Eintak - 24.03.1994, Qupperneq 18
Andrés önd er sextugur. Afmælis hans er minnst um allan heim og menn hafa komist að því að hann er eini
maðurinn sem eitthvað hefur að segja í dag. Þrátt fyrir að hann sé fæddur lúser og geti ekki að því gert.
Og Jóakim frændi er líka sextugur. Hans minnast færri á þessum tímamótum. Og þó. Hjálmar Sveinsson heiðrar hér
Andrés með kærleiksríkum orðum og segir jafnframt frá æsilegu glæpamáli í Þýskalandi þar sem aðal-glæponinn
er ekki einn af Björnebanden heldur maður sem kynnir sig sem Jóakim frænda.
Frá blauti barnsbeini er okkur
innrætt að glæpir margborgi sig
ekki. Foreldrar okkar þurfa ekki
einu sinni að taka það fram og
kennararnir ekki heldur. Það er
nóg að opna Andrésblað. Björne-
banden tapar, Jóakim frændi græð-
ir. Þannig er náttúrulögmál kapítal-
ismans, í Andabæ jafnt sem öðrum
borgum og bæjum. Og Andrés?
Hann tapar líka. En ekki vegna þess
að hann sé fæddur glæpon, hann er
fæddur lúser og getur ekki að því
gert. GISP! Það er allt og sumt. Nei
það er ekki allt og sumt. Andrés
önd leit fyrst dagsins Ijós seint í
mars 1934. Hann er sextugur. Til
hamingju með daginn Andrés,
okkur þykir öllum vænt um þig.
F
lyrir nokkrum árum var
I nokkuð mörgum milljónum
stolið í Noregi. Ræningjun-
um hafði hugkvæmst að smíða ná-
kvæma eftirlíkingu af næturhólfi
eins og er við innganginn á sumum
bönkum. HAR-HAR- HAR. Þessi
hólf eru fyrst og fremst fyrir versl-
unareigendur sem koma á föstu-
dagskvöldum, eftir að bankinn hef-
ur lokað, með alla veltuna og setja
hana í hólf. Þeir þora ekki annað
því þeir eru hræddir við ræningja.
Svo komu þeir einu sinni með alla
peningana og þá var búið að Iíma
yfir opið á hólfmu og setja þar
miða. ÞVÍMIÐUR ER NÆTURHÓLF-
IÐ BILAÐ, NOTIÐ HÓLFIÐ VIÐ
endaði í bankanum hjá Jóakim.
Gullið leitar ætíð þangað sem gull
er fyrir. Nokkrum árum síðar
gerðist það í raun og veru að A
gullskip fannst á hafsbotni í Æ
Mexíkóflóa og borðtennis
boltaaðferðin notuð til að
ná því upp. Að sjálfsögðu
kærði Walt Disney
Company því hugmynd-
in var augljóslega stolin.
Ég veit ekki alveg
hvernig málið fór en ég
gæti best trúað að þetta
gull hafi líka lent í
bankanum hjá Jóakim.
Það er að minnsta kosti
alveg áreiðanlegt að þú
fékkst ekki krónu,
Andrés Önd. HULK!
m nd
erk ur
Við hötam sóað 20 árum í að stela
hænum og svinum meðan Aðalörtd
var að safna í fjársjóð hartda okkur!
Við hefðum
átt að hafda
okkur við þíg,
Jóki minn!
HLIÐINA. Þetta var gert og ræningj-
arnir komu um nóttina, opnuðu
hólfið sitt og hirtu peninginn. Þeir
náðust einhverjum mánuðum síð-
ar, voru búnir með allan peninginn
en sögðust hafa fengið hugmynd-
ina úr Andrésblaði.
Ef grannt er skoðað eru Andrés-
blöðin stútfull af snjöllum hug-
myndum. Einu sinni varst þú að
kafa við Suðurhafseyjar, Andrés, og
fannst skipsflak innan um kóralrif-
in, fullt af gulli. Hvernig var nú
mögulegt að ná flakinu upp? Rip,
Rap og Rup voru auðvitað með í
leiðangrinum og datt í hug að fylla
skrokk skipsins með borðtennis-
boltum. Og viti menn, skipið flaut
upp. En það þarf varla
að taka fram að gullið
8)
ndrés minn góð-
ur, sextíu ár er afar
ár aldur fyrir önd
en þú berð aldurinn vel. Þú
hefur ekkert breyst frá því ég
kynntist þér íyrir fjölda mörgum
árum. Það var austur í hreppun
og þú talaðir dönsku. Lýður
hreppstjóri hafði þann sið að leggja
sig alltaf á mjóan bedda inn í borð-
stofu eftir hádegismatinn. Ég lagð-
ist fyrir ofan hann og yngri bróðir
minn fyrir framan hann. Og hófst
nú lesturinn. Lýður var ágætur
bóndi, mikill stærðfræðingur,
sterkur skákmaður og átti auðvelt
með að lesa dönsku. Hann Ias í
huganum og
þýddi jafnóðum
yfir á íslensku. Ég
held að honum
hafi fundist lítið
koma til þín,
Andrés, en hann
hafði lúmskt gam-
an af Jóakim
frænda. „Hann er
svo klókur að
græða,“ sagði
Lýður og hló með
því að anda ótt og
títt í gegnum nef-
ið. Þess háttar hlátur er algengur í
uppsveitum Árnessýslu.
Þegar ég varð tíu ára ákvað ég að
fara í einkatíma í dönsku til að geta
lesið Andrés sjálfur en gafst upp
eftir þrjá tíma. En Andabær er og
verður danskur bær í mínum aug-
um og eyrum. Hvað heitir eiginlega
Björnebanden á íslensku? Eg hef
ekki hugmynd um það, ég veit bara
að þeir eru með númer framan á
sér með tölunum 1, 6, og 7 sem eru
tvíteknar með bandstriki á milli,
Dæmi: 176- 617. Ef mér bregst ekki
reiknilistin þá eru að minnsta kosti
30 möguleikar á að setja tölurnar
saman án þess að end-
urtaka sama númer-
ið. Ergó: I Björne-
banden gætu verið
30 eða fleiri og eins
gott að passa sig.
I
tilefni sextugsaf-
mælisins hafa
verið birtar
greinar um þig, Andrés,
hér og þar í Evrópu og
allir fara um þig lofsorði.
Enda er ekki hægt annað
en dást að þér, Andrés, að
fjölhæfni
þinni
og þraut-
seigju. Ég man
eftir þér sem skurð
gröfubílstjóra, flugstjóra og skip-
stjóra og stýrðir þú ekki einhvern
tímann geimfari þínu heilu og
höldnu í gegnum sólkerfm? Þú hef-
ur starfað sem blaðamaður, söngv-
ari, dáleiðandi, kompónisti, rann-
sóknarmaður, brunaliðsmaður,
leikari og þannig mætti lengi telja.
Gott ef þú lékst ekki sjálfan Mac-
beth einhvern tíma þó ég sjái þig
raunar fremur fyrir mér sem Jón
Hreggviðsson.
Austurríska ljóðaskáldið H.C.
Artmann skrifar um þig: „Andrés
er eini maðurinn í dag sem eitthvað
hefur að segja.“ En sitt er hvað,
gæfa og gjörvileiki. Þú hefur aldrei
verið klókur að græða og þó veitti
þér ekki af aurunum því þú hefur
fyrir þremur hálfstálpuðum ung-
lingum að sjá. STÖN! Stundum
áttu ekki fyrir salti í grautinn og
verður þá að leita á náðir Jóakims
frænda sem greiðir þér lúsarlaun
fyrir að fægja myntina hans.
Og eitt hef ég aldrei skilið, Andr-
és, en það er samband þitt við
Andrésínu. Það má vera að hún sé
kynþokkafyllsta konan í Andabæ
en hún er neysluóður smáborgari
með andlitssnyrtingu á perunni og
er þar fyrir utan hysterísk, ofbeldis-
sinnuð og afar óréttlát. Og úr því ég
er kominn út í þessa sálma þá hefur
það alltafverið mér ráðgáta hvernig
þið I Andabæ íjölgið ykkur. Ég hef
til dæmis tekið eftir því að „foreldr-
ar“ og „börn“ eru varla til, heldur
er þetta frænda-og-frænku-samfé-
lag. Og svo er annað sem ekki fer
fram hjá nokkrum manni, Andrés:
þú gengur alltaf um nakinn að neð-
an og hylur aðeins neðannekt þína
þegar þú ferð í sund. Þetta háttalag
hefur leitt af sér alls kyns getgátur,
til dæmis þá að þið Andrésína hafið
bara samfarir í vatni og að þú farir
aðeins í sundskýluna til að dylja
reistan liminn á
meðan þú
kjagar spöl-
inn frá
o
b ú n -
ingsklefanum
út í vatnið.
Ég veit það ekki, Andrés, satt best
að segja hallast ég að því að þér Iáti
riddaraleg ást best en hún er þannig
í framkvæmd að riddarinn yrkir
mansöngva og syngur fyrir þá
heittelskuðu. Þetta heitir líka að
vera ástfanginn af ástinni og er
ástand sem leiðir sjaldan til sam-
fara, hvað þá barna. En það er eitt-
hvað annað sem ég ætlaði að tala
um.
Ég byrjaði á þessari grein til að
tala um glæpi og ætla nú að taka
þráðinn upp affur. Ég ætla að ganga
skipulega til verks og telja allt upp
sem skiptir máli, í réttri tímaröð
auðvitað:
13. júní 1992
Klukkan 1 eftir miðnætti spring-
ur sprengja í Karstadt-kauphúsi í
Hamborg, nánar tiltekið í postu-
línsdeildinni. Skaðinn metinn á
milljónir. Daginn eftir fá eigendur
kauphússins bréf frá sprengju-
manninum og hann lofar að
sprengja ekki aftur ef hann fær eina
milljón marka (42 milljónir ísl. kr.).
Féð á að afhenda daginn sem eftir-
farandi texti birtist í smáauglýs-
ingadálki ákveðins dagblaðs í Ham-
borg: JÓAKIM FRÆNDI BIÐUR AÐ
HEILSA FRÆNDUM SÍNUM.
15. júní 1992
Eftir að hafa fengið nákvæmar
leiðbeiningar finna sendiboðar frá
Karstadt kassa festan við kílómetra-
skilti á Bundesstrasse 105 og í hon-
um er ljósrauður poki. Á pokanum
er mynd af Jóakim frænda (hinum
ekta) og undir henni stendur
„Duck Tales“. En í kassanum er líka
græja með rafeindaútbúnaði og
segulstáli. Og bréf þar sem stendur
að peningasendillinn eigi að taka
sér far með lestinni Berlin-Rostock
kl. 12:15. Hann á að festa pokann
með peningunum á aftasta lestar-
vaginn með segulstálinu og bíða
átekta. Kl.22:30 sendir „Jóakim
frændi“ rafbylgjur sem eiga
h. að gera segulstálið óvirkt þann-
SÉk. ig að pokinn detti. En pokinn
dettur ekki, segir lögreglan.
1; 14. ágúst 1992
Sömu aðferð beitt og
nú dettur pokinn.
Lögreglumennirnir í
lestinni taka í neyð-
arbremsuna en
■ „Jóakim frændi“
& sleppur með pok-
| ann, sem reynist
síðar vera fullur
af pappírssnepl-
um.
9. sept.
1992
--nr,, „ J ó a k i m
■ frændi" hefnir
sín, sprenging í
lHf Karstadt í Bremen
0 og nokkrum dög-
» um síðar í Hanno-
ver.
29. okt. 1992
Tilraun til að afhenda
féð í Berlín. Sama aðferð.
Pokinn dettur, „Jóakim
frændi“ reynir að ná honum
en tekst ekki. Tveir lögreglu-
menn sjá hann og hlaupa á eftir
honum. „Jóakim frændi“ stígur á
reiðhjól. Annar lögreglumaðurinn
nær í öxlina á honum en rennur í
hundaskít. „Jóakim frændi“ kemst
undan.
19. apríl 1993
I þetta sinn á að leggja féð á
ákveðnum tíma í ákveðna trékistu.
Svona trékistu með sandi til að strá
á ísilagðar gangstéttar. Kistan er á
ákveðnu bílastæði í Berlín. Þetta er
gert og um fimmtíu lögreglumenn
bíða í felum. En það gerist ekkert.
Eftir tveggja stunda bið er kistan
opnuð og þá kemur í ljós að pokinn
er horfinn og allur sandurinn.
HAR-HAR- HAR! Kistan var með
fölskum botni og henni var komið
fyrir ofan á hoIræsishlemmi.“Jóa-
kim frændi“ var ofan í holræsinu,
opnaði hlemminn og hirti pokann.
En hann var fullur af pappírssnepl-
um.
19. maí 1993
Sprengjutilræði í raftækjadeild-
inni í Karstadt í Bielefeld.
24. jan. 1994
\f , Enn ein
'í — \
snúrur sem hafa verið strengdar yf-
ir teinana. Vagninn hverfur en er á
of mikilli ferð, hann þeytist út af
sporinu aðeins 30 metrum frá
staðnum sem „Jóakim frændi“ bíð-
ur. „Jóakim frændi" tekur enga
áhættu, hann lætur vagninn liggja
og flýr.
Mver er.hann eiginlega þessi
„Jóakim frændi"? Spurning-
in brennur á allra vörum
um þessar mundir í Þýskalandi.
Sumir halda að hann sé lögreglu-
maður, aðrir segja að hann sé fyrr-
verandi Stasi-maður og enn aðrir
að hann sé óhamingjusamur
menntamaður. Eitt eru þó allir
sammála um, „Jóakim frændi" er
afar snjall og afar varkár, hann nýt-
ur þess að leika á lögregluna og
hann þekkir Andrésblöðin út í
gegn. Én hann er ekki búinn að
hafa neitt upp úr krafsinu ennþá,
aðeins útgjöld.
Reyndar telur lögreglan að „Jóa-
kim frændi" sé sami maðurinn og
þvingaði hálfa milljón marka út úr
Karstadt fyrir 6 árum og að hann
vanti nú meiri pening. Og það er
talið fullvíst að hann sé Berlínarbúi.
I borginni er starfandi 15 manna
sérsveit rannsóknarlögreglumanna,
„Jóakimsveitin", og sagt er að hún
kembi Andrésblöðin, hvert einasta
eintak frá 1934 til dagsins í dag, til
að reyna að sjá næsta leik „Jóakims
frænda" fýrir. Það er búið að setja
100.000 mörk til höfuðs honum.
Derrick var kallaður til í síðustu
viku „Sie sind Verhaftet! Wo ist
Harry?“ meira hafði hann ekki um
málið að segja. Ég held hann hafi
ekki gert sér grein fyrir að þetta var
ekkert sjónvarpsleikrit. Þetta er afar
flókið mál og alvarlegt. Ástandið í
borginni er að verða hýsterískt.
Sjálfum fannst mér um daginn í eitt
augnablik að ég og enginn annar
væri „Jóakim frændi“. Ég var á
gangi eitt kvöldið í hverfinu mínu
og var kannski dálítið rauður í
framan þó ekki væri kalt úti. Og þá
mætti ég tveimur konum sem
horfðu svo fast á mig og rannsak-
andi og fóru eitthvað að hvískra
saman. O
Á tilteknum
stað við til-
tekna járn-
brautarteina í
Berlín finnst
trékassi. í kassan-
um er fjarstýranleg
ur vagn smíðaður úr
járni. Það eru hjól
undir honum og hann
passar akkúrat á
annan járbrauta-
teininn. I vagninum
rúmast nákvæmlega 1,5 millj-
ónir marka og þau eru sett í
hann. Kröfurnar hafa hækkað
vegna aukakostnaðar. Síðan er
ýtt á rauðan takka, allt fer eftir
fyrirmælum „Jóakims frænda".
Það er kolniðamyrkur, vagninn
þýtur af stað á 50 kílómetra hraða
og 150 lögreglumenn á eftir.
Þeir detta um
18
FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994