Eintak

Eksemplar

Eintak - 24.03.1994, Side 31

Eintak - 24.03.1994, Side 31
„Við erum alltof graðir í að spila til að bíða eftir því að hlutirnir gerist af sjálfu sér. Þess vegna ætlum við að láta þá gerast með góðu eða illu,“ það er Finni, öðru nafiii Rokkfinnur, söngvari Quick Satid Jesus sem hefur uppi þessi stóru orð. Hvernig þeir félagar ætla að fara að þessu er einfalt segir hann, það á að spila, spila og aftur spila eins oft og eins víða og mögulegt er. í sumar ætlar hljómsveit- in að vera í slagtogi með einhverri af stóru hljómsveitunum og túra um landið sem upphitunarsveit og láta þannig sem flesta heyra í sér. Þeir eiga lagið Suicide á safnplötunni Heyrðu 3 sem kemur út í kringum páskana og einnig er frágengið að annað lag með sveitinni verði á safnplötu sem kemur út í sumar. Drengirnir hyggja á stærri afrek en útgáfu á einu og einu lagi og eru ákveðnir í að koma út breið- skífu fyrir jól hvort sem það verður í samvinnu við einhvern útgefanda eða á eigin vegum. Auk þess sem Quick Sand spilar frumsamið efhi hefur sveitin lög á efnisskránni ættuð frá Red Hot Chili Peppers, Led Zeppelin, Rage Against the Mac- hine, White Zombie og fleiri traustum rokksveitum nýjum sem eldri. Þetta gefur ágæta hugmynd um hverjir eru áhrifavaldar hljómsveitarinnar en Finni undirstrikar að það sem skiptir mestu máli er að lag- ið sé gott, ekki hver eða hverjir hafi flutt það. Bendir hann á að hljómsveitin sé allt eins vís til að taka lag eftir Whitney Houston á sinn máta ef þeir fíla það. Finni lofar miklum látum og hamagangi á Hressó í kvöld og segir að sveitin leggi mikið uppúr líflegri * sviðsframkomu. Áður en Ouick Sand Jesus stígur á svið munu hljómsveitirnar Viridian Green og Bone China hita upp í gestum. Finni vill koma ákveðnum skilaboðum á framfæri til vænt- anlegra gesta: „Ef fólk filar okkur ekki, þá hefúr það ekkert er- indi við okkur og frábiðjum við okkur hvers kyns baktal og róg. Okkar kjörorð eru: „If you don’t like us, fuck off.“ G Quick Sand Jesus Glaðbeittir hljómsveitameðlimir faðmast ídyrum Hressó þar sem þeir ætla að spila íkvöld. Ouick Sand Jesus er sveit sem ætlar að láta mikið á sér bera í næstu framtíð. Ekkert hræddur við sögu hússins Kiddi bigfoot opnar nýjan skemmtistað í húsnæði þar sem fimm slíkir hafa farið á höfuðið. „Ég legg lífið undir, það þýðir ekkert að vera með neitt hálfkák, það er bara allt eða ekkert," segir Kiddi bigfoot sem í kvöld opnar nýjan skemmtistað, sem hefur fengið nafnið Déja-vu, á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis þar sem áður voru skemmtistaðirnir Borgarvirkið, Zansibar, Cancun, Kolagrillið og Komplex. Það liggur beinast við að spyrja Kidda hvort hann sé ekkert smeykur við að opna stað í húsi þar sem svona marg- ir aðrir staðir hafa áður „floppað“? „Alls ekki. Það er ekkert að þessu húsi, það er bara ekki nóg að skipta um nafn og mála einn vegg og telja fólki trú um að þá sé kominn nýr staður. Þannig var það með alla þessa staði sem voru hérna á undan því það var sáralitlu breytt frá því Borgarvirkið opnaði hér fyrst. Núna er ég aftur á móti búinn að láta rífa út allar kántrýinnréttingarnar og umturna staðnum fyrir fullt af peningum." Kiddi hefur verið viðloðandi skemmtistaðabransann í fjórtán ár og þá lengst af sem plötusnúður. Hann hefur líka snert á ýmsu öðru í sambandi við veitingarekstur því hann hefur að eigin sögn verið allt frá klósettvörður upp í framkvæmdastjóra með viðkomu í dyravörslu og uppvaski. Öll þessi ár hefur Kiddi verið að vinna fyrir aðra og það er núna fyrst með Déja-vu sem hann ætlar að taka það stóra skref að vera sjálfur leyfishafi og veitinga- maður. „Ég er búinn að horfa nógu lengi á aðra græða á minni vinnu, nú er komið að mér sjálfum," segir Kiddi og hann bætir við, „ég vil líka ráða hlutunum sjálfur en ekki þurfa að leggja allar hugmyndir sem ég fæ fyrir einhverja aðra.“ Kiddi stendur þó ekki alveg aleinn að staðnum því félag- arnir fjórir sem komu Pizza 67 á legg standa með honum í þessu. En hvernig stemmningu ætlar Kiddi að skapa á staðnum? „Það er kannski best að líkja henni við það ef Casablanca, Glaumbar, Café Romance og Ingólfscafé væru settir í kokteilhristara og hristir saman þá kæmi Déja-vu út. Það verður róleg stemmning fram eftir kvöldi en þeg- ar líður á nóttina mun hitna hressilega í kolunum." Déja-vu verður ekki aðeins skemmtistaður því þar mun fljótlega verða boðið upp á veglegan matseðil og segir Kiddi að stefnan sé að hafa þetta fína rétti, ekki skyndibita, en jafnframt mun verðinu vera stillt í hóf. Aldurstakmark verður tuttugu og tvö ár inn á staðinn sem verður opinn sjö daga vikunnar. Það verður frítt inn öll kvöld nema eftir miðnætti á föstudags- og laugardagskvöldum, þá mun kosta þrjúhundruð krónur inn. danarsonar. Þar segir frá undirbúningi herfarar Grikkja til Tróju og lórn Agamemnons leiðtoga þeirra á dóttur sinni Íffgeníu. Agamemnon leikur Sigurður Karlsson. Konu hans Klítemnestru leikur aftur á móti Margrét Helga Jóhannsdóttir. Blðð og drulla heitir sýning leiklélags Menntaskólans við Hamrahlíð sem sýnd er kl. 20:00 f hátíðarsalnum. Þetta félag hafði einu sinni Pál Óskar innanborðs svo það er þess virði að fylgjast með hóþnum. Maður veit aldrei hvað félagið getur alið af sér næst. Dónalega dúkkan sýnd i sföasta sinn kl. 20:30 í Héðinshúsinu. Jóhanna Jónas fer létt með öll hlutverk. Hún var einu sinni með ung- lingaþátt f Ríkissjónvarpinu sem hófst þannig að hún sagði sjónvarpsáhorfendum að það væri eitthvað skelfilega dularfullt að gerast [ ein- hverju geymsluhúsnæði ofan í bæ. Þegar þang- að var komiö voru það bara Sykurmolarnir að leika „Cold Sweaf og ekkert dularfullir. Eva Luna kl. 20:00 á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Mikið grín, mikið gaman, mikill Egill Ólafsson. Skilaboðaskjóðan eftir Þorvald Þorsteinsson FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994 er sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 14:00. Nú er búið að gefa út geisladisk og snældu með tónlistinni úr sýningunni. Blóðbrullaup eftir Lorca á Smíöaverkstæði Þjóðleikhússins kl. 20:30. Hnílabardaginn er bara með þlathnífum sem beyglast ef einhver áhorfenda á fremsta bekk hnerrar. Vörulyftan sýnd af Islenska leikhúsinu kl. 20:00 í Hinu húsinu sem eitt sinn var Þórscafé. Þórarinn Eyfjörð bregður sér úr gervi þabbans óþolandi f Cheerios-auglýsingunni og skellir sér í gervi Bens. D A N S Islenski dansflokkurinn á Stóra sviði Þjóð- leikhússins kl. 20:00. Þetta er síðasta sýningin. Flokkurinn hefur fengið fallega dóma enda tiðk- ast þar fált annað en vönduð vinnubrögð. í Þ R Ó T T I R Körfubolti Úrslitakepþni úrvalsdeildarinnar heldur álram og nú er komið aö öðrum leik (A og Grindavik. Leikurinn fer fram upp á Skaga og hefst klukkan 20.30. Blak Stúlkurnar í Sindra Ijúka erfiðri helgi með leik við Þrótt Neskaupstað, hefst leikurinn klukkan 14.00 og er á heimavelli fyrrnefnda liðsins. SJÓNVARP RIKISSJONVARP 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.50 ísland og EES Veisla fyrir sagnlræðinga. 11.15 Hið óþekkta Rússland Seinasti þáttur afþremur um mannlít á Kóta- skaga, endursýning. 12.30 Fólkið í landinu Tommi íHart Rokk Kalfi, endursýning 13.00 Ljósbrot Þartur þáttur þar sem Dagsljósþættir vikunnar eru riljaðir upp. 13.45 Síðdegisumr- æöan 15.00 Jói og sjóræningjarnir Sænskljöl- skyldumynd 16.30 Appelsínur 17.50 Tákn- málsfréttir 10.00 Stundin okkar 18.30 SPK 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Boltabullur 19.30 Fréttakrónikan 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Kynning á páskadagskránni 20.55 Draumalandið Fjölskylda ákveður að þreyta um liísstíl og halda á vit ævintýranna 21.45 Frá kúgun til frelsis Þáttur um ungversku llótta- mennina sem komu hingað 195622.25 Kontrapunktur Finnlandog Islandkeppa STÖÐ TVÖ 09.00 Barnaefni 12.00 Á slaginu Sluttar Iréttir og að þeim loknum bein útsending Irá umræðuþætti um mále/ni liðinnar viku. 13.00 NBA körfuboltinn 13.55 ítalski boltinn 15.50 Nissan-deildin 16.10 Keila 16.20 Golf- skóli Samvinnuferða-Landsýnar Gollkennarinn Arnar Már Ólafsson leiðbeinir byrjendum og tengra komnum. 16.35 Imbakassinn endurtek- inn. Finnsl einhverjum hann lyndinn? 17.00 Húsið á sléttunni YndislegirþættirlBM I sviðljósinu 18.45 Mörk dagsins f ítölsku knatt- spyrnunni Karlaþáttur sem bara er hafður á þessum tíma svo þeir geti þóst ekki geta undir- búið kvöldmatinn 19.1919.19 20.00 Hercule Poirot Nýr myndaflokkur um spæjarann víð- fræga. 21.00 Sporðaköst 21.35 Morð (húmi nætur Áströlsk spennumynd I tveimur hlutum. 23.10 60 mínútur 00.00 Ástfðufullur leikur Mynd um ástarsamband ungs manns og etdri konu 01.30 Dagskrárlok SÝN 17.00Hafnfirsk sjónvarpssyrpa 11.17.30 Dægurlagatónlist f Hafnarfirði. 18.00 Ferða- handbókin M Y N D L I S T Árleg sýning Félags íslenskra teiknara stendur nú yfir f Ráðhúsinu en félagið er 40 ára. Á milli 30 og 40 veggspjöld eru á sýning- unni og stendur hún til fimmtudags. Þórunn Eiríksdóttir sýnir emeleraöar myndir, vatnslitamyndir og pliumyndir í Listhúsi i Laugadal. Hugmyndirnar koma héöan og þaðan og ekki er náttúran langt undan. Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson sýnir litljósritaða minnismiða á Mokka en miðana rakst hann á f biblíu Stefaníu Georgsdóttur. Ása Hauksdóttir opnar sýningu í Galterí 11 á Skólavörðustíg á laugardaginn. Ása sækir inn- blásturinn í íslenska byggingarlist. Karin Sander er með sýningu í sýningarsaln- um Önnur hæð að Laugavegi 37. Karin sýnir meðal annars verk sem unnin eru á þann hátt að veggir sýningarsalarins eru spegillægðir. Reykjavíkurmyndir úr eigu Listasatns Reyk javíku rborgar eru til sýnis f Geysishúsinu við Vesturgötu. Þar eru 30 verk þar sem Reykja- víkurborg er yrkisefnið. Sigríður Kristinsdóttir hefur opnað sína fyrstu einkasýningu og sýnir nú textíl-verk f Gallerí Úmbru viö Amtmannsstfg. Myndirnar eru unnar meö blandaðri tækni á tau. Guðni Harðarson hefur opnað sýninguna „Þegar öllu er á botninn hvolft" f Gallerí Borg. Umhvertismálin viröast vera honum alar hug- leikin. Anna Gunnlaugsdóttir sýnir verk sín f Lista- safni ASÍ. Braga Asgeirs fannst sýningin bera vott um meiri átök hjá Önnu en fyrr. Myndirnar eru víst Ifka betur málaðar en áður. Sýningin stendur til sunnudags. Verkin eru unnin á mas- hónít með akrýl og sandi. Hugmynd-Höggmynd heitir sýning i Lista- satni Sigurjóns Olafssonar. Þar er úrval verka frá ólíkum tfmabilum í list Sigurjóns. Boðið eru upp á leiðsögn kl. 15:00 á sunnudögum. Sigríður Ólafsdóttir opnar sýningu á laugar- daginn (Gallerf Greip. Þar sýnir hún útsaum, málverk og lágmyndir. Sigrfður hefur áður sýnt f Djúpinu og á ýmsum kaffihúsum. Þetta er sið- asta sýning f röð sýninga sem Listkafararnir hafa staðið fyrir í gallerfinu. Listsýning verður opnuð að Strandgötu 39 í Hafnarfirði sem sagt er eina sérhæfða Ijós- myndagalleríið á (slandi. Þar verða til sýnis Ijósmyndir eltir Lárus Karl Ingason, Leif 31

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.