Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 12
Iákæruskjali ríkissaksóknara í stóra fíkniefnamálinu svokallaða, er sagt að JÓHANN JÓN- MUNDSSON hafi reynt að smygla til landsins, þann 25. júlí á síðasta ári, 910,6 grömmum af því sem hann hélt vera amfetamín að undir- lagi meints höfuðpaurs, ÓLAFS GUNNARSSONAR, og GUÐ- LAUGS TRYGGVA STEFÁNS- SONAR. Fyrir þremur vikum greindi EINTAK frá því að um koffein og glúkósa hafi verið að ræða en ekki amfetamín. Þess er líka getið í ákæruskjalinu að sú hafi verið nið- urstaða rannsóknarstofu. Þremenn- ingarnir eru eftir sem áður ákærðir fyrir að hafa gert tilraun til að smygla inn amfetamíni en í dóm- kröfum er ekki farið fram á að þessi efni verði gerð upptæk. Það er al- geng aðferð hjá fíkniefnasölum að þekja hass- plötur með blöndu af koff- eini og glúk- ósa til að halda hassinu mjúku og allt eins líklegt að svo hafi verið ætlunin í þessu tilviki. Það skyldi því aldrei vera að HALLVARÐUR EINVARÐSSON ætli að taka upp þá stefnu að ákæra menn fyrir að smygla inn efnum náskyldum kaffi og sykri... VIÐARI VIKINGSSYNI, kvik- myndagerðarmanni, brá í brún þegar hann sá bresku kvikmyndina I nafni föðurins, sem sýnd er í Háskólabíói um þessar mundir. í upphafsatriði myndarinn- ar setur lögfræðingur, sem EMMA THOMPSON leikur, spólu í bíltæk- ið hjá sér. Á spólunni er að finna hugleiðingar karlmanns um glæp sem hann framdi ekki. í einum drögum Viðars að kvikmyndahand- riti sem hann byggir ^ á Geirfinnsmálinu hugsaði hann sér Mj sams konar byrjun, að blaðamaður setti I spólu í bíltækið á sér á leið til fundar við persónugervíng SÆVARS M. CIESIELSKIS á Litla Hraun. Eins og lesendur EINTAKS þekkja eru talsverð líkindi með Gu- ildford-málinu, sem er umfjöllunar- efni ( nafni föðurins, og Geirfinns- málinu... RÓSA INGÓLFSDÓTTIR var afskaplega áberandi í fjöl- miðlum fyrir nokkru og þá sérstaklega um þær mundir sem ævisagan fræga var að koma út. Hún lét þó hafa sig í að koma fram í umræðuþætti um kvenfrelsisbylt- inguna á dögunum enda erfitt fyrir hana að hemja sig þegar slíkur óhugnaður dúkkar upp. En þar fyrir utan hefur farið afskaplega lítið fyrir Rósu og mál manna að nú sé verið að spara sig fyrir næsta bindi af ævisögunni sem hlýtur að koma út fyrir einhver jólin, enda konan frek- ar ung enn... Islendingar eru ættræknir menn og ættfróðir, eða svo er sagt. Menn stæra sig líka gjarnan af ætt sinni ef hún er ekki þess ómerkilegri. Fólk sem er af ætt sem kennd er við Járngerðarstaði í Grindavík er greinilega ánægt með uppruna sinn. Nýlega kom út ætt- artal hennar í þremur þykkum bind- um. En það á ekki að láta staðar numið við það heldur á að smala liðinu saman á Hótel ísland í apríl. Það merkilega er að þessar skemmtanir verða haldnar fjögur föstudagskvöld í röð. Skemmti- kraftarnir eru allir af Járn- gerðarstaðaættinni og má þar nefna poppar- 1 ana BUBBA „ MORTHENS, RÚNAR JÚLÍUSSON MAGNÚS KJARTANSSON og fleiri. Það ætti því að vera hægt að stilla upp fyrir- taks hljómsveit. Þeir þremenning- arnir, ásamt fleirum, eru meðal þeirra sem hvetja ættingja sína til að mæta í bréfi sem sent var út. Skemmtunin ber yfirskriftina: Fjöl- skylda - fróðleikur og fjör... Veiðiréttareigendur í Dölum og á Skógarströnd saka starfsmenn hafbeitarstöðvar Silfuiiax um að veiða villtan lax í sjó í Hraunsfirðinum þannig að hann skili sér ekki í árnar. Laxveiði í ánum hefur hrunið en talsmenn Silfurlax segja engar sannanir hafa komið fram. m _ _ M wft Wf ' I m. LclXasmO i Dolunum STÍFLAN í HRAUNSFIRÐI Veiðimálastofnun segir stífluna skipta Hraunsfirði þannig að fyrir ofan hana sé ferskvatn en sjór fyrir neðan. Hatrammar deilur hafa risið milli veiðiréttareigenda í Dölum og á Skógarströnd annars vegar og hafbeitarstöðvarinnar Silfurlax hf. í Hraunfirði hins vegar. Veiðiréttar- eigendur saka Silfurlax um ólögleg- ar laxveiðar í sjó og segja að hrun í ánum megi rekja beint til þess. Silf- urlax vísar þessum ásökunum á bug og vill að veiðiréttareigendur sanni mál sitt. Upphaf deilnanna má rekja til þess að þrátt fyrir tilraunir til að rækta upp ár á svæðinu hefur veiði í þeim dregist stórlega saman á síð- ustu árum. Veiðiréttareigendur segja skýringanna fyrst og fremst að leita í starfsemi hafbeitarstöðvar- innar í Hraunsfirði. Þeir fullyrða að Silfurlax háfi upp lax sem er á leið til heimaáa í Dölunum og víðar. Deilt er um hvort ósasvæði Hraunsfjarðarár nái út þar sem lax- inn er snurpaður í nót. Ef sú er ekki raunin er um laxveiðar í sjó að ræða sem eru bannaðar með öllu. Gríðarlegir peningahagsmunir eru í húfi fyrir báða aðila og því engin furða að harka sé hlaupin í þetta laxastríð. Veiðiréttareigendur segja að Veiðimálastjóri sýni hlutdrægni í þessu máli og dragi taum hafbeitar- manna. Frá honum fái þeir lítil eða engin svör þrátt fyrir ítrekaðar fyr- irspurnir. Forsvarsmenn Silfurlax í Hraunsfirði segja fullyrðingar veiðiréttareigenda rangar. Þeir segj- ast vilja hafa frekari upplýsingar til- tækar áður en einhverju verður breytt varðandi þeirra starfshætti en kveðast jafnframt tilbúnir að taka þátt í þéirri upplýsingasöfnun sem þarf að fara fram. Þá segjast þeir vilja aukið samstarf við veiði- réttareigendur og Veiðimálastjóra. Ef ekki ólöglegt þá sið- laust, segja veiðiréttar- eigendur Veiðiréttareigendur leituðu álits jarðfræðings og taldi hann öruggt að leirurnar í Hraunsfirði gætu ekki með nokkru móti talist árósar en nokkuð örugglega væri um fjarða- rós að ræða. Veiðimálastjóri lét einnnig gera mat á þessu og komust matsmenn hans að þeirri niður- stöðu að samkvæmt laxveiðilögum væri veiði þarna lögleg. Þá niður- stöðu eru Dalamenn mög ósáttir við og segja matsmennina hafa tek- ið sjávarál fyrir árfarveg og reiknað út frá honum nýtt árósasvæði sem nái alveg út í fjarðarósa. „Laxá í Dölum hefur verið þekkt fyrir stórlax síðustu ár, ofan á það að gengdin hefur stórminnkað kemur aðeins smálax upp úr ánni,“ segir Svavar Jensson formaður veiðifélags Laxdæla. „Samkvæmt veiðibók á miðju sumri 1993 voru aðeins fimmtíu laxar af fimmhundruð sem náðu 10 pundum og mestmegnis var þetta miðlungslax, 6 til 7 pund. Þessi á hefur verið í uppbyggingu síðan um aldamót og þótti mjög góð veiðiá en svo geta einhverjir menn sett upp hafbeitarstöð án nokkurra undangenginna rannsókna þar sem teknir eru upp um og yfir hundrað þúsund laxar á sumri. Á sama tíma fellur fiskgengd í ám hérna fýrir vestan hafbeitarstöðina niður úr öllu valdi. Við viljum meina að þeir séu að taka frá okkur fisk. Við höf- um fengið þá umsögn frá sérfræð- ingum að allar okkar seiðaslepp- ingar séu eins og best verður á kos- ið og aðstæður mjög góðar til laxa- ræktar. Það hefur þó ekki skilað sér síðustu árin. Venjulega er mjög lítið rennsli úr Hraunsfirðinum. Undir eðlilegum kringumstæðum gengur laxinn ekki upp í svo vatnslitlar ár. Það vitum við af okkar reynslu. Þegar þurrkatímabil hafa orðið og árnar verið vatnslitlar hefúr laxinn legið fyrir utan. Svo þegar vex í ánum koma laxarnir inn í torfum. Þessa náttúru laxins færa hafbeitarmenn- irnir sér í nyt með því að hleypa úr eldislóninu á flóði vatni, sem er mettað af laxalykt, og lokka þannig allan þann lax sem þar á leið um inn að stíflugarðinum þar sem þeir loka hann inni með einhvers konar nót og geta svo mokað honum upp til slátrunar. Þetta teljum við með öllu óviðunandi, ef ekki lögleysu þá að minnsta kosti siðleysi sem ætti að stoppa þegar í stað.“ Svavar segir að í þesu deilumáli hvíli sönnunarbyrðin á þeirn en ekki hafbeitarmönnunum og því neyðist þeir sennilega til að merkja laxaseiðin sem sé óhemjudýrt. „Það er einnig spurning hvað hafbeitarstöðin gerir lífríkinu í sjónum. Vatnsrennsli hjá þeim er mjög lítið en samt sleppa þeir millj- ónum seiða á hverju ári. AUur þessi fjöldi hlýtur að nærast á einhverju og þar sem nú er vitað að fæðan er ekki endalaus í sjónum hlýtur þetta einhver áhrif að hafa á það lífríki sem okkar lax leitar í. Andsvar þeirra Silfurlaxmanna hefur oftast verið að við fáum svo og svo mik- inn lax frá þeim í árnar. En við vilj- um ekki með nokkru móti sjá þennan lax þeirra blandast þeim fiski sem við höfum verið að rækta því sem næst frá aldamótum." Of litlar upplýsingar til fullyrðinga, segja tals- menn Silfurlax „Að mínu mati liggja fyrir alltof litlar upplýsingar um gengd laxa til að meta það með réttu hversu mik- ið við fáum af annarra laxi,“ segir Júlíus Birgir talsmaður Silfurlax. „Það villist alltaf eitthvað af laxi á milli en það er mjög lítil prósenta sem um er áð ræða og villilax er yf- irleitt mun ratvísari en sleppilax- inn. Allt fer þetta þó eftir gæðum seiðanna og sleppingaraðferðum. I sambandi við Dalaárnar þá þörfn- umst við fyrst og fremst meiri upp- lýsinga. Hjá okkur er hver einasti lax skoðaður með tilliti til merk- inga og þær merkingar eru lesnar hjá Veiðimálastofnun. Við erum tilbúnir að taka þátt í þessari upp- lýsingaöflun af fullri alvöru. Og upplýsingarnar verðum við að hafa áður en við förum út í breytingar á okkar starfsháttum. I sambandi við veiðiaðferðirnar þá erum við lengst inni í firði svo laxinn verður að leita nokkuð ákveðið inn til að komast í okkar gildrur.“ Allt bendir til þess að þessi deila verði langvinn.© Sigrún Magnúsdóttir, efsti maðurá R-listanum Ingibjörg er pólitískur leiðtogi - Mér var hins vegar falið að stjóma borgamnálahópnum Þú ert pólitískur verkstjóri list- ans. Hvað felst í því? „Ingibjörg Sólrún er borgar- stjóraefni okkar og jafnframt pólit-, ískur leiðtogi. Mér hefur aftur á móti verið falið að stjórna borgar- málahópi listans." Telurðu R-listann vera búinn að vinna borgina nú þegar? „Það er af og frá. Það vinnur eng- inn kosningar í skoðanakönnun- um. Þær sýna bara andrúmsloftið á þeim tíma sem þær eru gerðar. Það ríkir mikill vilji til að breyta til í borgarmáium og fá ferska vindátt inn í borgarstjórn.“ Tekurðu mark á úrslitum skoð- anakannananna? „Jú, að vissu leyti. En ég geri mér grein fyrir því að í hönd fer mjög hörð kosningabarátta og það er ekki öruggt hvernig hún fer. En R- listinn er ákveðinn í að vinna. Fundurinn á Hótel Sögu sýndi góð- viljann í okkar garð.“ Eruð þið Ingibjörg á sömu bylgjulengd í pólitík? „Við störfuðum saman í borgar- stjórn á árunum 1986-90 og unnum þar náið saman, meðal annars við fjárhagsáætlahagerð. Það kom ekki upp neinn ágreiningur á milli okk- ar svo ég muni eftir. En auðvitað hefur hver persóna ólíkar áherslur. Það er styrkleiki listans að fólkið á honum sé ekki steypt í sama mót.“ Er R-listinn elcki með ósköp svipaða stefnu og D-listinn? „Fólkið sem myndar R-listann hefur staðið fýrir þessum málefn- um svo árum skiptir og borgarbúar vita nákvæmlega hvar við stöndum. Það sérkennilega er að Sjálfstæðis- flokkurinn tekur upp okkar bar- áttumál og ekki get ég verið óánægð með það. Hann er eins og kamelljón sem skiptir um lit en er alltaf sama skepnan. Eftir 60 ár sjá þeir skyndilega nauðsyn þessara mála. Þeir hafa haft allan þennan tíma til að koma þeim í lag. Það sem er öðruvísi hjá okkur nú er að við viljum breyta til í stjórn- kerfinu. Valdhafarnir vita ekki hvort þeir eru að starfa í anda Val- hallar eða Ráðhússins. Sjálfstæðis- menn verða að átta sig á stöðu sinni og hlutverkum sínum. Borgarbúar eiga til dæmis ekki að borga undir tillöguflutning þeirra." Hvernig líst þér á Árna Sigfús- son sem pólitíkus? Við höfum átt ágætt samstarf og sitjum til dæmis bæði í skólamála- ráði. Árni er ákveðinn í að koma fram sínum málum en hefur þó ekki náð í gegnum múrinn hjá Sjálfstæðisflokknum. Mér líkar ágætlega við hann sem persónu en það á eftir að reyna á hann sem pól- itíkus.“ Árni segir í viðtali við EINTAK, 17. febrúar síðastliðinn, að hann búist við að minnihlutinn grípi til „dirty department“ aðferða og sé búinn að vera að leita að neikvæð- um málum sem hægt sé að blása upp. Hvað segirðu um þá fullyrð- ingu? „Þetta sýnir bara hans hugarfar. Hann sagði annars í viðtali um síð- ustu helgi að hann reyndi að hugsa jákvætt. Andstaða veitir aðhald og þarna hefur hann verið orðinn smeykur við andstöðu borgarbúa. Ég held að hann hitti sjálfan sig fyr- ir með þeim orðum.“ Hvað réðst þú í þá töf sem Ingi- björg gerði á því að gefa endanlegt svar sitt? „Mér fannst hún ekkert óeðlileg. Þetta er auðvitað kosningabandaleg fjögurra samtaka og við gerðum skoðakannanir eða létum fara fram prófkjör til að sjá hverjir ættu að skipa listann. Ingibjörg vildi sjá hvaða fólk yrði valið sem og mál- efnasamning áður. Við hin vissum öll þegar það var frágengið að hún yrði með. Þá lá heldur ekkert á. Borgarbúar hafa ekki nennu til að hlusta á borgarmálefni í marga mánuði. Það var fullur samhugur um að bíða til 19. mars.“ 12 FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.