Eintak - 24.05.1994, Blaðsíða 18
Þridjudagur
P O P P
Hljómsveitin Þúsund andlit veröur á Gauki og
stöng og rífur fólk upp úr helgislepjunni sem
fylgir hvitasunnuhelginni.
BAKGRUNNSTÓNUST
Hermann Ara syngur viö eigin undirleik á
Fógetanum.
L E I K H Ú S
Galdrakarlinn í Oz sýndur í Tónabae kl. 17:00
undir leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar. Sí-
gild saga um sígilda stelpu.
UPPÁKOMIIR
A Sóiori Islandus stendur Heimdallur. lélag
sjálfstæöismanna í Reykjavík fyrir menningar-
uppákomu. Dagskráin er fjölbreytt en felst þó
aðallega í söngatriöum og Ijóðalestri, auk þess
sem stuttmyndir þeirra félaga, Reynis og Arn-
ars, um ýmsa kvilla er hrjá lólk veröa sýndar,
þ.á.m. er myndin Matarsýki sem hlaut lyrstu
verðlaun á Stuttmyndahátíöinni sem haldin var f
apríl síöastliðnum.
F U N P I R
Kynning á Niflungahringnum með tón-
dæmum ter fram í Norræna húsinu kl. 17:00.
Anna Magnúsdóttir og Reynir Axelsson sjá um
kynninguna.
SJÓNVARP
RIKISSJONVARPIÐ 18.15 Táknmálslréttir
18.25 Frægöardraumar 19.00 Veruleikinn
19.15Dagsljós 20.00 Fréttir og veður 20.35
Framtarir felast í nýsköpun Seinni þáttur um ný-
sköpun í alvinnulllinu alll Irá grunnrannsóknum
lil markaðsselningar 21.05 Banvæn ást Bresk-
ursakamálaþáttur22M Mótorsport Sýntlrá
Norðurlanóamótinu I torfæruakstri I Svlþjóð
22.30 Gengið að kjörborði Akranes 23.00 Ell-
efufréttir 23.15 HM í knattspyrnu Fjatlað um
hollenska landsiiðið og George Best segir
skoðun slna á keppninni. Einnig verður ritjaöur
upp ferill Brassans Sókratesar23 AQ Dagskrár-
lok
STÖÐ TVÖ 17.05 Nágrannar 17.30 Pétur
Pan 17.50 Gosi 18.15 í Tölvuveröld 18.45
Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19.19 20.15 Ei-
ríkur 20.35 Visasport 21.10 Barnfóstran
21.35 Þorpslöggan 22.30 ENG 23.20 Þjóð-
garðurinn Stete Park Þrjár stúlkur fara í
ferðalag og rekast á þungarokkara á nærbuxun-
um. Það hlýtur að tæla þær til byggða 00.50
Dagskrárlok
Miðvikudagur
P O P P
Hljómsveitin Stripp-Show hristir upp i gestum
á Tveimur Vinum.
BlÓHÖLLIN
Ace Ventura ★★★★Jim Carrey fær alla
nema þá sem eru langt leiddir af þunglyndi til
að hlæja næstum allan tímann.
Konungur hæðarinnar King of the Hill ★★
Þetta er ekki léleg mynd, en það er eitthvað sem
vantar upp á til þess að myndin verði virkilega
áhrifarík.
Pelikanaskjalið The Pelican Brief ★★ Þrátt
fyrir ágætt etni kemst þessi mynd aldrei á flug.
Bókin er betri. I það minnsta fyrir þá sem hafa
þokkalegt ímyndunarafl.
Líf þessa drengs This Boy's Life ★★★
Mynd um það hvernig búa á til grönsj-kynslóð-
ina, þó ekki eintóma Cobaina. Fráær leikur hjá
Ellen Barkin, Ifka stráknum og meira aö segja
hjá Robert de Niro.
Fingralangur faðir Father Hood ★ Leiðinleg
mynd um leiðinlegan pabba og enn leiðinlegri
börn.
Sister Act 2 ★ Nunnurnar hafa skipt út af fyrir
krakka á glapstigum. Söngurinn er enn poppaö-
ur gospel. Sagan enn þunn og Whoopi enn með
of fáar línur og reynir að segja eitthvað með
svipnum sem enginn skilur. En börnum finnst
gaman af þessari mynd.
Rokna Túli ★★★ Það er komið fslenskt tal
við þessa mynd sem hefur fengist nokkuð lengi
á vídeóleigunum. Börnin mæla með henni.
HÁSKÓLABÍÓ
Backbeat ★★ Mynd um frekar óspennandi
samband Stu Sutcliffe og Astrid Kirchherr. Það
bjargar myndinni að það er skilið við sögu Bítl-
anna á þröskuldi Irægðarinnar og við dyrnar
heima hjá Ringó. Stjarna myndarinnar er lan
Hart - Kannski ekki furða þar sem hann leikur
stjörnu Bítlanna, Lennon.
Nakinn Naked ★★★ Hin ágæstasta skoðun-
arferð um lægstu lendur Englands, neðan mittis
og hungurmarka.
Blár Blue ★★ Kieslowski-myndirnar verða
þynnri og þynnri eftir þvf sem þær veröa fleiri.
Litli Búdda Little Buddha ★★ Þrátt fyrir
glæsilegan búning vantar einhvern neista í
þessa tilraun Bertoluccis til að búa til mikla ep-
íska sögu.
Listi Schindler’s Schindler's List ★★★★
Verðskulduð Óskarsverðlaunamynd Spielbergs.
Allir skila sínu besta og úr verður heljarinnar
mynd. Meira að segja Polanski braut odd af of-
læti sfnu og tór á ameríska mynd (en hann er nú
reyndar gyðingur og missti mömmu sína í hel-
förinni).
í nafni fööurins In the Name of the Father
★★★★ Mögnuð mynd um réttarmorð í Eng-
landi. Umdeild fyrir tilfærslur á smáum atriðum
sögunnar en ísköld og sönn engu að síður.
Þúsund andlit heldur álram á Gauknum þar
sem frá var horfið á þriðjudagskvöldið.
BAKGRUNNSTÓNUST
Hermann Arason, Irúbador, plokkar gítar-
strengi á Fógetanum og syngur með.
F U N P I R
Málstofa í hagfræði stendur fyrir fyrirlestrinum
A Pernalist's Design of Optiman Social
insurance for Erroneous Insurees Dr. Mi-
chael Lundholm dósent við háskólann í Uppsöl-
um heldur fyrirlesturinn en hann er jafnframt
framkvæmdastjóri Norræna hagrannsóknarráös-
ins.
S J Ó N V A R P
RÍKISSJONVARPIÐ 18.15 Táknmálsfréttir
18.25 Nýbúar úr geimnum 18.55 Fréttaskeyti
19.00 Eldhúsið Ullar Finnbjörnsson eldar gott
19.15 Dagsljós 19.50 Víkingalottó 20.00
Fréttir og veður 20.40 Nelson Mandela - Leið-
in til frelsis Heimildamynd um leiðtogann sem
vann stórsiguri kosningunum I Suður-Alríku.
Eitthvað lyrirÁrna og Sollu 21.10 Framherjinn
Breskur mynda/lokkur byggður á sögu eltir Gary
Linekerumatvinnumann IIótbolta22.05 Lista-
hátíð í Reykjavík 1994 Kynnlir verða helstu við-
burðir hátíðarinnar22.35 Gengið að kjörborði
23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok
STÖÐ TVÖ 17.05 Nágrannar 17.30 Halli
Palli 17.50 Tao Tao 18.15 Visasport 18.45
Sjónvarpsmarkaðurinn 19.1919.1919.50
Víkingalottó 20.15 Eiríkur 20.35 Á heimavist
21.30 Skólabærinn Akureyri 21.40 Sögur úr
stórborg 22.30 Tíska 22.45 Á botninum
23.25 Á tæpasta vaöi 2 Die Hard 2Þrusu
spennumynd með Bruce Willis í baráttu við
hryðjuverkamenn. Bönnuð börnum 01.25 Dag-
skrárlok
B í Ó I N
BIOBORGIN
Ace Ventura ★★★★ Ógeðslega ógeðslega
fyndin í fyrsta sinn en tólf sinnum leiðinlegri í
næsta skipti, - segir Davíð Alexander, níu ára
gagnrýnandi barnaefnis í EINTAKI.
Ottalaus Fearless ★★★Mynd um efni sem
fáir leikstjórar komast lífs frá, sjálfan dauðann.
Weir tekst þó að búa til sterka mynd og sleppur
næstum óskaddaður. Rosie Perez leikur frábær-
lega.
Leikur hlæjandi láns The Joy Luck Club
★ ★★ Indæl mynd um kínverskar konur.
Hús andanna The House of the Spirits
★★★★ Frábær leikur. Myndin verður aldrei
leiðinleg þrált fyrir þriggja tíma setu.
LAUGARASBÍO
Eftirförin The Chase ★★ Dágóður þriller ef
veðrið væri verra.
Ögrun Sirens ★★ Innihaldslaus og snubbótt
saga sem hefði mátt klára fyrir hlé. Þótt sumar
konurnar seú full jussulegar geta karlar skemml
sér við aö horta á prestsfrúna. Og konurnar á
Hugh Grant. Þessi tvö eiga stjörnurnar.
Tombstone ★ Myndin er lengi í gang en svo
loks þegar þeir byrja aö skjóta þá verður hún
eins og verið sé að sýna úr timm vestrum í einu.
REGNBOGINN
Nytsamir sakleysingjar Needful Things ★★
Djöfullinn stígur upp til jarðar og breytir frið-
sömu þorpi í hálfgert helvíti. Venjubundinn
Stephen King.
Kalifornia ★★★ Gróf eftirlíking af Badlands
en nokkuð góð fyrir hlé.
Trylltar nætur Les Nuits Fauves ★★★ Hrá
mynd sem fjallar ef til vill frekar um ástsýki en
alnæmi. Ung leikkona, Romane Bohringer, stel-
ur senunni í sjálfsævisögulegu hlutverki leik-
stjórans.
Píanó ★★★ Óskarsverðlaunaður leikur í að-
al- og aukahlutverkum. Þykk og góð saga.
Kryddlegin hjörtu Como Aqua Para Chocol-
ate ★★★ Ástir undir mexíkóskum mána.
STJÖRNUBÍÓ
Eftirförin The Chase ★★ Dágóður þriller et
veörið væri verra.
Fíladelfía Philadelphia ★★★★ Frábærlega
leikin. Það hafa allir gott af að sjá þessa mynd
og ekki kæmi á óvart þótt hún yröi notuð sem
kennsluefni (alnæmisvörnum þar til annað
betra býðst.
Dreggjar dagsins Remains ol the Day
★★★★ Magnað verk.
Morðgáta á Manhattan Manhattan Murder
Mystery ★★★ Allen er fyndinn í þessari mynd.
Hún er ekki ein af hans bestu en sannar að það
er skemmtilegra að eyða tímanum undir Allen-
mynd en undir annars konar myndum.
SÖGUBÍÓ
Fúll á móti Grumpy Old Man ★★ Bessi og
Árni þeirra Ameríkana, Jack Lemmon og
Walther Matthau, I tiltölulega saklausu og
góðlátlegu gríni sem gengur ekki mjög
nærri hláturtaugunum. En það má stund-
um brosa.
Hetjan hann pabbi My Father the Hero
★★★ Huggulegasta gamanmynd með
ágætum leik Depardieu.
Aladdin ★★★★ Meistaraverk frá Disney.
AthygJisverðasta
áhugaJeiksýnirigin
Guðjón Sigvaldason
„Það er fyrst og fremst gleðilegt að
leikstýra leikhópi sem er fyrstur til
,a<3 hljóta titilinn, Athygliverðasta
áhugaleiksýningin."
Föstudagurinn 13. maí var
happadagur fyrir Guðjón Sig-
valdason, leikstjóra, og félaga í
Leikfélagi Hornafjarðar því þá var
þeim tilkynnt að sýning þeirra,
„Þar sem djöflaeyjan rís“, hefði ver-
ið valin athygliverðasta áhugaleik-
sýning síðasta leikárs. Sýninguna
setti þau upp í Sindrabæ á Höfn.
„Þar sem djöflaeyjan rís“ er gert
eftir samnefndri sögu Einars
Kárasonar en leikgerðin er eftir
Kjartan Ragnarsson. Leikritið var
fýrst sett upp af Leikfélagi Reykja-
víkur í Skemmunni fýrir nokkrum
árum.
Leikfélag Hornafjarðar er fyrsti
áhugaleikhópurinn sem hlýtur við-
urkenningu fýrir athyglisverðustu
áhugaleiksýninguna og hefur titill-
inn það í för með sér að leikfélagið
setur sýninguna upp á sviði Þjóð-
leikhússins hinn 12. júní næstkom-
andi.
„Félagar leikfélagsins eru bæði
kvíðnir og glaðir,“ segir Guðjón
um viðbrögð aðstandenda sýning-
arinnar við þeim heiðri.
Áhugaleikhópar þurftu að sækja
sjálfir um viðurkenninguna og
senda myndbandsupptöku af sýn-
ingunni. Alls voru tíu umsækjend-
ur. í dómnefnd sátu þau Stefán
Baldursson, Þjóðleikhússtjóri,
Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri,
fýrir hönd Leiklistarsambands Is-
lands og Bjarni Guðmarsson, frá
Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Hvaða þýðingu hefur viðurkenn-
ingin fyrir þig, Guðjón?
„Það er fyrst og fremst gleðilegt
að leikstýra leikhópi sem er fyrstur
til að hljóta titilinn. Hún ber jafn-
framt vott um að sú stefna sem ég
hef unnið með haft skilað árangri.
Ég hef unnið á þann hátt að leik-
hópurinn fái að prófa sem flest sem
við kemur leikhússtarfinu svo sem
eins og hönnun lýsingar og leik-
myndar. Ég reyni að skapa góðan
hópanda og að halda þeim metnaði
við sem farið var af stað með,“ segir
Guðjón sem leikstýrir milli tveimur
og fjórum sýningum á ári.
„Það er misjafn gangur í þessu,“
segir hann. „Ég hef verið heppinn
og fengið að takast á við skemmti-
leg verkefni.“
En langar þig ekkert til að leika
sjálfur fyrst þú ert menntaður leik-
ari?
„Mig klæjar alltaf í puttana að
fara að leika sjálfur þótt leikstjórnin
hafi átt hug minn allan að undan-
förnu. Ég fer eflaust á svið þegar
ástæður gefast.“ O
KK-BAND í sveitinni
Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem
KK, hefur haldið sig fjarri sviðsljósinu undan-
farna mánuði en hefur verið að troða upp úti
á landi á undanförnum vikum og ætlar að
gera víðreisn í sveitinni í sumar. KK band
ætla meðal annars að setja sig í stellingar fyrir
Kántríhátíð í Kántríbæ um miðjan júlí. Um
Verslunarmannahelgina taka þeir þátt í Síld-
arævintýrinu á Siglufírði og fer maður að
hallast á þá skoðun að sjómannsblóðið renni
ólgandi í æðum söngvarans. KK er þessa dag-
ana staddur í litlu sjávarplássi fyrir austan og
segist vera að huga þar að sínum málum. „Ég
er að fara út að vitja nets á grásleppu. Svo er
búið að bjóða mér að fara í reynslutúr með
togara hérna út á fjörðinn,“ segir hann stolt-
ur. Það er þó engan veginn að tónlistin sé á
undanhaldi því á milli þess sem KK nýtur
náttúrunnar situr hann við að semja tónlist
fyrir næstu plötu KK-bandsins sem áætlað er
að komi út í haust.
Þeir sem hafa verið með spádóma og full-
yrðingar um að KK-band væri hætt störfum geta
því étið þær fullyrðingar ofan í sig. Auk áður-
nefndrar plötu segir KK að líklegt sé að gefin
verði út plata með tónlistinni úr sjónvarpmynd-
inni „Þið rnunið hann Jörund", sem Óskar Jón-
asson leikstýrir og sagt var frá í síðasta EINTAKI.
KK-band sér um allan tónlistarflutning í þeirri
mynd.
Á sumaráætluninni hjá KK-bandi eru aðeins
einir tónleikar á höfuðborgarsvæðinu og verða
þeir á Hressó á sjálfan lýðveldisdaginn, auk þess
sem hljómsveitin tekur þátt í stórtónleikum sem
Reykjavíkurborg stendur fýrir í tilefni af lýð-
veldisafmælinu.
Til Reykjavíkur kemur KK frá Danmörku
þar sem hann spilar á Mid-Fyn Festival og
mun sú tónlistarhátíð gefa Roskilde-hátíð-
inni frægu lítið eftir hvað gæði varðar. KK
var reyndar boðið að koma og spila á Roskil-
de-hátíðinni en það boð var dregið til baka.
„Þeir vildu okkur ekki,“ segir KK. KK-band
lætur þó ekki bugast og verður í Danmörku á
Skandeborg festival í ágúst og þar strax á eft-
ir í Svíþjóð á Malmo festival. KK-band er
með ýmislegt í sigtinu hvað útlönd varðar og
er verið að kanna markaðsmöguleika, bæði
fyrir útkomnar og tilvonandi plötur bands-
ins, á Norðurlöndum. Segir KK að áhuginn
sé mestur fyrir plötunni Lucky one og mun
skýringin vera sú að öll lögin eru með ensk-
um texta. Þrátt fyrir að útlit sé fýrir að KK
muni sjást bæði á hljómsveitarpöllum og í
plöturekkum á Norðurlöndum segir hann að
það sé ekki frægðin sem hann sækist eftir.
„Það er nógu slæmt að vera frægur á Islandi. Það
reynir nógu mikið á.“ Þess vegna leitar hann í
kyrrðina og rólegheitin í sveitina sína. „Ég á
þetta land,“ segir hann. „Ég og þú, við eigum
þetta land.“ O
18
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994