Eintak - 24.05.1994, Qupperneq 16
Islensk menning er tvískipt og hver Islendingur getur aðeins lifað á öðrum helmingnum.
Þannig var það á þeim tímum þegar Mál og menning og Almenna bókafélagið vonj verðugir andstaeðingar,
þannig var það á uppgangnstímum panels og parkets og þannig er það í kosningabaráttunni í Reykjavík.
Glíma þessara tveggja heima hefur leitt til þess að íslendingum er gjarnt að Irta á hluta af hinum.
heiminum sem hættulega, hjákátlega eða hreinlega mannskemmandi. Gunnar Smári Egilsson reynir
að skilja þessa tvískiptingu og afneitunina sem henni tylgir og kemst að því að íslendingar hafi kosið að hafa
heiminn lítinn og leiðinlegan. Og vilji aðeins nota helminginn af honum.
Eg var að tala við Mörð Árna-
son á Kaffibarnum um dag-
inn. Um kosningarnar, enda
talar hann ekki um annað
þessa dagana. Sem er skiljanlegt þar
sem hann ætlar sér að vinna þær.
Eins og reyndar allir aðrir. Ég hef
alla vega ekki enn hitt neinn sem
ætlar að tapa þeim. Og þegar hann
var búinn að tala nokkuð lengi um
hvað þyrfti að géra til að vinna
þessar kosningar spurði ég hann
hvort hann ætlaði ekki að skrifa
greinar í Moggann eins og hinir.
Hann horfði á mig með samblandi
af undrun og móðgun í augunum
og sagði: „Ég skrifa ekki í Mogg-
ann.“ Ég hló náttúrlega að þessari
einstrengislegu þrjósku aftan úr
kommúnískri fortíð Marðar og
hann hló líka. Það er svona álíka
gáfulegt af honum að vernda þessa
sérvisku og að taka ekki bílpróf og
renna sér frekar á gönguskíðum en
almennilegum skíðum sem eitt-
hvert gaman má hafa af.
Stuttu síðar sat ég á skrifstofunni
og Hilmar Örn Hilmarsson leit við
í einhverri erindisleysu. Ég var að
undirbúa mánudagsútgáfu EIN-
TAKS og vildi ekki tala um annað.
Hilmar spurði hvernig ég ætlaði að
hafa blaðið og ég sýndi honum plan
af því. Hann renndi augunum nið-
ur eftir því og rak upp óp þegar
hann kom að síðum sem voru
merktar íþróttir. Síðan las hann
þetta orð upphátt jafnoft og hann
fann það á nýjúm síðum og alltaf
með háværari vandlætingu. Ég
spurði hann hvort honum þætti
ekki gaman af -íþróttum. Hann
sagði þær tilræði við mannlega
reisn.
Mikið vorkenndi ég honum
Hilmari að hafa ekki fundið gleðina
í íþróttunum. Miklu meira en ég
vorkenndi Merði fýrir að neita sér
staðfastlega um að skrifa í Moggann
af öllum blöðum. Og jafnvel meira
en ég vorkenni Mogganum fyrir allt
sem hann neitar sér um, vill ekki
segja frá og gætir þess að snerta ekki
Eg hef nefnilega fyrir löngu
komist að því að fólk er
miklu frekar það sem það
gerir ekki og hefur aldrei
reynt heldur en að fólk sé það sem
það gerir eða býr yfir reynslu af. Ég
komst endanlega að þessu þegar
það vann hjá mér blaðakona sem
var svo pólitískt rétt þenkjandi að í
raun hafnaði hún veröldinni. Eins
og svo margir aðrir taldi hún aðrar
skoðanir en þær sem hún hafði eins
konar gálla hjá þeim sem þær
höfðu. Þetta hefði svo sem verið í
lagi ef hún hefði ekki verið saman-
súrraður femínisti af lesbískum
stofni og alin upp í Keflavíkur-
göngum með tilheyrandi
þjóðernis-BSRB-sósíal-
ískum viðhorfum og
söng. Það var því
flest allt fólk gallað í
hennar augum. Og
flest það sem annað
fólk tók sér fyrir
hendur var ýmist
hættulegt, fánýtt eða
hreint og beint
heimskulegt. Fólk
borðaði vitlaust,
klæddi sig vitlaust,
hugsaði vitlaust, lét
sér líða vel á vitlaus-
um forsendum,
gladdist á vitlausum
stöðum og var
hryggt af vitlausu til-
efni. Þar sem ég hef gaman
af því að reikna fann ég út að
þessi kona sætti sig við rétt rúm
þrjú prósent af heiminum. Hitt ’
var ýmist hjóm eða stórhættuleg1
árás á heimssýn hennar.
Það er sama hvað ég reyni að rifja
það upp sem þessi kona taldi gott
og gílt, ég man það ekki. Ég gét hins
vegar þusað daglangt um allt sem
hún hafnaði. Ég man hana því fyrir
það sem hún vildi alls ekki vera
frekar en það smáræði af lífinu sem
hún vildi eiga aðild að. Og þótt
smávægileg sérviska þeirra Marðar
og Hilmars sé ef til vill ekki í neinni
líkingu við lífsafneitun þessarar
konu þá finnst mér samt sem áður
skipta meira máli að Mörður ætlar
sér aldrei að skrifa í Moggann en í
hvaða blöð hann telur hættulaust
að birta hugsanir sínar í. Og að
Hilmar telur íþróttir vera tilræði
við manninn segir meira um hann
en að hann sé áhugamaður um það
sem kallað hefur verið dulrænt.
Annars ætlaði ég ekki að
blanda þeim Merði og
Hilmari í það sem mig lang-
aði til að skrifa um. Eg ætl-
aði mér að skrifa pínulítið um fjöl-
miðla, vitna í Pál postula og Felix
Krull og nefna nokkur dæmi af
fólki og fyrirbrigðum sem eru
miklu heldur það sem það er ekki,
heldur en það sem það er.
Ástæðan fyrir því að ég ætla að
blanda Páli inn í þetta mál er sú að
hann sagði einu sinni að maður
ætti að reyna ailt og halda því sem
gott er. Það er voðalega fín afstaða
til lífsins — bæði ótta- og for-
dómalaus. Ef hann
hefur komist
að því að kon-
ur ættu að þegja á samkund-
um hefur það verið vegna þess að
hann prófaði að hlusta á þær og
fannst það vont. Það er ekki hægt
að skamma hann fyrir að hafa
komist að þessari niðurstöðu.
Hún er áfrakstur tilraunar
sem einfaldlega gekk ekki
betur upp.
Munurinn á Páli og
blaðakonunni sem ég
nefndi áðan er
sú að sam-
kvæmt
speki
Páls hef-
ur hann hlust-
að á konur eins og
hana og komist að því að hann
nennti því ekki. Blaðakonan borð-
aði hins vegar aldrei hamborgara
vegna þess að þeir voru tákn fyrir
heimsvaldastefnu Bandaríkjanna
og veikt geð annarra þjóða sem létu
kanana valta yftr hámenningu sína
með lágkúltúr sínum.
Og blaðakonan margnefnda er
ekki eini Islendingurinn sem vill
teljast til intejligensíunnar í krafti
andúðar sinnar á hamborgurum.
Eitt sinn þegar ég var staddur í Alg-
arve í Portúgal að leita leiða til að
komast heim til íslands gekk ég
milli veitingastaða í leit að íslensk-
um pakkaferðalöngum í von um að
geta flotið með þeim í leigufluginu
heim. Þar sem ég gekk framhjá
hamborgarabúllu sé ég Svein Ein-
arsson, þá nýhættan Þjóðleikhús-
stjóra, vera að gæða sér á hamborg-
ara. Ég gekk rakleiðis til hans og
kynnti mig. Honum svelgdist á
hamborgaranum og náði að segja
mér að hann væri ekki í sólarlanda-
ferð þarna í Algarve heldur væri
hann að skyggnast eftir heppilegu
sumarhúsi til að leigja næsta vetur.
Hann ætlaði sér nefnilega að ein-
beita sér að skriftum. Mér fannst
eins og honum tækist að
afneita sólarlanda-
ferðum, ham-
borgurum
og veru
sinni á hamborgarstaðnum, öllu í
þremur setningum.
Mér var sögð svipuð saga af Degi
Sigurðarsyni einu sinni. Þá gekk
maður að honum þar sem hann var
að úða í sig hamborgara á Tomma-
borgurum á Laugaveginum. Dagur
fann að hann var staðinn að verki
en brást skjótt við, kyngdi bitanum
og sagði: „Maður verður nú að
éta.“
Þrátt fýrir að þeir Sveinn og Dag-
ur hafi ekki alveg gert upp við ham-
borgarafóbíu íslensku intellígensí-
unnar þá heíði Páll verið hrifnari af
þeim en blaðakonunni marg-
nefndu. Þeir reyndu að borða ham-
borgara og ákváðu að halda í hann
jafnvel þótt það nagaði sálina í
þeim.
g vil taka það fram
strax að ég er enginn
hamborgara-maður.
Mér finnst til dæmis
hálf óviðkunnanlegt að þurfa að
tilgreina hvernig ég vilji hafa hann
steiktan eftir að ég bið um ham-
borgara á veitingahúsi. Mér finnst
það einhver oflátungsháttur. Fyrir
mér eru hamborgarar svipaðir og
spark í magann. Maður skiptir á
hungurtilfinningu og magapínu.
En til þess að Felix Krull komist
að þá borðaði hann aldrei ham-
borgara þrátt fyrir nokkurra ára
störf í veitingahúsum. Ástæðan fyr-
ir því að hann er dreginn inn í þessa
grein er sú að hann sagði einhverju
sinni að maður hefði tvo kosti.
Annars vegar að líta á heiminn sem
lítinn og skýranlegan. Hins vegar
að hann sé stór og margbreytilegur.
Felix gerði ekki upp á milli þessara
tveggja heimssýna að öðru leyti en
því, að hann hafði komist að því að
síðari útgáfan væri skemmilegri.
Þessa kennisetningu Felixar er
vel hægt að nota í blaðaútgáfu. Frá
því ég byrjaði í blaðamennsku hef-
ur alltaf annað slagið komið til mín
fólk og spurt af hverju sé aldrei rætt
við venjulegt fólk í blöðunum. Og
ég svara alltaf að venjulegt fólk sé
leiðinlegt og á þá við sem blaðaefni
—- þótt mér finnist venjulegt fólk
líka leiðinlegt í Iifenda lífi. Ef blöð-
um er ætlað að endurspegla veröld-
ina standa þau frammi fyrir sama
vali og Felix. Eiga þau að hafa ver-
öldina litla og skiljanlega eða stóra
og margbreytta? Eiga þau að segja
að maðurinn sé að meðaltali 1,78
metrar á hæð eða eiga þau að segja
að maðurinn geti verið allt frá 67
sentimetrum. og upp 2,45 metra?
Og ef þau svara eins og Felix þá
skiptir ekki máli hvort er réttara.
Aðalatriðið er að fýrri kosturinn er
svo dæmalaust Ieiðinlegur en það
má hafa gaman af þeim síðari.
Þessi lífsstefna Felixar Krull er
andstaða yið lífsstefnu blaða-
konunnar títtnefndu. Henn-
ar veröld er ákaflega þröng
og fábreytt eftir að hún hefur ýtt
nánast öllu sem nöfnum tjáir að
nefna út í ystu myrkur. I heimi Fel-
ixar er hins vegar ekkert hættulegt,
ekkert púkalegt, ekkert hégómi.
Blaðakonan myndi hins vegar segja
að hann liti á allt sem hégóma, en
það er önnur saga.
I tilefni af lýðveldisafmælinu er
rétt að geta þess að Felix Krull er af-
skaplega óíslenskur. Það eru ekki
margir eins og hann hér heima.
Ástæðan er líklega sú að íslenskt
samfélag er ekki margbreytilegt
heldur aðeins tvíhliða. Þessi tví-
skipting endurspeglast vel þessa
dagana í kosningabaráttunni í
Reykjavík. Þar mætast þessar tvær
tegundir Islendinga. Annars vegar
þeir sem borða hamborgara, leggja
parket, fylgjast með íþróttum og
horfa á Stöð 2. Hins vegar þeir sem
borða hýðishrísgrjón, búa í panel,
finnast allir leikir marklausir og líta
á Ríkisútvarpið sem útvarp allra
landsmanna.
Sökum þessarar tvískiptingar
eiga íslendingar auðveldara með að
afneita heilu og hálfu hlutum
heimsins og mannlífsins. Annað
hvort velja þeir epli eða appelsínu
og þegar það er búið liggur ljóst
fyrir hvað má og hvað ekki. Þeim er
ekki eiginlegt að líta á veröldina,
hugmyndasöguna og mannlífið
sem risastóran konfektkassa sem
þeir geta valið úr að vild. íslending-
ar eru annað hvort Lindu- eða
Maclntosh-menn. Annað hvort
Ríó- eða Braga-fólk. Eða voru það
lengst af. Gevalia, Marino og fleiri
útlendir kaffiframleiðendur hafa
plantað sér þarna mitt á milli.
En þrátt fyrir að þessi tvískipting
tilverunnar sé falin í kaffibollanum
þá lifir hún enn djúpt í þjóðarsál-
inni. Og það sorglega við þetta er
að tvískiptingin leiðir ekki til þess
að hver Islendingur fái hálfan heim
Felixar Krull í sinn hlut. Því jafn-
hliða þvi að skipta heiminum í
tvennt — og ef til vill vegna þess —
þá eru þeir svo vissir í sinni sök að
heirnur þeirra verður lítill og rosal-
ega vel útskýrður, einfaldur og fast
niðurnegldur. Þeir eru því ekki 50
prósent manneskjur heldur aðeins
fimm prósent fólk. ©
16
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994 ~\