Eintak

Tölublað

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 17

Eintak - 24.03.1994, Blaðsíða 17
sér betri vinnubrögð og er með hugmyndir í farteskinu. Sé litið yfir reykvískan hótelrekstur eru afskap- Iega fáir hótelstjórar með hótel- stjórnunarnám að baki. Sumir eru þjónslærðir eða kokkar. Þegar ég ræð í stöður hér á hótehnu tek ég það til greina ef fólk hefur lært eitt- hvað í hótelstjórn, það er að segja ef það hentar í stöðuna. I sumar stöð- ur er fólk aftur á móti of mikið menntað. Almennt séð er fólk með meiri menntun nú en áður. Þeir sem til dæmis eru í gestamóttök- unni eru með háskólagráðu.“ Jónas segir að vegna fjöldans fái náttúrlega ekki allir vinnu við hót- elstjórnun sem hana hafa lært. En það er fleira sem býðst. „Margir fá starf sem gestamót- tökustjórar, veitingastjórar eða fara í matvæla- eða víneftirlit. Aðrir rannsóknir, auglýsingastarfsemi og ýmis kynningarstörf,“ segir Elías. „Á DV ráða ritstjóramir starfsfólk- ið. Fólk skilar hingað inn umsókn- um og síðan er lagt fýrir það sér- stakt próf þar sem því gefst tækifæri á að sýna íslenskukunnáttuna og hvort það á auðvelt með að skrifa lipran texta. Það er fyrst og ffemst á grundvelli þess prófs sem fólk er ráðið.“ Stundum er því haldið ffam að það sé fólki til trafala að nema fjöl- miðlastörf erlendis því íslenskan sé svo stór þáttur af þeim. Elías er ekki alls kostar sammála því. „Fólk sem hefur komið til starfa á DV eftir að hafa lært erlendis hefur staðið sig ágætlega.“ Það getur verið erfitt að komast að í upphafi hjá fjölmiðlum og fá tækifæri til að sanna getu sína. Leiða má líkur að því að fáir hafi gert sér grein fyrir þessu, því ef litið er í gulu síðurnar í símaskránni em aðeins þrjú nöfh undir starfsheit- inu fatahönnuðir. Eva rekur nú verslunina Spaks manns spjarir ásamt tveimur öðr- um fatahönnuðum við Skóla- vörðustíginn. Áður rak hún leður- verkstæði og verslun í Bergstaða- stræti með eiginmanni sínum. „Ég býst við að þeir sem eru að ljúka námi núna byrji á því að reka sjálf- stætt fyrirtæki eða einhvers konar starfsemi. Það er auðvitað erfitt því það er mikið flutt inn af tískufatn- aði og við keppum auðvitað við hann,“ segir hún. „Það er auðvitað ekki gott að of margir fatahönnuðir starfi hér á landi. Það fer þó fljót- lega svo að þeir sem em færastir standa upp úr. Hinir heltast fljót- Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri „Það er alltaf markaður fyrir góða listamenn en ekki er þar með sagt að efmaður lœrir kvikmyndagerð sé hann góður listamaður.(< stunda kennslu. Litlu hótelin úti á landi þurfa líka hótelstjórnendur. Heildsölur sem selja vörur fyrir hótel ráða til dæmis fólk sem lokið hafa hótelstjórnunarnámi í vinnu. Þeir sem fara í hótelstjórnun gera sér líka grein fýrir því að hótelvinn- an er alþjóðleg og þeir geta alltaf leitað út fyrir landsteinana að vinnu. Hótelstjórn er nefhilega eitt af alþjóðlegustu störfunum sem til eru.“ EES-samningurinn reddar sem sagt þeim fjölmörgu sem fá ekki að- gang að íslenskum hótelum. Fá tækifæri á fjölmiðlunum Hvers vegna vilja allir vinna við fjölmiðla? Sumir segja starfið lif- andi, skapandi og skemmtilegt. Aðrir fullyrða að þeir sem gefa sig í það séu sjálfir athyglissjúkir. Sjálf- sagt er sannleikskorn í hvoru tveggja. En er hægt að læra til starfa á fjölmiðlum í skólum? Það hefur hvorki verið sannað né afsannað, enda er fjölmiðlafræðin sem hagnýt námsgrein til þess að gera ung. Elías Snæland Jónsson er að- stoðarritstjóri á DV. Effir að hafa lokið Samvinnuskólaprófi hélt hann til Noregs í norskunám og fór þar að starfa við blaðamennsku. Síðan vann hann á Tímanum og Vísi en hefur nú verið á DV í tíu ár. Hann lærði því blaðamennskuna „á staðnum". „Ef gert er ráð fýrir því að þeir sem læri fjölmiðlun ætli sér að starfa við íslenska fjölmiðla er alveg ljóst að það reynist þeim erfitt. Fjöldi starfsmanna þar er nefnilega tiltölulega stöðugur frá ári til árs. Hitt er annað mál að sumir ætla sér að vinna við eitthvað annað en íjöl- miðla. Námið nýtist í öðrum störf- um, til dæmis eins og við fjölmiðla- Alltaf er einhver hreyfing á blaða- og fréttamönnum en þetta er mikið til sama fólkið sem er á sporbraut í kringum fjölmiðlana, fólk sem er ánetjað starfinu og stendur helst ekki upp fýrir öðrum. Týndir fatahönnuðir Eva Vilhelmsdóttir var meðal þeirra íslendinga sem fýrstir út- skrifuðust sem fatahönnuðir. Hún lauk fjögurra ára námi frá Skolen for brugkunst í Kaupmannahöfn árið 1972. Evu kemur ekki á óvart að enginn hafi verið á lánum frá LÍN árið 1983 til að læra fatahönn- un og því síður að fjöldinn hafi aft- ur á móti verið kominn upp í 33 ár- ið 1991. „Á árunum 1985 og ‘86 var oft hringt í mig til að forvitnast um námið og fá ráðleggingar um það hvar best væri að læra fatahönn- un,“ segir Eva. „Ég efast um að það verði mikið að gera fýrir þau sem eru að ljúka fatahönnunarnámi um þessar mundir. Margar saumastof- urnar hafa lagt upp laupana að undanförnu og sömuleiðis litlu einkafýrirtækin sem voru í þessu fagi. Mörg þeirra sem numið hafa fagið sauma bara heima hjá sér fýr- ir viðskiptavini sína.“ Eva segir jafhframt að ekki sé nein hefð hér á landi að leita til fatahönnuðar eftir fatasaum. En fatahönnuðir geta gert margt fleira en að sauma tískufatnað.“ Námið tengist líka búningahönnun og því er hægt að fá vinnu sem aðstoðar- maður búningahannaða í leikhúsi,“ segir Eva. „Ég veit ekki hvað orðið hefur um þá sem útskrifúðust sem fatahönnuðir á eftir mér. Það má vel vera að konurnar hafi til dæmis bara farið út í barneignir. Það er líka mikilvægt fyrir fatahönnuði sem og aðra að kynna sig vel.“ lega úr lestinni.“ Bjartsýnin hlýtur að vera leiðar- ljós þeirra sem leggja fýrir sig fata- hönnun um þessar mundir og kosta dýrt nám til að læra til verka. Beðið eftir íslenska kvikmyndasumrinu Eftir að íslenska kvikmyndavorið gaf fyrirheit um heitt og langt sum- ar vildu allir gera bíómyndir, smit- aðir af æskuminningum úr þrjú- bíóferðum. Stefnan var tekin út til að læra handbragðið af meisturum í faginu. Sumarið kom aldrei en hauströkkur grúfði sig yfir íslenska kvikmyndagerð. Samt héldu menn áfram að streyma utan. Og nú þreyja þeir sem lokið hafa námi þorrann og góuna og bíða eftir að vorið komi á ný. Og þykjast sjá merki þess. Hrafn Gunniaugsson kvik- myndaleikstjóri nam kvikmynda- gerð íýrst við Háskólann í Stokk- hólmi í 4 ár og síðan í eitt ár við Dramatiska Institutet. Hann varð síðan nemandi hins kunna sænska tökumanns Svens Nykvist. Hann var þá að undirbúa tökur á mynd Ingmars Bergman, Töfraflaut- unni, og segist Hrafn hafa iært mun meira undir handleiðslu Nykvist en í sjálfúm skólanum. „Það fer eftir hverjum og einum hvort hann þurfi að læra kvik- myndagerð. Sumir þurfa að læra á hljóðfæri, aðrir spila upp úr sér. En það verður enginn mjög góður nema að læra fagið, hvernig sem hann fer að því. Það er alltaf mark- aður fyrir góða listamenn en ekki er þar með sagt að ef maður lærir kvikmyndagerð sé hann góður Iistamaður,“ segir Hrafn. „Það vantar alltaf frumleg handrit og frumlega hugsun í kvikmyndagerð. Það er of mikið um að menn séu að JÓNAS Hvannberg hótelstjóri á Hótel sögu „Þegar ég rœð í stöður hér á hótelinu tek égþað til greina effólk hefur lcert eitthvað í hótelstjóm, það er að segja efþað hentar í stöðuna.“ búa til „colorprints“ upp úr bók- um. Þetta eru lítið annað en mynd- skreytingar. Menn ættu heldur að segja sögur á þessu ákveðna frá- sagnarformi. Margir halda að kvik- myndagerð sé það eitt að klípa í rassinn á ljóshærðri leikkonu. Það er misskilningur því kvikmynda- stjórn er eitt erfiðasta fag sem hægt er að hugsa sér.“ Hrafh segir kvikmyndagerð nýt- ast í allt enda sé hún það tungumál sem nútíminn noti í öllum sínum samskiptum. „Það verður enginn verri maður af að læra hana þó ekki væri nema til að verja sig gegn henni,“ segir hann. „Það er alltaf leitun að góðu fólki í kvikmynda- gerð. Ég veit ekki um neinn góðan sem ekki hefur komist að. Þeir verða hvergi stoppaðir sem liggur eitthvað á hjarta. Ætli menn sér að gerast smíðvél að sköpun heimsins verða þeir að hafa þá orku sem til þarf til að drífa þá vél. Kvikmyndagerðin er smíð- vél nýs tíma. Hún er fag sem út- heimtir mikla líkamlega sem og andlega orku vegna þess að hún snýst ekki um að vinna einn við að halda um penna eða pensil heldur að stjórna fólki og fá það til að trúa á hugmyndir. Kvikmyndagerð er hernaður og leikstjórinn er herfor- inginn." Nám fýrir nagla, er mat Hrafns. Það er að minnsta kosti ljóst að þeir sem vilja fá örugga vinnu hjá öðr- um og er akkur í því að koma sér þaki yfir höfuðið og halda því eiga ekki erindi í kvikmyndagerð. O Benedikt Jónsson STARFSMANNASTJÓRI í UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU „Við metum hlutlœgtþá umsækjendur sem hingað leita hverju sinni. Ég er ekki viss um aðfólk hafi neina meðfœdda eiginleika íþessi störf heldur verðurþað aðþjálfa með sér hœfni tilþess.“ FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994 17

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.