Eintak - 24.05.1994, Qupperneq 21
fyrir 25 árum er ágæt blanda
°g yngri manna og hefur fengið
sjálfan lAN Ross til liðs við sig.
Einn sá dyggasti á Suðurnesjunum,
Haraldur Magnússon, hefur
ákveðnar skoðanir á málunum.
„Ég hef haft dálæti á þessari
íþrótt frá því ég var krakki. Ég hef
íylgst grannt með Keflavíkurliðinu
í gegnum árin og vil veg þeirra sem
allra mestan. Þess vegna hef ég lagt
það á mig að fylgja þeim eftir hvert
Haraldur Magnússon Keflvíkingur
„Auðvitað heitir liðið áfram Keflavík, en ég
vil sjá breiðfylkingu Suðurnesjamanna um
liðið og auðvitað um lið Grindvikinga líka.
á land sem er. það hef-
ur einfaldlega sýnt sig
í mínu tilviki að þetta
er baktería sem ekki
er hægt að losna við.“
S t a n d a
Keflvtkingar
vel við bakið
d sínum tnönn-
um?
„Iá, þeir
gera það.
Auðvitað er
það meira þegar
vel gengur' en ella
en stuðningurinn
er til staðar og
áhuginn líka. Það
leiðinlega er hins
vegar með
klæðnað áhorf-
enda á öllum leikj-
um hjá flestum lið-
um. Menn eru þannig
gerðir að þeir horfa á
ítölsku og ensku
knattspyrnuna á vet-
urna. Þar eignast menn sín uppá-
haldslið og auðvitað ekkert nema
gott um það að segja. En það er að
mínu mati afskaplega hallærislegt
að koma á leik með sínu liði merkt-
ur Manchester United í bak og fyr-
ir. Það getur nefnilega verið alveg
ómetanlegt íyrir leikmenn að sjá
stuðningsmönnum sínum bregða
íyrir uppi í stúku merkta félaginu.
Þetta gera Skagamenn og virkar af-
skaplega vel hjá þeim.“
Hverttig leggst þetta I
„Mjög vel, vérð ég að
segja. I upphafi eru ali-
ir jafnir með núll stig og jafna
möguleika. Fólk er farið að þyrsta í
fótbolta og þetta á eftir að verða
jafnt og skemmtilegt sumar. Liðin
gera síðan auðvitað sitt besta og við
meiru er aldrei að búast. það er
hins vegar alveg ljóst að þörfin íyrir
góða stuðningsmenn er aldrei
meiri en þegar eitthvað bjátar á. Ég
ætla að gerast djarfur og spá mín-
um mönnum titlinum stóra í ár.“
Hefur satneiningin einhver áhrif
þarna á?
„Það ætla ég svo sannarlega að
vona. Auðvitað heitir liðið áfram
Keflavík, en ég vil sjá breiðfylkingu
Suðurnesjamanna um liðið og auð-
vitað um lið Grindvíkinga líka. Ég
er nefnilega afskaplega fylgjandi
rígnum á milli liðanna, tel hann
vera af hinu góða og skapa
skemmtilega stemmningu. Til að
komast síðan í allra fremstu röð og
halda sér þar er síðan alveg nauð-
synlegt að skapa betri aðstæður og
vera samtaka um breytingar tii
batnaðar."
„Frábært þegar
Hörður skorar“
FH-ingum hefur gengið nokkuð
vel að undanförnu og eru óðum að
komast í þann flokk liða sem geta
státað af einhverjum stöðugleika
hvað deildina varðar. Einn allra
skemmtilegasti sóknarmaður
landsins, Hörður Magnússon,
hefur yljað mörgum með leikni
sinni og meðal annars föður sínum
sem alltaf stendur á sama stað í
brekkunni í Krikanum og horfir á.
Reyndar átti Magnús Ólafsson sér
áður annan fastastað á vellinum en
sá var í línu við völlinn, og eftir að
hann var einu sinni nánast leiddur
af velli eftir mótmæli yfir rang-
stöðudómi, færði hann sig úr sjón-
línu við vafaatriðin. Magnús Ólafs-
son er leikari, eins og flestir vita, og
gamall handboltarefur úr FH.
„Ég byrjaði að spila með fim-
leikadrengjunum í handboltanum
tiltölulega ungur. Ég er reyndar að-
fluttur en konan mín er gegnheill
gaflari og því kom aldrei neitt ann-
að til greina en FH. I marki FIi stóð
ég svo í þetta tíu eða tólf ár og vann
eiginlega allt með liðinu sem hægt
var að vinna nema kannski Evr-
ópukeppnina.
Hörður sonur minn var afskap-
lega duglegur við að fylgja mér á
æfingar og fylgjast með spriklinu í
körlunum. Þess vegna kom það
manni ekkert á óvart að hann
umtumast þegar dóm-
arinn flautar til leiks á fót-
boltavelli. Um leið og
boltinn fer að rúlla tapa
þeir dómgreindinni og
sjá aðeins það sem
kemur betur fyrir félagið
þeirra. Þeir gleyma öll-
um mannasiðum og
hrópa svívirðingar yfir
dómarann og and-
stæðingana sem þeir
gætu aldrei komist
óslasaðir ffá utan vallar.
Og allan leikinn enj þeir
á barmi taugaáfalls,
sveiflast milli alsælu og
dýpsta svartnættis eftir
því hvemig liðinu þeirra
vegnar. Þetta er eins
konar áunninn greindar-
skortur og sjálfskipuð
villimennska. Björn Ingi
ræddi við tíu eldheita
stuðningsmenn lyrstu
deildar félaganna tíu til
að komast að því hvað
þessum mönnum
gengurtil.
Magnús Olafsson FH-ingur
„Einu sinni þegar ég hafði látið dæluna
ganga á dómarann tók hann sig til og fór
að svara mér fullum hálsi. Það fannst
mér frekar kúnstugt.
skyldi snemma byrja í
íþróttum og var upp
alla yngri flokkana
bæði í hand- og fót-
bolta. Hann var af-
skaplega lunkinn
handboltamaður og
það kom mér mikið á
óvart á sínum tíma
þegar hann valdi
knattspyrnuna, sagði
hana skemmtilegra
sport, sem er alveg
rétt.“
Ferðu á alla leiki
tneð liðinu?
„Alla sem ég
mögulega kemst á.
Sem leikari er maður
hins vegar oft bund-
inn við tökur hingað og þangað um
landið en ég mæti eftir bestu getu.
Ég hef meðal annars einu sinni leigt
litla rellu til að skjótast með mig
suður frá Akureyri til að horfa á
bikarúrslitaleik, þannig að það er
allt reynt. Auðvitað hefur maður
gert margt af sér í hita leiksins og
einu sinni var ég mættur inn á völl-
inn til að mótmæla rangstöðudómi
sem átti að vera en aldrei varð. Og
einu sinni þegar ég hafði látið dæl-
una ganga á dómarann tók hann
sig til og fór að svara mér fullurn
hálsi. Það fannst mér frekar kúns-
tugt.
Gengi liðsins hefur verið afskap-
lega jójólegt á undanförnum árum
en nú eru blikur á lofti. Þetta gerir
það að verkurn að fleiri stuðnings-
menn koma á völlinn og meira
kemur í kassann. Það hefur sýnt sig
hjá liðum eins og í A og KR að meiri
peningar þýða sterkara lið.“
Náið þið titlinum?
„Það er auðvitað ómögulegt að
spá um það en þetta á eftir að verða
skemmtilegt sumar. Annars sýnist
mér að KR séu bara búnir að kaupa
titilinn þetta árið.“
Kópavogsfélag
númer eitt
Það verður að segjast alveg eins
og er að ekki hefur fárið of mikið
fyrir konum á áhorfendapöllunum
í boltanum á fslandi. Margir eru þó
á því að þetta sé að breytast og
knattspyrnan sé að breiðast út sem
skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Ein þeirra kvenna sem sjaldan láta
sig vanta á völlinn er Sóley Stef-
ánsdóttir, verslunarmaður í Kópa-
voginum. Hún er græn og væn eins
og sumir segja, Bliki í húð og hár.
„Ég hef fylgst vel með fótboltan-
um í gegnum árin. Við maðurinn
minn og dóttir okkar erum öll
miklir áhugamenn og látum okkur
sjaldan vanta á völlinn. Dóttir mín
spilar síðan með öðrum flokki
kvenna þannig að þetta er farið að
smita vel út frá sér. Við reynum að
fylgja liðinu eftir en förum nú
reyndar ekkert lengra í útileikjum
en upp á Skaga. þetta er afskaplega
gaman, maður kynnist fólki í gegn-
um þetta og stemmningin verður
mikil."
Er UBKfyrst ogfremst Kópavogs-
lið?
„Já, það er það tvímælalaust.
Bæjarbúar hafa verið nokkuð dug-
legir að fylkja sér í kringum félagið
en betur má ef duga skal. Ekki er
nóg að mæta og hvetja sína menn
þegar vel gengur því hitt er miklu
mikilvægara að styðja við sína
menn þegar mest þarf á að halda.
Ég er að vonast til þess að nú fari að
myndast einhvcr stöðugleiki í þetta
hjá okkur og þetta verði ekki bein
brekka niður aftur eins og stundum
hefur verið.“
Ertu bjartsýn á tttótið?
„Afskaplega. Við eigurn ntjög
ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ1994
21