Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 26

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 26
Það virðast vera óumflýjanleg örlög skemmtistaða að sjúskast og detta úr tísku. Stundum þarf ekki mikið til að þetta gerist og það er til í dæminu að staðir hafi tæmst á einni viku. Jón Kaldal ræddi við nokkur samkvæmisljón og kannaði orsakirnar fyrir þessum sviptingum. Skemmtistað- ir eru eins og rússíbanar. Vin sældir þeirra fara upp og niður með misdjúp- um og mishá- um uppsveiflum. Þegar vel gengur, þegar þeir eru á efstu bungu rúss- íbanans, þurfa gestir að láta sig hafa það að stympast um í röðum til að komast inn. En á verstu niðurlæg- ingartímabilum eru þeir tómir, helgi eftir helgi. Bilið þarna er oft ekki mjög stórt en fjölmörg dæmi eru um að staðir sem hafa átt mikl- um vinsældum að fagna hafa kol- fallið á einni helgi og gestirnir flutt sig í einum hóp á annan stað. Minna þessar fólkstilfærslur um margt á hóp fugla á flugi sem skyndilega breyta allir sem einn um stefnu á nákvæmlega sama augna- blikinu. Þegar myndlistarmaðurinn Lars Emil var að stíga sín fyrstu skref um lendur næturlífsisns var landslagið þar mun fábrotnara en það er í dag. Færri staðir stóðu skemmtanaþyrstum til boða og það var aðeins leyfilegt að hafa opið til klukkan eitt eftir miðnætti. En hlutirnir hafa alltaf gengið svipað fyrir sig, ákveðnir staðir hafa átt sín gullnu andartök en síðan dáið drottni sínum, annað hvort svip- lega á einni helgi eða lognast hægt og rólega út á nokkrum. Kringum 1980 var Lars tíður gestur á Borginni. „Það var sérstakt andrúmsloft á Borginni á þessum tíma. Megin- uppistaða gestanna voru listamenn, myndlistarnemar og leiklistar- skólafólk. Það sveif hægur hass- kendur andvari yfir vötnum árla kvölds. Menn sötruðu léttvín og myndlistarmaðurinn Nonni sýndi performansa með blævængi á dans- gólfinu milli klukkan tíu og ellefu þegar enn þá voru tiltölulega fáir inni. Var það atriði ekki á vegum hússins heldur sýndi hann óum- beðinn. Þegar leið á nóttina fjölgaði í húsinu og meira fjör færðist í leik- inn. Gary Newman og Nina Hagen dundu á manni úr hátöl- urunum. Það voru margir gestanna með litað Henna-rautt hár, eins og þá var í tísku, og þegar þeir svitn- uðu láku rauðir taumar niður eftir andlitum þeirra og hálsi. Þreyttir fengu að leggja sig óáreittir undir veglegum flygli sem stóð á palli í einu horninu. Svona gekk þetta í nokkra mán- uði eða þar til venjulega fólkið fór að mæta. Þá breyttist andrúmsloft- ið á Borginni og fastagestirnir flúðu. Eftir Borgina tók við hálfgert millibilsástand og við hópurinn sem hafði stundað staðinn tvístrað- ist. Sumir fóru á Djúpið sem var þá nýstofnað, aðrir settust að í Stúd- entakjallaranum en þangað var hægt að fara og fá sér í glas án þess að kaupa sér að borða.“ En hvaða merki sér Lars um að staður sé á uppleið? „Það er engin spurning að fyrstu merki þess að staður á eftir að verða vinsæll er þegar gay-liðið er farið að stunda hann. Það er fólk sem kann að skemmta sér, fylgist vel með tíð- arandanum og er næmt á það sem er að gerast. Gay-liðið er yfirleitt mjög skapandi fólk sem klæðir sig upp þegar það fer út að skemmta sér og lífgar því mikið upp á þá staði sem það sækir. Að sama skapi er komin nálykt í loftið á skemmtistað þegar hópur- inn sem stundar hann er orðinn al- gjörlega gagnkynhneigður.“ Frá þúsund manns í tíu a einni helgi Hlynur Jakobsson er plötu- snúður í Casablanca. Þrátt fyrir að hann sé aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall á hann tíu ára starfsferil að baki í skemmtanabransanum. Á þeim tíma hefur hann komið víða við og séð marga staði rísa og falla. Þegar hann er spurður hvort það sé á einhverjum vendipunkti sem fólk færir sig segir hann að það sé svo til eingöngu nýjungagirni sem fær fólk til þess að yfirgefa stað sem það hefur stundað helgi eftir helgi. „Skemmtistaðir detta oftast niður vegna þess að nýr staður hefur ver- ið opnaður. Fólk er alltaf tilbúið að FIMMTUDAGUR 24. MAR£ 1994.

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.