sverrisson F U N P I R Endurhönnun á rekstri er heiti á námskeiði á vegum Endurmenntunarstofnunar sem haldið veröur milli kl. 13:00 og 19:00. Það eru engir aörir en Andri Teitsson og Jóhann Magnússon sem leiða gesti í sannleikann um leyndardóma hennar. ðldrunarmat -1994 heitir námskeið f Tækni- garði sem hefst kl. 8:15. Pálmi V. Jónsson dó- sent við H.f. er umsjónarmaður þess. Tengsl Norsk Hydro við alþjóðlega fjár- magnsmarkaði og áhrif á reikningsskila- venjur fyrirtækisins heitir fyrirlestur Norvald Nytræ Monsen dósents við Verslunarháskólann í Bergen. Hann fer fram í stofu 201 í Odda og hefstkl. 16:15. Dagný Björk Þórgnýsdóttir talar um rannsókn í mannfræði um heilsufar á Ma- dagascar á Veitingahúsinu Taj Mahal á Hverfis- götu 56 kl. 20:00. Ekki óvitlaust að fá sér eitt- hvað í svanginn undir fyrirlestrinum. Stjórnun ónæmisáhrifa með adjuvöntum (ónæmisglæðum) er efni fyrirlestrar Svein- björns Gizurarsonar í húsi lyfjatræði lyfsala í Haga við Hofsvallagötu. Eyrirlesturinn hetst kl. 20:30. í Þ R Ó T T I R Fótbolti Reykjavíkurmótið í knattspyrnu er í fullum gangi þessa dagana. Mótið er með breyttu fyrirkomulagi frá því áður var því nú er leikið í tveimur deildum og munu lið færast á milli deilda frá ári til árs eftir árangri eins og í ísiandsmótinu. Þessir fyrstu knattsþyrnuleikir ársins eru yfirleitt ekki mikið tyrir augað, bæði eru aðstæðurnar á gervigrasvellinum í Laugar- dal ekki beinlínis til fyrirmyndar og svo eru leik- mennirnir enn þungir eftir miklar þrekætingar. Forfallnir fótboltaunnendur láta þetta þó ekki á sig fá heldur mæta á völlinn og er stemmningin á áhorfendaþöllunum oft með ágætum. (kvöld mætast Fram og Fylkir sem bæði eru í efri deildinni og hetst leikurinn klukkan 20.00. Körfubolti í kvöld hefst úrslitakeppni úrvais- deildarinnar í körfubolta með ieik Keflavíkur og Njarðvíkur. Það voru margir búnir að veðja á að það yrðu þessi tvö lið sem myndu mætast í úr- slitunum um íslandsbikarinn en Grindvíkingar voru ekki á því að láta Njarðvíkingum sigurinn eltir í B-riöli heldur sigu Iram úr á lokasprettin- um og sleppa því fyrir vikið að leika á móti Kefl- víkingum, efsta liði A-riðils. Það lið sem tyrr vinnur tvo leiki kemst áfram og telur íþrótta- fréttaritari EINTAKS það næsta öruggt að Kella- vík og Njarðvik verði að leika til þrautar og úr- slitin muni ekki ráðast fyrr en I þriðja leik lið- anna. Það getur þó háð Keflvíkingum illa að Raymond Foster, útlendingurinn í liði þeirra, meiddist í síðustu viku með þeim afleiðingum að hann getur ekki leikið meira með liðinu. Keflvíkingar fóru strax i að útvega sér nýjar er- lendan leikmann en það er ávallt töluvert happ- drætti því menn vita mest lítið um í hvernig formi viðkomandi leikmaður er og verða að treysta alfaríð á orð umboðsmanna erlendis. Keflvíkingar eru því í þeirri lítt öfundsveröu stöðu að reyna nýjan leikmann í fyrsta skipti í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. SJÓNVARP RIKISSJONVARP 17.00 Draumalandið Endur- sýning. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Tómas og Tim Sænsk teiknimynd um tvo v/n/18.10 Þú og ég Tveir krakkar láta sig dreyma um ferðalög til/jarlægra landa18.25 Flauel Eiturgóður tón- listarþáttur fyrir fóik sem hefur gaman af tónlist en ekki kynningum. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Viðburðarríkið Voða leiðinleg upptalning á menningarviðburðum. Engin ástæða til flösu- þeytingar. 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Veður20.40 Syrpan íþróttir, íþróttir, /þróttir 21.00 Skáldið Hedd Wyn Vetsk verðlaunamynd sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna um skáld^ sem féll í fyrri heimsstyrjöldinni. 22.50 Vor í Breskur DJ í Rósenberg um helgina Daríus - ekki Karíus Darius er enskur plötusnúður sem kemur frá London til að spila í fíósen- bergkjallaranum um helgina. „Ég hef verið plötusnúður í fimm ár. I byrjun var þetta tóm- stundagaman hjá mér, svipað og sumir safna frímerkjum eða plöt- um, en síðan fór þetta að taka stærri hluta af mínu lífi og ég gekk danstónlistinni algjörlega á hönd,“ segir breski plötusnúðurinn Dari- US sem kemur til landsins á morg- un, gagngert til þess að spila í Ró- senbergkjallaránum um helgina. Darius er einn af efnilegri plötu- snúðum Breta af yngri kynslóðinni og hefur spilað á ýmsum klúbbum í London. Þá er ekki verið að tala „commercial“ staði eins og Hippo- drome eða Limelight heldur klúbba sem spila framsækna danstónlist og höfða fyrst og fremst til fólks sem vill dansa. Núna spilar Darius á Heaven sem er heitasti klúbbur stórborgarinnar þessa dagana. Darius segist ekki líta á það sem starf að vera plötusnúður heldur frekar sem köllun. „Mér hefur alltaf fundist mjög mikilvægt hvernig tónlist færir fólk saman. Það sem heillar mig sérstaklega við danstón- listina er hvernig hún leysir orku úr læðingi með því að fá fólk til að dansa og hreyfa sig.“ Hann bætir þó við að þó peningar séu ekki að- almálið þá komi sér samt vel að fá einhverja borgun við og við, ein- hvern veginn verði hann að lifa. Einu sinni í viku breytir Heaven um nafn og kallast þá Megatripolis. Þau kvöld er ekki ball í hefðbundn- um skilningi orðsins“ Megatripolis er ekki klúbbur sem fólk kemur eingöngu inn á til að dansa heldur skiptist hann í þrennt; í einum sal er dansað, í öðrum er spiluð alls kyns tilraunakennd tónlist og sá þriðji er fyrirlestrasalur þar sem ýmis málefni eru kynnt og rædd.“ Hvernig lítur klúbbalandslagið í London út þessa dagana? „Klúbbamenningin hér var á mjög góðri leið með að staðna en Megatripolis hefur verið í farar- broddi með að nálgast hlutina á nýjan hátt. Það hafa ýmsar ferskar hugmyndir komið upp í kringum það dæmi og margt spennandi ver- ið að gerast. Hver vika er til dæmis tileinkuð einhverju ákveðnu þema og þá er klúbbnum brevtt í takt við það.“ En afhverju er Darius að koma til Islands að spila? "Mig hefúr langað mjög lengi að koma þangað. Ég sá einu sinni þátt um Island í sjónvarpinu og hreifst þá mjög af fegurð landsins. Einn góður vinur minn sem hefúr farið til íslands að spila, hann heitir Shagra, kannski kannast ein- hverjir við hann, hefúr sagt mér margt skemmtilegt um landið. Hann sagði mér til dæmis að ís- lendingar hefðu mjög gaman af að skemmta sér og það líst mér ákaf- lega vel á.“ O Fjáröflun fyrir alnæmissjúka Ágoði af forsýningu á bíómyndinni Philadelfia rennur til alnæmtssjúkra á íslandi. Alnæmissamtökin á Islandi og Stjörnubíó standa í sam- einingu fyrir forsýningu á bíómyndinni Philadelfia á morg- un. Myndin segir frá baráttu manns sem er smitaður af HlV-veirunni og veikist af alnæmi, við fordóma og órétt- læti í samfélaginu. Tom Hanks leikur hinn sýkta og ef það hefur farið fram hjá einhverjum fékk hann í vikunni Oskars- verðlaunin fyrir frammistöðu sína í myndinni. Leikstjóri Philadelfia er Jonathan Demme sem síðast gerði hina mögnuðu mynd Lömbin þagna. Auk Hanks fer Denzel Washington með stórt hlutverk í myndinni, og rokkarinn Bruce Springsteen syngur titillag hennar. Almæmissamtökin á íslandi hafa starfað frá 1988 og hafa það markmið að styðja HIV smitaða og sjúka og aðstand- endur þeirra í baráttunni við sjúkdóminn. Tríóið Skárr’en ekkert leikur fyrir gesti í hléi og nú er bara að drífa sig og slá tvær flugur í einu höggi, styrkja baráttu HlV-smitaðra og sjá frábæra mynd í leiðinni. © Sarajevo Jón Ó. Sólnes rabbar við borgarbúa. 23.15 Ellefufréttir 23.30 Þingsjá STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Meö afa 19.1919.19 20.15 Eiríkur Endaþarmur fs- lenskrar blaðamennsku prumpar á viðmælendur sfna. 20.40 Systurnar Reed-systurnar og fjöl- skyldur þeirra I sorg og gleði. 21.35 Sekt og sakleysi Framhaldsþáttur í dómssal. 22.30 Lognið á undan storminum Fangikemurúr fangelsi og dreymir um að verða söngvari. Þriggja stjörnu mynd Irá 1965 með Lee ftemick og Steve McQueen. 00.10 Leyndarmál Cristop- her Plummer teikur framleiðanda á sjónvarps- þætti sem kemst að leyndarmálum leikaranna I þættinum. 01.40 Banvæn mistök Spennumynd um saklausan pilt sem ákærður er fyrir morð. Bönnuð börnum. 03.05 Dagskrárlok, sjúkk. FYRIR LITILSVIRTA Þeir sem eru orðnir langþreyttir eftir skjalli, umbun eða viðurkenningu fyr- ir verk sín ættu að fá sér vinnu í kvikmyndaiðnaðinum. Öfugt við aðra iðn- jöfra bera kvikmyndajöfrar virðingu fyrir starfsfólki sínu. Stundum jafnvel svo aö þeir reyna á þolrifin í neytendum sínum. Eða hefur nokkur gaman af að horfa á kreditlistana renna eftir sjónvarpsskjánum, stundum í heilar fimm mínútur? í bíó er hægt að ganga út og það gera líka allir. En samt er þetta hlýlegt af kvikmyndajöfrunum. Það væri huggulegt ef bókaútgefendur tækju upp sömu siði. Af hverju fær maður bara að vita hver skrifar bókina, hver þýðir hana og einstaka sinnum hver eiginkona höfundarins er eða einhver annar sem hefur þolað hann af stakri kurteisi á meðan hann skrifaði bókina? Hvað með . prentarana, gjaldkerann hjá útgefandanum, manninn sem gerði við tölvu höf- undarins, matráðskonuna, bflstjórann, prófarkalesarann? Útgefendurnir sjálfir láta ekki einu sinni nafns síns getið. Er þeirra framlag til bókarinnar minna en bílstjóranna, smið- anna, handlangaranna eða aðstoðar- aðtoðar-skriftu framkvæmdastjóranna til bíómyndanna? Og auðvitað á ekki að einskorða virðingu fyrir störfum fólks við listirnar. Það sama á að gilda um nið- ursoðna gaffalbita. Það er sjálfsögð kurteisi við þá sem sjóða þá niður — og neytendurna einnig — að það sé tilgreint hverjir standi að þessari framleiðslu. Hvað konurnar á borðunum heita, karlarn- ir sem bera í þær hráefni, strákarnir á lagernum og stelpan í mötuneytinu. Eins og ástatt er má telja það ólíklegra að þessa fólks verði getið á loki gaffalbitadósarinnar en i lok bíómyndar, sem fólksins sem bjó til gaffalbitana sem leikstjórinn borðaði. FOSTUDAGUfí p o p p JJ Soul spila á Sólon Islandus í kvöld. Grátur og gnístran tanna eins og soul-tónlistinni fylgir í bland við bjarfsýnni tóna vorsins sem sumir halda að sé komið. Fánar, sú mikla gleðisveit, standa vaktina á Feita dvergnum um helgina og skila sínu eins og venjulega. Tvennir tímar taka flugið á Café Amsterdam og eins og við er að búast mun rokkið taka öll völd. Paparnir sem voru orðnir fastir á Fjörukránni ( Hafnarfirði hafa undanfarið skemmt Reykvíking- um við dúndrandi undirtektir. í kvöld ætla gestir Pizza '67 að taka undir með þeim. Það verður örugglega allt þrjálað þvi Tequila-kynning verð- ur alla helgina. Staupið á tvöhundruð kall og frítt fyrir þá tíu viðbragðslljótustu þegar ræst verður annað slagið á barinn í gegnum hljóð- kerfið. Eva Vilhelmsdóttir fatahönnuður að sletkja sóhna d gula sandinum á Snœfellsnesi, fá mér koníakstár uppi á fjallstindi, svefndýr sotiar míns setn er bleikt svín sem lenti óvart í suðupottinum ogað skemmta mér með vinkonum mínum BAKGRUNNSTÓNUST Snæfríður og Stubbarnir kyrja þjóölög og önnur sönghæf fyrir gesti Fógetans. Hermann Arason trúbador viö sama hey- garðshornið í innri sal Kringlukráarinnar. Tríó hússins frammi á dreifbýlisslóðum í tónlistinni. Hress er hljómsveit sem spilar innlenda og er- lenda slagara í bland. Þetta er tilvalin hljómsveit fyrir þá sem drekka eingöngu bjór eða vodka í kók. Hress er á Tveimur vinum og það er frftt inn. PANSSTAÐIR Rósenbergkjallarinn Það stendur mikiö til I Rósenberg í kvöld. Það er komið nýtt lúkk á staðinn og í tilefni komu bresks piötusnúðar sem heitir Darius hefur hljóökerfið verið tekið í gegn þannig að sándið ætti að vera í góðu lagi. Þeir gestir sem mæta í fyrrikantinum geta átt vona á eldsterkum veitingum. Páll Öskar og miljónamæringarnir eru á Ömmu Lú. Þeir eru fyrir löngu búnir að festa sig (sessi sem einir traustustu skemmtikraftar landsins og má ganga aö góðri skemmtun sem vfsri þegar þeir eiga f hlut. Örn Árnason skemmtir matargestunr. L E I K H Ú S Dónalega dúkkan sýnt af Skjallbandalaginu f Héðinshúsinu kl. 20:30. Þetta er ósköp FIMMTUDAGUR 24: MARS 1994 ' -j 28

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.