Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 16

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 16
4 Ungt fólk sem stendur frammi fyrir því að velja sér lífsstarf hegðar sér stundum eins og síldartorfur. (einu vetfangi beina allir sem einn för sinni í ákveðna átt. Þannig komast námsgreinar í tísku. Gerður Kristný kynnti sér hvert för íslenskra ungmenna hefur verið heitið í námsvali á tíunda áratugnum og ræddi við fólk sem starfar í viðkomandi greinum. vill kaupa Tíðarandinn kallar á tískunáms- greinar. Einu sinni voru allir með- vitaðir og lærðu samfélagsgreinar af öllu tagi, svo urðu menn hagsýn- ir og tæknisinnaðir, svo vildu menn græða. Þetta eru sveiflur sem fylgja kynslóðum. Svo eru smærri sveifl- ur. Einn veturinn flykkjast allir í eitthvert fag sem engan langaði í fá- einum árum áður. Venjulega myndast líka mikill áhugi þegar fyrst er boðið upp á einhver ný fög í Háskóla íslands. Þannig var það til að mynda með líffræðina, mat- vælafræðina og tölvufræðina þegar þær skutu upp kollinum á sínum tíma. En stundum getur verið erfitt að koma auga á það hvað veldur vinsældum einstakra faga. Það er erfitt að segja nákvæmlega hverjar eru tískugreinar tíunda ára- tugarins. Þó eru nokkrar mjög vin- sælar greinar sem eiga sér ekki langa hefð á Islandi. Það sem þær eiga flestar sameiginlegt er að vera sértækar, alþjóðlegar og óhagnýtar þegar litið er til atvinnumöguleika. Og kannski iíka svolítið skemmti- legri og meira skapandi en tísku- greinar fyrri ára. Það segir okkur kannski eitthvað um tímana sem við lifum á. EINTAK bar niður í fimm tísku- greinum; alþjóðasamskiptum og utanríkisþjónustu, hótelstjórn, fjöl- miðlun, fatahönnun og kvik- myndagerð. Þessar greinar voru lítt stundaðaraf íslendingum árið 1983 en voru orðnar feikivinsælar átta árum síðar, eða árið 1991, sé farið eftir skrám Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Gera má ráð fýrir að þeir sem stunduðu viðkomandi nám þá séu að útskrifast um þessar mundir. Leitað er svara hjá nokkrum for- kólfum í viðkomandi atvinnu- greinum um það hvernig ganga muni hjá þeim sem nú eru að koma úr námi. Lært til diplómats Þeir sem fara utan til náms í veð- urfræði víta fyrirfram að ef þeir ætla að starfa við fræðigrein sína þá liggur leiðin í Öskjuhlíðina að námi loknu, þar sem Veðurstofa íslands er til húsa. Þeir eiga sér vart annað athvarf, nema ef vera skyldi í fram- haldsskólum. Þeir mennta sig því til starfa við ákveðna stofnun. Á sama hátt má álykta sem svo að þeir sem leggja stund á nám í alþjóða- stjórnmálum, alþjóðasamskiptum og öðrum greinum sem snerta al- þjóðastofnanir og utanríkisþjón- ustu stefni margir hverjir að starfí við Hlemm, nánar tiltekið í utan- ríkisráðuneytinu. Dýrðarljóminn yfir diplómataiífmu hefur þar sitt að segja og skýrir að einhverju leyti ásókn í nám af þessu tagi. Þar eru hins vegar fjölmargir sem bítast um hvert starf sem losnar. Benedikt Jónsson, starfs- mannastjóri í utanríkisráðuneyt- inu, segir starfsmenn ráðuneytisins á sviði alþjóðastjórnmála og al- þjóðasamskipta vera 13 talsins, af um það bil 64 háskólamenntuðum starfsmönnum ráðuneytisins. „Öll góð háskólamenntun, sér- staklega á húmanískum sviðum, getur nýst vel í störfum innan ráðu- neytisins. Það er af sem áður var að aðeins væru hér löglærðir fulltrúar. Síðastliðin tíu ár hafa stjórnmála- fræðingar, viðskiptafræðingar og fólk sem numið hefur alþjóðasam- skipti bæst við. Við höfum líka haft hér mann með heimspekimennt- un,“ segir Benedikt sem sjálfur lagði stund á stjórnmálafræði. „Við metum hlutlægt þá umsækjendur sem hingað leita hverju sinni. Ég er ekki viss um að fólk hafi neina meðfædda eiginleika í þessi störf heldur verður það að þjálfa með sér hæfni til þess. Hæfniskröfur eru einfaldlega góð háskólamenntun og einhver starfsreynsla, ef tök eru á, og þá helst í utanríkismálum og al- þjóðasamskiptum. Svo leggjum við áherslu á góða tungumálaþekk- ingu. Ég reikna með að nám í alþjóða- samskiptum og utanríkisþjónustu Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri DV „Efgert er ráðfyrir því að þeir sem lceri fjölmiðlun œtli sér að starfa við íslenska fjölmiðla er alvegIjóst aðþað reynistþeim erfitt.“ geti nýst mjög víða þar sem starf- semi ráðuneyta og ríkisstofnana tengjast umheiminum. Síðan geta hin ýmsu fyrirtæki sem starfa á því sviði nýtt sér þetta starfsfólk líka.“ Þannig að þeir sem fara bónleiðir til búðar eftir að hafa reynt að fá vinnu á Hlemmi eiga fleiri mögu- leika. Hótelin vantar fyrir hótelstjórana Ferðamannaþjónusta er það sem á að bjarga þjóðinni. Það segja allir. Þjóðverjar og aðrir ferðamenn eiga að vega upp að þorskurinn hafi svikið okkur í tryggðum. Talandi um Þjóðverja þá gera þeir öðrum þjóðum fremur kröfur um góðan aðbúnað og að það sem þeim er selt standist. Það þarf því fleira að koma til en falleg bros til að gera er- lendum ferðamönnum til hæfis. Ungt fólk hefur áttað sig á þessu og hópast til Sviss og annarra landa til að nema þá list að taka vel á móti ferðamönnum og reka hótel fag- mannlega. Eini gallinn er sá að hót- elunum fjölgar ekkert og störf því af skornum skammti, enn sem komið er. Jónas Hvannberg, hótelstjóri á Hótel Sögu, er með BA-gráðu í ensku og bókmenntum. Hann hefði þegið að fara í nám á sínum tíma. „Það spyrja mig margir hvaða skóla sé best að sækja til að læra hótelstjórnun. Ég ráðlegg þeim aft- ur á móti að starfa á hóteli í eitt ár áður en þeir fara út. Margir hafa nefnilega komist að raun um það þegar komið er út að fagið á ekki við þá,“ segir Jónas. í hótelstjórnunarskólum er með- al annars boðið upp á nám í sam- skiptum, starfsmannastjórnun, lögfræði og viðskiptafræði. Skól- arnir leggja mismunandi áherslur og er sums staðar hægt að velja á milli hótel- og veitingabrauta. „Aukin og bætt menntun er alltaf til hins góða,“ segir Jónas. Þegar fólk kemur heim hefur það tamið Eva Vilhelmsdóttir fatahönnuður „Ég býst við að þeir sem eru að Ijúka námi núna byrji á því að reka sjálfstœtt fyrirtœki eða einhvers konar starfsemi. Það er auðvitað erfttt því það er mikiðflutt inn aftískufatnaði og við keppum auðvitað við hann. “ 16 FIMMTUDAGUR 24. MARS.1994 -f

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.